Morgunblaðið - 11.06.1995, Page 24

Morgunblaðið - 11.06.1995, Page 24
24 B SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ ATVIN N tf AUGL YSINGAR Tölvusímaskráin '95 Skráningarfólk í tölvuskráningu óskast. Ná- kvæm, hröð og samviskusöm vinnubrögð skilyrði, auk nokkurra ára reynslu við tölvu- skráningu. Sölufólk með mikla reynslu ósk- ast einnig til að selja Tölvusímaskrána. Tilboð óskast send á afgreiðslu Mbl. merkt: „T - 16164“ fyrir 16. júní nk. Matreiðslumaður og þjónn Óskum eftir að ráða matreiðslumann til afleysinga í sumarfríum, einnig vantar fram- reiðslumann til framtíðarstarfa íveitingasal. Upplýsingar veitir hótelstjóri. Hótel Isafjörður Sími456 4111. Framhaldsskólinn íVestmannaeyjum Lausar stöður Umsóknarfrestur um áður auglýstar kenn- arastöður í dönsku, íslensku, málmsmíði, rafmagnsfræði, stærðfræði, sérgreinum sjúkraliða, sérgreinum vélstjóra og tölvu- fræði er framlengdur til 18. júní. Skólameistari. Leikskólakennara vantar á leikskólann Lönguhóla og Óla prik í Hornafirði. Hornafjarðarbær útvegar húsnæði og greiðir flutningskostnað. Upplýsingar gefa leikskólastjóri Lönguhóla í síma 478 1315 og leikskólastjóri Óla priks í síma 478 2075 og félagsmálastjóri í'síma 478 1500. Bókhaldsaðstoð og innheimta Traust fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir starfs- manni til aðstoðar í bókhaldi og til innheimtu- starfa. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi reynslu af tölvubókhaldi og hafi góða framkomu. Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf sendist afgreiðslu Mbl. merktar: „Aðstoð - 15815“ fyrir 23. júlí nk. Öllum umsóknum verður svarað og gögn endursend. Þelamerkurskóli Kennarar - kennarar Kennara vantar að Þelamerkurskóla. Meðal kennslugreina: Kennsla yngri barna, heimilisfræði og smíðar. Ódýrt og gott húsnæði á staðnum. Þelamerkurskóli er í Hörgárdal í aöeins 10 km fjarlægð frá Akureyri. Nemendur eru u.þ.b. 100, allir í heimanakstri. Flestir kennarar búa á staðnum. Aðstaða öll er hin besta m.a. ný og glæsileg íþróttaaðstaða. Við leitum að áhugasömu fólki, sem hentar vel að búa í fámennu samfélagi. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 462 17 72 eða 462 65 55. Afgreiðsla Starfskraftur óskast til afgreiðslustarfa hjá póstverslun hálfan daginn, eftir hádegi. Góð enskukunnátta áskilin. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 15. júní, merktar: „F - 15060“. „Au pair“ íslensk-ensk fjölskylda, búsett í Brussel, ósk- ar eftir ungri manneskju til að gæta tveggja drengja (4 ára og 1 árs) og til léttra heimilis- starfa frá og með september nk. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af börnum, vera sjálfstæð, kunna eða hafa mikinn áhuga á frönsku og má ekki reykja. Þeir, sem áhuga hafa, skrifi til afgreiðslu Mbl. fyrir 1. júlí nk., merkt: „Börn - 15810“. Fasteignasala - laus störf Sölumaður - Skemmtilegt og lifandi starf, sem krefst frumkvæðis og dugnaðar. Reynsla ekki nauðsynleg. Ritari - Fjölbreytt starf, sem m.a. felst í rit- vinnslu, innheimtu, símsvörun og móttöku viðskiptavina. Umsóknir merktar: „Sölumaður - 2904“ og „Ritari - 2904“ sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 17. júní. HÁ SÖLUIAUN! Óskum aö ráöa sölufólk í símasölu á kvöldin og um helgar. Lágmarksaldur 20 ár. Létt og skemmtilegt verkefni. Há sölulaun. Skriflegar umsóknir óskast sendar Skjaldborg, Ármúla 23, 108 Reykjavík fyrir 16. júní. ISkjaldborg (^í) Laus staða Staða skipaskoðunarmanns í umdæmi 4 á Akureyri er laus til umsóknar. Æskilegt er að umsækjendur hafi menntun á sviði vél- fræði og rafmagns og reynslu af sjómennsku. Laun skv. launakerfi opinberra starfsmanna. Með upplýsingar um umsóknir verður farið skv. ákvæðum laga nr 38/1954 um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna og stjórn- sýslulaga nr 37/1993. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Samgöngu- ráðuneytinu fyrir 16. júní 1995. Siglingamálastofnun ríkisins. Kennarar Kennara vantar við Víkurskóla, Vík í Mýrdal. Meðal kennslugreina: Almenn kennsla, danska, enska, samfélags- fræði, sérkennsla og tónmennt. Umsóknarfrestur er til 19. júní. Nánari upplýsingar veitir Halldór Oskarsson, skólastjóri, í símum 487 1242 og 487 1124 og Guðni Einarsson, formaður skólanefndar, í síma 487 1220. Skólastjóri. —VÍKURSKÓLI--------- 870 VÍK í MÝRDAL - SÍMI 487-1242 SAUÐÁRKRÓKSBÆR Tónlistarkennarar Við tónlistarskólann á Sauðárkróki er laus til umsóknar heil staða söngkennara. Nánari upplýsingar veitir Eva Snæbjarnar- dóttir, skólastjóri, í síma 453 5415 og Snæ- björg Snæbjarnardóttir, söngkennari, í síma 553 7017. Tónlistarskólinn á Sauðárkróki. HÚSNÆÐISNEFND REYKJAVÍKUR SUÐURLANDSBRAUT 30 - 108 REYKJAVÍK SÍMI 568 1240 - FAX 588 9640 Starfskraftur óskast íalmenna afgreiðslu og ritarastörf. Um er að ræða fullt starf. Laun samkvæmt kjarasamningum Reykjavíkurborgar. Umsóknum verði skilað á skrifstofu Húsnæðis- nefndar Reykjavíkur, Suðurlandsbraut 30, Rvík, fyrir 20. júní nk. Stafið er laust nú þegar. Tónlistarskóli Borgarfjarðar Blásarakennari óskast til starfa við Tónlistarskóla Borgar- fjarðar frá 1. september nk. Umsóknir berist skólastjóra, Kjartansgötu 3, 310 Borgarnesi. Upplýsingar eru veittar í síma 437 1068 (Theodóra). Skólastjóri. Framhaldsskóla- kennarar Kennarar óskast til starfa við Framhaldsskól- ann á Laugum næsta skólaár í eftirtöldum greinum: íslenska ('A). Danska (1/i). Þýska (V2). Ráðningartími er frá 1. ágúst Umsóknarfrestur er til 11. júlí. Upplýsingar veitir Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari, í símum 464-3112 og 464-3113. Grunnskólinn Hólmavík Kennarar Kennarar óskast til starfa við grunnskólann á Hólmavík nk. skólaár til að kenna m.a. al- menna kennslu, íþróttir og myndmennt. Launahlunnindi og flutningsstyrkur. Upplýsingar gefa: Skarphéðinn Jónsson, skólastjóri, símar 451-3129 (vs) og 451-3123 (hs) og Victor Örn Victorsson, aðstoðarskólastjóri, símar 451-3129 (vs) og 451-3262 (hs). Umsóknir óskast sendar skólastjóra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.