Morgunblaðið - 11.06.1995, Qupperneq 4
4 B SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ALLIED-DOMECQ er
næststærsta áfengis-
fyrirtæki veraldar og
eru þrettán vöruteg-
undir þess á listanum
yfir hundrað mest seldu áfengis-
tegundir í heimi. Langmest selda
tegund Allied er Ballantine’s vi-
ský. Allied er fyrsta stóra áfengis-
fyrirtækið sem ákveður að stofna
eigið dótturfyrirtæki á íslandi og
er hægt að ganga út frá því sem
vísu að sú ákvörðun muni valda
nokkru umróti á íslenska áfengis-
markaðnum. Framkvæmdastjóri
nýja fyrirtækisins verður Rúnar
Björgvinsson, sem áður starfaði
hjá Olgerðinni.
Jan-Erik Ráiha, aðstoðarfor-
stjóri Allied á Norðurlöndunum,
var staddur hér í vikunni í tilefni
stofnunar hins nýja fyrirtækis.
Hann segir stofnun fyrirtækisins
hér vera í samræmi við heildar-
stefnu Allied og hafí það sama
verið gert í öðrum Evrópuríkjum
á síðustu árum. Telur hann fyrir-
tækið eiga mikla möguleika enda
margar tegundir þess með þeim
söluhæstu í sínum flokki á íslandi
Ráihá hefur yfírumsjón með
allri starfsemi Allied á innalands-
mörkuðum á Norðurlöndunum og
í Eystrasaltsríkjunum. Hlutverk
hans er að leggja stóru línurnar
varðandi markaðsáætlanir og
tryggja að dótturfyrirtæki í ein-
stökum ríkjum sinni hlutverki sínu
sem skyldi. Torben Vedel Anders-
en, sem undanfarin níu ár hefur
komið til íslands sem fulltrúi Alli-
ed, mun nú einbeita sér að toll-
fijálsu sölunni í fríhöfninni í Kefla-
vflí.
Ástæðu þess að Allied-Domecq
ákvað að stofna eigið fyrirtæki
MATUR OG
VÍN
hér á landi-segir Ráihá vera þá
að þetta sé stefna fyrirtækisins
um allan heim. „Áður fyrr vorum
við með marga umboðsmenn fyrir
tegundir okkar í öllum ríkjum en
fyrir nokkrum árum ákváðum við
að leggja megináherslu á öflug-
ustu tegundimar okkar og sam-
eina þær i einn pakka. Þegar ég
hóf störf hjá Allied fyrir tíu árum
áttum við einungis okkar eigin
fyrirtæki á Bretlandi og í Banda-
ríkjunum. Nú höfum við stofnað
okkar eigin fyrirtæki í öllum ríkj-
um Evrópu, nema í austurhlutan-
um. Það sama á við um mikilvæga
markaði á borð við Kanada, Mex-
íkó og Japan. í ríkjum á borð við
Úkraínu erum við hins vegar enn
að þróa starfsemi okkar en mun-
um væntanlega stofna dótturfyr-
irtæki þar þegar markaðurinn er
tilbúinn fyrir það.“
Tekið tillit til aðstæðna
Ráihá segir það ekki vera stefnu
Allied að ráðast inn á markaði og
byggja upp fyrirtæki, sem stjórnað
væri af Breta eða Bandaríkja-
manni. „Við viljum laga okkur að
aðstæðum og hefðum á hveijum
stað og láta heimamenn, sem best
Allied haslar sér
völl á Islandi
Morgunblaðið/Golli
JAN-ERIK Raihá, aðstoðarforstjóri Allied á Norðurlöndum.
um. Það er erfíðara að spá fyrir
um hvað gerast mun með sterku
drykkina og ég held að sala á
þeim verði ávallt háð sérstöku
leyfí. Það er erfítt að spá fyrir um
hvaða áhrif þetta mun hafa á
Noreg og ísland. Ég held að hlut-
imir muni ganga hægar fyrir sig
varðandi ísland, þar sem að þið
hafíð ekki bein landamæri að öðru
ríki. Þegar í dag eru Norðmenn
farnir að fara yfír til Svíþjóðar
vegna innkaupa á ekki bara áfengi
heldur fjölmörgum vörum. Norð-
menn munu verða af miklum tekj-
um ef allir gera innkaup sín í
Svíþjóð og því er líklegt að ein-
hveijar breytingar verði gerðar.“
Innan skamms verður innflutn-
ingur og dreifíng á heildsölustigi
gefínn fijáls á íslandi og segir
Ráihá að neytendur muni brátt
verða varir við kosti þess. Nú sé
mjög erfítt að taka inn tegundir,
sem einungis seljast í litlu magni,
t.d. vönduð maltviský. í framtíð-
inni verði hægt að flytja þessar
tegundir inn í gámum ásamt öðru-
m og því komi þær hingað til lands
á góðu verði. Það sama eigi við
um vín, en meðal þeirra vínfyrir-
tækja sem fyrirtækið flytur inn
eru Calvet, Gallo, Lanson og
Marques de Arienzo.
Torben Vedel Andersen, sem
sér um fríhafnarsölu Allied á
Norðurlöndunum, segist telja að
Keflavík eigi einnig mikla mögu-
leika í framtíðinni. Þróunin sé sú
að fólk vilji ekki bara liggja á
strönd í fríinu heldur fara í spenn-
andi ferðir. Það mun auka ferða-
mannastraum hingað til lands og
þar með fríhafnarsölu. Þá séu
margir, jafnt í Evrópu sem Banda-
ríkjunum, að átta sig á því að það
sé sniðugur kostur að fljúga með
Flugleiðum yfir Atlantshafið og
eiga jafnvel stutta viðdvöl á ís-
landi. „Sala í Keflavík á því eftir
að aukast til muna á næstu árum,“
segir Andersen.
þekkja til aðstæðna, sjá um málin
í samstarfí við okkur. Uppbygging
Allied er á þann veg að það er
hlutverk einstakra framleiðanda,
s.s. Courvoisier, Ballantine’s eða
Beefeater að móta þá stefnu sem
þeir telja best henta viðkomandi
tegund. Okkar hlutverk er að
tryggja að á íslenska markaðnum
sé markaðsmálum sinnt á besta
mögulega hátt. Við teljum okkur
hafa sett saman hóp ungra, kraf-
mikilla starfsmanna sem muni
auka veg okkar hér á íslandi."
Hann segir að markmið fyrir-
tækisins sé að selja vandaðar
gæðategundir en ekki ódýra
magnvöru. Aðaláherslan verði á
stærstu tegundir Allied s.s. Ball-
antine’s, Beefeater, Jack Daniels,
Kahlúa, Harvey’s, Courvoisier og
Gallo. Þá sé ekki ólíklegt að reynt
verði að efla markaðssetningu á
Borzoi-vodka, þar sem helmingur
allrar sölu af sterku áfengi á ís-
lenska markaðnum sé sala á
vodka. „Við munum nálgast mark-
aðinn á nýjan hátt og reyna að
koma sem mest til móts við þarfír
viðskiptavina og neytenda. Éf við
sjáum tískubylgju vera að koma
upp í London eða París getum við
með þessu fyrirkomulagi fleytt
henni hingað til lands fyrr en ella.
Á sama hátt þá tryggir þetta að
ef einhver tilraun mistekst t.d. í
Kaupmannahöfn þá þurfum við
ekki að endurtaka sömu mistökin
í Reykjavík," segir Raihá.
Opnari markaður
Aðspurður um hvernig hann
sjái fyrir sér þróunina í áfengis-
sölumálum á Norðuriöndum á
næstu árum segir Ráihá að mark-
aðurinn sé að verða miklu opnari
en áður vegna Evrópusamrunans.
Ríkiseinokun á öllu öðru en smá-
sölu er horfín í Finnlandi og Sví-
þjóð og það sama mun brátt ger-
ast í Noregi og á íslandi. Þá telur
hann að einkasalan í smásölu
muni heyra sögunni til í Finnlandi
og Svíþjóð innan fimm ára enda
þurfí bæði ríkin bráðlega að semja
upp á nýtt við ESB um þessi
mál. „Fyrsta skrefið verður að
leyfa sölu á léttvíni í matvörubúð-
Sú ákvörðun Allied-Domecq að stofna eig-
ið fyrirtæki á Islandi á vafalítið eftir að
hafa mikil áhrif. Velta margir því fyrir sér
hvort önnur stórfyrirtæki á þessu sviði
muni fylgja í kjölfarið.
Foster’s
kominn til
*
Islands
Nýr seðill
á Hótel
Borg
NÝR matseðill var tekinn í
gagnið á Hótel Borg í þess-
ari viku og er á honum að
finna flesta þá rétti, sem
notið hafa mestra vinsælda á
síðustu misserum.
Meðal forrétta á kvöld-
verðarseðli má nefna „reykt-
an lax og krabbakjöt í krydd-
jurtasósu með rauðbeðu
„vinaigrette“, nori og salati"
(1.190 kr.) og „engifer- og
appelsínumarineraðan kalk-
ún með stökku salati og sól-
þurrkuðum tómötum” (950
kr.).
Meðal kjötrétta má nefna
„príme-rib-steik með saitbök-
uðum skalotlauk og ætiþistU“
(1.790 kr.), „flntskorið
pasta með steiktri önd, sól-
þurrkuðum tómötum, furu-
hnetum og jalapenopipar"
(1.390 kr.) og sinnepsmarin-
eraða hjúÚingabringu með
hýðishrísgrjónum, flnt
skornu grænmeti og hun-
angssojasósu" (1.690 kr.).
VIFILFELL gekk í vikunni frá samningi um
umboðssölu á hinum ástralska Foster’s bjór.
Er stefnt að því að hafinn verði sala á honum
á veitingastöðum og krám innan skamms og
að hann fari í reynslusölu í verslunum ÁTVR
á næsta ári.
Ástralir hafa alla tíð verið miklir bjórneyt-
endur og þó að rauðvínin og hvítvínin frá
Ástralíu hafa stolið senunni undanfarin ár,
þá hefur bjóriðnaður þeirra ekki síður spjar-
að sig vel á alþjóðavettvangi.
Foster’s er mest seldi bjór Ástralíu og er
fyrirtækið fimmsti stærsti bjórframleiðandi
veraldar. Á Bretlandi og á írlandi er Fost-
er’s næstmest selda bjórtegundin. Hefur fyr-
irtækið ekki síst vakið mikla athygli á sér
með miklum stuðningi við Formula 1-kapp-
akstur. Markmið Foster’s hér á íslandi er
að ná 5% markaðshlutdeild strax á fyrsta
árinu.
En hvað er það sem gerir ástralskan bjór
frábrugðin öðrum? Þekktastur er hann Iík-
lega fyrir að vera einstaklega ferskur og
svalandi, sem kemur sér ekki illa í hinu sjóð-
heita loftslagi Ástralíu. Sá Foster’s, sem seld-
ur verður hér, er bruggaður í Englandi en
úr áströlsku geri og humlum. Hitastigið við
geijun er nokkuð hærra en venjan er í Evr-
Morgunblaðið/Sverrir
ANDREW Hall, markaðsstjóri Foster’s í Evr-
ópu, var meðal þeirra fyrstu til að bragða á
Foster’s á íslandi.
ópu og humlunum er bætt út í síðar, sem
leiðir til þess að bjórinn verður ekki eins
bitur og hefðbundnir evrópskir bjórar.
Niðurstaðan er mjög þægilegur og auð-
drekkanlegur bjór sem er að sama skapi
ekki jafngefandi og bestu bjórar t.d. Þýska-
lands og Irlands.