Morgunblaðið - 08.03.1995, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 8. MARZ 1995 53
FÓLK í FRÉTTUM
Konungur dýr-
anna slær öll met
EFTIR að teiknimyndin Kon-
ungnr dýranna kom út á
myndbandi má segja að
ekkert annað hafi selst í
myndbandaverslunum
í Bandaríkjunum.
Tuttugu milljón ein-
tök seldust fyrstu
fjóra dagana og
Disney þénaði um
25 milljarða
króna á sölunni.
Myndbandið seld-
ist svo vel á fyrsta
degi að það sló út
samanlagða sölu
teiknimyndanna Mjall-
hvítar, Aladdíns og Fríðu og
dýrsins á fyrsta degi.
Konungur dýranna hefur nú
fengist á myndbandi í viku í
Bandaríkjunum, en verður gef-
in út á myndbandi hér á landi
næsta haust. Þess má geta að
framhald af Aladdín, eða Jafar
snýr aftur, kemur út hérlendis
í apríl næstkomandi í íslenskri
talsetningu.
CYBILL
Shepherd
liggur ekki á
skoðunum
sínum.
Gingrich
fær ófagrar
kveðjur
LEIKKONAN CybiII Shepherd
á í ástarsambandi við tónlistar-
manninn Robert Martin, en
segir að hjónaband sé ekki
á döfinni. „Eg hef ekkert
á móti því að eignast
eiginmann," segir hún.
„Það er eiginkonuhlut-
verkið sem mér er í
nöp við. Fyrir tuttugu
árum sagði ég að
sambúð væri eftir-
sóknarverðari en
hjónaband og ég er
enn þeirrar skoð-
unai-.“ Shepherd
er ötull talsmaður
þess að leyfa fóst-
ureyðingar og
sendir Newt
Gingrich
ófagrar kveðj-
ur. Hann ætti
að „halda
áfram að fara
með skólabæn-
imar sínar og láta
líkama kvenna í friði“.
BALTASAR
Samper, Vigdís
Finnbogadóttir
forseti Islands,
Krisljana Sam-
per og
Baltasar
Kormákur.
FELIX Bergsson með Sigurði
Bjömssyni, sem áður fór með
hlutverk Tónýs í söngleiknum.
Saga úr
vesturbænum
SÍÐASTLIÐINN' föstudag var
söngleikurinn Saga úr vesturbæn-
um frumsýndur í Þjóðleikhúsinu. í
aðalhlutverkum á frumsýningu
voru Felix Bergsson og Marta Hall-
dórsdóttir. Kenn Oldfield og Karl
Ágúst Úlfsson sáu um leikstjórn
og Randver Þorláksson var aðstoð-
arleikstjóri. Söngleikurinn endur-
speglar deilur milli gengja á götum
stórborgarinnar og ástum og örlög-
um pilts og stúlku sem lenda á milli.
Morgunblaðið/Halldór
STEFÁN Baldursson Þjóðleikhússtjóri færir Kenn Oldfield, öðmm
leikstjóra og dansstjórnanda söngleiksins, brot úr Þjóðleikhúsinu. ■
q
Wl
7P,n\r nn Krr m nr
wUu u i\ u u U
Áður frá kr.: Nú kr.:
Rósóttir kjólar... ....5.91 10 ...3.990
Krumpupils ....2.91 10 ...1.990
Nýjar frábærar peysur. 4.91 10 ...2.990
Gallaskyrtur. ....4.990 ...2.990
Leggings + bolu r. ....3.990 ...1.990
... o.fl. o.fl, girnileg tilboð...
m
n
a
n
COSMO
Kringlunni