Morgunblaðið - 26.03.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 26. MARZ 1995 B 31
gerst hér. Jessica Lang er í hópi
bestu leikara vestanhafs en hefur
verið lengst af seinheppin í hlut-
verkavali. Hún á allt gott skilið en
það verður að teljast með ólíkindum
að hún standi uppi sem sigurvegari
í Heiðskírum himni (,,Blue Sky“),
mynd sem fór framhjá flestum og
var reyndar búin að safna ryki í á
annað ár áður en hún var tekin til
sýninga. Tom og Viv (ósýnd hér-
lendis) þykir þokkaleg smámynd
sem einkum hefur gengið í húsum
sem sýna listrænar myndir. Svo
mikið er víst að lítið raunsæi felst
í að telja bresku leikkonuna Mir-
öndu Richardson líklegan verð-
launahafa og tilnefning Susan Sar-
andon í Umbjóðandanum, mynd
sem er ekkert meira en dæmigerð,
sómasamleg afþreyingarmynd,
undirstrikar kreppunni í þessum
flokki. Þá er Winona Ryder, sem er
í miklu dálæti á þessum bæ, enn
ótalin. Hún og myndin Litlar konur
hafa hlotið mjög góða sóma, Ryder
á örlítinn möguleika.
Jodie Foster
Winona Ryder
Jessica Lange
Susan Sarandon
Miranda Richardson
Besti karlleikari í
aukahlutverki
Næstum útilokað að spá hér í
spilin. Tveir stórkostlegir skapgerð-
arleikarar standa langbest að vígi,
annar hvor þeirra mun ganga út
með Óskar í hendi aðfaranótt
þriðjudagsins. Engin spurning. Að
sjálfsögðu eru þetta kapparnir
Martin Landau og Samuel L. Jack-
son. Landau fer á kostum sem Bela
Lugosi, hin kunna stjarna gömlu
hryllingsmyndanna í Ed Wood og
ekki er Samuel L. Jackson síðri,
spúandi eldi úr munni og byssu í
Reyfara. Landau er sagður einkar
vel þokkaður maður og leiðbeinandi
í framsögn sem tekið hefur flestar
stjörnur Hollywoodborgar í læri,
það hjálpar. Hins vegar er Reyfari
smellur en Ed Wood skellur. Það
getur gert gæfumuninn. Keppi-
nautarnir þrír eru allir kunnir
gæðaleikarar, en eiga tæpast
möguleika i ár.
Samuel L. Jackson
Martin Landau
Gary Sinise
Paul Scofield
Chazz Palminteri
Besti kvenleikari i
aukahlutverki
Þetta er ijári erfiður flokkur.
Allar leikkonurnar fimm hlotið fína
dóma. Helen Mirren er sög;ð sýna
enn einn stórleikinn í Geggjun Ge-
orgs konungs (ósýnd hérlendis),
sömu sögu er að segja af iöndu
hennar, Rosemary Harris, íTom og
Viv. Woody Allen er með færari
leikstjórum í að laða það besta fram
úr leikurum sínum enda hafa ófáir
þeirra unnið til verðlauna gegnum
tíðina. Tveir til viðbótar bætast hér
í hópinn. Jennifer Tilly (í öllum
bænum ruglið henni ekki saman við
hina óþolandi systur hennar, Meg)
og Dianne Wiest í Byssukúlur á
Broadway, eru til alls vísar. Uma
Thurman hafði fátt sýnt sem flokk-
ast getur undir leiklist, tók sig sam-
an í fríðu andlitinu og hristi fjári
magnaða ruglukollu framúr erminni
í Reyfara og stendur vel að vígi.
Það getur allt gerst hér.
Uma Thurman
Helen Mirren
Dianne Wiest
Jennifer Tilly
Rosemary Harris
Besti leikstjórinn
Enn vandast valið. Þó má telja
víst að baráttan standi eingöngu á
milli Roberts Zemeckis og Quentins
Tarantinos. Skoðun mín á stöðu
þeirra hjá akademíunni er þegar
komin fram og engu við það að
bæta. Zemeckis hlýtur að teljast
mun sigurstranglegri. En gaman
væri að sjá Tarantino vinna. Robert
Redford er orðinn miklu betri leik-
stjóri en hann var nokkurn tíma
leikari og hefur nú gert tvær gæða-
myndir í röð. Gettu betur er ein af
langbestu myndum síðasta árs en
BESTA KVIKMYND ÁRSINS
ForrestGump I(jögur brúð-
kaup og
jarðarför
Gettu betur
(„Quiz Show“)
Reyfari
(„Pulp
Fiction“)
Rifci Hay worth
og Shaws-
hankfangelsið
"" * * 1995
BESTA ERLENDA
KVIKMYND ÁRSINS
Farinelli: II CastratoBeJgía
Fyrir regnið („Before The Rain Makedónía
Jarðarber og súkkulaði („Fresa Y Chocolate“)
Kúba
Matur, drykkur, maður, kona (Eat Drink Man
WoinanTævan
Sólbruni („Burnt By The Sun“)Rússland
BESTI LEIKSTJÓRINN
Woody Allen -Byssukúlur á Broadway (Bullets
Over Broadway
Krzysztof Kieslowski -Þrír litir: Rautt
Robert Redford -Gettu betur
Quentin Tarantino -Reyfari
Robert Zemeckis -Forrest Gump
BESTI KARLLEIKARI
í ADALHLUTVERKI
Morgan Freeman -Rita Hayworth og
Shawshankfangelsið
Tom Hauks -Forrest Gump
Nigel Hawthorne -Geggjun Georgs konungs
(„The Madness of King George“)
Paul Newman -Enginn er fullkominn
(„Nobody’s Fool“)
John Travolta -Reyfari
BESTIKVENLEIKARI
í ADALHLUTVERKI
Jodie Foster -Nell
Jessica Lang -Heiðskír himinn („Blue Sky“)
Miranda Richardson - Tom og Viv
Winona Ryder -Litlar konur („Little Women“)
Susan Sarandon -Umbjóðandinn („The Client")
BESTIKARLLEIKARI
Í AUKAHLUTVERKI
Samuel L. Jackson -Reyfari
Martin Landau -Ed Wood
Chazz Palminteri -Byssukúlur á Broadway
Paul Scofield -Gettu betur
Gary Sinise -Forrest Gump
BESTIKVENLEIKARI
Í AUKAHLUTVERKI
Rosemary Harry -Tom og Viv
Helen Mirren -Geggjun Georgs konungs
Uma Thurman -Reyfari
Jennifer Tilly -Byssukúlur á Broadway
Dianne Wiest -Byssukúlur á Broadway
BESTA FRUMSAMDA
HANDRITID
Woody Allen og Douglas McGrath -Byssukúlur
á Broadway '
Richard Curtis -Fjögur brúðkaup og jarðarför
Frances Walsh og Peter Jackson -Himneskar
verur („Heavenly Creatures")
Quentin Tarantino -Reyfari
Krzysztof Piesiewicz og Krzysztof Kieslowski
Þrír litir. Rautt
BESTA HANDRITIÐ BYGGT
ÁÁDUR BIRTU EFNI
Paul Attansio - Gettu betur
Alan Bennett -Geggjun Georgs konungs
Robert Benton -Engirrn er fullkominn
Frank Darabont -Rita Haywortli og
Shawshankfangelsið
Eric Roth -Forrest Gump
BESTIKVIKMYNDATÖKUSTJÓRINN
Don Burgess -Forrest Gump
Roger Deakins -Rita Hayworth og
Shawshankfangelsið
Owen Roizman -Wyatt Earp
Piotr Sobocinski -Þrír litir. Rautt
John Toll -Vindar fortfðar („Legenda of the Fall“)
BESTA KLIPPINGIN
Forrest Gump
Körfuboltadrauinai- („Hoop Dreams“)
Leifturhraði - („Speed“)
Reyfari
Rita Hayworth og Shawshankfangeisið
BESTA FRUMSAMDA
TÓNLISTIN
Eiiiot Goldenthal - Viðtal við vampíruna („Intervi-
ew With The Vampire")
Thomas Newman -Litlar konur
Tliomas Newinan -Rita Hayworth og
Shawshankfangelsið
Alan Silvestri -Forrcst Gump
Hans Zimmer -Konungur Ijónanna („Tbe Lion
King“)
BESTA LISTRÆNA
STJÓRNUNIN
Byssukúlur á Broadway
Forrest Gump
Geggjun Georgs konungs
Viðtal við vampíruna
Vindar fortiðar
BESTA FÖRÐUNIN
Ed Wood
Forrest Gump
Frankenstein - („Mary Shelley’s Frankenstein“)
BESTU BUNINGARNIR
Byssukúlur á Broadway
La Reine Margot
Litlar konur
Maverick
Priscilla, drottning eyðimerkurinnar („The
Adventuiæs of PrisciUa, Queen of the Desert
BESTA HUÓDUPPTAKAN
Bein ógnun („Clear and Present. Danger“)
Forrest Gump
Leifturhraði
Rita Hayworth og Shawshankfangelsið
Vindar fortíðar
það þarf kraftaverk til að hann hljóti
Óskarsverðlaunin í ár. Nafni hans
sér fyrir því. Hollywood hefur tekið
Woody Allen í sátt eftir hans al-
ræmdu kvennamál, það verða bestu
fréttir Allens í ár. Mikil óánægja
greip um sig er akademían ákvað
að halda Þrírlitir: Rauðurutan hinna
útvöldu um heiðurinn besta erlenda
mynd ársins, en hinir háu herrar í
AMPAS töldu þjóðemið óljóst. Dreif-
ingaraðili myndarinnar í Bandaríkj-
unum gat þó komið Krzysztof Ki-
eslowski á framfæri sem einum útv-
alinna úr röðum leikstjóra. En mögu-
leikar hans hljóta að vera hverfandi
á Vesturströndinni.
Robert Zemeckis
Quentin Tarantino
Robert Redford
Woody Allen
Krzysztof Kieslowski
Besta frumsamda handritið
Þetta er eini flokkurinn þar sem
Tarantino og Reyfari ættu að vera
öruggir sigurvegarar. Þó má ekki
gleyma verðugum keppinautum,
þeim helstum Woody Allen og Dou-
glas McGrath fyrir Byssukúlur á
Broadway. Höfundar tveggja er-
lendra mynda eru tilnefndir í þess-
um hópi, það er óvenjulegt og held-
ur ólíklegt að þeir hafi betur. Þetta
em snjallir höfundar; Krzysztof
Kieslowski og nafni hans Piesiewicz
með Þrír litir: Rauðurog Nýsjálend-
ingarnir Frances Walsh og Peter
Jackson, höfundar handrits fjári
ónotalegrar myndar en athyglis-
verðrar, Himneskar verur.
Quentin Tarantino
Woody Allen og
Douglas McGrath
Krzysztof Piesiewicz
og Krzysztof Kieslowski
Frances Walsh og
Peter Jackson
Richard Curtis
Besta handritið byggt á
áður birtu efni
Enn kemur Forrest Gump fyrst
upp í hugann og hlýtur Eric Roth
að vera sigurstranglegastur fyrir
sitt rómaða handrit sem lagði
gmndvöllinn að góðri mynd. Helst
að Paul Attanasio veiti honum
keppni fyrir handrit Gettu betur.
Þeir Alan Bennett (Geggjun Georgs
konungs) og Frank Darabont, sem
er sagður hafa gert góða hluti með
söguna hans Stephens Kings, Rita
Hayworth og Shawshankfangelsið,
era aðeins inni í myndinni.
Eric Roth
Paul Attanasio
Alan Bennett
Frank Darabont
Robert Benton
Besti
kvikmyndatökustjórinn
Nú era aðalflokkamir að baki og
farið fljótt yfir sögu. John Toll gerir
mikið fyrir Vinda fortíðar og kvik-
myndataka Owens Roizmans er
langbesti þátturinn í stórvestranum
Wyatt Earp. Eðli málsins samkvæmt
kemur þó ekki á óvart að Forrest
Gump „hreinsi borðið“ og hirði §ölda
minni verðlauna á uppskerahátíðinni
— þar á meðal Don Burgess fyrir
tökuna. Svo það er ekki síður úr
vöndu að ráða hér sem annars staðar.
John ToII
Owen Roizman
Don Burgess
Roger Deakins
Piotr Sobocinski
Besta klippingin
Forrest Gump
Leifturhraði
Reyfari
Rita Hayworth og
Shawshankfangelsið
Hoop Dreams
Þá skulum við gera því skóna
að Forrest Gump kræki í Óskar
fyrir bestu förðunina; tónlist Hanz
Zimmers sigri fyrir bestu frum-
sömdu tónlistina í Konungi Ijón-
anna; Viðtal við vampíruna vinni
til verðlauna fyrir bestu listrænu
stjórnunina. Leifturhraða, þeirri
frábæru spennumynd, útbýti ég svo
að lokum einu stk. Óskar — fyrir
besta hljóðupptöku. Minna má það
ekki vera. Megi þeir bestu vinna!