Morgunblaðið - 11.06.1995, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1995 B 5
Samband íslenskra sveitarfélaga var stofnað á þessum degi árið 1945
Samband íslenskra
sveitarfélaga á fimmtíu
ára afmæli í dag. Arna
Schram ræddi af því
tilefni við Vilhjálm Þ.
Vilhjálmsson formann
sambandsins um upphaf
þess, söguna og starf-
semina nú á dögum.
SSTOFNÞING Sambands
íslenskra sveitarfélaga
var sett þann 11. júní
1945 í sal neðri deiídar
Alþingis, en þá hafði undirbúning-
ur þess staðið yfir í tvö ár. Jónas
Guðmundsson, fyrrum alþingis-
maður og eftirlitsmaður sveitar-
stjórnarmálefna, beitti sér fyrir
stofnun þess og hafði fengið til
liðs við sig forseta bæjarstjórna
Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, þá
Guðmund Ásbjörnsson og Bjöm
Jóhannesson. Alls 53 sveitarfélög
boðuðu aðild sína að sambandinu
eða tæpur fjórðungur þeirra sem
fyrir voru í landinu. Með árunum
fjölgaði aðildarfélögum og 1974
voru öll íslensk sveitarfélög gengin
í sambandið.
Á stofnþinginu voru samþykkt
lög sem kváðu meðal annars á um
tilgang Sambands íslenskra sveit-
arfélaga. Sá var að efla samstarfs
sveitarfélaga í landinu, gæta hags-
muna þeirra gagnvart æðri stjórn-
völdum og vinna að aukinni
fræðslu um málefni þeirra. Þá var
Jónas Guðmundsson kosinn for-
maður, en hann gegndi þeirri stöðu
í 22 ár.
Góður andi
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sat
í stjórn Sambands íslenskra sveit-
arfélaga frá árinu 1986, var kos-
inn formaður árið 1990 og endur-
kjörinn á síðastliðnu sumri. Hann
segir að strax hafi verið mikil sam-
staða um að efla og styrkja sam-
bandið og hafi svo verið síðan. Það
hafi áunnið sér þann sess í þjóðlíf-
JÓNAS Guðmundsson heldur tölu á stofnþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Við hlið hans situr
Guðmundur Ásbjörnsson, fyrrverandi forseti borgarstjórnar í Reykjavík.
inu að hvorki verði
framhjá því gengið né
án þess verið. „Það er
sérstakt að upplifa
hve fólki úr öllum
flokkum' hvaðanæva
af landinu gengur vel
að vinna saman að
hagsmunamálum
sveitarfélaganna,"
segir Vilhjálmur.
„Þessi góði andi sem
ríkir er ekki síst Jón-
asi Guðmundssyni að
þakka, en hann vann
að því frá upphafi að
efla samstöðu sveitar-
stjórnarmanna. Það
hafa verið óskráðir
starfshættir sam-
bandsins síðan að
reyna að jafna pólitískan ágreining
í stað þess að magna hann. Ég tel
einmitt að í þessu felist styrkur
sambandsins, enda eru það miklu
fleiri hagsmunamál sveitarfélag-
anna sem sameina
sveitarstjórnarmenn,
sama í hvaða flokki þeir
eru, fremur en sundra.
Sambandið hefði senni--
lega ekki náð sama ár-
angri í mörgum sínum
málum án þess að hafa
þetta að leiðarljósi,“
segir Vilhjálmur enn-
fremur.
Verkefnatil-
flutningur
Á stofnþingi Sam-
bands íslenskra sveitar-
Vilþjálmur Þ. Vil- félaga voru ýmis mál
hjálmsson, formaður rædd sem enn í dag eru
Sambands íslenskra dæmigerð viðfangsefni
sveitarfélaga. sveitarstjórnarmanna,
þó með nýjum hætti sé.
„Til dæmis var fjallað um tekju-
stofna sveitarfélaga, fræðslumál,
samstarf sveitarfélaga í menning-
armálum, upphæð barnsmeðlaga,
framtíðartilhögun rafmagnsmála
landsins og verkaskiptingu ríkis
og sveitarfélaga. Enn er þetta
rauði þráðurinn í umfjöllun sveit-
arstjórnarmanna á fundum þeirra.
Alltaf er verið að aðlaga þessi
mikilvægu málefni breyttu um-
hverfi,“ segir Vilhjálmur.
„Sambandi íslenskra sveitarfé-
laga hefur tekist að sigla mörgum
mikilvægum hagsmunamálum
sveitarfélaga í höfn. Þá er ég fyrst
og fremst að tala um sjálfstæða
tekjustofna sveitarfélaganna og
aukin verkefni sem þau hafa tekið
að sér. Það vill svo skemmtilega
til að einmitt á fimmtíu ára af-
mæli sambandsins er fyrirhugaður
einn viðamesti verkefnaflutningur
ríkis til sveitarfélaga í einu skrefi,
en það er færsla á öllum rekstri
grunnskólans yfir til sveitarfélag-
anna. Allt bendir til þess að þróun-
in verði einmitt sú að sveitarfélög-
in taki að sér fleiri verkefni sem
að ríkið hefur nú með höndum,
enda er það sameiginleg stefnu-
Sami rauði þráður-
inn í hálfa öld
mörkun beggja aðila að sveitarfé-
lögin taki í áföngum yfir verkefni
sem standa íbúum þeirra næst.
Þar má t.d. nefna málefni fatlaðra
og aldraðra og rekstur heilsu-
gæslu.
Þá hefur markmiðið verið á
síðustu tíu árum að koma á skýrri
verkaskiptingu ríkis og sveitarfé-
laga og hefur það að mörgu leyti
gengið vel. Hins vegar er sam-
starf ríkis og sveitarfélaga nauð-
synlegt um einstök málefni og er
þá reynt að standa að því á þann
hátt að ekki komi til alvarlegra
árekstra."
Færri en stærri
Að sögn Vilhjálms er það stefna
Sambands íslenskra sveitarfélaga
að efla og stækka sveitarfélögin.
Þannig verði þau hæfari til að
takast á við stærri og viðameiri
verkefni. „Sameiningarmál sveit-
arfélaganna hafa verið í umfjöllun
hjá sambandinu, meira eða minna
síðastliðin þijátíu og fimm ár.
Mörgum finnst að árangurinn hafí
ekki verið mikill, en ég er þeirrar
skoðunar að það eigi að fara lýð-
ræðislega leið í að sameina sveitar-
félögin. Það verður að gerast í
sátt og samvinnu við íbúana. Ég
trúi því að þótt það gangi fremur
hægt, þá muni sú leið skila viðun-
andi árangri. Þetta er hins vegar
viðkvæmt mál í ljósi þess að verið
er að breyta sveitarfélagamörkum
sem hafa verið við lýði í mörg
hundruð ár. Málið snýst um tilfinn-
ingar fólks og er því vandmeðfarn-
ara_ en ella.
Árið 1945 voru sveitarfélögin í
landinu 220 eða mun fleiri en þau
eru í dag. Þeim fjölgaði á árunum
1945 til 1951 og voru 229 þegar
þau voru flest. Síðan hefur þeim
fækkað, aðallega á undanförnum
tíu árum.
Það er von mín að sambandið
verði áfram sterkur sameiginlegur
vettvangur sveitarfélaga í landinu
og að okkur takist vel að sinna
þeim verkefnum sem sveitarfélög-
in munu taka við í framtíðinni.
En til þess að það gangi er mjög
mikilvægt að hafa góða samvinnu
við þá aðila sem við þurfum að
eiga samskipti við; sveitarstjórnir,
Alþingi og ríkisstjórn. Þrátt fyrir
erfiða fjárhagsafkomu ýmissa
sveitarfélaga og mikla erfíðleika í
atvinnumálum, þá treysti ég sveit-
arfélögunum og forystumönnum
þeirra til að vinna sig út úr þeirri
erfiðu stöðu.
í framtíðinni bíða sveitarfélag-
anna stærri og viðameiri verkefni
og samstaða virðist um það í þjóð-
félaginu að efla þau og auka
ábyrgð þeirra.
Samband íslenskra sveitarfé-
laga á eftir að gegna mikilvægu
hlutverki í því starfi sem framund-
an er í eflingu sveitarstjórnarstigs-
ins á Islandi," segir Vilhjálmur að
lokum.
Sambandið mikill styrkur
JÓNAS Ólafsson,
bæjarstjóri á Þing-
eyri, hefur starfað
að sveitarstjómar-
málum í tæp þrjátíu
ár. Hann hóf störf í
hreppsnefnd árið
1966, en hefur verið
fastráðinn sveitar-
stjóri frá 1971.
Að sögn Jónasar
þurfti að huga að
mörgum verkefnum
þegar hann hóf af-
skipti af sveit-
arstjórnamálum. Þá
voru til dæmis mold-
argötur í bænum,
engin holræsi sem
komu að gagni og
vatnsmál voru víða í ólestri. „Við
vorum sjálfsagt órólegir, þessir
ungu menn, sem kom-
um inn í hreppsnefnd
þá og vildum meiri
framkvæmdir. Mörgu
var líka komið í verk.
Hafnarmálin voru
bætt með því að
dýpka og stækka
höfnina, sett var slit-
lag á allar götur og
vatnsmálum komið í
betra horf. Einnig er
ánægjulegt hve mikið
hefur áunnist í sam-
göngumálum, því við
vorum mjög einangr-
uð hér. Sem dærni
mætti nefna bygg-
ingu Dýrafjarðarbrú-
ar, en baráttan fyrir
þeirri framkvæmd tók sautján
ár. Ennfremur var grunnskólinn
Jónas Ólafsson,
sveitarstjóri
á Þingeyri.
Jónas Ólafsson sveitar-
stjóri á Þingeyri
hefur starfað að
sveitarstjórnarmálum í
nær 30 ár og segir
aukna pólitík vera að
færast í þau.
stækkaður, nýr leikskóli byggður
og heilbrigðis- og öldrunarmál
voru bætt. Þá var tekist á við
umhverfismál til þess að snyrta
þorpið. Þess má geta til fróðleiks
að mjög mikið hefur verið gróður-
sett af tijám í þorpinu og kring-
um það nú undanfarin ár.“
Það hefur margt breyst í mál-
efnum bæjarins síðan þá, eins
og hjá mörgum öðrum sveitarfé-
lögum. „Við höfum verið heppin
því hreppurinn hefur verið skuld-
laus þar til síðustu þijú árin. Fjár-
magn hefur nýst ákaflega vel til
allra framkvæmda. Það hefur
hins vegar syrt í álinn síðastliðin
ár, einkum vegna utanaðkomandi
áhrifa, til dæmis kvótamála og
þeirrar tekjuskerðingar sem
fylgdi í kjölfarið.“
Erilsamt starf
„Það má segja að í þessu starfi
sé ég á vakt allan sólarhringinn.
Þetta er því ansi erilsamt. Stund-
um er tekist á og ekki allir sátt-
ir, eins og gerist og gengur. En
ánægjan felst í því að geta kom-
ið málum í framkvæmd. Ég á
ekki nema góðar minningar frá
þessum tíma og verð sáttur við
starfíð þegar ég hætti.“
Jónas segir að nú sé komin meiri
pólitík í sveitarstjómamálin en
áður hafi verið. „Þá vom öll
vandamál leyst hér í sameiningu,
nema kannski rétt fyrir kosning-
ar. En nú er meiri harka ráðandi
í öllu starfinu og hagsmunamálin
lúta oft í lægra haldi fyrir pólitík-
inni.“
Samstarf sveitarfélaga
Jónas var í stjóm Sambands
íslenskra sveitarfélaga í ijögur ár
eða frá 1982 til 1986. Hann hefur
auk þess setið í fulltrúaráði í
fjöldamörg ár og gegnt fleiri trún-
aðarstörfum fyrir sambandið. „Ég
tel ekki nokkum vafa á því að
Samband íslenskra sveitarfélaga
hafi verið mikill styrkur fyrir
sveitarfélögin, þá sérstaklega
landsbyggðina. Þau hafa getað
leitað til sambandsins um ýmis
úrlausnarefni og að mínu mati
hafa mörg mál unnist vel.“