Morgunblaðið - 10.05.1995, Síða 48

Morgunblaðið - 10.05.1995, Síða 48
V í K N MTIf alltaf á Miövikudög imi MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 509 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUaiCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNAI'STRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Kristinn Sigur gegn Túnis ÍSLENDINGAR unnu Túnisbúa 25:21 í leik í HM í handknattleik í Laugardalshöll í gærkvöldi. Valdimar Grímsson var marka- hæstur íslendinga og skoraði 9 mörk og er eitt þeirra í uppsigl- ingu á myndinni. íslenska liðið mætir Ungverjum í í kvöld. ■ HM í handknattleik/Cl-12 Borgin hyggst spara 260 millj. króna í rekstri NEFND um sparnað í rekstri borgar- innar hefur lagt fram tillögur um 260 millj. kr. sparnað á árinu. Meðal tillagna er að framlag til stjórnar borgarinnar verði lækkað um 17 millj., til menningarstofnana um 10 millj., framlag til skólamála lækki um 14 milij., til æskulýðs-, íþrótta- og tómstundamála um 30 millj., framlag til öldrunarmála lækki um 31 milljón, fjármagnsgjöld verði lækkuð um 50 millj. og að kostnaður við framkvæmdir við fráveitu eða holræsi á vegum borgarinnar lækki um 60,5 millj. Þetta eru hæstu liðir tillagnanna en þær gera samtals ráð fyrir 260 milljóna króna spamaði sem sam- svarar um 2,7% niðurskurði á áætl- uðum rekstrargjöldum borgarsjóðs. Dregið úr listkynningu Sigrún Magnúsdóttir borgarfull- trúi, sem á sæti í nefndinni, sagði að haft hefði verið að leiðarljósi að ekki þyrfti til uppsagna starfsfólks að koma, fremur hvar mætti gæta meiri hagræðingar. Lagt er til að sparað verði í ýmsum liðum í skólamálum. Spara megi á árinu 5 milljónir kr. með því að lækka rafmagns- og hitunarkostnað í skól- um með því að yfirfara hitakerfi. Spara megi 1.850 þúsund kr. með þvi að nota margnota moppur til þrifa í skólum í stað einnota, dregið verði úr listkynningum í skólum og sparast með því 2 millj. á árinu og dregið verði úr framlagi til þróunar- sjóða grunnskóla um 2,5 milljónir kr. Dregið verði úr yfirvinnu hjá starfsmönnum íþrótta- og tóm- stundaráðs og leigubílaakstri, en stærsta liðinn segir Sigrún vera skerðingu á styrkjum til félagasam- taka. Þá er gert ráð fyrir að Dagvist bama spari 6,5 milljónir kr. í ár með hagræðingu við innkaup á matvör- um, t.a.m. með sameiginlegum út- boðum á matarinnkaupum með Fé- lagsmálastofnun, einnig er rætt um hvort eðlilegt sé að leikskólar leggi ungbörnum til bleiur. Sigrún sagði að forystumenn og starfslið Félagsmálastofnunar hefði skilað aðdáunarverðu starfi í hug- myndum að spamaðarleiðum og hef- ur nefndin ákveðið að verðlauna þennan hóp með 150.000 kr. fyrir innsendar tillögur. Þar er áætlað að ná megi fram 31 milljónar kr. sparn- aði á árinu en þar er stærsti liðurinn niðurskurður á yfirvinnu starfs- manna, að sögn Sigrúnar, án þess að það skerði þjónustuna. Gert er ráð fyrir að spara megi 5 milljónir kr. á árinu með innsöfnun á dagblaðapappír, 5 milljónir kr. með því að kveikja á götuljósum 15 mínút- um síðar en gert er nú. Þá er gert ráð fyrir 60,5 millj. kr. minni útgjöldum borgarinnar á árinu vegna framlags ríkisins til fram- kvæmda í fráveitumálum. Reykjavíkurapótek á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis. Veitingahús í Reykjavík- urapóteki? SAMNINGAVIÐRÆÐUR um kaup Vals Magnússonar veit- ingamanns á húsi Reykjavík- urapóteks af hlutafélaginu Austurstræti 16, em á loka- stigi. Gert er ráð fyrir að á næstu dögum ráðist hvort af kaupun- um verður en flest þykir nú benda til þess, samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins. Húsið er um 3.000 fermetr- ar, fjórar hæðir, kjallari og ris og mun Valur stefna að því að reka veitingastað í húsinu en þó mun miðað við að Reykjavíkurapótek verði áfram starfrækt í húsinu fyrst um sinn. Valur Magnússon hefur rekið nokkra veitingastaði í Reykjavík undanfarin ár, s.s. Café Óperu. Hann stofnaði í fyrrahaust Kaffi Reykjavík sem hann seldi fyrir skömmu. Stækkun álversins Fundur á föstudag FUNDUR viðræðunefnda vegna stækkunar álversins í Straumsvík verður haldinn hér á landi á föstu- daginn. Þá verður haldið áfram að ræða um orkuverð og annað sem tengist stækkuninni. Síðasti fundur aðila var haldinn í London síðari hluta aprílmánaðar. Jóhannes Nordal, formaður stór- iðjunefndar, sagði að áfram væri stefnt að því að koma viðræðum svo vel á veg að hægt yrði að taka stefnu- markandi ákvarðanir um framhaldið í næsta mánuði. Aðspurður hvort þessi fundur nú gæti ráðið úrslitum sagðist hann ekki vilja taka svo djúpt í árinni. Alusuisse hefur lýst yfir áhuga á byggingu nýs kerskála, en það myndi þýða að framleiðslugeta álversins í Straumsvík ykist um 60 þúsund tonn á ári. ----♦ ♦ ♦---- Ekkert þok- ast í deilu Sleipnis RÍKISSÁTTASEMJARI frestaði fundi Sleipnis og viðsemjenda kl. 23 í gærkvöldi til kl. 17 í dag. Bolli Ámason, fulltrúi VSÍ í við- ræðunefndinni, sagði að ekkert hefði þokast í samkomulagsátt á átta tíma fundi í gær. Hann sagði að viðræð- urnar hefðu strandað á launaliðnum. Ef ekki næst samkomulag hefst verkfall Sleipnis á miðnætti í nótt. ESB gerir kröfur vegna fyrirhugaðs samstarfssamnings SAS og Lufthansa S AS gæti þurft að hætta samstarfi við Flugleiðir VERÐI af samstarfi skandinavíska flugfélagsins SAS og þýska félagsins Lufthansa gæti það haft í för með sér að SAS yrði að slíta samstarfi við Flugleiðir að kröfu Evrópusambandsins. Að sögn fréttastofa í Danmörku og Þýskalandi hefur þetta fyrirhugaða sam- starf vakið efasemdir framkvæmdastjórnar ESB vegna þeirrar ein- okunaraðstöðu sem það myndi veita flugfélögunum tveimur. Karfí mik- ilvægari en þorskur KARFAAFURÐIR urðu mik- iivægasta framleiðsluvara Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna á síðasta ári. Tók karfinn við af þorskinum sem Iengi hafði verið í fyrsta sætinu. Breytingin varð ekki ein- göngu vegna samdráttar í þorskframleiðslu heldur fremur vegna stórsóknar SH í karfanum, bæði með mikilli aukningu í úthafskarfaafla íslenskra skipa og viðskipta við sífellt fleiri erlenda frystitogara. ■ Karfinn veltir/6 Enn liggja ekki fyrir nákvæmar fréttir af sameiningunni, því hvorugt félaganna hefur gefið út tilkynningu um hana. SAS efnir til blaðamanna- fundar á morgun, þar sem búist er við að samvinnan verði á dagskrá. Samkvæmt fréttum í gær stefna fé- lögin á að starfa náið saman varð- andi farmiðasölu, viðhald og þjón- ustu, auk þess s'em bókunarkerfi fé- laganna verða sameinuð. Viðræður félaganna hafa staðið yfir frá því á síðasta ári. Einhver snurða virtist þó hlaupa á þráðinn í gær, því fundi SAS í Stokkhólmi, þar sem kynna átti áætlunina fyrir yfirmönnum í fyrirtækinu, var frest- að á síðustu stundu. Fyrir SAS er brýnt að finna samstarfsaðila, sem er bæði öflugur í Evrópu og vestan- hafs. Samstarfíð er talið styrkja mjög stöðu Kastrup-flugvallar, því í stað þess að Lufthansa efli Hamborgar- flugvöll, eins og hugmyndir voru uppi um, verður Kastrup nú norðlæg þungamiðja félaganna. Samkvæmt fréttum danska út- varpsins í gær hafa flugfélögin þegar leitað samþykkis framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins, sem þarf að ganga úr skugga um að sam- starfið stangist ekki á við samkeppn- isreglur ESB. Samkvæmt útvarps- fréttunum setur nefndin skilyrði um að flugfélögin láti af flugi til ein- hverra staða í Evrópu og láti af sam- starfí við núverandi evrópska sam- starfsaðila sína, sem í tilfelli Luft- hansa er Finnair og í tilfelli SAS Flugleiðir. Þýzka fréttastofan DPA sagði í gær að þessar kröfur hefðu valdið mestum erfiðleikum í lokahrinu samningaviðræðna þeirra Júrgens Webers stjórnarformanns Lufthansa og Jans Stenbergs, stjórnarformanns SAS. Ólíkt samstarf Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, sagði í gær að þetta mál hefði ekki verið rætt formlega við fyrirtækið. Því hefði ekki verið hreyft við félagið að slíta þessum samstarfssamningi og eftir að hafa fylgst með viðræðunum undanfarn- ar vikur teldi fyrirtækið litlar líkur á að honum yrði rift. Ef af samein- ingunni yrði hlytu menn að átta sig á því að samstarf SAS og Flugleiða væri af allt öðrum toga og stærð- argráðu en hinna aðilanna. Flugleið- ir væru í útjaðri þessa Evrópumark- aðar og samstarfið við SÁS gæti tæpast fallið undir ákvæði um blokkarmyndun. Hann sagði að of snemmt væri að ræða þessi mál, en ef af sameiningu yrði gæti hún allt eins opnað Flugleiðum nýja mögu- leika.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.