Morgunblaðið - 08.03.1995, Side 42
42 MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
og reisn getur verið yfir annars
helsjúkri manneskju.
Þegar Hrefna lézt hvarf ljósið.
En það slokknaði ekki. Það lifír
áfram meðal okkar hinna sem höf-
um iært svo mikið af Hrefnu. Það
lifír skærast hjá Sigurgeiri og Ein-
ari, hjá foreldrum og systkinum,
hjá litlu sonardótturinni. Hrefna var
ekki ein. Samheldni íjölskyldunnar
í veikindum hennar var einstök.
Einar, maður Hrefnu, og systurnar
voru hjá henni í Gautaborg lang-
dvölum, ekki sízt Ema sem á stund-
um hefur lagt nótt við dag. Einar
Öm hefur skipulagt hér heima. Það
er stórmál, þegar ástvinur er mán-
uðum saman á sjúkrahúsi í útlönd-
um. Ollý og Silla hafa sótt Hrefnu
og farið með upp á hárgreiðslustofu
um leið og heilsan hefur leyft. Með
þeim öllum lifír ljósið skært. Hrefna
sá um að það verður eilíft. Það lýs-
ir okkur öllum.
Eg vil að leiðarlokum leyfa mér,
sem ættingi, að þakka læknum og
hjúkrunarfólki á Landspítala, undir
forystu Bjama Þjóðleifssonar og
Halldóm Kristjánsdóttur, að öðmm
ógleymdum, frábær störf og heiðar-
lega afstöðu til sjúklings sem vill
vita sannleikann, hversu erfiður
sem hann er, ég vil einnig senda
þakkarkveðjur til starfsmanna á
Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gauta-
borg.
Við Sigrún, Asa Björk og Einar
Öm sendum Einari, Sigurgeir og
Katrínu Tönju, foreldrum, systkin-
um og öðmm ættingjum og vinum
innilegustu samúðarkveðjur okkar.
Gísli Einarsson.
Mig langar með nokkmm orðum
að minnast vinkonu minnar og
skólasystur Hrefnu Einarsdóttur. I
hugann koma upp allar gömlu, góðu
stundimar sem við áttum saman
þegar við vorum unglingar. Hrefna,
Hildur og ég eitthvað að bralla sam-
an, fara á ball eða gera eitthvað
að bralla saman, fara á ball eða
gera eitthvað annað skemmtilegt.
Hrefna var fyrst af okkur vinkon-
unum til að stofna heimili og réðst
ekki á garðinn þar sem hann var
lægstur. Hún gerðist bóndakona
norður í landi. Hún stóð sig auðvit-
að vel þar eins og við allt annað
sem hún tók sér fyrir hendur.
Þegar Hrefna bjó norður í Húna-
vatnssýslu, bjó ég út í Danmörku
og vorum við iðnar við bréfaskriftir
á þeim ámm. Bréfin frá henni vom
mörg og skemmtileg. Þá fékk ég
að fylgjast með öllu sem gerðist í
sveitinni. Þær vom margar sögum-
ar sem hún sagði mér af syni sín-
um, honum Sigurgeir, sem hún var
svo stolt af.
Hin síðari ár hafa verið Hrefnu
erfíð vegna mikilla veikinda. Enda-
lausar sjúkrahúslegur bæði hér
heima og einnig úti í Svíþjóð þar
sem hún gekkst tvisvar sinnum
undir lifrarígræðsluaðgerðir. Þá
kom best í ljós hversu dugleg hún
var, alltaf sama hetjan. En hún
stóð ekki ein á þessum erfíðu tím-
um. Aðdáunarvert þótti mér hvað
fjölskylda hennar stóð þétt með
henni og allir mánuðimir sem Einar
eiginmaður hennar var með henni
út í Svíþjóð. Ekki get ég látið hjá
líða að minnast á hversu góður
stuðningur var frá Hildi, betri vin
tel ég ekki hægt að hugsa sér. Er
ég leiði hugann að því þá finnst
mér þessi orð eiga vel við:
Einn er maðurinn veikur
en með ððrum sterkur.
Einmana huga þrúgar
þarflaus kvíði.
Ef vinur í hjarta þitt horfir
og heilræði gefur
verður hugurinn heiður
sem himjnn bjartur
og sorgar ský
sópast burt.
(J.G. Herder)
Af hlýhug minnist ég þess er við
Hrefna, Hildur og Gugga hittumst
hver hjá annarri síðustu mánuði og
rifjuðum upp gamlar og góðar
stundir. Þá var Hrefna orðin mikið
veik og var með okkur frekar af
vilja en getu. Við verðum einni
færri næst þegar við hittumst en
MINNIIMGAR
getum yljað okkur við yndislegar
minningar um góða og fallega vin-
konu.
Að síðustu vil ég senda Einari,
Sigurgeir, foreldmm og systkinum
mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Megi góður Guð gefa ykkur styrk
á þessum erfíðu tímum.
Ágústa Lárusdóttir.
Þegar ég kveð vinkonu mína,
Hrefnu Einarsdóttur, koma ýmsar
minningar upp í hugann. Við vorum
vinkonur frá æsku og þó að leiðir
okkar skildu oft þá héldum við allt-
af sambandi með bréfaskriftum og
notuðum þau tækifæri sem gáfust
til að hittast. Þær eru minnisstæðar
ferðirnar okkar í verslunina Búrið
þar sem við keyptum okkur súkkul-
aði fyrir fímm krónur, sem mæður
okkar gáfu okkur, þegar við vorum
litlar stelpur í Kleppsholtinu. Laut-
arferðir voru í miklu uppáhaldi og
ekki þurfti endilega að fara langt,
bara að fínna litla laut þar sem við
gátum setið og borðað nestið okkar.
Um tvítugt fluttist Hrefna norður
í land og er mér sérstaklega minnis-
stætt þegar ég heimsótti hana
þangað ásamt Svandísi, tveggja ára
gamalli dóttur minni, en þá var
Sigurgeir sonur hennar á fjórða
aldursári. Við fórum öll í Vatnsdals-
rétt og skemmtum við borgarbörnin
okkur konunglega og ég dáðist að
Hrefnu fyrir það hversu vel hún tók
sig út við búskapinn í Þórorms-
tungu.
Fyrir nokkrum árum hittumst við
fjórar æskuvinkonumar, Hrefna,
Dóra, Ásta, sem hafði flutt til
Bandaríkjanna, og undirrituð. Þá
voru ýmis atvik úr æsku okkar riij-
uð upp og mikið hlegið að hinum
ýmsu uppátækjum okkar til dæmis
ferð okkar í skátabúðimar við Úlf-
ljótsvatn.
Þegar ég fluttist til Bandaríkj-
anna árið 1992 var Hrefna orðin
veik en hugarfar hennar var mjög
jákvætt. Hún hafði sérstaklega já-
kvæða og skemmtilega lund og átti
auðvelt með að aðlaga sig að mis-
munandi aðstæðum, sem kom
sterklega í ljós í baráttu hennar við
hinn erfíða sjúkdóm, sem hún barð-
ist svo hetjulega við. Það er alltaf
sárt að sjá á eftir þeim sem manni
eru kærir, en ég veit að Hrefnu líð-
ur vel þar sem hún er nú.
Þín endurminning eins og geisli skín
á okkar leið og mýkir hjartans sárin.
Já, vertu sæl, við sjáumst, vina mín
í sælu Guðs, er þerrar harmatárin.
(Hðf. óþ.)
Ég og fjölskylda mín sendum
Sigurgeiri, Einari, Guðlaugu og
Einari, systkinum og öðmm að-
standendum okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur. Megi góður Guð
styrkja ykkur á þessari sorgar-
stundu.
Berglind Svansdóttir.
Elsku vinkona, þú hefur loks
fengið hvíldina eftir harða sjúk-
dómsbaráttu. Ég dáist að því hvað
þú varst hugrökk og dugleg. En
þú varst alltaf þannig, svo hörð og
ákveðin og dreifst alla af stað með
þér. Samt á ég erfítt með að sætta
mig við að þú sért horfín á braut.
Mig langar svo oft að hringja og
spyija ráða. Þegar ég vakna til
meðvitundar um að þú sért horfin,
þá setur að mér sáran sting og ég
á erfítt með að sætta mig við llfið
eins og það er. Styrkur þinn og
gæska eru mér horfín nema I
draumi og ég vona að þú sért að
fylgjast með. Ég geri mitt besta til
að halda í heiðri lífskraft og ham-
ingju þína og þeirra sem umgeng-
ust þig. Þín ævarandi vinkona.
Til þeirra sem sárt eiga að binda
vil ég láta eftirfarandi orð fylgja.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé !of fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku Einar, Sigurgeir, foreldrar,
systkini og aðrir aðstandendur. Guð
blessi ykkur I þessari djúpu sorg
og miklum missi ykkar.
Brynhildur Kára.
Guð gefur og Guð tekur.
Þessi orð komu upp I huga mínum
er mér voru færð þau sorglegu tíð-
indi að Hrefna vinkona mín væri
látin. Nú líður henni ekki lengur
illa. Ung og glæsileg kona er tekin
frá svo mörgum ástvinum.hver er
tilgangurinn? Við sem vissum
hversu veik hún var, vorum nauð-
beygð til þess að taka afleiðingun-
um af því hvað verða vildi undir
lokin. Dáin... hún Hrefna okkar,
þvílíkt áfall, algjört tóm. Enginn
er tilbúinn að sætta sig við dauð-
ann. Hrefna var yndisleg mann-
eskja, alltaf jákvæð og skemmtileg.
Hún var mjög listræn og smekkleg,
alltaf svo vel til fara. Það er aðdáun-
arvert hversu hugrökk og raunsæ
hún var.
Hrefna var vinur vinna sinna.
Hægt var að trúa henni fyrir leynd-
ustu vandamálum sínum og vænt-
ingpim. Hin sanna gjöf er að gefa
af sjálfum sér, og það gerði Hrefna.
Við munum sakna hennar sárt.
Ég er búin að þekkja Hrefnu frá
tólf ára aldri og vorum við afar
montnar yfir því að eiga sama af-
mælisdag og fæddar sama ár. Við
vorum mjög samrýndar og áttum
góða samleið og sömu áhugamál.
Þessar endurminningar frá ungl-
ingsárunum ylja manni um hjarta-
rætur. Leiðir skildu I nokkur ár,
þegar hún flutti og bjó um nokk-
urra ára skeið I Vatnsdalnum. En
við vorum samt alltaf I sambandi.
Fyrir tæpum tíu árum kom
Hrefna alflutt til Reykjavíkur ásamt
Sigurgeiri syni sínum, sem nú sér
á eftir móður sinni aðeins á 18.
ári, og Einari manni sínum. Hrefna
og Einar voru lánsöm að eiga hvort
annað. Missir hans er mikill. Dóttir
Sigurgeirs, hún Katrín Tanja, sem
verður tveggja ára 10. maí, fær
ekki tækifæri til þess að kynnast
ömmu sinni af eigin raun, en engum
sem hana þekktu gleymist hún.
„Og hvað er að hætta að draga
andann annað en að frelsa hann frá
friðlausum öldum lífsins, svo að
hann geti risið upp I mætti sínum
og ófjötraður leitað á fund guðs
síns?“ (Kahlil Gibran.
Við Bjössi, sambýlismaður minn,
kynntumst Einari þegar þau komu
I bæinn. Við erum búin að eiga al-
veg frábærar stundir saman á liðn-
um árum, og er efst I huga Dan-
merkur- og Þýskalandsferð sumarið
1991. Þá var Hrefna orðin veik, en
hún lét veikindi sín ekki aftra sér.
Hún talaði aldrei um þau að fyrra
bragði. Hún var einstök. Fyrir jólin
síðustu fórum við fjögur ásamt
fleira vinafólki þeirra Hrefnu og
Einars I jólahlaðborð upp I Skíða-
skálann I Hveradölum. Krafturinn
var að þrotum kominn, en Hrefna
fór á viljanum, svo fín, að það vakti
aðdáun, og tilbúin að njóta kvölds-
ins I góðra vina hópi.
Það eru líklega um fímm ár síðan
Hrefna kenndi sér fyrst meins. Eft-
ir miklar og erfiðar rannsóknir kom
I ljós að hún var með sjaldgæfan
lifrarsjúkdóm. Kom ekkert annað
til greina en að fá nýja lifur. Hrefna
og Einar fóru út til Svíþjóðar I jan-
úar 1993 ásamt Emu systur
Hrefnu. Það er sorglegt og nístir
inn að beini að rifja upp sjúkrasögu
Hrefnu. Eftir fyrri aðgerðina virtist
bjart framundan, en eftir því sem
mánuðimir liðu kom I ljós að sú
aðgerð tókst ekki sem skyldi. Fóru
þau aftur utan að ári liðnu. Önnur
lifrarskiptaaðgerð var gerð á
Hrefnu, og má segja að sú aðgerð
hafi tekið um hálft ár vegna sýking-
ar sem sem hún fékk, og um vorið
var henni vart hugað líf. Margar
vikur var hún I öndunarvél, foreldr-
ar og ættingjar hér heima biðu
milli vonar og ótta. Einar var hjá
henni allan tímann, eins og Erna
systir Hrefnu. Ollý og Silla systur
hennar komu einnig út til þeirra.
Þvílíkt þrek sem Hrefna hafði, hún
ætlaði ekki að gefast upp. Það er
eins og engin takmörk hafi verið
fyrir því hversu mikið hún mátti
þola. Hver er tilbúinn að láta dauð-
ann sigra þegar maður er ungur og
I blóma lífsins? Hún hafði betur I
það skiptið og kom heim frá Svíþjóð
I ágúst I fyrra. Gleðin var alsráð-
andi að sjá Hrefnu aftur eftir þenn-
an langa tíma. Hún fór reyndar
beint á Landspítalann og I haust
fórum við oft saman I bíltúr og lit-
um inn I tískuverslanir og enduðum
á kaffíhúsi. Eftir að við vomm bún-
ar að fá nóg eftir daginn, fór hún
inn á spítalann. Hún vildi gera
miklu meira en hún gat. í nóvem-
ber og desember sl. gat hún notið
þess sem kostur var að vera I faðmi
Einars og Sigurgeirs á heimili
þeirra. Sagt er að þeim mun dýpra
sem sorgin grefur um sig I hjarta
manns, þeim mun meiri gleði geti
það rúmað. Endurminningar um
yndislega vinkonu fylla það rými
og meira til.
Samheldni fjölskyldu Hrefnú er
einstök, sem hefur ásamt Einari
gengið gegnum mjög erfíð veikindi
hennar og verið henni stoð og
stytta. Einnig hafa þau öll reynst
mér vel og er það von mín að sú
vinátta haldist um ár og ævi. Þess-
ar síðustu vikur I lífí Hrefnu gat
hún að hluta til verið inni á fallegu
heimili sínu og átti ég þess kost
að hlúa að henni stöku sinnum, en
hún var að mestu rúmliggjandi. Var
það ómetanlegur og jafnframt átak-
anlegur tími I návist hennar. Kenn-
ir það manni mikið að ekki verður
á allt kosið. Lífíð er dýrmætt. Einn
fallegan dag fyrir rúmlega þremur
vikum fór ég til Hrefnu. Við ætluð-
um að hafa það notalegt, svo hún
bað mig að koma með góða videó-
mynd og sælgæti, sem tilheyrði að
sjálfsögðu. Þama lágum við uppi I
rúminu hennar, en fylgdumst ekk-
ert með myndinni, því við þurftum
að tala um svo ótalmargt.
Þar sem hún lá helsjúk, stakk
hún upp á að við færum tvær til
útlanda, helst ekki seinna en I lok
mars. Hún sagði að við myndum
alveg spjara okkur, bara redda
hjólastól, ekkert mál. New York
varð fyrir valinu, og þar sem við
töluðum og létum hugann reika,
vorum við komnar hálfa leið. Þetta
Iýsir Hrefnu vel. Hún vissi samt
hvert stefndi. Ég hélt alltaf I vonina
að hún næði betri heilsu. Hvemig
er þetta hægt, að mæta örlögum
sínum með þvílíkri reisn? Ég er
heppin að hafa átt samleið með
Hrefnu. Minningin um hana ristir
djúpt I hjarta mínu. Elsku Einari,
Sigurgeiri, foreldmnurri Einari og
Guðlaugu, systkinum og ömmu-
baminu Katrínu Tönju litlu og öllum
ástvinum Hrefnu, vottum við okkar
dýpstu samúð. Guð styrki ykkur
öll. Síðustu orð Hrefnu I huga mín-
um gætu verið á þessa leið:
„Nú kveð ég ykkur og æsku
mína. Við höfum mætzt I draumum,
og þið hafíð sungið fyrir mig I ein-
vem minni, og úr löngunum ykkar
hef ég reist kastala á himnum.“
(Kahlil Gibran)
Elsku vinkona, við söknum þín
sárt, hvíl þú I friði.
Þínir vinir,
Hildur og Björn.
Mig Iangar I nokkmm orðum að
minnast frænku minnar og vinkonu,
sem lést eftir erfið veikindi, laugar-
daginn 25. febrúar. Við höfðum
þekkst alla ævi og em minningam-
ar margar. Þegar við sem böm fór-
um á Úlfljótsvatn, eða á skíði og I
útilegur. Minnisstæð er veiðiferð
sem við fórum fyrir nokkmm ámm
nokkrar kerlingar, sem I uppreisn-
arhug vildum líka fá frí eins og
karlarnir. Mikið var gaman hjá okk-
ur þá, þó lítið væri veitt.
Élsku Hrefna mín, ég mun ætíð
geyma minninguna um þig I hjarta
mínu.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
' (V. Briem.)
Elsku Einar, Sigurgeir, Lulla og
Einar, systkini og aðrir aðstandend-
ur, Guð gefí ykkur styrk á þessari
erfíðu stundu.
Theódóra Ólafsdóttir.
• Fleirí minningargreinar um
Hrefnu Einarsdóttur bíða birting-
ar og munu birtast í blaðinu næstu
daga.
+
Hjartans þakkir til allra þeirra, sem auð-
sýndu okkur samúð, vináttu, hlýhug og
margháttaðan stuðning við andlát og
útför hjartkærs sonar okkar og bróður,
JÓNS HARÐARSONAR
tölvunarfræðings,
Reynigrund 47.
Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt.
Ragnheiður Björg Jónsdóttir, Hörður Guðmundsson,
Harpa Harðardóttir,
Haukur Harðarson,
Hrönn Bjargar-Harðardóttir.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför eiginmanns míns,
TEODORE VOSK,
Kirkjulundi 6,
Garðabæ.
Ólafía Jónsdóttir Vosk.
Lokað
Lokað verður í dag, miðvikudaginn 8. mars, vegna
jarðarfarar HREFNU EINARSDÓTTUR.
Hárgreiðslustofan Tinna,
Furugerði 3.