Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 26. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ GUNNAR Eyjólfsson, Róbert Arnfinnsson og Baldvin Halldórsson fyrir framan Iðnó, þar sem þeir stigu fyrst á fjalir fyrir 50 árum. GUNNAR Eyjólfsson og Baldvin Halldórsson voru að koma af morgunlangri æfingu á Tilbrigði við önd eftir David Mammet þegar þeir voru gripnir í matartímanum í kjallara Þjóðleikhússins, leikriti þar sem tveir gamlir karlar á bekk ræða um lífið og tilveruna og halda tveir ein- ir uppi sýningunni. Róbert Arnfinns- son kom að venju ljúflega til fundar við okkur, en hann átti um kvöldið að leika í Lóu, bæði skemmtana- stjórann og símamann. Enginn bil- bugur á þeim. Gunnar er t.d. að leika í þremur sýningum, Snæ- drottningunni, Fávitanum og West Side Story. „Sjálfsagt að slíta hon- um út, hann er enn á föstum samn- ingi," segir Róbert. Hinir komnir á eftirlaun. Þeir byrjuðu í fyrstu sýn- ingum Þjóðleikhússins þegar það var opnað. Þeir segja það laukrétt að 23. mars 1945 hafi þeir ungir menn stigið á fjalirnar í Iðnó og þreytt frumraun sína í því sígilda stórverki Shakespears, Kaupmanninum í Fen- eyjum, þar sem Haraldur Björnsson sló eftirminnilega í gegn sem gyð- ingurinn Sælokk. Hann bókstaflega blómstraði í þessu hlutverki segja þeir og þessi sýning var mikill leik- listarviðburður í sviðsetningu Lárus- ar Pálssonar. Það hafi verið óskap- lega gaman að fá að byrja einmitt í henni. Þeir voru þá allir í leikskól- anum hjá Lárusi. Gunnar var 19 ára gamall, nýút- skrifaður úr Verslunarskóla og kveðst hafa viljað leika og ekkert annað. Hann fór svo til London í Royal Academy of Dramatic Art, þar sem hann var í þrjú ár og lék þar við góðan orðstír. Stríðinu var rétt lokið og I ágústmánuði 1945 fór hann utan. Ári seinna kom Bald- vin Halldórsson svo líka til London til náms í Konunglega leiklistarskól- anum, en Róbert fór til Kaupmanna- hafnar í leiklistarskóla Konunglega leikhússins. Þeir Baldvin léku mikið hjá Leikfélagi Reykjavíkur og Bláu stjörnunni, þar til Þjóðleikhúsið var opnað haustið 1949 og þeir fluttust þangað. Léku í fyrstu sýningum íeikhússins, Skugga Sveini og ís- landsklukkunni. Gunnar kom þang- að seinna, enda hafði hann haldið A FJOL- I50AR Fyrir réttum 50 árum stigu þrír ungír leikar- ar í fyrsta sinn á leiksviðið í Iðnó í Kaup- manninum í Feneyjum, þeir Róbert Arnfínns- son, Gunnar Eyjólfsson og Baldvin Halldórs- son. í hálfa öld hafa þeir flutt okkur ógleym- arlegar persónur í hundruð leikverka og eru enn á fullu. Róbert leikur í Taktu lagið Lóa, Gunnar í þremur stykkjum og Baldvin og Gunnar eru í lokaæfingum á Tilbrigði við önd, sem frumsýnd er á morgun. Það reynd- ist því ekki einfalt fyrir Elínu Pálmadóttur að ná þeim saman í skyndispjall. til Bandaríkjanna og í ýmis störf og nám í sex ár. Mörg hundruð karakterar Þeir eru býsna margir minnis- stæðir karakterar sem þessir þrír leikarar, sem hæst hefur borið í fimm áratugi, hafa fært okkur. Ekki vinnandi vegur að ætla að fara að telja þá upp. Róbert er búinn að leika á sviði um 200 hlutverk og 600 í útvarpi og sjónvarpi. Baldvin slær á hátt í tvö hundruð á sviði og hefur alltaf leikið mikið og leik- stýrt í útvarpi, bjrrjaði snemma á því og gerir enn. Á sviði á Gunnar á annað hundrað hlutverk. Þá eru ótaldar kvikmyndirnar. Gunnar lék t.d. í fyrstu leiknu íslensku kvik- myndunum, Milli fjalls og fjöru, „79 af stöðinni", sem orðin er klassísk, Lénharði fógeta og fleiri myndum síðar. Róbert var líka í „79 af stöð- inni" og er minnisstæður í fleiri myndum, svo sem i Paradísarheimt Laxness. Baldvin er nú einmitt að leika í nýrri kvikmynd Ásdísar Thor- oddsen um Draumadísir. Þarna er rétt drepið á stöku hlutverk á sviði, útvarpi og kvikmyndum, sem í hug- ann koma á stundinni. Ekki treystu þeir sér sjálfir til að velja úr hlutverkunum sínum. Erfitt sé að gera upp á milli þeirra, „það er eins og að gera upp á milli barna sinna," segir Gunnar. „Hlut- verk verður á tímabili svo mikill hluti af manni sjálfum. Það grefur um sig innra með manni. Þetta er eins og að annast egg í hreiðri. Maður verður að gæta þess að það verði ekki að fúleggi heldur takist að unga því út og að það fljúgi, hlutverkið fái vængi og fatist ekki flugið þegar kemur að frumsýningu. Fuglarnir eru margir og misjafnir, örlitlir þúfutittlingar og stórir ernir og allt þar á milli. Eins eru hlutverk- in. En allt hefur það sitt líf og krefst síns." „Allt er þetta jafn þýðingarmik- ið," segir Róbert. Og Baldvin tekur undir það. Þeir eru sammála um að það séu engin lítil hlutverk til, bara litlir leikarar. „Litlu hlutverkin geta orðið stór í góðum höndum og öfugt." Róbert kveðst líka muna eftir svo mörgum hlutverkum sem hann treystir sér ekki til að gera Morgunblaðið/Árni Sæberg upp á milli. En svo mikið séu aðrir búnir að klifa á Tevje mjólkurpósti í Fiðlaranum á þakinu við hann að kannski sé það fyrir ytri áhrif að hann gæti ekki gleymt honum. Drepum kónginn Við spjöllum svolítið um starf leikarans, þar sem alltaf stendur manneskja á bak við tæknina. „Þetta er ekki tölvuvætt," segir ein- hver þeirra og við rifjum upp mál- tækið um að þar sem mannshöndin komi að verði alltaf mistök. Mannleg mistök. Leikararnir eru því inntir eftir hvort ekki hafi eitthvað skondið komið fyrir. Róbert minnist þess þegar hann var að stíga sín fyrstu skref sem statisti í Vopn guðanna eftir Davíð Stefánsson hjá Leikfé- lagi Reykjavíkur. Hann átti að vera annar af tveimur ribböldum, sem ætlað var að hoppa yfir múrvegg. Veggurinn átti að sýnast hár, en var í rauninni aðeins 30 sm, rétt svo að þeir gátu skriðið á maganum á bak við hann, beðið þar og stokk- ið svo yfir með hrópi: Drepum kóng- inn! Þegar Róbert stökk hafa fötin hans fest og veggurinn kom eins og hann lagði sig með honum. Hvað gerði hann? Nú, hann hrópaði: Drep- um kónginn! Og það hefur líklega verið nægilega sterkt til að yfir- skyggja óhappið. „Að minnsta kosti varð það mér ekki að falli I leiklist- inni," segir hann þegar hann minn- ist þessa. Gunnar rifjar það upp þegar hann átti að drepa Gest Pálsson í Flekk- uðum höndum. „Ég miðaði byssunni á hann, en ekkert skot kom. Gestur lék engu að síður dauðasenuna. Loksins komu skotin tvö og þá skókst Gestur óskaplega." Þegar við erum að spjalla um minnisstæð hlutverk þeirra Bald- vins, Gunnars og Róberts, ber á góma sýningu á Fást i uppsetningu Þjóðverjans Karls Vibachs, sem eft- ir þau kynni fékk Róbert til Þýska- lands, þar sem hann lék hlutverk Teyje í Fiðlaranum við mikið lof. í Fást lék Gunnar Faust, Róbert Mefistofeles og Baldvin Wagner. Þá var hér á ferð hinn kunni gagnrýn- andi New York Times, Stanley Kaufmann og varð svo hrifínn af

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.