Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 26. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Stt******^. ^
M*í**»V> *4<*f ■..
<1.\SSU s
Mo/aki
I »Ö»Í*Í*
Vf \*r*<« t
: ÍW # »ÍW,*>yf #»s >: *:
M*í*>*>. »,<
\\:£:
!P%
List en
ekki
kampavín
Þjóðverjinn Klaus Heymann hefur byggt upp
útgáfustórveldi með því að selja sígilda tón-
list á töluvert lægra verði en aðrir. Hann
sagði Ama Matthíassyni að velgengnin
hafí komið honum ekki síður á óvart en
keppinautunum, en Naxos hyggur meðal
annars á útgáfu með íslenskum listamönnum.
r'
TGÁFA á ódýrum disk-
um hefur yfirleitt verið
því marki brennd að
þeir hafa einfaldlega
verið iélegri en þeir sem seldir eru
á fullu verði; hljómur afleitur, flutn-
ingur viðvaningslegur eða frágang-
ur slakur, og því hafa stórfyrirtæk-
in ekki þurft að óttast þá sam-
keppni að nokkru marki. Breyting
varð þó þar á þegar þýskur maður,
Klaus Heymann, sem bjó í Hong
Kong, hóf útgáfu á ódýrum diskum
með sígildri tónlist á merkinu Nax-
os. Til að byija með má segja að
diskarnir hafi verið of ódýrir, þ.e.
þar sem þeir kostuðu innan við
þriðjung af því sem diskar frá stóru
útgáfunum kostuðu hafði fólk til-
hneigingu til að telja þá lakari að
ókönnuðu máli. Með tímanum hefur
Naxos þó vaxið fiskur um hrygg
og er nú í hópi stærstu útgáfufyrir-
tækja í sígildri tónlist, reyndar það
næst stærsta á eftir Polygram-
risanum, sem meðal annars gefur
út á hinu virta merki Deutsche
Grammophon. Hér á landi hefur
frami Naxos verið ör og nú er svo
komið að fleiri Naxos-diskar seljast
hér en frá nokkru öðru merki sem
selur sígilda tónlist.
Ekki bara merki fyrir
byijendur
Klaus Heymann er frægur fyrir
krassandi yfirlýsingar um sam-
keppnisaðila sína, sem honum
finnst hafa grafið sér gröf með
bruðli og skrumi, segir meðal ann-
ars að iðulega eyði stórfyrirtæki
meiru í kampavín en hann í upp-
töku á plötu, en hann segist aldrei
hafa ætlað að keppa við þá á heims-
markaði.
„Þegar ég byijaði á Naxos 1987
ætlaði ég aðeins að leggja áherslu
á Suðaustur-Asíu. Diskar voru
mjög dýrir á þeim tíma og fólk á
þeim slóðum þar sem kaupmáttur
er lítill, hafði ekki efni á að kaupa
svo dýra diska. Mér datt aldrei í
hug að Naxos ætti eftir að verða
alþjóðlegt fyrirtæki,“ segir hann
ákveðinn, en bætir svo glaðbeittur
við: „í dag er Naxos svo með
stærstu fyrirtækjum í sölu á sí-
gildri tónlist og á íslandi erum við
númer eitt!“ Hann tjáir mér að lík-
lega sé fyrirtækið komið á toppinn
í Svíþjóð líka og stefni á toppinn í
fleiri löndum.
Heymann segir að framan af
hafí helsta hvatningin til að kaupa
Naxos verið verðið á diskunum, en
með tímanum hafi útgáfur fyrir-
tækisins einnig orðið eftirsóttar
vegna úrvalsins, þannig að Naxos
sé ekki bara merki fyrir byijendur,
sem vilja kynna sér sígilda tónlist,
heldur sé það einnig kostur fyrir
safnara.
„Við erum búnir að gefa út stór-
an hluta af því sem til er af hefð-
bundinni sígildri tónlist og stefnum
nú aftur i tímann í átt að miðalda-
tónlist og líka fram á við að tónlist
tuttugustu aldarinnar. Þannig
hyggjumst við gefa út öl! hljóm-
sveitarverk Lutoslavskys og jafnvel
nútíma framúrstefnu, enda getum
við selt nánast hvaða tónlist sem
er á svo lágu verði. Ég er og stolt-
astur af því að hafa breikkað tón-
listarsmekk fólks með því að gefa
út á svo lágu verði að fólki finnst
allt í lagi að kaupa eitthvað sem
það ekki þekkir og þannig getum
við til að mynda komið Messiaén,
Lutoslavsky og Hindemith á fram-
færi.“
„Hvar eru peningarnir?“
Eins og áður segir hefur Naxos
gengið flest í haginn, ekki síst fyr-
ir þá sök að samkeppnisaðilarnir
voru seinir að bregðast við
verðsamkeppninni. Heymann segir
reyndar að það sé lán Naxos að
nokkru leyti að keppinautarnir gáfu
því ekki gaum sem fyrirtækið var
að gera og ef þeir gáfu því gaum
þá vanmátu þeir það, líkt og hann
gerði reyndar sjálfur til að byija
með. „Það var líka heppni að ég
skyldi hafa stofnað fyrirtækið í
Hong Kong en ekki undir nefinu á
stórfyrirtækjunum í Evrópu.“ Hann
segir þó að mestu hafi ráðið gríðar-
leg vinna, sem hann hafí lagt á sig
með glöðu geði.
„Ég er tónlistarunnandi og geri
það sem mig langar til að gera.
Ekki skiptir minna máli að það er
engin yfirstjórn sem ég þarf að
gefa skýrslur, eða hluthafar sem
vilja arð, þannig að ég get gert það
sem ég vil hvað sem það kostar.
Naxos gengur vel að því leyti
að við seljum mikið af diskum, en
ég er ekki ríkur maður. Fjárfesting-
in er gríðarlega mikil og eftir sjö
ára rekstur þá get ég ekki tekið
peninga úr rekstrinum; það þarf
að leggja fé í nýjar upptökur og
dreifing um allan heim er gríðar-
lega kostnaðarsöm. Það má því
segja að rekstur Naxos sé arðbær,
en hann skilar engum pening!“ seg-
ir Heymann og hlær við. „Þegar
ég segi konunni minni að okkur
hafi gengið sérstaklega vel þetta
ár spyr hún alltaf „hvar eru pening-
arnir?“.“
Eftir því sem Naxos hefur vaxið
fiskur um hrygg hafa stórfyrirtæk-
in brugðist við og hrint af stokkun-
um fjölda útgáfuraða með ódýrum
diskum, en ekki náð að stöðva vöxt
Naxos. Heymann gerir lítið úr
þeirri samkeppni og segir að þeim
muni ekki takast að hægja á vexti
Naxos vegna þess að þau séu að
selja gamalt vín á nýjum belgjum.
„Þau hafa bara farið niður í kjall-
ara, grafið upp gamlar upptökur
og selt í nýjum umbúðum. Þau eru
ekki alltaf að gefa út bestu upptök-
urnar á lægra verði. Til að mynda
er Belart-röðin sem Polygram gef-
ur út mjög ójöfn útgáfa, stöku disk-
ar prýðilegir, en megnið annars
flokks upptökur. Að auki eru þau
alltaf að gefa út það sem þegar
er til og ekki sem heildarverk. Þau
geta ekki boðið upp á það sem við
gerum hjá Naxos, ekki einu sinni
á fullu verði. Þannig býður ekkert
stórfyrirtækjanna Haydn-strengja-
kvartettana alla, ekkert þeirra hef-
ur tekið upp alla píanótónlist Chop-
ins, eða Brahms. Þau hafa gefið
út vinsælustu verkin tíu eða tutt-
ugu sinnum á meðan við höfum
lagt áherslu á að gefa út heildar-
verk. Þannig geta þau í raun ekki
keppt við okkur, sama hvað þau
gefa oft út sama verkið. Að auki
höfum við á okkar snærum fjöl-
marga unga og spennandi lista-
menn sem standa mörgum stór-
stjörnunum fyllilega á sporði,“ seg-
ir Heymann ákveðinn.
Tryggð við listamenn
Heymann segir ekki mikið um
það að listamenn fari frá honum
til stórfyrirtækjanna. „Hvað geta
þau boðið þeim? Þau eru ekki leng-
ur í því að taka upp verk sem fáir
hafa tekið upp og stefna ekki að
því að halda inni breiðu úrvali tón-
verka; þau eru bara að reyna að
slá í gegn með nýrri „þriggja te-
nóraplötu“, eða Górecki-sinfóníu
eða gregórskum kirkjusöng. Ég get
aftur á móti boðið listamönnum upp
á að taka upp tónverk sem aðrir
hafa ekki tekið upp, eða að taka
upp heildarverk tónskálds og það
er einmitt það sem þeir vilja gera.
Ungir óþekktir listamenn bera
heldur ekkert meira úr býtum hjá
stórfyrirtæki en hjá mér og ef
fyrsta platan hjá stórfyrirtækinu
selst illa þá er samningum iðulega
rift, en ég gef þeim tíma og held
tryggð við listamenn. Þeir eru og
margir að átta sig á að bruðlið
skilar engu fyrir þá sem lista-
menn.“
Heymann hefur alla tíð lagt
áherslu á að gefa aðeins út eina
plötu með hveiju verki; það verði
ekki tekið upp aftur með öðrum
listamanni eða þeim sama, nema
útgáfan sé ekki fyrsta flokks, og
þá er fyrri útgáfan tekin úr um-
ferð. „Ef listamaður leitar til mín
um að fá að taka upp eitthvað sem
ég hef þegar tekið upp, er hann í
vondum málum, því ég hef það
fyrir ófrávíkjanlega reglu að taka
ekki upp það sem þegar er til á
Naxos. Auðvitað getur þetta verið
vandamál, sérstaklega fyrir unga
listamenn, og það getur verið erfitt
fyrir mig að finna verkefni sem
gerir þá ánægða. Meðal annars
vegna þessa hef ég lagt í útgáfur
eins og heildarútgáfu á píanóverk-
um Listz, allar sónötur Scarlattis
og álíka. ég hef ekki og mun ekki
gefa samþykki fyrir því að taka
upp aftur tónverk sem er til á
Naxos í góðri útgáfu. Aftur á móti
hef ég látið taka upp aftur það sem
ég hef ekki verið ánægður með, til
að mynda hafa sumar af fyrstu
útgáfum okkar horfíð og nýjar og
betri komið í staðinn. Sumar af
fyrstu útgáfum okkar voru einfald-
lega ekki nógu góðar og því er
rétt að skipta um.“
Of ódýrar
Heymann segir að þegar Naxos
var hrint af stokkunum í Evrópu
og Bandaríkjunum hafí lágt verðið
fælt fólk frekar frá en hvatt það
til að kaupa, enda var þá og er enn
mikið framboð af diskum sem eru
ódýrir vegna þess að þeir eru ann-
ars flokks. „Eftir því sem við fórum
að fá góða dóma í Grammophone
og í Penguin-bókinni áttaði fólk sig
á því að Naxos-útgáfurnar voru
fyllilega samkeppnishæfar og í dag
höfum við svo náð það langt að
útgáfur okkar standa á engan hátt
útgáfum stórfyrirtækjanna að baki.
Þær eru eðlilega ekki allar full-
komnar, en stórfyrirtækin og stór-
stjörnurnar eru heldur ekki óskeik-
ul. Til að mynda eru óperurnar
okkar flestar betri en nokkuð það
sem stórfyrirtækin hafa gefíð út
og frábærar viðtökur sem þær hafa
fengið hjá gagnrýnendum hafa
reyndar komið mér skemmtilega á
óvart. Þegar við fórum af stað í
óperuútgáfu var ég með það á
hreinu að ég ætti aldrei eftir að
geta keppt við stjörnurnar; Pavar-
otti, Cheryl Studer, Domingo,
Carreras eða Battle. Éf þú hlustar
hinsvegar á óperur með þessum
stjörnum þá eru þær flestar ekkert
sérstakar. Ef þú velur réttar raddir