Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 21
MORGUNgLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MARZ1995 B 21 ATVINNU/4 UGL YSINGAR Offsetprentarar! Vanur offsetprentari óskast sem fyrst Upplýsingar á staðnum eða í síma. SVANSPRENT HF Auðbrekku 12 Sími 4 27 00 Leikskólinn Hlaðhamrar Leikskólinn Hlaðhamrar í Mosfellsbæ auglýs- ir lausar stöður leikskólakennara við skólann. Um er að ræða 50% stöður deildarstjóra eftir hádegi. Jafnframt er óskað eftir leikskólakennara eða þroskaþjálfa í 50% starf vegna sérstakrar aðstoðar og þjálfunar barns. Upplýsingar gefur undirrituð í síma 666351. Leikskólastjóri. SAlS Kerfisfræðingur - netumsjón Visa ísland óskar að ráða kerfisfræðing eða tæknimenntaðan einstakling til starfa í tölvu- deild. Starfið er laust nú þegar. Áskilin er góð þekking á einkatölvum og netkerfum. Laun samkvæmt kjarasamningi SÍB og bankanna. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu Guðna Jónssonar, Háteigsvegi 7, og skal umsóknum skilað á sama stað fyrir 4. apríl nk. Guðnt Tónsson RÁÐGTÖF & RÁÐNINGARÞTÓNUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 Deildarstjóri Óskum eftir að ráða deildarstjóra söludeild- ar hjá einu af stærstu fyrirtækjum landsins. Starfssvið: 1. Stjórnun og mótun stefnu um vöruval. 2. Innkaup, flutningar og lagerhald. 3. Sala og dreifing á vörum fyrirtækisins. 4. Gerð þjónustu og gæðastaðla fyrir sölu- staði fyrirtækisins. 5. Þróa og koma í framkvæmd framtíðar- sýn um þróun verslana fyrirtækisins. 6. Stjórnun innkaupa-, sölu- og lagerstarfs- manna. Starfsmannafjöldi deildarinnar ca. 15. Við leitum að manni með viðskiptafræði- menntun eða menntun í markaðsfræð- um/sölufræðum. Reynsla úrsmásöluverslun, heildsöluverslun eða öðru hliðstæðu. Þekk- ing á lager og dreifingarmálum. Þekking á afgreiðslukerfum og uppgjörsmálum versl- ana. Vöruþekking og þekking á smásölu- markaðnum. Æskilegur aldur 30-45 ára. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar „Sölustjóri 113“ fyrir 1. apríl nk. Hagvangur hf Förðunarfræðingar - snyrtifræðingar athugið! Höfum til leigu góða aðstöðu fyrir förðunar- /snyrtifræðing. Við. leitum að áreiðanlegum og sjálfstæðum einstaklingi, sem hefur áhuga á skemmtilegu samstarfi á líflegum vinnustað. Allar nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn í vinnusíma 588-9911 og heimasíma 10519 (í dag og á kvöldin). h árgreiðslustofa SÍMI 588 9911 • 588 9926 ÁRMÚLA 15 • 108 REYKJAVÍK • FAX 568 5688 ISAL Starfsmenn á rann- sóknastofu Óskum eftir tveimur starfsmönnum á rann- sóknastofu (melmisgreinum) frá og með 12. maí 1995. Starfið sem krefst nákvæmni og árvekni felst aðallega í því að undirbúa og framkvæma efnagreiningar með litrófs- og röntgentækj- um, halda niðurstöðum til haga og hirða tækin. Unnið er á þrískiptum 8 klst. vöktum alla daga. Nánari upplýsingar veitir forstöðu- maður starfsmannaþjónustu í síma 5607121. Umsóknir óskast sendar til ÍSAL, pósthólf 244, 222 Hafnarfjörður, eigi síðar en 7. apríl nk. Umsóknareyðublöð fást hjá bókaverslunum Eymundssonar hf., Austurstræti, Mjódd og Kringlunni, Reykjavík, og Bókabúð Olivers Steins, Hafnarfirði. íslenska álfélagið hf. Forstöðumaður tölvudeildar Óskum eftir umsækjendum til að veita for- stöðu tölvudeild hjá opinberum aðila með umfangsmikinn rekstur. Starfið ★ Umsjón með rekstri tölvu- og upplýsinga- kerfa. ★ Kerfis- og þarfagreining. ★ Forritun og hugbúnaðarvinna. ★ Aðstoð og þjónusta við notendur. ★ Umsjón með áætlanagerð á sviði tölvu- mála og hugbúnaðargerðar. ★ Samskipti við verktaka. Hæfniskröfur Leitað er að aðila með háskólamenntun í tölvunarfræðum eða sambærilega menntun, reynslu af UNIX-stýrikerfi ásamt haldgóðri þekkingu og rekstri nærneta og víðneta. Viðkomandi þarf að hafa góða alhliða þekk- ingu á tölvumálum og hugbúnaðargerð. Þjón- ustulund, skipulagni og samstarfshæfni eru nauðsynlegir eiginleikar. Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon hjá Ráðgarði. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs merktar: „Tölvudeild" fyrir 1. apríl nk. RÁÐGARÐUR hf. STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF NÓATÚN 17105 REYKJAVÍK SÍMI616688 Framkvæmdastjóri Nýstofnuð ferðaskrifstofa auglýsir starf framkvæmdastjóra laust til umsóknar. Leitað er að kraftmiklum og hugmyndaríkum einstaklingi, sem er viðbúinn mikilli vinnu, er skipulagður og á auðvelt með mannleg samskipti. Viðkomandi þarf að hafa: ★ Áhuga á ferðamálum. ★ Menntun og/eða reynslu á sviði ferða- og markaðsmála. ★ Gott vald á íslensku og erlendum málum í ræðu og riti. Umsóknum, ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf, ber að skila fyrir 31. mars nk. Ferðaskrifstofa Borgarfjarðar hf., Borgarbraut 11, 310 Borgarnesi. CYCLOPS hf. Lyfjaþróunarfyrirtækið Cyclops hf. óskar eft- ir manni til rannsóknarstarfa. Fyrirtækið vinn- ur að þróun nýrra lyfjaforma, sem innihalda cýklódextrín. Unnið er að ýmsum efnafræði- legum og eðlislyfjafræðilegum rannsóknum á fléttum (komplexum) en auk þess eru fram- kvæmdar rannsóknir á lyfjum í tilraunadýr- um. Sóst er eftir lyfjafræðingi, líffræðingi, efnafræðingi eða manni með hliðstæða menntun sem getur starfað sjálfstætt. Ráðið verður í fyrstu til eins árs en um framtíðar- starf gæti verið að ræða. Skriflegar umsóknir ber að senda til Cyclops hf. c/o, Lyfjaverslun íslands hf., pósthólf 5080, 125 Reykjavík. Öllum umsóknum verð- ur svarað skriflega fyrir 1. maí. Upplýsingar um starfið veitir Þór Sigþórsson í síma 623900. F lSKiSTOFA Fiskistofa - veiðieftirlit Fiskistofa óskar eftir umsóknum í eftirtalin störf í veiðieftirliti: 1. Deildarstjóri Lögfræði- eða viðskiptafræðimenntun æski- leg. Starfið felst í því að fara yfir og fylgja eftir skýrslum veiðieftirlitsmanna um meint brot á fiskveiðilöggjöfinni auk þess að veita forstöðu nýrri deild veiðieftirlitsins sem hefur það verkefni að skoða bókhald fiskvinnslufyr- irtækja og bera saman keypt hráefni og fram- leiðslu. Deildarstjórinn mun einnig hafa yfir- umsjón eftirlits með framkvæmd reglugerðar um vigtun sjávarafla og véra forstöðumanni til aðstoðar við skipulagningu starfa veiðieft- irlitsmanna á hinum ýmsu höfnum landsins. 2. Sérfræðingar Háskólamenntun á sviði viðskipta- og hag- fræði æskileg, bókhaldsþekking nauðsynleg. Starfið felst einkum í því að skoða bókhald fiskvinnslufyrirtækja og bera saman keypt hráefni og framleiðslu. 3. Veiðieftirlitsmaður Skipstjórnarmenntun og reynsla æskileg og/eða menntun og reynsla við fiskvinnslu ásamt enskukunnáttu. 4. Sumarafleysingar Allt að fimm veiðieftirlitsmenn til sumara- fleysinga mánuðina júní til september. Skip- stjórnarmenntun og enskukunnátta nauð- synleg. Nánari upplýsingar veita Guðmundur Karls- son og Átli Atlason í síma 697900 á skrif- stofutíma. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Fiskistofu, Ingólfsstræti 1, 150 Reykjavík, fyrir 12. apríl nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.