Morgunblaðið - 04.06.1995, Síða 30

Morgunblaðið - 04.06.1995, Síða 30
30 B SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ1995 SKOÐUIM MORGUNBLAÐIÐ Þjóðsögur Sannleikurinn er sá að strúturinn stingur hausnum ekki í sandinn, þegar hann hræð- ist, heldur hleypur hann burt og getur náð allt að 65 kílómetra hraða á klukkustund, segir Þorvaldur Gylfason. Það sem flestir halda að sé staðreynd um strútinn, er alls engin staðreynd, heldur þjóðsaga. I. Apar og tölfræði KUNNINGI minn í Tallin, höfuð- borg Eistlands, hefur sagt mér, að minning hans um ógnarveldi Rússa á Eistlandi sé órjúfanlega tengd öpum. Þannig var, að dóttir hans ung þjáðist af alvarlegu ofnæmi. Heimil- islæknir fjölskyldunnar felldi þann úrskurð, að eina bjargráðið væri að gefa barninu banana. Foreldr- amir leituðu með logandi ljósi um alla borg og byggð, en allt kom fyrir ekki: bananar voru ófáanlegir með öllu eins og aðrir ávextir. Fað- irinn dó ekki ráðalaus. Hann fór í dýragarðinn á fögrum vordegi og stofnaði til vinskapar við einn vörð- inn þar og fékk hann til að selja sér banana úr búri apanna til að bjarga baminu. Nú er Eistland frjálst undan oki Sovétríkjanna sálugu og mikill upp- gangur í landinu. Og nú eru til bananar í öllum búðum sem betur fer. Bami kunningja míns er batn- að. Innflutningur landbúnaðaraf- urða er fijáls. Finnar flykkjast suð- ur yfir flóann um helgar til að kaupa sér í matinn. Það er ekki lítil búbót í atvinnuleysinu þar. Það væri auðvitað miklu hag- kvæmara fyrir Finna að fá að kaupa eistneskar afurðir í finnskum búð- um og spara sér sjóferðina. Eist- neskt fijálsræði hinum megin við flóann hlýtur smám saman að laða Finna að fijálslegri viðskiptahátt- um. Innganga Finnlands í Evrópu- sambandið um áramótin síðustu undir forustu Miðflokksins, sem er flokkur bænda, er þáttur í þessari þróun. Um leið og Finnar gengu í Evrópusambandið, snarlækkaði matvöruverð í finnskum búðum, og kaupmáttur almennings jókst að sama skapi. Hið sama gerðist sam- dægurs í Svíþjóð og Austurríki. Þessi eistneska apasaga rifjast upp fyrir mér vegna þess, að ég lét það einu sinni henda mig að nefna íslenzka alþingismenn og apa í sömu andrá í sjónvarpi. Forsagan var sú, að seðlabankastjóri lét þau orð falla á Alþingi, að þingseta jafngilti dokt- orsprófi í hagfræði. Sjónvarpsmönn- um þóttu þetta forvitnileg ummæli og lögðu af þessu tilefni nokkrar léttar hagfræðispumingar fyrir valda þingmenn, þar á meðal einn fyrrverandi viðskiptaráðherra og einn núverandi bankaráðsformann (seðlabankastjórinn, sem olli ijaðra- fokinu, aftók með öllu að þreyta prófið). Mér bjó ekkert illt í hug, þegar ég lýsti krossaprófi sjónvarps- mannanna á þann hátt, að 100 apar hefðu líka fengið 2,5 í meðalein- kunn, hefði prófíð verið lagt fyrir þá, enda var prófið þannig úr garði gert. Hefði mér verið í mun að varpa rýrð á alþingismenn, hefði ég ekki sagt 100 apar, heldur 63. Það vakti alls ekki fyrir mér. Ég var aðeins að reyna að lýsa einfaldri tölfræði- legri staðreynd. Það er gömul hefð í tölfræði að taka dæmi af öpum. Það er til að mynda alls ekki verið að gera lítið úr Shakespeare, þegar sagt er, að api, sem skrifar nógu lengi á rit- vél, yrkir sonnettur eins og Shakespeare á endanum. Þessi töl- fræðilega staðreynd er ekki móðgun við einn eða neinn og alls ekki lítilsvirðing við Rithöf- undasambandið. Það er bara einhvern veg- inn auðveldara að hugsa sér apa við skrifborð en til dæmis hross eða hval eða kind. Þaðan hygg ég hefðin sé ættuð. Þetta er svipuð mál- venja eins og að kenna hreysti við fíla, gáfur við ljón, heimsku við naut og þar fram eftir götunum. Það er þess vegna ástæðulaus við- kvæmni, finnst mér, að taka það til sín, þegar tölfræðilegt fyrirbrigði eins og einkunnadreifing alþingis- manna er kennd við apa. Með því er alls ekki endilega verið að ýja að neinum sérstökum skyldleika stjórnmálalífsins í landinu við það, sem enskumælandi þjóðir kalla „monkey business", sennilega ein- mitt af því að apar eru svo líkir mönnum og öfugt. II. Að stinga höfðinu í sandinn Nú eru menn misjafnlega vel að sér í dýrafræði, eins og eðlilegt er, en eitt þykjast allir vita, og það er, hvemig strúturinn ber sig að, þegar hann verður hræddur. Hann stingur hausnum í sandinn. Þessarar spumingar um strútinn er hægt að spyija hvar sem er um heimsins breiðu byggð, og allir eða næstum allir þykjast kunna svarið og sjá dýrið ljóslifandi fyrir sér. En þegar menn em beðnir að rifja það upp í huganum, hvers konar myndir þeir hafa séð af þessu hátta- lagi strútsins, þá verða þeir að við- urkenna, að ekki vom það ljós- myndir. Það er nefnilega ekki til nokkur ljósmynd - og örugglega engin kvikmynd! - af strúti, sem hefur stungið hausnum í sandinn. Þetta á sér einfalda skýringu. Eng- um strúti með réttu ráði dytti í hug að stinga hausnum í sandinn, ef hætta steðjaði að; honum þætti það álíka óhyggilegt og okkur hinum. Sannleikurinn er sá, að strútur- inn stingur hausnum ekki í sandinn þegar hann hræðist, heldur hleypur hann burt og getur náð allt að 65 kílómetra hraða á klukkustund. Það sem flestir halda að sé staðreynd um strútinn, er alls engin stað- reynd, heldur þjóðsaga. Þessi þjóð- saga er svo lífseig, að allir dýra- fræðingar heimsins gætu lagt nótt við dag ámm saman og reynt að drepa hana og næðu þó engum umtalsverðum árangri. Þeir bera það reyndar ekki við, enda er engin brýn ástæða til þess, því að þjóðsag- an um strútinn er sakleysið sjálft. Þeim lesendum mínum, sem kunna að efast um þessa frásögn, leyfi ég mér góðfúslega að benda til dæmis á kaflann um strútinn í Encyclopæ- dia Britannica. Þjóðsögur em lífseigar. Það ligg- ur í hlutarins eðli. Sumar em sauð- meinlausar, eins og sagan um strút- inn, aðrar ekki. Margir íslendingar virðast halda það fram á þennan dag, að sjávarút- vegur sé höfuðatvinnuvegur þjóðar- innar. Við sjáum þetta í sjónvarpinu á hveiju kvöldi og heyrum það í útvarpinu. Þar em fluttar enda- lausar fréttir af sjósókn og físk- vinnslu, eins og fréttamennimir eigi lífið að leysa. Þar og í öðmm fjöl- miðlum, jafnvel í fomstugreinum dagblaðanna, éta menn það hver eftir öðmm, að sjávarútvegur skili okkur 80% af útflutningstekjum eða jafnvel þjóðartelq'um, eins og stóð í fomstugrein Alþýðublaðsins fyrir nokkm. Hvort tveggja er rangt. Sannleik- urinn er sá, að sjávar- útvegur skilar okkur rétt liðlega helmingi (53%) af útflutnings- tekjum, enda þótt röng gengisstefna hafí hald- ið öðrum útflutningi niðri um áratugaskeið. Á bak við hinn helm- inginn (47%) standa iðnaður, verzlun og þjónusta. Útvegurinn hefur skilað okkur að- eins um sjöttungi af þjóðartekjum síðustu ár (og aðeins einum áttunda af vergum þáttatekjum, sem svo era nefndar í þjóðhags- reikningum, en þá er átt við saman- lagðar tekjur vinnandi fólks, fjár- magns og annarra framleiðslu- þátta). Hlutfallið verður að vísu ívið hærra, ef skyldar greinar eins og skipasmíði og veiðarfæragerð eru taldar með. Allt þetta geta menn séð svart á hvítu í Hagtölum mán- aðarins, Landshögum og öðmm opinbemm hagskýrslum. Takið eftir þessu: fimm sjöttu hlutar (83%!) af þjóðartekjum okkar eiga upptök sín utan sjávarútvegs. Það er ekki undarlegt í ljósi þess, að aðeins einn af hveijum átta ís- lendingum vinnur við sjávarútveg. Sjö af hveijum átta vinna sem sagt við annað en fisk. Við emm ekki lengur fískveiðiþjóð fyrst og fremst. Við lifum á iðnaði, verzlun og þjón- ustu eins og þjóðimar í kringum okkur og eins og þjóðir þriðja heimsins gera líka í sívaxandi mæli. Þetta er í raun og vem fagnaðar- efni, því að of mikil fiskveiði er ávísun á fátækt, þegar upp er stað- ið, ef menn heykjast á því að fylgja skynsamlegri sjávarútvegsstefnu. Þetta virðist mega ráða af reynslu Nýfundnalendinga, Færeyinga, Grænlendinga og flestra annarra fískveiðiþjóða. í Noregi skilar sjáv- arútvegur nú orðið litlu sem engu í þjóðarbúið, ef ailt er talið, því að hann hefur drabbazt niður í skjóli ríkisverndar og styrkja eins og land- búnaðurinn. Svipuðu máli gegnir annars staðar í Evrópu. Við Islend- ingar sækjum smátt og smátt í sama far. Ef sjávarútvegurinn væri sú und- irstaða efnahagslífsins, sem af er látið hér heima, hvers vegna skyldi hann þá vera að sligast undan skuldum? Hví skyldi hann þá þurfa að þiggja himinhátt meðlag frá rík- inu ár eftir ár í gegnum verðmætar aflaheimildir án endurgjalds til að halda velli og til að geta staðið í skilum við banka og sjóði? Og hvers vegna skyldi hann þá þarfnast vem- legrar niðurgreiðslu launakostnað- ar frá ríkinu með tekjuskattsaf- slætti handa sjómönnum? Þetta em ekki þægilegar spumingar, en þeim verða menn samt að velta fyrir sér. Það stoðar ekki að stinga höfðinu í sandinn. Það er ekki heldur þægilegt að þurfa að horfast í augu við þá stað- reynd, að við íslendingar erum smám saman að dragast efnahags- lega aftur úr nálægum þjóðum, sem við viljum þó halda áfram að bera okkur saman við. Við hlöðum enn sem fyrr undir forgangsatvinnuveg- ina, sjávarútveg og landbúnað, á kostnað iðnaðar, verzlunar og þjón- ustu. Þetta er ein höfuðskýringin á því, að menntaskólakennarar á ís- landi hafa miklu lægri laun fyrir vinnu sína en bréfberar í Svíþjóð. Og þetta er líka ein helzta skýring- in á því, að íslenzkir ópemsöngvar- ar fá margfalt hærri laun fyrir að syngja sömu hlutverk erlendis en hér heima, enda eru margir þeirra þegar fluttir úr landi, og þannig mætti lengi telja. Þjónusta er mikil- vægasti atvinnuvegur heims. í okk- ar heimshluta nemur hún nú um tveim þriðju hlutum framleiðslunn- 5undlaug í garðinn þinn! Stærðir frá 2,5x5 m til 8,5x15,57 m Fullkominn búnaður (hreinsitæka o.fl.J Einföld uppsetning. Skýringar á myndbandi. Leitid upplýsinga. 5. 565 1533. Fax 565 3258 Þorvaldur Gylfason ar. Jafnvel í Rússlandi er hún kom- in upp fyrir iðnað og landbúnað, „frumframleiðslugreinarnar," sem marxistar nefna svo til að gera lítið úr öllum hinum. III. Trúarbrögð og tannpína Þessar vangaveltur hljóta að leiða hugann að því, hversu margir þeirra, sem stjóma efnahagsmálum þjóðarinnar, virðast haldnir ýmsum þrálátum ranghugmyndum um hag- fræði og heilbrigt efnahagslíf. Þetta á raunar einnig við um ýmsa þá, sem stýra fyrirtækjum víðs vegar um landið. Mér kemur í hug sagan af útvegsmanninum, sem var spurð- ur að því, hvemig útgerðin gengi, og hann svaraði um hæl: „Aldeilis ljómandi vel nema fjárhagslega." Þetta tilsvar er talandi dæmi um þá hugsun, að hagkvæmni sé auka- atriði í atvinnurekstri. Það var ein- mitt þessi trú, sem keyrði Sovétrík- in í kaf. Of náin tengsl á milli at- vinnulífs og stjórnmála ýta undir þennan hugsunarhátt. Það væri verðugt verkefni (t. d. handa Félagsvísindastofnun Há- skólans) að gera samanburðarat- hugun á viðhorfum og þekkingu íslenzkra alþingismanna og at- vinnulífsfrömuða og starfsbræðra þeirra í öðmm löndum, svo sem í Bandaríkjunum, þar sem mikill hluti þingmanna og framkvæmdastjóra hefur lesið hagfræði til jafns við þá, sem ljúka fyrsta námsári í Við- skipta- og hagfræðideild Háskól- ans, og í Rússlandi, þar sem aðeins sárafáir þingmenn og forstjórar em þjálfaðir í hagfræði af þeirri ein- földu ástæðu, að Rússum var mein- aður aðgangur að menntun í hag- fræði í 70 ár. Málflutningur margra íslenzkra alþingismanna gegnum tíðina virð- ist mér benda til þess, að þeir standi miklu nær Rússum en Bandaríkja- mönnum að þessu leyti. Margir þingmenn telja hlutdeild sjávarút- vegs í þjóðartekjum okkar íslend- inga til dæmis vera margfalt meiri en hún er í raun og vem, eins og krossaprófíð í sjónvarpinu leiddi í ljós. Þessi marxíska grilla - að „frumframleiðsla" til sjós og lands sé undirstaða atvinnulífsins - virð- ist ríða röftum í öllum stjórnmála- flokkum landsins. Þessi vanþekking er alvarlegt áhyggjuefni vegna þess, að á Al- þingi em teknar mikilvægar ákvarðanir um mörg brýnustu framfaramál þjóðarinnar, þar á meðal stjóm fiskveiða. Flestir þing- menn mega ekki heyra minnzt á veiðigjald, af því að þeir telja það vera svo vont fyrir sjávarútveginn. Og ekki mega þeir heldur heyra minnzt á hugsanlega inngöngu okk- ar íslendinga í Evrópusambandið, af því það á líka að vera svo vont fyrir sjávarútveginn. Og þá kemur í ljós, að margir þessara manna hafa ekki hugmynd um raunveru- legan skerf sjávarútvegsins til þjóð- arbúsins. Alyktanir þeirra og ákvarðanir um þessi mál em því bersýnilega reistar á fölskum for- sendum. Þessi vandi er ekki nýr. Halldór Laxness lýsti áþekkum ugg af ekki ósvipuðu tilefni fyrir næstum sjötíu ámm og gat sér þess þá til, að tannpínusjúklingar væru stærsti stjórnmálaflokkur landsins. „Og í stað þess að skoðað sé rækilega upp í hvert þíngmannsefni og þíng- hæfi hans úrskurðað af tönnunum, þá er látið viðgángast umtölulaust að þíngmeirihluta vorn skipi láng- þjáðirtannpínumenn. Staðreyndi ég þetta á Alþíngi árið 1925, því þá hafði ég tækifæri til að sjá greini- lega upp í íslenska alþíngismenn. Þá var einginn vel tentur í Efri deild nema Sigurður Eggerz.“ (Al- þýðubókin, 5. útg., bls. 76) En tannpína var og er auðvitað engin afsökun fyrir því, sem óheil- brigt er og aflaga fer i landinu - og það er fáfræði ekki heldur, allra sízt í þekkingarþjóðfélagi nútímans, þar sem æskufólkið er betur mennt- að en nokkru sinni fyrr í sögu þjóð- arinnar. Höfundur er prófessor í H&skólu íslunds.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.