Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 26. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
KVIKMYNDIR
Hvaða stórmyndir koma í sumarf
Vinsældakapphlaupið
Sumardagurinn fyrsti
nálgast óðum svo ekki er
úr vegi að líta á hverjar
verða helstu.sumarmynd-
irnar að vestan í ár. Kenn-
ir þar margra grasa en
með aðalhlutverkin sumar-
ið ’95 fara Bruce Willis,
Batman, Costner, Michael
Crichton og Stallone auk
Sigoumey Weaver, Meryl
Streep og Holly Hunter.
A
Ovíst er hvenær ná-
kvæmlega sumar-
myndahópamir ná landi
hér en undanfarin ár hafa
myndimar verið að fljúga
hingað
heim upp-
úr júlí og
ágúst.
Líklega
veðja
flestir á að
Batman
að eilífu,
þriðja
um leðurblöku-
í Gothamborg,
eftir Arnold
Indriðason
myndin
manninn
verði metsölumynd sum-
arsins. Menn eru þegar
famir að tala um hana sem
„nýju Jim Carrey mynd-
ina“, slíkar era vinsældir
hins kanadíska grínara en
hann fer með hlutverk
Gátumannsins. Val Kilmer
yngir upp leðurblöku-
manninn og skátahöfðing-
inn Robin verður honum
til aðstoðar enda ekki van-
þörf á þegar Tommy Lee
Jones er óþokkinn.
Tvær myndir koma til
með að veita henni harða
samkeppni: Frank Mars-
hall leikstýrir Kongó eftir
sögu Michaels Crichtons
um vísindamenn sem kom-
ast í tæri við þróaðar gór-
illur í Afríku („Jurassic
Park in the Mist“ kalla
hana sumir) og Willis
mætir enn til leiks í „Die
Hard 3“ undir stjórn Johns
McTiemans, sem á helst
ekki að gera aðrar myndir.
Jeremy Irons og Samuel
L. Jackson eiga eftir að
gera hana eina vinsælustu
mynd ársins. Brýmar í
Madisonsýslu eftir stór-
kostlega vinsælli bók Ro-
berts James Wellers hamp-
ar hasarmyndaleikurunum
Clint Eastwood og Meryl
Streep og gæti farið á
hvom veginn sem er en
tryllirinn „Copycat" með
Sigoumey Weaver og
Holly Hunter hefur alla
BYSSUKULUR
Á BROADWAY
Woody Allen virðist aft-
ur vera að ná sér á
strik ef marka má ijölda
óskarsverðlaunatilnefninga
fyrir nýjustu mynd hans,
Byssukúlur á Broadway eða
„Bullets Over Broadway"
en hún hlaut tilnefningu í
alls sjö flokkum.
Regnboginn mun sýna
hana í vor ef að líkum læt-
ur en hún gerist á Broad-
way á þriðja áratugnum
og segir af ungu leikrita-
skáldi og vandræðunum
sem hann lendir í þegar
nýtt stykki eftir hann er
sett á fjalirnar.
Hópur þekktra leikara
fer með helstu hlutverk og
gagnrýnendur virðast sam-
mála um að myndin sé gerð
með meiri fagmennsku og
hressileika en aðrar Allen-
myndir síðustu ára. John
Cusack leikur leikritaskáld-
ið, Jack Warden er fram-
leiðandinn, Tracey Ullman
og Dianne Wiest era leik-
konur, Jennifer Tilly er
dúkka glæpaforingja og
Chazz Palminteri er krimmi
á vegum foringjans, sem
sér um að setningamar
hennar séu ekki strikaðar
út og virðist í þokkabót
fæddur til að skrifa góð
leikrit.
5.000 HÖFÐU SÉÐ
SKÓGARDÝRIÐ
Alls höfðu um 5.000
manns séð talsettu
teiknimyndina Skógardýrið
Húgó í Háskólabíói eftir síð-
ustu heigi.
Þá sáu rúm 5.000 manns
hasarmyndina Stökksvæðið
fyrstu sýningarhelgina, rúm
7.000 höfðu séð Nell, 2.000
Enginn er fullkominn, 7.000
Skuggalendur og 55.000
höfðu séð Forrest Gump á
landsvísu.
Næstu myndir Háskóla-
bíós eru Ein stór fjölskylda,
sem byijar 31. mars, róm-
antíska gamanmyndin
„Naked in New York“,
„Star Trek“ og „Speec-
hless“ verða páskamyndirn-
ar og síðan koma Tom og
Viv, franska myndin „La
Machine“ með Gerard Dep-
SÝND um páskana;
úr „Star Trek:
Generations."
ardieu og loks norski tryllir-
inn „Hodet over vannet“.
Þá mun Hreyfimyndafé-
lagið halda Peter Gre-
enaway dagskrá í apríl þar
sem verður sýnd m.a. Barn-
ið í Macon.
I BÍÓ
Eftir helgina verður Ijóst
hveijir vinna Óskarinn í ár
og geta íslendingar fylgst
með því í beinni útsendingu
á Stöð 2. Reyndar er talið
að képpnin verði lStil í ár
þar sem Forrest Gump er
spáð öllum heletu verðlaun-
unum. Bendir margt til
þess að hún hreppi þau
flest og Tom Hanks
vinni annan Óskar í röð,
sem hefur ekki gerst
síðan Spencer Tracy
hreppti styttuna árið
1937 („Captain
Courageous“) og
aftur 1938 („Boys
Town“).
Þannig stefnir í
sögulegan Óskar.
Hann gætí orðið
sögulegur á annan
máta ef Reyfari
Tarantinos hrepp-
ir flestar stytt-
urnar. Þá sýndi
akademían að
hún er ekki
dauð úr öllum
æðum heldur
þvert á móti
gengið í end-
urnýjun lífdaga.
Þannig stendur bar-
áttan á milli hins Örugga
og ábyggilega Holly-
woodkerfis annars veg-
ar, sem býr til klúta-
myndir fyrir Óskarshá-
tíðir, og uppreisnarseggj-
anna, sem gjaman mættu
taka völdin á hælinu í ein-
hvem tíma.
GREINDAR GÓRILLUR; hasar í Kongó
eftir sögu Crichtons.
BERSYNDUG; Demi
Moore leikur á móti Gary
Oldman í „The Scarlett
Letter".
burði til að verða„Speed“
sumarsins þar sem vinkon-
umar eru á harðahlaupum
á eftir fjöldamorðingja í
San Francisco.
Gumpur sumarsins gæti
orðið Apolló 13di með Tom
Hanks í hlutverki geimfara
sem situr fastur 300.000
kílómetra ofar jörðu (Lífið
er eins og konfektkassi,
maður veit aldrei hvaða
mola maður fær). Tvær
eða þijár riddaramyndir
munu beijast um hituna;
Mel Gibson leikur í og leik-
stýrir „Braveheart" og
Sean Connery er Artúr
kóngur í „First Knight"
undir leikstjórn Jerry
Zuckers. Ef sú verður eins
vinsæl og síðasta mynd
leikstjórans, „Ghost“, gæti
lítið farið fyrir framtíð-
artryllum á borð við „Jo-
hnny Mnemonic" með Ke-
anu Reeves og „Judge
Dredd“ með Sly Stallone.
Ef Konungur ljónanna
þetta sumarið, Disn-
eyteiknimyndin „Poca-
hontas“, slær í gegn þarf
reyndar engin ofan-
greindra stykkja að kemba
ræmumar. Mel Gibson sér
um aðalröddina en myndin
verður talsett á íslensku
og sýnd í Sambíóunum um
jólin.
Af öðram bitastæðum
myndum komandi sumars
má nefna nýjan trylli Tony
Scotts, „Crimson Tide“,
með Denzel Washington
og Gene Hackman, „Cutt-
hroat Island“ eftir Renny
Harlin, „Under Siege 11“,
sem gerist um borð í hrað-
lest, Níu mánuðir með
Hugh Grant, „The Scarlett
Letter“ með Demi Moore
og Gary Oldman og Vatns-
MKvikmynd er í tindirbún-
ingi um ævi hinnar goð-
sagnakenndu kvikmynda-
stjörnu Marlene Dietrich
og mun Uma Thurman
leika hana. Myndin er
byggð á ævisögu leikkon-
unnar sem dóttir hennar,
Maria Riva, skráði en
franski leikstjórinn Louis
Maile mun leikstýra eftir
handriti Johns Guare.
MFyrst Keanu Reeves
tókst það hvers vegna þá
ekki Johnny Depp? Ke-
anu er orðinn eftirsóttasti
spennuinyndaleikari kvik-
myndanna og nú hyggst
Depp fylgja í fótspor hans
og leika i nýjasta trylli
Johns Badhams, „Nick
of Time“. í myndinni leik-
ur hann fóður ungrar
stúlku sem reynir að
bjarga henni úr höndum
mannræningja. Tökur
heijast í apríl.
WLÞeir félagar John Tra-
volta (annar mjög eftir-
sóttur þessa dagana) og
Christian Slater leika
saman í nýrri spennumynd
sem heitir „Broken
Arrow“. Hún fjallar um
flugmenn sem reyna hvað
þeir geta að stöðva kjam-
orkusprengju er skotið
hefur verið á loft i' ógáti.
Leikstjóri er Hong Kong-
hetjan John Woo og fram-
leiðandi er Mark Gordon
sem einnig framleiddi
Leifturhraða (þ.e.
ed“).
HINSEGIN MYNDIR
Samtökin ’78 og Hreyfi-
myndafélagið gangast
fyrir „hinsegin bíódögum",
kvikmyndahátíð með mynd-
um eftir og um homma og
lesbíur í Háskólabíói.
Á meðal mynda á hátíð-
inni er „Go Fish“ frá 1994
eftir Rose Troche, én í kynn-
ingu segir að hún bjóði uppá-
„slatta af slúðri, drama og
kynlífí um leið og hún segir
sögu af lífi nokkurra
lesbískra vinkvenna". Heim-
ildarmyndin „Paris is Burn-
ing“ eftir Jenny Livingston
fyallar um dragdrottningar í
New York og „Prince from
Hell“ er þýsk mynd frá 1992
sem segir frá homma er
starfar við sirkus í Berlín.
Hann leiðist út í heróínneyslu
og dregst inn í óvænta at-
burðarás.
Einnig verða myndbanda^
sýningar á hátíðinni með niu
mislöngum myndum um ver-
öld homma og lesbía.
VERÖLD sam-
kynhneigðra;
úr myndinni
„Go Fish.“