Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 26. MARZ1995 MORGUNBLAÐIÐ Elst sjö systkina SAGT er að menn eflist við hveija raun, en aðrir halda því fram að fólk sé mismunandi í stakk búið að taka við mótlæti. Hvað sem rétt er í því stendur Lára Hafl- iðadóttir keik eftir að hafa reynt ýmislegt þau 64 ár sem hún hefur lifað. „Ég hef ætíð verið haldin með- fæddri lífsgleði," segir hún til útskýr- ingar þegar Morgunblaðið heimsótti hana á heimili hennar í Hátúni. „Ég var alin upp við það að gera alltaf mitt besta og var látin finna að ég skipti máli. Það hefur fylgt mér gegnum árin og stappað í mig stál- inu.“ Lára fékk lömunarveiki 25 ára gömul, þá með þijú ung börn og þar af eitt nýfætt. Systir hennar, 22 ára, fékk einnig lömunarveikina og lést af völdum hennar. í kjölfar veikindanna gekk Lára í gegnum skilnað og hafði ekki tök á að ala upp tvö af bömum sínum. Hún náði sér af lömunarveikinni eins vel og hægt var að búast við, fékk vinnu í félagsmálaráðuneytinu fyrir tilstilli Hannibals Valdimarssonar og tókst að byggja sér íbúð. Eftir rúm- lega þriggja áratuga starf í ráðuneyt- inu var hún hrakin þaðan að eigin sögn í ráðherratíð Jóhönnu Signrðar- dóttur. „Æsku- og unglingsár mín voru eins og samfelldur sólardagur," segir Lára, sem kemur blaðamanni fyrir sjónir sem hæglát og rólynd kona með stórt skap undir niðri. „Ég ólst upp í Ögri við ísafjarðardjúp, elst sjö systkina. I Ögri og í næsta umhverfi má segja að miðstöð hreppsins hafi verið. Þar er kirkja, samkomuhús og þegar ég var bam var þar bama- skóli. I hreppnum bjuggu á annað hundrað manns, en í Ógri býr nú einungis bróðir minn yfir háveturinn ásamt eiginkonu sinni en á sumrin fjölgar fólki nokkuð." Kennari barnanna á yngri ámm var Sæmundur Bjamason og segist Lára sannfærð um að betri kennari hafi ekki verið til. Hann sat ekki einungis yfir þurram skraddum held- ur kenndi nemendum einnig úti í náttúranni, meðal annars á áttavita, og fór með þá í heilsdags fjallaferð yfir veturinn á hveiju ári. í þá daga settu 10-14 ára böm ekki fyrir sig að ganga langar vegalengdir og höfðu gaman af. „Einna eftirminnilegast frá þess- um ferðum er veturinn í kringum 1940 þegar hafís kom inn á Djúp. Þá gengum við á Skarðsfjall. Það var mjög heillandi. Það var hörku- frost, blæjalogn og Ísaíjarðardjúp blasti við í allri sinni tign. Maður heyrði í jökunum lengst úti í Djúps- kjaftinum, eins og sjómenn segja,“ segir Lára og horfir fjarrænum aug- um út í loftið. „Þegar ísinn varð land- fastur lékum við okkur á skautum í kringum jakana og klifruðum upp á borgimar. Þá var ég svo lítil og óttað- ist að ísbjörn væri á næsta leiti,“ heldur hún áfram og er aftur komin til baka í stofuna í Hátúni. „Eftir fermingu fór ég svo í gagnfræðaskól- ann á Isafirði og lauk þar námi.“ Veiktist ári eftir faraldur „Ég gifti mig 20 ára og eignaðist þrjú yndisleg böm á fimm áram, þannig að ég átti illa heimangengt þegar ég veiktist. Við hjónin skildum í kjölfar veikindanna en ég átti góða að. Á engan skal hallað, en tengda- foreldrar mínir reyndust mér best allra.“ Lömunarveikifaraldur gekk árið 1955 og þegar Lára veiktist ári síðar taldi læknirinn að um nýmasjúkdóm væri að ræða því á meðgöngunni hafði hún verið veik í nýr- um. „Veikindin byijuðu með stirðleika í hnakka og baki, sem ágerðust. Á skömmum tíma var ég orðin lömuð.“ - Lamaðist þú algjör- lega? Morgunblaðið/Ámi Sæberg LÁRA Hafliðadóttir býr nú í Hátúni og segist vera sátt við lífið þrátt fyrir ýmislegt mótlæti. Hún getur þó ekki sætt sig við hvernig starfslok hennar urðu. Sátt vid lífið ekki starfslokin Lára Hafliðadóttir fékk lömunarveikina 25 ára gömul en lét það ekki buga sig frekar en önnur áföll í lífinu. í viðtali við Hildi Fríðriksdóttur rífjar hún upp æví sína og kemur meðal annars inn á starf sitt í félags- málaráðuneytinu þar sem hún vann í 34 ár eða þar til hún var að eigin sögn hrakin þaðan í ráðherratíð Jóhönnu Sigurðardóttur. „Hefði ekki komist á fætur án hjálpar sjúkraþjálf- ara.“ „Ég lamaðist á vinstra fæti, baki og kviðvöðvum, þannig að ég þurfti geysilega þjálfun. Ég var flutt á Heilsuvemdarstöðina í Reykjavík og lá þar í tíu mánuði, en bömin fóra í fóstur til föðurömmu sinnar og föð- urafa sem voru skilin og bæði gift aftur. Það vora vonbrigði sem aldrei gleymast að geta ekki alið upp böm- in mín sjálf. Yngri bömin ólust upp hjá tengdaforeldrunum en elsta dótt- ir mín fór til foreldra minna. Þegar hún var sjö ára var ég var fær um að taka hana til mín á vetuma með- an hún gekk í skóla.“ Fékk góðan stuðning Lára bendir á að í þá daga hafí einstæðar mæður verið mjög fáar. Til dæmis var aðeins ein önnur stúlka í bekknum, sem ólst ekki upp hjá .......... báðum foreldrum. „Dóttir mín átti góðar vinkonur og fékk að vera með þeim á daginn. Foreldrar þeiira tóku henni alltaf vel. Ég hef verið alveg óskaplega heppin gegnum árin og kynnst afskaplega góðu fólki. Það er alveg ómetanlegt," held • ur hún áfram. - Þá varstu búin að byggja íbúð ein og óstudd. Hvernig fórstu að því? „Ég beið eftir að fá réttindi úr líf- eyrissjóði og svo fékk ég húsnæðis- lán. Ég byggði íbúðina til þess að geta haft dætur mínar hjá mér þeg- ar þær færa í framhaldsskóla. Ég flutti inn 35 ára gömul á mál- aðan steininn. Þetta var erfiður tími en það bjargaðist því það var eitt- hvert lán yfír mér. Eg fékk oft auka- vinnu þegar ég var að komast í þrot fjárhagslega. Ég lifði algjörlega fynr vinnuna og að koma upp heimili. Ég varð alla tíð að reka bíl vegna fót- anna, en á þessum áram losuðu hús- byggjendur sig við bílana til að spara.“ - Hafa eftirköst lömunarveikinn- ar alltaf háð þér? _____ „Sérstaklega síþreyta. Að öðra leyti átti ég mjög góð ár heilsufarslega, en það er svo auðvelt að fara yfír markið og verða of þreyttur. Ég barðist og gat mætt í vinnu en þurfti oft að fara að sofa snemma og hvíla mig vel.“ Fór í þjálfun til Danmerkur Á þeim áram sem lömunarveiki- faraldurinn gekk yfír ísland dvöldust hér nokkrir danskir sjúkraþjálfarar sem höfðu reynslu bæði frá Dan- mörku og Grænlandi. Þegar Lára veiktist voru tveir þeirra ennþá eftir hér á landi. „Það tókst með mér og annarri stúlkunni þvílík vinátta og „Ég hraktist í burtu vegna þögullar áreitni á vinnustað." samvinna að ég held ég væri ekki á fótum í dag án hennar," segir hún og blik kemur í augun. Þessi sjúkraþjálfari taldi Lára á að koma með sér til Danmerkur til frekari þjálfunar, sem fólst ekki ein- ungis í líkamlegum æfíngum heldur var einnig kennd vélritun við stofn- unina, bókfærsla, föndur og fleira. Eftir fjögurra mánaða dvöl í Dan- mörku kom Lára til íslands árið 1957 þá 27 ára. Henni bauðst að leysa skrifstofustúlku af í barneignarfríi í félagsmálaráðuneytinu fyrir tilstilli Hannibals Valdimarssonar, sem hafði verið skólastjóri gagnfræða- skólans á ísafirði þegar Lára var þar við nám. „Hann hafði fylgst með mér og hvatti mig til starfans. Kjarkurinn var ekki mikill í byijun en það var upphafíð á því að ég öðlaðist venju- legra manna líf,“ segir Lára og bros- ir. ílentist í ráðuneytinu Vegna stjórnarslita sat Hannibal ekki lengi í ráðuneytinu eftir að Lára ....■■■■. kom til starfa. En svo fór að tvær aðrar konur fóru einnig í barneignafrí þann- ig að Lára ílentist í ráðu- neytinu og vann hún alls fyrir 11 ráðherra. „Allir ráðherrarnir voru afskap- lega notalegir og góðir við fólkið,“ segir hún og þagnar smá- stund. „Þangað til Jóhanna Sigurðar- dóttir kom,“ heldur hún svo áfram. „Hún var ekki þægileg nema við karlana." - Hvað áttu við? „Ég hafði til dæmis verið skipuð deildarstjóri í ráðuneytinu 1978, hafði ærinn starfa og vinnutíminn var oft langur. Áður en Jóhanna kom í ráðuneytið vann ég með glöðu geði undir góðri stjóm í góðu andrúms- lofti og fékk greitt fyrir þá yfirvinnu sem ég vann. Á árinu 1986 eða ’87 ákvað ríkis- valdið að greiða skyldi opinberum starfsmönnum óunna yfírvinnu vegna launaskriðs í einkageiranum. Eftir það var yfirvinna ekki lengur greidd nema að litlu leyti í samræmi við vinnuframlag. Nú gilti bara að vera af réttu kyni og í náðinni hjá þeim sem úthlutuðu. Ég fékk aldrei greidda yfírvinnu eftir að þetta kerfí komst á. Mig granar að þetta fyrir- komulag, að greiða fólki yfírvinnu án tillits til hvort hún er unnin eða ekki, sé orsökin að hinum óþolandi mikla launamun karla og kvenna sem nú ríkir." Jöfnunarsjóðurinn Lára sá meðal annars um Jöfnun- arsjóð sveitarfélaga í 16 ár og þegar hún hætti vora umsvif hans 1,6 millj- arðar króna á ári. „í ráðherratíð Alexanders Stefánssonar hafði kom- ið til starfa í ráðuneytinu maður sem sóttist í að taka sjóðinn yfír. Honum tókst ætlunarverk sitt þegar Jóhanna kom í ráðuneytið eins og allt annað sem hann vildi fá fram. Jóhanna sagði upp lögfræðingi (konu) í ráðu- neytinu, en hún leitaði réttar síns og fékk starf í öðru ráðuneyti. Við erum fjórar sem hættum í ráðuneyt- inu á meðan Jóhanna var þar og ég held að henni hafi ekki þótt það miður," segir Lára og ekki er laust við biturleika í röddinni. „Um áramótin 1989-90 höfðu öll störfín verið tekin af mér og mér sagt að ég mætti velja hvað ég vildi gera. Það var ekki um neitt að velja og við það sat, en ég mætti alltaf í vinnuna. Ég sagði víða frá þessu, meðal annars mönnum sem höfðu unnið með mér, en þeir trúðu því ekki. Einn sagði við mig að ég skyldi sitja þetta af mér og bíða næstu ráðherra- skipta. Ég beið þangað til ég komst á 95 ára regluna til þess að ég fengi greiðslur úr lífeyrissjóði og þraukaði því verkefnalaus fram yfír þann tíma. Þegar Jóhanna hafði setið í fjögur ár og í ljós kom að hún mundi sitja áfram í félagsmálaráðuneytinu gafst ég upp, gat ekki varist lengur og baðst lausnar.“ - Hvernig stóð Jöfnunarsjóðurinn þegar þú hættir með hann? Var hægt að hanka þig á óreiðu? „Nei, alls ekki. Ég skildi eftir 26 milljónir í sjóðnum þegar ég hætti og það var ekki til neitt sem hét að misfærist. Aldrei," segir hún með áherslu. - Hvernig var framkoma annarra ráðherra og ráðuneytisstjóra við þig fram til þessa? „Ég varð aldrei vör við hjá neinum þeirra að óánægja væri með eitt eða neitt varðandi mín störf." - Var þessi stirðleiki einungis á milli ykkar Jóhönnu? „Nei, það var í raun enginn stirð- leiki, því hún virti mig ekki viðlits. Ég held að flestum konunum hafi þótt hún erfíð, en ekki körlunum.“ Treysti sér ekki í ráðuneytið Skömmu eftir að síðara kjörtíma- bil Jóhönnu hófst veiktist Lára og fór í ársleyfi á launum þar sem hún var á Reykjalundi í þjálfun og í Æfíngastöð lamaðra og fatlaðra. „Ég vissi að þegar ég kæmi til baka gæti ég unnið hálfan daginn og að lífeyrissjóðurinn ætti að standa undir greiðslum á móti. Læknirinn minn taldi að ég ætti að geta unnið þann- ig, en ég treysti mér ekki í ráðuneyt- ið aftur undir stjórn Jóhönnu," segir hún og hristir höfuðið. Eftir að hafa setið hugsi smástund segir hún: „Sú þögla áreitni sem höfð var í frammi varð til þess að ég hraktist í burtu og er það sú erfið- asta andlega reynsla sem ég hef gengið í gegnum miðað við öll þau áföll sem ég hef lent í.“ - Nú eru rúm tvö ár síðan þú hættir að vinna. Við hvað fæstu á daginn? „Ég fer alltaf tvisvar í viku í Æfingastöð Lamaðra og fatlaðra, svo les ég mikið. Einnig hlusta ég mikið á tónlist og útvarp. Ég keyri einnig bíl og er því fijáls ferða rninna." - Finnst þér erfítt að rifja upp þessi ár? „Nei, það finnst mér ekki, því ég hef ekkert að fela. Þrátt fyrir allt er ég sátt við tilveruna og á mörgum gott að gjalda."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.