Morgunblaðið - 08.03.1995, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1995 49
BRÉF TIL BLAÐSINS
Um mat á bið-
listum á hjúkr-
unarheimili
Frá Sigurbirni Björnssyni:
VEGNA fyrirspurnar og athuga-
semda frú Gyðu Jóhannsdóttur í
Morgunblaðinu 2. mars síðastliðinn
um öldrunarstofnanir vil ég skýra
málin hvað varðar hljúkrunarheimilin
Skjól og Eir.
Til þess að einstaklingur geti vist-
ast til langdvalar á hjúkrunarheimili
þarf í öllum tilvikum að liggja fyrir
vistunarmat aldraðra og í því mati
staðfest að viðkomandi sé í þörf fyr-
ir hjúkrunarrými. Mér vitanlega hef-
ur verið starfað samkvæmt reglugerð
um vistunarmat frá því sú reglugerð
sá dagsins ljós fyrir rúmum fimm
árum bæði á ofannefndum heimilum
og öðrum sambærilegum á Reykja-
víkursvæðinu. Vistunarmat er fram-
kvæmt af faghópum, í Reykjavík af
matshópi aldraðra, í öðrum sveitafé-
lögum af þjónustuhópum aldraðra
auk þess sem öldrunarlækningadeild-
ir sjúkrahúsanna framkvæma mat á
skjólstæðingum sem sjúkrahúsunum
tengjast.
Undanfarin ár hefur verið umtals-
verður skortur á hjúkrunarrými á
Reykjavíkursvæðinu og því fyrir-
liggjandi mun fleiri gildar umsóknir
en möguleiki hefur verið að anna.
Kemur þá til forgangsröðun, sem
faghópar innan heimilanna annast
með hliðsjón af upplýsingum sem
fram koma í vistunarmatinu. Jafn-
framt eru náin tengsl og samvinna
við fulltrúa öldrunarþjónustudeildar
Félagsmálastofnunar Reykjavíkur og
öldrunarlækningadeildir sjúkrahús-
anna. Þá eru fengnar nánari upplýs-
ingar frá umsækjendum sjálfum,
aðstandendum þeirra, heilsugæslu
og heimaþjónustu. í undantekninga-
tilvikum berast til okkar erfið mál
þar sem opinber umönnunarþjónusta
hefur einhverra hluta vegna ekki
verið nýtt, en mikið starf verið ynnt
af hendi, oft af vandamönnum. Hef-
ur í slíkum tilvikum verið reynt að
hlaupa fljótt undir bagga að fengnu
tilskildu vistunarmati.
Bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi
hafa valið samstarf um byggingu
Eirar og hafa umsóknir Seltirninga
verið yfirfarnar með fagfólki þeirra
og mál þeirra leyst eins og kostur
hefur verið á. Vonandi mun síðar
verða reist hjúkrunarheimili á Nesinu
sem þjónað getur Nesbúum og Vest-
urbæingum eins og upphafleg áform
um Eirar samstarfið gerðu ráð fyrir.
Flestir aðrir heimilismenn hjúkrunar-
heimilanna eru Reykvíkingar enda
vandi þeirra mestur. Og vissulega
eru nýttar ábendingar aðila sem að-
ild hafa átt að byggingu heimilanna,
svo sem blindrasamtakanna, Félagi
Hinn mannlegi þátt-
ur hins opinbera
Frá Guðrúnu Maríu Óskarsdóttur:
GETUR það verið að fólk þurfi enn
að vaða eld og brennistein erinda
sinna í íslenska stjórnkerfinu til þess
eins að réttlætið sé virt? Vinur minn
einn var fastráðinn lögreglumaður á
ísafirði 1986. Hann lifði af flugslys,
annar tveggja, missti konu sína og
barn, sjálfur mikið slasaður. Við tók
tímabil þess að safna kröftum að
nýju. Þrátt fyrir samkomulag emb-
ætta um færslu hans í starf hjá lög-
reglu í Reykjavík, var ekki soðið
kálið þó í ausuna væri komið. Loks
eftir þrautagöngu milli manna var
samkomulagið efnt og honum boðin
staða hjá lögreglu í Reykjavík í des-
ember 1989. Það kemur síðan á dag-
inn að hann fær ekki greidd laun sem
lögreglumaður þ.e.a.s. hann lækkar
í launum. í máli hans er vísað í sam-
þykkt lög árið 1989 og hans kröfum
vísað á bug, þrátt fyrir að lög þessi
taki ekki gildi fyrr en í júlí 1990 og
hans samningur við hið opinbera sé
gerður fyrir gildistöku laganna. Hvað
í ósköpunum á sér stað í íslenskum
stjórnarháttum? Erum við að færast
aftur í aldir á hinum ýmsu sviðum?
Viðbótarákvæðið um tjáningarfrelsið
vottar ef til vill hver vitund manna
um siðferði er og hvað menn telja
mannréttindi. Oft var þörf en nú er
nauðsyn að fá upp á borð umræðu
um mannréttindamál, ekki hvað síst
til þess að marka skil á milli þess
hvað séu almenn mannréttindi og
hvað sérhagsmunagæsla þeirra er
koma að framkvæmdavaldinu.
Við hljótum að biðja um að rétt-
læti í orði sé réttlæti á borði og að
hinn mannlegi þáttur sé með í úr-
lausn mála, ekki hvað síst er ein-
staklingurinn þarf að ganga geng-
um reynslu, þar sem hið hálfa væri
nóg.
GUÐRÚN MARÍA ÓSKARSDÓTTIR,
Látraströnd 5, Seltjarnarnesi.
Um sérhæfingxi og
manneskjulegt viðmót
aðstandenda alzheimersjúklinga og
verkalýðsfélaga enda væri jafn víð-
tækt samstarf og tekist hefur til lít-
ils fyrir þessa aðiia ef mál skjólstæð-
inga þeirra væru ekki tekin til at-
hugunar við forgangsröðun.
Eins og sjá má er um vandmeðfar-
in mál að ræða þar sem gæta þarf
margra þátta. Ekki síst snýr málið
að vali á hentugu plássi fyrir vænta-
legan heimilismann m.t.t. óska hans
og þarfa, val á stofufélaga og stað-
setningu m.t.t hreyfigetu og annarra
sérþarfa. Því er góð innsýn í aðstæð-
ur á heimilinu grundvallarforsenda
þess að val úr forgangshópum verði
farsælt. Er það von mín að heimilis-
fólki, aðstandendum og samstarfs-
fólki í öldrunarþjónustu hafí þótt vel
að málum staðið á áðurnefndum
hjúkrunarheimilum.
SIGURBJÖRN BJÖRNSSON,
læknirá hjúkrunarheimilunum
Skjóli og Eir.
Frá Guðm. Helga Þórðarsyni:
NÝLEGA birtist í Morgunblaðinu
lesendabréf frá Benedikt Gunnars-
syni, Vallarási 5, Reykjavík, þar sem
kvartað er undan „ómanneskjulegu
viðmóti við sjúkling" og ófullnægj-
andi upplýsingum til sjúklings.
Málið fjallaði um mann, sem lær-
brotnaði og lagðist inn á sjúkrahús,
þar sem gert var að broti hans. Ekki
verður annað séð en að iækningin
hafí gengið samkvæmt áætlun. En
hann kvartar um kuldalegt viðmót
og einkum þó um skort á upplýsing-
um frá læknunum, sem þarna komu
við sögu. Honum var að vísu sagt,
að þetta væri allt í góðu lagi og brot-
ið yrði gróið eftir sex mánuði, en
upplýsingarnar voru snubbóttar og
virðast ekki hafa sannfært sjúkling-
inn. Hann þurfti nánari útskýringar,
en fékk þær ekki. Og þetta endaði
með því, að honum fannst hann vera
gleymdur. Hann hafði reynt að halda
uppi sambandi, en það hafði rofnað
að því er virðist vegna sinnuleysis
sérfræðinganna, sem hlut áttu að
máli.
Þetta er raunaleg saga. En eitt
er athyglisvert. Það kemur hvergi
fram, að hann hafi leitað til heimil-
islæknisins um aðstoð í málinu.
Heimilislæknar eiga að vera fulltrúar
skjólstæðinga sinna gagnvart heil-
brigðiskerfinu. Sjúklingar eiga að
geta leitað til þeirra með öll heilbrigð-
isvandamál og þeir eiga að greiða
úr þeim með einum eða öðrum hætti.
í því tilviki, sem hér um ræðir, á
heimilislæknirinn að hafa fengið
læknabréf um sjúklinginn fyrir
löngu, og á því að geta skýrt málið
fyrir honum. Ef eitthvað vantar þar
á, er auðvelt fyrir heimilislækninn
að afla frekari upplýsinga, það er
ekki svo mikil hætta á, að hann
„gleymist".
Það er mikið talað um tilvísanir
þessa dagana. Hluti af tilvísana-
skyldunni er skylda sérfræðings til
að senda heimilislækni sjúklings
skýrslu um þá þjónustu, sem hann
hefur veitt honum. Fagleg forsenda
tilvísunarskyldunnar er sú, að heim-
ilislæknirinn gegnir lykilhlutverki í
heilbrigðiskerfinu. Hann á að vera
fulltrúi sjúklingsins í kerfinu og
gæta þar hagsmuna hans. Það er
þess vegna, sem hann á kröfu á
upplýsingum frá sérfræðingum, og
það er þess vegna, sem það er talið
nauðsynlegt, að sjúklingurinn ráðgist
við hann, áður en hann leitar til sér-
fræðings, ef þess er kostur.
Það verður ekki annað séð, en að
sérfræðingur sá, sem hér um ræðir,
hafí skilað sínu handverki óaðfínnan-
lega. En sérfræðingurinn er fyrst og
fremst handverksmaður. Öll sérfræði-
vinna er fyrst og síðast tæknivinna,
tæknileg lausn á afmörkuðu vanda-
máli. Þegar sérfræðingurinn hefur
leyst þann vanda, verður ekki meira
af honum krafist. Hið „manneskju-
lega samband" við heilbrigðiskerfið á
hann svo að fá gegnum sinn heimilis-
lækni og samstarfsfólk hans.
GUÐM. HELGIÞÓRÐARSON,
fyrrv. heilsugæslulæknir,
Smáraflöt 5, Garðabæ.
Sirkusinn guddómlegi
iiiiiniiiiiHii •Morskci óperan °
Borgarleikhúsið 9. og 10. mars 1995 kl. 20:00
Frumflutningur á nýrri uppfærslu óperunnar Sirkusinn guðdómlegi eftir danska
tónskáldið Per Nprgárd. Leikstjóri Per Fosser. Óperan segir frá lífshlaupi Adolfs
Wölfli ( 1864-1930) sem í verkum sínum skapaði sér nýja persónu og nýja æsku til
að bæta sér upp ömurlegan og illbærilegan raunveruleikann.
Aðeins þessar tvær sýningar
Miðapantanir hjá Borgarleikhúsinu í síma 680 680
Norden i fsland