Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 20
20 B SUNNUDAGUR 26. MARZ1995
MORGUNBLAÐIÐ
ATVIIINUAUa YSINGAR
m BORGARSPÍTALINN
Hjúkrunarfræðingar
Á skurðlækningadeild A-5 eru lausar stöður
hjúkrunarfræðinga nú þegar. Á deildinni eru
tvö sérsvið, heila- og taugaskurðlækningar
og háls-, nef- og eyrnaskurðlækningar.
Deildin er eina sinnar tegundar hér á landi.
Hjúkrunin er krefjandi og metnaður er lagður
í að veita sem besta þjónustu. Skipulags-
formið er hóphjúkrun. Áhersla er á einstakl-
ingsmiðaða starfsaðlögun.
Upplýsingar veita Guðrún Kristófersdóttir,
deildarstjóri, í síma 696553 og Margrét Tóm-
asdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma
696364.
Smurbrauðsdama
óskast
Vegna aukinna umsvifa veisluþjónustu Múla-
kaffis viljum við bæta við starfskrafti með
reynslu af smurbrauðsgerð.
Starfið felst m.a. í undirbúningi fyrir veislur,
umsjón kaffihlaðborða, umsjón með smur-
brauðsgerð fyrir kaffiteríu og sérpantanir auk
sérverkefna í matarbakkamötuneyti.
í boði er framtíðarstarf á góðum launum fyr-
ir réttan aðila. Vinnuaðstaða er góð. Vinnu-
tími er sveigjanlegur.
Hafið samband við Þórarinn Guðmundsson
yfirmatreiðslumeistara í síma 553-7737 eða
553-6737 og pantið viðtalstíma.
MÚLAKAFFI
VEISLURÉTTIR
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar
Síðumúla 39-108 Reykjavík - Sími: 5888500 - Fax: 5686270
Fólk með áhuga á
velferð barna og
unglinga!
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar óskar
eftir samvinnu við fólk í Reykjavík eða næsta
nágrenni, sem áhuga hefur á mannlegum
samskiptum.
Fósturheimili
Við leitum að góðu heimili í Reykjavík eða
næsta nágrenni, sem tilbúið er að taka 10
ára þroskaheftan dreng tímabundið ífóstur.
Tilsjónarmaður/persónulegur
ráðgjafi
Um er að ræða hlutastarf, sem felur í sér
að hafa tilsjón með börnum og uoglingum
20-40 tíma á mánuði. Starfið felur í sér
stuðningshlutverk við barn eða foreldra (skv.
21. gr. laga nr. 58/1992, um vernd barna
og unglinga) og fer vinnan fram bæði innan
og utan heimilis barnsins. Vegna þeirra verk-
efna, sem framundan eru, er æskilegast að
karlmenn fáist til þessara starfa.
Lágmarksaldur umsækjenda er 20 ár.
Stuðningsfjölskyldur
Við óskum eftir samvinnu við fjölskyldur á
höfuðborgarsvæðinu, sem geta tekið börn
reglubundið í helgarvistun á heimili sitt, t.d.
eina helgi í mánuði eða eftir nánara
samkomulagi.
Nánari upplýsingar um ofangreint veita Rún-
ar Halldórsson og Harpa Sigfúsdóttir, félags-
ráðgjafar vistunarsviðs Félagsmálastofnun-
ar, í síma 5888500 næstu daga.
Hreðavatnsskáli
Starfsfólk óskast í sumar frá 1. júní m.a. í
afgreiðslu, barvinnu og eldhússtörf, auk þess
í stöðu matreiðslumanns.
Aðeins vant fólk, 20 ára eða eldra, og vinnu-
samt kemur til greina. Góð meðmæli og
tungumálakunnátta æskileg.
Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl., merktar:
„Hreðavatnsskáli - ’95“, fyrir 30. mars nk.
HEILSUSTOFNUN NLFÍ
Læknaritarar
Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði óskar eftir
læknaritara til afleysinga í 3 mánuði í hálft
starf, frá 15. júní til 15. september.
Upplýsingar veitir Guðrún Magnúsdóttir
læknafulltrúi í síma 98-30300.
Háskólakennsla
Óskum eftir að ráða háskólakennara til
starfa við Samvinnuháskólann á Bifröst.
Starfstitill aðjúnkt eða lektor. Dómnefnd fjall-
ar um umsóknir í lektorsstöður.
Fræðslusvið: Rekstrar-, viðskipta- og hag-
fræðigreinar.
Menntunarkröfur: Æskilegt er að umsækj-
endur hafi meistaragráðu á sviði rekstrar-,
viðskipta- eða hagfræði. Störf hefjast
1. ágúst nk.
Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar:
„Bifröst 000“ fyrir 13. apríl nk.
Hagvai ngurhf
Skeifunni 19 Reykjavík Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir
Sœvar Karl Ólason
Ég hefmjög einfaldan smekk..
..égvd aödns þaö besta.
Óskum að ráða sölumann í herrafataverslun
Sœvars Karls í Ðankastrœti.
Starflð felst í sölu á vönduðum herrafatnaðl og
þjónustu vlð viðsklptavinl verslunarinnar.
Við leitum að þjónustulunduðum og reyndum
sölumanni í þetta mlkilvcega starf. Vlðkomandi
þarf að eiga gott með að umgangast fólk, hafa
áhuga á vðnduðum fatnaði og vera hugmynda-
ríkur, metnaðarfullur og drífandi.
Nánari upplýsingar veitir Benjamín Axel Árnason
ráðningastjóri Ábendis. Faríð verður með allar
umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.
Vinsamlegast sœklð um sem fyrst, á
eyðublöðum sem llggja frammi á skrifstofu okkar.
rjD2TJr
RÁÐGJÖF 06 RÁÐNINGAR
Laugavegi 178 105 Reykjavík Sími 568 90 99
Vefnaðarvara
Óskum eftir vönum starfskrafti til starfa nú
þegar í verslun okkar við Faxafen.
Vinnutími síðdegis.
Upplýsingar á skrifstofu okkar í Hafnarfirði
mánudag milli kl. 16 og 18 (ekki í síma).
Gallerí Sara,
Trönuhrauni 6, Hafnarfirði.
Hárgreiðslufólk
Óskum eftir hárgreiðslusveinum og nemum.
Upplýsingar á stofunni mánudag og þriðju-
dag eftir kl. 18.00.
Hárgreiðslu- og snyrtistofan Hrönn,
Suðurlandsbraut 4, Reykjavík.
Langar þig
að stofna eigið fyrirtæki þar sem
þú þarft ekki að stofna eigin fjárhag
í hættu?
Við erum fyrirtæki sem útvegar mjög áhuga-
verðar vörur og aðstoðum þig við fram-
kvæmd og markaðssetningu á eigin rekstri.
Leitum að ábyrgum einstaklingum um land
allt sem hafa eftirfarandi til að bera:
Sjálfsöryggi, frumkvæði og þjónustulund.
Sendu inn helstu upplýsingar um þig ásamt
mynd til afgreiðslu Mbl. fyrir 5/4 '95 merkt-
ar: „L - 333“. Farið verður með hverja
umsókn sem trúnaðarmál.
Tónlistarkennarar
Tónlistarskóli á Höfuðborgarsvæðinu, ósk-
ar að ráða 2-3 kennara í hlutastarf, frá og
með 1. sept. 1995, fyrir skólaárið
1995-1996.
Um er að ræða kennara fyrir forskóla-
kennslu og hópkennslu fyrir eldri nemendur.
Einnig vantar píanókennara og harmonikku-
kennara í hlutastarf.
Laun samkvæmt kjarasamningi Félags
Tónlistarskólakennara og FÍH.
Umsóknir er greini frá menntun og fyrri
kennslustörfum ásamt meðmælum skulu
hafa borist skrifstofu okkarfyrir 8. aprfl nk.
Guðni Lqnssqn
RÁÐGTÖF & RÁÐNINGARÞTÓNUSTA
HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22
Topp sölumenn
Öflugt tryggingafyrirtæki hefur falið mér að
leita að harðduglegum sölumönnum til starfa
við sölu á ýmsum tryggingum.
Fyrirtæki þetta er töluvert deildarskipt en
starfsvettvangur viðkomandi aðila er við
hliðina á hópi mjög framsækinna sölu-
manna. Fyrirtækið leggur starfsmönnum
þessum til góða vinnuaðstöðu og stuðning
til að ná góðum árangri í störfum sínum.
í boði er starf hjá góðu fyrirtæki, þar sem
ríkir góður vinnu- og starfsandi, ásamt
spennandi starfi á markaði þar sem mikil
samkeppni er.
Greidd eru laun í hlutfalli við árangur, þ.e.a.s.
prósentuhlutfall af allri sölu sem viðkomandi
starfsmaður nær einn og/eða í samstarfi við
aðra sölumenn hjá fyrirtækinu.
Því koma eingöngu til greina aðilar sem eru
eldri en 30 ára, hafa mikið keppnisskap og
eru tilbúnir til að leggja töluvert á sig til að
ná góðri uppskeru í formi tekna.
Umsóknareyðublöð ásamt öllum frekari upp-
lýsingum um starf þetta veiti ég á skrifstofu
minni á venjulegum skriftofutíma.
Teitur Lárusson, atvinnuráögjöf,
Austurstræti 14(4. hæð), 101 Reykjavík.
Sími 624550.