Morgunblaðið - 11.06.1995, Side 18
18 B SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ1995
SKOÐUIM
MORGUNBLAÐIÐ
VINNU- OG
STRESSFÍKILL
fflNN FYRIRMYNDAR ÞJÓÐFÉLAGSÞEGN
FÍKILLINN er á stöðugum flótta
frá sjálfum sér, frá niðurbældum
tilfínningum sem hann meinar að
koma upp á yfirborðið.
Vinnufíkill og fjölskylda hans
falla mjög vel inn í kröfur þjóðfé-
lagsins, segir Bima Smith, og erf-
itt að viðurkenna fyrir þá sem eiga
í hlut.
„Varla betur á sig kominn en
áfengissjúklingur “
Vinnu- og stressfíkill nær upp
endorfini á kostnað annarra og
ekkert einkamál þess sem á í hlut,
hann er varla betur á sig kominn
en áfengissjúklingur. Og hugsan-
lega deyja fleiri árlega og veikjast
af of mikilli vinnu og streitu en
úr áfengisdrykkju og hvað fjöl-
skyldu hans varðar dregur hann
alla Qölskylduna með sér niður í
meðvirkni og út koma vanheilir
einstaklingar sem án efa eru
flæktir í vef eins konar fíknar-
mynsturs eða -ferlis. Ég ætla ekki
að fara ítarlega út í það hvaða
áhrif innilokaður sársauki, vanlíð-
an og streita hafa á heilsuna, ég
reikna með að okkur sé það öllum
ljóst að hún hefur lamandi áhrif á
orkuflæði líkamans og getur leitt
af sér hættulega sjúkdóma. Ég
ætla frekar að fjalla um möguleg-
ar orsakir þessa mynsturs eða
sjúkdóms, sem kallast vinnufíkn.
Bandaríkjamenn eru komnir
hvað lengst með að rannsaka þetta
mynstur og vilja leggja það við
hlið áfengissýki og kalla vinnusýki
og að ekki sé hægt að komast út
úr því nema að fara í einhvers
konar meðferð eða sjálfsskoðun.
En það er mun erfiðara fyrir
vinnufíkil og aðstandendur hans
að átta sig á og viðurkenna þetta
alvarlega ásand sem vinnufíknin
er, en fyrir áfengissjúkling og
aðstandendur hans. Því áfengis-
sýkin er jú miklu áþreifanlegri og
hjálpin aðgengilegri.
„Hinn fyrirmyndar
þjóðfélagsþegn“
En skoðum þennan fyrirmyndar
þjóðfélagsþegn, sem stendur sig
hvarvetna með sóma, örlítið nán-
ar. Það getur hvort sem er verið
kona eða karl, en við skulum taka
dæmi um eiginmann.
Yfírleitt hagræðir hann hlutun-
um þannig að hann verður að
vinna mikið. Hleður endalaust upp
skuldum sem hann kemst ekki út
úr, segist ekki hafa efni á að taka
sér frí. Ef hann tekur sér frí gæt-
ir hann þess að hafa nóg fyrir
stafni í fríinu. Ef hann fær sér
áhugamál verður það að vinnu en
ekki stund til ánægju og slökunar.
Hann vinnur frekar að niðurrifi
líkama síns en uppbyggingu, borð-
ar óhollan mat, mat sem nærir
sálina frekar en líkamann, ef hann
fer í líkamsrækt snýst hún yfír-
leitt yfír í andhverfu sína:
ofreynslu á líkamann án slökunar.
Gerist yfírleitt frétta- og sjón-
varpsfíkill, horfír annaðhvort á
spennumyndir eða kappleiki, þar
sem endorfin líkamans er þanið
til hins ítrasta, eða horfír á inni-
haldslausar myndir,
þar sem ekki er tekist
á við tilfinningar, því
það hrærir upp í hans
eigin tilfinningum.
Hann kemur yfírleitt
seint heim úr vinnu,
tekur gjarnan vinnuna
með sér heim. Er allt-
af boðinn og búinn til
að hjálpa öðrum.
Hvers kyns þeytingur
á vel við hann (þó
hann sé heima er hann
ekki til staðar fyrir
fjölskyldu sína, er yf-
irleitt of fjarri sjálfum
sér til að geta gefið
öðrum af sér). Ef hann er heima
án athafna kemur hann gjaman
óróleika á andrúmsloftið með
Hina sönnu gleði og
hamingu fínnur þú
hvergi annars staðar,
segir Birna Smith, en
í þínu eigin hjarta.
hegðun sinni og stressar aðra upp
í kringum sig, sakar aðra um leti.
Hann leitar að hamingju í stöðu-
tákni og efnisleg gæði verða að-
alatriðið og lifir lífínu án þess að
vera raunverulega að lifa því og
er yfírleitt í litlum tengslum við
skapara sinn. Vinnufíkillinn á sér
yfirleitt nokkrar hliðarfíknir, svo
sem: reykingar, drykkju, mat,
skemmtanir, framhjáhald, svo eitt-
hvað sé nefnt. Hverjar hliðarfíkn-
imar em er mjög einstaklings-
bundið.
Hvað ungur nemur gamall
temur
Þeir sem hafa rannsakað þetta
fíknarmynstur hvað mest, vilja
meina að þessi flótti stafi af því
að þetta séu yfírleitt miklar tilfínn-
ingaverur, sem gætu hafa lent í
einhverskonar áföllum sem börn,
þó þarf það alls ekki að vera. Þeir
gætu einfaldlega hafa verið Iátnir
bæla tilfínningar sínar niður
snemma í bamæsku, aldir upp hjá
tilfínningalokuðum og yfirborðs-
kenndum foreldrum sem voru ekki
til staðar fyrir þá tilfinningalega
og ekki í stakk búnir til þess að
sinna tilfinningalegum þörfum
þeirra. Þeir máttu hvorki gráta,
sýna reiði sína, vonbrigði, eða
þarfír. Sektarkennd var oft eina
tilfínningin sem þeir máttu hafa.
Þeir loka þá fyrir að tjá tilfínning-
ar sínar opinskátt. Þeir fínna þeim
annan farveg eða flóttaleið.
Flóttaleiðin getur verið hver sem
er, en í þessu tilfelli verður vinnan
og annað amstur aðalatriðið. Þeir
verða yfírborðskenndir og reyna
stöðugt að standa sig í þjóðfélag-
inu, þ.e. út á við. Þeir hirða ekki
um að sinna eigin þörfum, vegna
þess að þörfum þeirra var ekki
sinnt. Ástæðan fyrir þessum flótta
er sú að um leið og slaknar á at-
inu, s.s. í hvíld og slökun, fara
Birna Smith
tilfinningar að leita
upp á yfirborðið, nið-
urbældur gamall
sársauki, sem aldrei
hefur verið hlúð að,
innibyrgð vanlíðan
eða óuppgerð mál
leita fram í dagsljós-
ið. Maður í þessu
ástandi tjáir sig rök-
rænt, þ.e. út frá höf-
uðstöðinni en ekki
hjartastöðinni og get-
ur að sjálfsögðu ekki
gefíð fjölskyldu sinni
þá tilfinningalegu
umönnun sem hún
þarfnast og hún verð-
ur óhjákvæmilega meðvirk, líkt og
þar sem áfengissjúklingur á í hlut,
allt snýst um að þóknast fíklinum
í von um betri tíð, þetta er jú allt
þeim að kenna.
Meðvirka eiginkonan
Hin tilfínningalega vanrækta
eiginkona, fellur engu að síður vel
inn í íslenskt-þjóðfélag. Yfírleitt
skortir hana ekkert að annarra
mati og sé hún meðvirk, hefur hún
sérstakt lag á að láta líta út sem
svo sé ekki. Hún hleður gjama
upp varnarvegg sem hún felur sig
á bak við og virkar jákvæð út á
við. Talar ekki um sínar eigin til-
finningar né líðan, verður yfír-
borðskennd, veltir sér frekar upp
úr vandamálum annarra en sínum
eigin, keppist við að vera hinn
fullkomni þjóðfélagsþegn sem
hvergi fellur skuggi á. Hugsar um
aðra á áráttukenndan hátt, hugsar
betur um heimilið en sjálfa sig,
sinnir ekki þörfum sínum, en sekk-
ur sér niður í óþarfa hreingeming-
ar, matseld og bakstur, er víðs-
fjarri sjálfri sér, verður fíkninni
sjálf að bráð, hellir sér út í vinnu,
ofát, reykingar, áfengi, skemmt-
anir, kaup, blaður, sjónvarpsgláp
eða hvað sem er á áráttukenndan
hátt. Fíkn virkar eins og deyfílyf
á sálina og ef við hættum t.d. að
reykja er sárið ódeyft, þannig að
það er ekki beint gott að hætta
bara að reykja og drekka og gera
ekkert annað.
Best er að leita að orsökinni
með það að markmiði að geta
hætt þessari fíkn svo hún flytjist
ekki bara yfír á aðra fíkn. Það
má þó ekki misskilja þetta þannig
að allir sem fá sér vínsopa, horfa
á sjónvarpið, fara í búðarráp séu
að deyfa vanlíðan. Þeir gætu verið
að örva gleði sína. Þetta em sömu
lyfin. Þau deyfa vanlíðan en örva
vellíðan. Spumingin er bara hvort
um áráttuhegðun sé að ræða.
Blóraböggullinn
Yfirleitt fínnur fíkillinn ein-
hvern fjölskyldumeðlim sem söku-
dólg, einhvern sem liggur vel við
höggi. Það getur verið hver sem
er á heimilinu. Ef um barn er að
ræða verður það oft reiði föður
síns og kröfum að bráð, hugmynd-
ir þess era heimskulegar og lang-
anir vitlausar. Það er sama hvað
það gerir það er ekkert í lagi, það
er stöðugt gefíð í skyn að það sé
ekki í lagi og það síast inn í undir-
meðvitund þess og það fer að
hegða sér eftir því sem heilaforrit
þess meðtekur. í heilaforriti þess
er það ómögulegt og fer að hegða
sér sem slíkt, nær oft athyglinni
með því að vera til vandræða og
tekur þar með athyglina af hinu
raunveralega vandamáli á heimil-
inu. Það fær stöðugt að fínna að
það sé ekki til nógur tími fyrir
það, tími foreldranna meira virði
en það sjálft. Bamið á oft erfitt
með að einbeita sér, verður utan
við sig, gengur yfirleitt ekki vel í
skóla, er uppfullt af skömm, reiði
og sorg, sem það bælir með sér
eða flýr svo aftur á áráttukenndan
hátt, vítahringurinn hafínn:
áfengi, sígarettur, spennumyndir,
sælgætisát, skemmtanir eða árás-
argirni verða oft aðal tómstunda-
iðja þess. Áfengis- og vímuefna-
neysla unglinga og að horfa á
óhuggulegar spennumyndir er því
afleiðing en ekki orsök að mínu
mati.
Foreldrar era oft of uppteknir
við áráttuhegðun sína til þess að
geta gefíð sér tíma til að sýna
börnum sínum þann aga sem böm
þurfa í þessum freistingarfulla
heimi í dag. Ef böm eiga að vaxa
og dafna sem heilsteyptir einstakl-
ingar þurfa þau að fínna að þau
era einhvers virði. Þarfír þeirra
og langanir virtar, þó þær séu
öðruvísi en annarra í fjölskyld-
unni. Ef þau finna að einhver ber
virðingu fyrir þeim eins og þau
era, bera þau virðingu fyrir sjálf-
um sér og öðram.
Að græða særða barnið hið
innra
Öll erum við fullkomlega meðvit-
uð um það að það er eitthvað
mikið að í þessu velferðarþjóðfé-
lagi okkar, en viljum gjarnan
kenna einhveijum öðram um en
okkur sjálfum, skellum skuldinni
gjarnan á þjóðfélagið, en áttum
okkur ekki á því að það erum við
sem eram þjóðfélagið, þú og ég,
lesandi minn góður. Áð kenna
sjónvarpinu, áfenginu og öðrum
vímuefnum um, er að fría sjálfan
sig ábyrgð sem góðir uppalendur
og er vítavert kæraleysi að mínu
mati.
Hjónaskilnaður, ótímabær veik-
indi, andlát, ungt fólk fremur
glæpi, fólk í blóma lífsins sér ekk-
ert annað en svartnættið og tekur
sitt eigið líf, vill hverfa til fegurri
heimkynna, þar sem sálin er metin
að verðleikum. Af hveiju fremja
svo margir íslendingar sjálfsmorð?
Af hveiju fremja karlmenn oftar
sjálfsmorð en konur? Hafa þeir
þurft að bæla tilfínningar sínar
frekar niður? Era meiri kröfur
gerðar til þeirra? Era þeir kannski
ekki sterkara kynið þegar allt
kemur til alls?
Við erum öll að flýja sært barns-
eðli okkar, hvert á okkar máta og
mismikið að vísu, því við höfum
mismikinn sársauka að flýja og
það er ekki meining mín að ásaka
neina foreldra, við erum öll sek
og gerðum ekki betur en við gát-
um. Það sem skiptir máli er að
við skiljum ábyrgð okkar sem for-
eldrar og reynum að græða hið
særða barnseðli okkar, svo að við
getum grætt það sem við höfum
þegar sært hjá okkar eigin böm-
um. Vítahringurinn mun rofna,
friður og skilningur mun ríkja á
milli einstaklinga - fjöl- skyldna
- í ríkisstjórn og að lokum milli
ríkja: Friður mun loks ríkja á
hnettinum Jörð. Það era margar
leiðir til þess að græða hið særða
barn hið innra. Það era margir
kærleiksríkir aðilar sem fást við
að hjálpa fólki til sjálfskönnunar
allt í kringum okkur. Það sem
hentar einum hentar kannski ekki
öðrum: I húsi föðurins era margar
vistarverur, leitið og þér munuð
fínna, biðjið og þér munuð bæn-
heyrðir verða, sagði Kristur forð-
um og þessar setningar era í fullu
gildi enn í dag. Eitt get ég þó
ráðlagt sem hentar öllum: Farðu
að sinna og hlúa að barninu hið
innra með þér, elskaðu það og
umvefðu, fínndu þarfír þess og
fullnægðu þeim, þá átt þú auðveld-
ara með að elska og umvefja aðra.
Staldraðu við og leyfðu þér að
finna til, gráturinn er meðal sem
hreinsar og græðir. Kyrrðu hug-
ann og hlustaðu á viskuna sem
býr innra með þér, engin viska er
henni fremri. Hina sönnu gleði og
hamingju fínnur þú hvergi annars
staðar en í þínu eigin hjarta, sama
hvað þú leitar og hvaða meðal sem
er notað.
Sá sem hyggur á ferðalag sjálfs-
könnunar, þarf á mikíum styrk að
halda og bið ég algóðan Guð um
styrk, þor og ljós honum til handa.
Að lokum ætla ég að benda á
nokkrar bækur sem geta verið
hjálplegar: Working ourselves to
death, Work Additiction, Healing
the Child within, Heimkoma og
Aldrei aftur meðvirkni.
Birna Smith vinnursem
sjálfstæður meðferðaraðili