Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 17
16 B SUNNUDAGUR 26. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MARZ 1995 B 17 Alexía Björg Jóhannesdóttir Anna María Ragnarsdóttir Berglind Berglind Bryndís Bryndís Elfa Björk Ellen Guðlaug Harpa Helena Mari Laxdal Ólafsdóttir Ásmundsdóttir Guðmundsdóttir Magnúsdóttir Halldórsdóttir Gunnarsdóttir Jónsdóttir FEGURÐARDROTTNING REYKJAVIKUR VERÐUR VALIN A FIMMTUDAGINN Hrafnhildur Hafsteinsdóttir Ingibjörg Ferdinandsdóttir 15 STULKUR KEPPA UM THILINN Katrín Brynja Hermannsdóttir Lovísa Ólafsdóttir María Lovísa Árnadóttir FEGURÐARSAMKEPPNI Reykjavíkur 1995 verður haldin á Hótel íslandi fimmtudagskvöldið 30. mars. Keppnin verður að þessu sinni með öðru sniði en áður. Sett verður á svið sýning og keppnin fléttast þar inn í. Húsið opnar kl. 19 og kvöldið hefst með að boðið verður upp á fordrykk, sem heitir því skemmtilega nafni Björk, en að því loknu hefst borðhald og þar með sýningin. Forrétturinn á matseðli kvöldsins er freyðivínslöguð laxasúpa með aspas og melónu. Aðal- rétturinn er rauðvínsleginn lambavöðvi með ferskum kryddjurtum og perlulaukssósu. Eftirrétturinn er Sherry-ís með kaffikremi, ávöxtum og rjóma. Tónlistin á sýningunni er fengin úr söngleiknum Cats eftir Andrew Loyd Webber. Dansarar, söngvarar og hljóðfæraleikarar taka þátt í sýningunni en þar ber fyrst að nefna Battú-dansflokkinn og Kjartan Valdi- marsson píanóleikara. Helena Jónsdóttir stýrir sýning- unni en hún mun einnig dansa þar ásamt Jóhanni Frey Björgvinssyni. Stúlkurnar koma fram í íþróttaföt- um og sundbolum frá Útilíf og kvöldkjólum að eigin vali. Dómnefndina í ár skipa fimm manns. Formaður dómnefndar er Sigtryggur Sigtryggsson fréttastjóri Morgunblaðsins, en ásamt honum sitja í nefndinni Kristín Stefánsdóttir förðunarfræðingur, Gróa Ás- geirsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Fegurðars- amkeppni íslands, Elsa Haraldsdóttir danskennari og Sigmundur Ernir Rúnarsson fréttamaður. Þátttakendur að þessu sinni eru 15 og koma víðs vegar af höfuðborgarsvæðinu. Stúlkurnar hafa verið í strangri líkamsþjálfun hjá Katrínu Hafsteinsdóttur í World Class frá því í janúar og þegið leiðbeiningar um göngu og framkomu hjá Helenu Jónsdóttur dans- ara og Þórunni Lárusdóttur, framkvæmdastjóra keppninnar. Þær hafa fengið að sóla sig á sólbaðsstof- unni Sólinni, Borgarkringlunni og í sama húsi hefur snyrtistofan NN séð um að húð stúlknanna svo og neglur hafa fengið rétta og nægilega umönnun. Um hárgreiðslu stúlknanna fyrir myndatökuna sá hár- greiðslustofan Hárný, Kópavogi, en stúlkurnar eru farðaðar með snyrtivörum frá Professional. Stúlkurnar eru: Axelía Björg Jóhannesdóttir, 18 ára úr Hafnarfirði, Anna María Ragnarsdóttir, 18 ára úr Reykjavík, Berglind Laxdal, 18 ára úr Mosfellsbæ, Berglind Ólafsdóttir, 18 ára úr Hafnarfirði, Bryndís Ásmundsdóttir 19 ára úr Reykjavík, Bryndís Guð- mundsdóttir 22 ára úr Reykjavík, Elfa Björk Magnús- dóttir 23 ára úr Reykjavík, Ellen Halldórsdóttir 23 ára úr Hafnarfirði, Guðlaug Harpa Gunnarsdóttir, 22 ára úr Kópavogi, Helena María Jónsdóttir, 21 árs úr Reykjavík, Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, 18 ára úr Reykjavík, Ingibjörg Ferdinandsdóttir, 20 ára úr Reykjavík, Katrín Brynja Hermannsdóttir, 23 ára úr Reykjavík, Lovísa Ólafsdóttir, 19 ára úr Reykjavík, og María Lovísa Árnadóttir, 20 ára úr Reykjavík. Verðlaun sem fegurðardrottning Reykjavíkur hlýtur í ár eru veruleg. Hún hlýtur fyrst og fremst þátttöku- rétt í fegurðarsamkeppni íslands, sem haldin verður á Hótel Islandi 24. maí nk. Einnig fær hún perluskart- gripi frá Misaki, fullkomna snyrtivörulínu frá Professi- onal, að eigin vali, umönnun húðar og hand- og fótsn- yrtingu frá Snyrtistofunni NN, Canon myndavél frá Hans Petersen, dekurdag í Baðhúsinu, gjöf frá Orablu og Ijósakort frá Sólinni svo eitthvað sé nefnt, en þetta er aðeins brot af þeim verðlaunum sem í boði eru. Afl fjöldans undir merki nýrra tíma! Yfir 5000 hluthafar af öllum sviöum þjóölífsins skapa þann styrk sem eini hlutafélagsbanki landsins byggir á. Sameiginlegt afl þessa fjölda og samkeppni viö ríkisrekstur leiöa til framfara í efnahagslífi þjóöarinnar. o Q

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.