Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 26. MARZ1995 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUIM STAÐARELDI Til laxabænda, veiðiréttarhafa og stangveiðimanna Það vakti furðu mína og kom mér svo sannarlega á óvart hvað miklu magni af seiðum hefur verið og er enn sleppt í laxgengar ár. Það virðist vera krafa og jafnvel gagnkvæm ósk leigutaka og leigu- sala að þessi þáttur sé hluti af samningum. Það er s.s. ennþá verið að gera sömu skissumar og við gerðum fyrir 30 til 40 árum, að sleppa gífurlegu magni af seiðum í ámar og búast við stórkostlegum endurheimtum. Ég hélt að sumir af þessum mönnum sem enn em í forsvari eftir tugi ára hefðu þá reynslu, þann áhuga og þá innsýn, að þeir gerðu sér grein fyrir því að þetta er ekki hægt - þetta gengur ekki eftir. Ég segi hiklaust við ykk- ur - þið eruð að eyðileggja laxám- ar okkar. Þið virðist ekki ennþá gera ykkur grein fyrir því að ámar geta aðeins fætt ákveðið magn seiða sem skapast af skilyrð- um/ástandi ánna á hverjum tíma. Kynnið ykkur lögmálið fyrst og breytið síðan eftir því. Eitt ár er öðru betra og þá kom- ast fleiri seiði af á styttri tíma. Sé seiðum íjölgað lengist dvölin í án- um, afföllin verða meiri og stofninn í heild verður æ veikari. I góðu ári geta nokkrir árgangar seiða gengið til sjávar og þá mætti halda að hægt væri að sleppa seiðum í ámar til þess að fylla uppí þessa „miklu eyðu“ að menn halda. En þetta er alrangt því að seiðunum sem eftir era í ánum vegnar betur, verða sterkari einstaklingar, þau komast fyrr til sjávar, endurheimtumar verða meiri og laxinn stærri og betri til hrygningar. Þegar þannig háttar til, svo sem hér er lýst, ásamt góðu ástandi sjávar, myndast upp- sveifla sem getur varað í nokkur ár en sem má auðveldlega eyði- leggja með seiðasleppingum. Viljir þú stuðla að seiðaeldi fyrir ána þína, til þess að gera hana að betri og meiri veiðiá þá skalt þú huga að staðareldi - það raskar ekki náttúra- lögmálinu - eða láta náttúrana um eldið. Staðareldi er, eins og nafnið gefur til kynna að mestu, að hrogn og svil era tekin úr stofni árinnar, hrognum klakið út í vatni árinnar og seiðin alin upp í göngustærð. Það sem skiptir máli í staðareldi er eftirfar- andi: Hæfilegt vatn er tekið úr ánni til stöðvarinnar sem rennur um ker og tjamir og rennur síðan til árinnar aftur. Seiðum er aldrei sleppt í ána en gönguseiðin, á tíma, eru látin fara út í ána sjálfviljug. Með þessu móti er ekki tekið frá ánni, ekki raskað náttúralegu klaki né vist seiðanna í ánni. En möguleikamir sem staðareldi gefur að auki era m.a. þessir: 1. Að fara með gönguseiðum niður í árós eða sjó til að kanna áhrifin við áð fara úr feskvatni í sjó - ef það mætti koma í veg fyr- ir afföll á þesu stigi. 2. Að setja gönguseiðin í sjó- kvíar og ala þau upp í göngulax. 3. Að sleppa hluta af kvíalaxin- um á t.d. 'A eldistíma í sjóinn. 4. Að fara með kvíalaxinn beint í ána. Með því að gera eitthvað af þessu öllu má finna réttu leiðina sem gef- ur bestan árangur. Sumt af þessu hefur-eflaust verið reynt við ýmsar aðstæður en þar sem staðareldi er viðhaft þá er þetta marktækt því að laxinn, 100% öraggt, kemur í ána sína aftur sé hann á lífi. Ég er sennilega sá eini, eða einn af fáum, sem hef tekið tíma á því hvað fuglar geta veitt af seiðum, það magn er ótrúlegt. Sem dæmi veiðir krían, á varptíma, eitt seiði að meðaltali á 15 mín. fresti og aðrar fugla- tegundir era enn veiðnari. Er þá nokk- urt vit í því að lengja dvöl seiðanna í ánum með því að fjölga þeim. Það er augljóst að því skemmri sem dvölin er í ánum því minni afföll og fiskurinn kemst fyrr í veiði. Tvö til fjögur ár er eðlilegur og æskilegur tími en því miður hafa seiði dvalið marg- falt lengur i ánum. Ekki legg ég til að fuglar séu skotnir því þeir hafa alltaf tekið sinn toll. Þegar þess er gætt að aldrei hefur fleiri seið- um verið sleppt í ámar en síðastliðin 15 ár, seg- ir Haukur Sveinbjarn- arson, þá er útkoman hræðileg. Það er fagnaðarefni að lax er nú minna veiddur í hafi en áður og að net hafa verið tekin upp á nokkr- um stöðum. En árangurinn og aukning í stangveiði er síður en svo merkjanleg, ekki enn, og þegar þess er gætt að aldrei hefur verið sleppt meira af seiðum í ámar en sl. 15 ár þá er útkoman hræðileg. Síðasta sumar er eitt það lélegasta sem ég man eftir og ef Norðurá Iiaukur Sveinbjarnarson er tekin sem dæmi þá var fjöldi laxa yfír meðaltali en hann var svo smár að hann hefði ekki ánetjast. Það er athyglisvert að þegar dregið er fyrir lax til hrygningar að þá fínnst ekki merktur lax. Línurit um veiðina í Húnaflóan- um og Borgarfjarðaránum, hér að neðan, gefur til kynna að hafið hafí ekki verið gjöfult, en það segir okkur einnig að það hefði engu skipt þó engum seiðum hefði verið sleppt í árnar. Veðurfar, í beinum áhrifum, virðist ekki eiga þátt í þessum sveiflum, svo gjörólíkt var það á hveijum tíma er varðar hita, vinda og regn. Aftur á móti hefur minnkandi vatn í langan tíma nei- kvæð áhrif á veiðina eins og kemur mjög oft fyrir í Norðurá og í drag- ám yfírleitt. Línurit um verð veiðileyfa. Stangarfjöldi í ám hafði verið óbreyttur í 10 ár eða fram til 1960. Þegar stöngum var fjölgað þá var ekkert tillit tekið til þeirra hækkana sem orðin var per stöng. Mest mun- ar um fjölgun standa í Norðurá. Miðað við lélega veiði undanfarin ár ætti stöngum að fækka, enda er það svo, eitt lögmálið enn, að þegar stangir era komnar yfír ákveðinn fjölda per veiðiá, fer veið- in minnkandi ekki aðeins per stöng heldur heildarveiðin. Ræktun, hvers konar, miðar að því að ná fram þvi besta á sem hagkvæmastan hátt og helst án þess að raska eða skaða umhverfíð og náttúrana. Vemd getur einnig verið ræktun. í gegnum aldir, sér- staklega sl. öld, hefur ræktun verið framkvæmd meira af kappi en for- sjá. Það eur ótal dæmi um alvarlega röskun á gróðri, dýralífí og um- hverfí sem ekki er hægt að færa til sama horfs og áður. Oft er um vanþekkingu eða fljótfæmi að ræða en oftar era það skammsýnisjón- armið eða skjótfenginn gróði sem ræður ferðinni. Staðareldi er bæði ræktun og vemd með langtíma sjónarmið í huga. Það miðar að því að eiginleik- ar laxastofna, sem í aldaraðir hafa þroskast með þeim, haldist. Staðar- eldi með réttu hitastigi, réttri fóðr- un, réttu umhverfí/staðarvali og þrekþjálfun færir vöxt seiða á æski- legan tíma, tryggir endurkomu og jafnar göngur. Gangi þetta eftir þarf ekki að kvíða framhaldinu sem er meiri veiði og grisjun að hausti. Höfundur er framkvæmdastjóri. 27. mars -12. apríl fa*; jmií Sl Tllr. P*= “O XKW _ =5 COTU u SIJIIAIM I BOY* £j9 cn ew vlKiRAM SLTH nCADCf um allt og jardar. Bcalll isladiska. ttur. idei\t\ WEBSTERS Q 0 L U N N I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.