Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 26
26 B SUNNUDAGUR 26. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ RAI*AUGL YSINGAR KENNSLA Sumarnámskeið í Skotlandi Þriggja og fjögurra vikna alþjóðlegur ensku- skóli fyrir 13-16 ára unglinga í júlí, í út- hverfi borgarinnar Dundee við austurströnd Skotlands. Skólinn er staðsettur í fallegu og rólegu umhverfi og býður upp á fjölbreytta íþrótta- og tómstundaiðkun ásamt fjölda skoðunarferða. Einnig er sérstakur golfpakki í boði enda fjölmargir golfvellir í nágrenninu. Reyndur, íslenskur fararstjóri verður með nemendunum allan tímann. Að auki býður skólinn upp á samskonar nám- skeið í Kanada og námskeið fyrir 18 ára og eldri í Dundee. Nánari upplýsingar fást hjá Karli Óskari Þrá- inssyni í síma 557-5887 og á faxi 587-3044. Sænskunámskeið í Framnesi í Norður-Svíþjóð Kjörið tækifæri tii að sameina sumarleyfi og sænskunám Norræna félagið á íslandi, í samvinnu við Norræna félagið í Norrbotten í Norður- Svíþjóð, gefur 15 íslendingum kost á 2ja vikna sænskunámi í Framnás folkhögskola dagana 24. júlí-4. ágúst næstkomandi. Kenndar verða 6 stundir á dag og auk þess fer fram kynning á lífi og starfi fólks á Norðurkollu. Námskeiðið kostar um 68.000 krónur. Innifalið er ferðir báðar leiðir, kennsla og dvalarkostnaður meðan á námskeiðinu stendur. Eftir námskeiðið gefst kostur á þriggja daga ævintýraferð um Lappland. Umsóknir skal senda til skrifstofu Norræna félagsins, Norræna húsinu í Reykjavík, á sérstöku eyðublaði sem þar fæst. Opið mán.-fös. kl. 9-12 og 13-16. Sími 5510165. Umsóknarfrestur er til 22. apríl 1995. Allar nánari upplýsingarfást á skrifstofunni. ÝMISLEGT Módel óskast Vegna námskeiðs, sem haldið verður laugar- daginn 1. apríl, þurfum við módel í klipping- ar, litanir og permanent. Áhugasamir komi á Salon VEH, Húsi verslun- arinnar, Kringlunni 7, þriðjudaginn 28. mars, milli kl. 17 og 18.30. Byggingarlóð á Seltjarnarnesi Til sölu byggingarlóð á sunnanverðu Seltjarn- arnesi. Heimild fyrir byggingu á þremur rað- húsum, einbýli eða 2ja hæða húsi. Tilboð sendist afgreiðslu Mbl., merkt: „Margir möguleikar", fyrir 4. apríl nk. Sumarbúðir í Reykjadal Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra mun að venju reka sumarbúðir fyrir fötluð börn í Reykjadal í Mosfellsbæ frá 16. júní-31. ágúst. Umsóknir um dvalartíma þurfa að berast félaginu fyrir 1. maí nk. á eyðublöðum, sem fást í afgreiðslu félagsins á Háaleitis- braut 11, Reykjavík. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Útgerðir - úreldingar Höfum erlendan kaupanda að 14-15 m. bát í góðu standi, helst plastbát. Getum einnig losað útgerðir við úreldingabáta úr landi eft- ir nánara samkomulagi. Upplýsingar í símum 92-11980 og 988-18676. Fullvinnslan hf. Nýir höfundar Sjónvarpsstöðvar og menningarmálastofn- anir í Evrópu standa sameiginlega að verð- launasamkeppni í því skyni að hvetja nýja höfunda til að skrifa handrit að sjónvarps- myndum eða leiknum sjónvarpsþáttum. Keppt er um starfsverðlaun sem veitt verða síðari hluta þessa árs. Verðlaunahafar koma síðan til greina er Evrópuverðlaunin verða veitt ári síðar. Starfsverðlaunin eru að upp- hæð 15.000 svissneskir frankar. Sjónvarpið hefur heimild til að tilnefna allt að 3 handrit, sem valin verða af sérstakri dómnefnd. Umsækjendur mega ekki hafa samið, né tekið þátt í að semja, nema eitt handrit í fullri lengd (50 mínútur) fyrir sjónvarp eða kvikmynd þegar handriti er skilað. Umsækjendur leggi fram 5-10 síðna efnisút- drátt að frumsömdu handriti með nákvæmri lýsingu á innihaldi verksins og persónum. Einnig skal fylgja sýnishorn af handriti (2 síður) með samtölum og upplýsingar um höfund og æviágrip höfundar. Umsóknargögnum skal skila til Innlendrar dagskrárdeildar Sjónvarpsins, Laugavegi 176, 105 Reykjavík, þar sem reglur sam- keppninnar liggja einnig frammi. Umsóknarfrestur er til 15. maí 1995. SJÓNVARPIÐ GENÉVE-EUR^OPE « Sjá einníg á síðu 636 í textavarpi Sjónvarpsins. Styrkur frá ambassadör Per-Olof Forshells Minnesfond. Hlutverk sjóðsins er fyrst og fremst að efla sænskukennslu á íslandi og auka menning- arsamskipti íslands og Svíþjóðar. Styrkurinn er 3.000 sænskar krónur og skulu umsóknir berast fyrir 21. apríl 1995 til „Per Olof Fors- hells Minnesfond", c/o Sigrún H. Hallbeck, Skipasundi 74, 104 Reykjavík, s. 812636. Auglýsing um styrki til náms á Ítalíu og í Finn- landi námsárið 1995-96 ítölsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslendingum til náms á Ítalíu. Styrkurinn er einkum ætlaður til framhaldsnáms eða rann- sókna við háskóla að loknu háskólaprófi eða til náms við listaháskóla. Styrkfjárhæðin nemur 1.000.000 lírum á mánuði. Frestur til að skila inn umsóknum er hér með fram- lengdur til 31. mars nk. Finnsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslendingum til háskólanáms og rannsókna- starfa í Finnlandi. Styrkurinn er veittur til níu mánaða dvalar og styrkfjárhæðin er 4.000 finnsk mörk á mánuði. Umsóknarfrestur er til 25. apríl nk. Umsóknir um styrkina, ásamt staðfestum afritum prófskírteina og meðmælum, skulu sendar Menntamálaráðuneytinu, Sölvhóls- götu 4, 150 Reykjavík, á sérstökum um- sóknareyðublöðum sem þar fást. Menntamálaráðuneytið, 24. mars 1995. Félagslegar eignaríbúðir Húsnæðisnefnd Rangárvallahrepps auglýsir eftir umsækjendum um félagslegar eignar- íbúðir, sem úthlutað verður á næstu mánuð- um. íbúðirnar eru 3ja herbergja. 1. Umsækjendur þurfa að uppfylla ákv. 25. gr. reglugerðar nr. 46/1991 um eigna- og tekjumörk. Tekjumörk eru að meðaltali vegna áranna 1991-1993: Einhleypingar kr. 1.673.471, hjón kr. 2.116.839 og fyrir hvert barn innan 16 ára aldurs á framfæri umsækjanda kr. 154.286. Eignamörk: Að hámarki er leyfileg eign kr. 1.800.000 samkvæmt síðasta skattframtali. Umsækjendur þurfa að auki að sýna fram á greiðslugetu sbr. 2. tl. 71. gr. reglugerðar nr. 46/1991. 2. Umsækjendur þurfa að uppfylla ákvæði 28. gr. reglugerðar nr. 46/1991 og leiðbein- ingar Húsnæðisstofnunar um fjölskyldu- stærð. Tekið verður tillit til núverandi hús- næðisaðstöðu umsækjenda. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Rangárvallahrepps, Laufskálum 2, á Hellu, sem er opin kl. 10-12 og 13-16. Á skrifstof- unni fást umsóknareyðublöð. Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi 30. apríl 1995. Þeir, sem eiga inni umsóknir fyrir, þurfa að staðfesta þær. Húsnæðisnefnd Rangárvallahrepps, Laufskálum 2, 850 Hellu. Leiguíbúð Við leitum að einstaklings- eða tveggja herb. íbúð í Hafnarfirði fyrir einhleypan 45 ára starfsmann okkar. Upplýsingar í símum 92-11980. Fullvinnslan hf. Viltu minnka við þig? Erum með um 120 fm íbúð í Reykjavík með mjög góðu útsýni. Höfum hug á að stækka við okkur. Einbýli eða raðhús á höfuðborgar- svæðinu. Öllum bréfum verður svarað. Bréf sendist til afgreiðslu Mbl. merkt: „Maka- skipti - 15032“. REKSTRARVERKTAK HF VIDSKIPTASKRIFSTOFA QUDMUNDAR ARNALDSSONAR Hæð eða lítið raðhús óskast til leigu í allt að tvö ár. Við óskum eftir að taka á leigu frá 1. maí nk. til allt að tveggja ára, 4ra-5 herbergja hæð éða lítið raðhús í vesturbænum eða miðsvæðis í Reykjavík fyrir einn af viðskipta- vinum okkar. Traustur og ábyggilegur leigjandi með fyrsta flokks umgengni og skilvísar greiðslur. Áhugasamir hafi vinsamlega samband við skrifstofu okkar í síma 562 2850 sem fyrst. BANDALAQ ISLHNSKRA SKÁTA Óskum eftir að kaupa eða leigja 250-350 fm iðnaðarhúsnæði í Vogahverfi eða Ártúns- höfða í Reykjavík, eða við Skemmuveg í Kóp. Nauðsynlegt að húsnæðið sé með a.m.k. 4 metra innkeyrsluhurð, má vera nokkuð hrátt að öðru leyti. Vinsamlegast hafið samband í síma 562-1390 á skrifstofutíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.