Morgunblaðið - 11.06.1995, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 11.06.1995, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1995 B 9 MANNLIFSSTRAUMAR VERALDARVAFSTUR /Er löngu úrelt tannvibgeróartœkni enn í notkun? Rótaifylling — nýma- og hjartasjúkdómar VISTKERFITANNROTAR Tannbeinsgangur Eiturefni ^ ,.lótvamareind / Mótvamareind vinnur á eiturefni lendur Haraldsson og Karlis Osis gerðu merkilega rannsókn á þessu fyrirbæri í Bandaríkjunum og á Indlandi sem þeir birtu í bókinni Sýnir á dánarbeði (Skuggsjá, 1979). Viðbrögð þeirra sem eru að deyja eru nefnilega oft friður, gleði og trúartilfínning. Aðspurðir segjast þeir sjá sendiboða frá öðr- um heimi sem eru komnir til að sækja þá og fylgja þeim í annan heim. Þetta má kalla hin fimm rök fyrir lífi eftir dauðann. En er ástæða til að hegða sér vel vegna möguleikans á eilífu lífi? Svarið er e.t.v háð spumingunni um hvort hegðun manna í þessu lífi hafi áhrif á afdrif þeirra í næsta iífi. Svar kristninnar er að hluta til jákvætt „Allt sem þér gjörðuð ein- um minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér.“ (Matt. 25.40). Og „Hvað sem þér bindið á jörðu, mun bundið á himni, og hvað sem þér leysið á jörðu, mun leyst á himni.“ (Matt. 18.18). En þetta dugar bara skammt því það er skýrt tekið fram að menn réttlætist ekki af verkum sínum. Sá sem hlýðir lögmálum og reglum er nefnilega ekkert betur settur en sá sem gerir það ekki. Líkurnar á því að öðlast ei- líft líf fara ekki eftir hegðuninni samkvæmt kristinni siðfræði held- ur trúnni og samúðinni í garð annarra: „Verði ykkur að trú ykk- ar.“ (Matt. 9. 29). „Vertu hug- hraust, dóttir, trú þín hefur bjarg- að þér.“ (Matt. 9. 22). Það þýðir því lítið að ætla sér að safna prikum á himni með góð- verkum sínum. Og ekki heldur að reyna að vera góður vegna vonar- innar um að öðlast eilíft líf. Það er ástæðulaust að spá mikið í lífið eftir dauðann, besta ráðið er nefni- lega að safna fjársjóðum á himni án þess að gera sér grein fyrir því. Speki: Ekkert sigrar dauðann, ekkert nema trúin á sigur. NÚ ER flestum orðið það ljóst, að tannlæknar eru ekki sammála um amalgam tannfyllingar vegna eiturverkana sem þær geta haft í för með sér annars staðar í líkam- anum og nú er komið að rótarfyll- ingunum: Geta þær haft sömu eit- urverkanir í þýðingarmiklum líf- færum? UNGUR vísindamaður, Hal A. Huggins, skrifar í blaðið Acres, sem gefið er út í Kansas City, um þetta mál. Hann skoðar málið allt til ársins 1920 þar vestra: Þá kemur fram í dagsljósið rannsókn Westons Price, fyrrverandi forstjóra rann- sóknarstofnunar Bandaríska tann- læknafélagsins. Price eyddi 35 árum ævi sinnar í rannsóknir á hjarta-, nýrna-, leg-, tauga- og kritlasjúkdómum, sem orsökuðust af eiturefnum með upp- tök í rótarfylltum tönnum. Niður- stöður hans sýndu fram á það að visst hlutfall fólks er viðkvæmt fyrir eiturefnum frá þessum dauðu tönnum. Væru rótfylltar tennur fjarlægð- ar úr fólki með hjarta- og nýrna- sjúkdóma fékkst oft bati. Hann setti slíkar tennur undir húðina á kanínum með skurðaaðgerð, en þær hafa svipað mótvamarkefí og mannslíkaminn. Við það dó kanínan innan tveggja daga. Hann endurtók tilraunina með sömu tönnina að meðaltali á 30 kanínum og allar dóu þær á 12 til 48 tímum. Auðvitað vöktu þessar niðurstöð- ur mikla ólgu í tannlæknastéttinni (líkt og amalgam umræðan nú). Innan skamms tíma kom fram ann- ar vísindamaður sem fékk þveröf- ugar niðurstöður (eins og er að gerast nú ...). Sá var Perce R. Howe og niðurstöður hans, sem nú em 75 ára gamlar, gilda enn þrátt fyrir rannsóknir Price í 35 ár. Price skoðaði tilraunir Howe ná- kvæmlega og sá skjótlega hvar hnífurinn stóð i kúnni: Howe hafði aðeins sett mikið magn af streptococcus bakteríum í sínar kanínur, sem allar lifðu tilraunina af. Þetta em bakten'urnar sem sýkja tennur og eru loftsæknar. Við rótarfyllingu lokast þessar bakteríur inni í hárfínum göngum inni í tönninni og við það skeður ný þróun: Þær aðlaga sig þessum „loftlausu" aðstæðum og breyta þannig um starfsemi. í stað lítið skaðlegra úrgangsefna, sem fylgdi þeim fyrr, framleiða þær nú eitur- efni. Ónæmiskerfí okkar ræður ekki við að stoppa þessa framleiðslu þó að mest af henni geti hreinsast í burtu, þá verður alltaf eitthvað af henni eftir sem berst í ýmis líffæri. Howe-skýrslan, sem tannlækna- vísindi byggja á enn þann dag í dag, hliðrar sér algerlega við þess- um þætti málsins, en skoðar ein- göngu venjulegu loftsæknu gerð bakteríunnar. Með því að græða sömu tönnina, sem hafði verið rót- fyllt, í hveija kanínuna eftir aðra og með því að staðfesta að þær dóu allar úr sama sjúkdóminum hafði Price sannað sitt mál. Hvað veldur svo því, að ekki nærri því allir með rótarfyllingu í tönn(um) fá þessa sjúkdóma, sem áður eru nefndir. Eftir rannsókn á 140 þúsund atriðum í 1.200 sjúkl- ingum taldi Price svarið vera erfða- fræðilegs eðlis. Hátt hlutfall á hjarta- og nýrnasjúkdómum, sykur- sýki eða sjúkdómum sem orsaka ófrjósemi í ættum benda viðkom- andi á að fjarlægja rótfylltar tennur úr sér og sínum. Hvað um hina, sem samt þola ekki eiturefnin frá rótfylltri tönn, þrátt fyrir „sterkar" ættir? Price taldi að streituáhrif, eins og frá áfengisneyslu, lyfja- og eiturlyfja- neyslu og kaffídrykkju, en einnig flensa og meðganga bams drægju það mikið úr viðnámi líkamans, að þá fæm þessi eiturefni að virka á ný. Önnur streitueinkenni, sem geta valdið þessu, em sorg, áhyggjur, kæling, hungur og smit af ein- hveiju tagi. Hal A. Huggins telur það vanda- verk að fjarlægja rótfylltar tennur svo að árangurinn verði sá sem eftir var leitað. Öll þessi frásögn sannar okkur einu sinni enn hve annarleg sjónar- mið tengd vanafestu, heiðri ein- hverrar stéttar og hugmyndaleysi geta oft kæft vísindarannsóknir, sem umbylta viðteknum venjum, öllum til skaða. Eða eins og mað- urinn sagði: Segðu mér hver borg- aði fyrir rannsókn vísindastofnun- arinnar og ég skal segja þér hver niðurstaðan verður? Námskeið í söng, leiklist og tjáningu Vilja ýta undir frum- kvæði hjá unglingum Morgunblaðið/RAX KRISTBJÖRG Karí Sólmundsdóttir og Margrét Sigurðardóttir. Landsbóka- safninu færð gömul íslandskort SAMBAND íslcnskra sveitarfé- laga minnist 50 ára afmælis sam- bandsins um helgina. Af því tilefni gefur sambandið Landsbókasafni - Háskólabókasafni 12 gömul ís- landskort úr safni Kjaitans Gunn- arssonar apótekara. I tilefni af- mælisins verður einnig gefin út saga sambandsins samin af þeim Lýð Björnssyni og Óskari Guð- mundssyni. Það var í samráði við Einar Sig- urðsson yfirbókavörð og Kristínu Bragadóttur, forstöðumann þjóð- deildar, sem ákveðið var að gefa safninu íslandskortin segir í frétt frá sambandinu. Kjartan hefur safnað kortunum víða erlendis einkum í London, París og Kaup- mannahöfn og er elsta kortið frá árinu 1596 og það yngsta frá árinu 1825. Fram kemur að íslands sé getið á landakortum allt frá árinu 1000 e.Kr. en að lögun þess hafi verið í litlu samræmi við raunveruleik- ann fyrr en Guðbrandur biskup Morgunblaðið/Jón Svavarsson KJARTAN Gunnarsson apó- tekari, sem á stórt safn Is- landskorta, hefur safnað kortum víða erlendis, einkum í London, París og Kaup- mannahöfn. Þorláksson gaf út kort árið 1590. Það kort birtist í kortasafni Abra- hams Orteliusar, Theatrium orbis Terrarum. Kortagjöfin er liður í að koma upp sérstakri kortadeild í þjóðdeild safnsins og eiga þau að auðvelda fræðimönnum rann- sóknir á sögu þjóðarinnar, landa- og náttúrufræði og tengslum við aðrar þjóðir. HINN 19. júní næstkomandi hefst sex vikna námskeið fyrir unglinga á aldrinum 11-13 ára og 14-16 ára, þar sem kennd verða undir- stöðuatriði í söng, leiklist og al- mennri tjáningu. Það eru Krist- björg Karí Sólmundsdóttir og Margrét Sigurðardóttir sem standa fyrir námskeiðinu og verða jafnframt í hlutverki leiðbeinenda. „Hugmyndin kviknaði þegar við vorum í vandræðum með vinnu í sumar og vorum farnar að fylla út umsóknir þar sem við kunnum lítið eða ekkert fyrir okkur,“ segir Margrét. „Þá fórum við að hugsa okkar gang, hvort við gætum ekki nýtt hæfíleika okkar á einhvern hátt,“ bætir Kristbjörg við. Báðar eru þær komnar langt í söng- og tónlistarnámi og auk þess hafa þær heilmikla reynslu af því að standa á sviði og syngja eða leika. Þær vöktu athygli á sín- um tíma þegar þær sungu saman í hljómsveitinni Yijunum, bæði fyrir fallegan söng og lífiega sviðs- framkomu. Þá fór Margrét með stórt hlutverk í söngleiknum Hár- inu, sem naut mikilla vinsælda í fyrra. Líflegt og skemmtilegt Fyrirkomulagi námskeiðsins verður þannig háttað að fyrstu þijár vikurnar fer fram kennsla í undirstöðuatriðum í söng og tján- ingu og auk þess verður farið í gegnum framsögn og spuna. Síð- ari þijár vikurnar verður svo unn- ið að uppsetningu söngleiks í Tónabæ undir leikstjórn Magnús- ar Geirs Þórðarsonar. Auk hans munu fleiri góðir gestir koma að námskeiðinu eins og Sigrún Hjálmtýsdóttir, Baltasar Korm- ákur og Páll Óskar Hjálmtýsson. „Við stefnum á að hafa þetta líflegt og skemmtilegt," segir Kristbjörg, en námskeiðið verður haldið í samvinnu við Reykjavík- urborg. „Markmið námskeiðsins er ekki aðeins að kenna söng og leiklist. Við viljum efla sjálfs- traust og frumkvæði hjá ungling- um. Síðan höfum við auðvitað gaman að þessu.“ En verður þetta árviss viðburður? „Það kemur bara í ljós,“ segir Margrét og brosir. „Ef þetta gengur vel og við verðum ekki orðnar heims- frægar næsta.sumar þá er aldrei að vita.“ Tryggmgaskólanum slitið TRYGGINGASKÓLANUM var slitið miðvikudaginn 7. júní. Fjörutíu og tveir nemendur luku námi að þessu sinni. Námi í Tryggingaskólanum, sem er í eigu Sambands íslenskra trygg- ingafélaga, er skipt í grunnnám ann- ars vegar og hins vegar í sémám þar sem nemendur fá kennslu á afmörk- uðum sviðum vátrygginga og vá- tryggingastarfsemi. Reynt er að haga námi og þróun námskeiða í samræmi við það að búist er við að samkeppni um tryggingar aukist á næstu árum. Fjórir nemendur hlutu verðlaun fyrir góðan árangur á prófum: Lára Jóhannsdóttir og Ásmundur Jónsson sem starfa hjá Sjóvá-Almennum hf., Daði Friðriksson hjá Alþjóða líftrygg- jngafélaginu hf. og Amgrímur Bald- ursson hjá Tryggingu hf. Alls hafa 895 prófskírteini verið gefín út frá skólanum frá því hann tók til starfa fyrir 33 ámm.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.