Morgunblaðið - 11.06.1995, Side 30

Morgunblaðið - 11.06.1995, Side 30
30 B SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ S 1 FLUTNINGASKIPIÐ Hekla, sökk á leiðinni til Ameríku frá íslandi. Tundurdyfl í næturkíki FIMMTÍU AR ERU liðin frá lokum síðari heims- styrjaldarinnar. Af þeim sökum er vert að minn- ast íslensku sjómann- anna sem sigldu yfir hafið til að selja fiskinn og sækja vörur. Matur í Evrópu var af skom- um skammti og urðu siglingar fiskiskipa þangað tíðar. Það var ekki hættulaust því í undirdjúpun- um leyndust kafbátar með tundur- skeyti og sprengjuflugvélar smugu gegnum himinloftið. Skipin gátu einnig lenti í tundurduflabelti. Það þurfti hugrekki til að sigla á stríðsámnum en á móti kom að nógur var fiskurinn í sjónum og verðið sem fékkst fyrir hann hátt. Fiskifloti íslendinga var hvorki stór né í sérlega góðu ástandi en hann var forsenda stríðsgróðans. Siglingaljós slökkt og engar fregnir af veðri. Á stríðsáranum mátti ekki sigla með ljós. Myrkrið grúfði yfir og varast varð tundurduflin. Bannað var að senda út veðurfregnir og ekki mátti nota talstöðvar nema í neyð. Algert fréttabann var á þess- um áram og urðu menn því að geta sér til um hvað hernaðar- aðgerðir bandamanna við íslands- strendur merktu. Tundurduflakeðj- ur vora til að mynda lagðar á Vest- fjarðamiðum, á Austfjörðum og frá Straumnesi út á Halagrann án þess að íslenskum sjþmönnum væri tilkynnt um þau. Árið 1942 fengu togaramenn hríðskotabyss- ur, eina til tvær á skip. Þannig áttu þeir að veijast óvinunum en ekki er víst að þær hafí verið mik- ið notaðar. Lögð vora mörg net af tundur- duflum við Englandsstrendur sem íslensku fískiskipin sigldu á. Tund- urduflunum var ætlað að sprengja Talið er að yfír 400 íslendingar hafí faríst í sjóslysum í síðari heimstyrjöldinni. Nokkur skip voru skotin niður af kafbátum, önnur urðu fyrir árásum flugvéla. Gunnar Hersveinn kynnti sér siglingar íslenskra sjómanna í stríðinu og tók nokkra þeirra tali, meðal annarra Sigmund Guðbjartsson sem var á fleka úti á reginhafí í 10 daga. Morgunblaðið/Sigurgeir FANNBERG Jóhannsson í Eyjum. þýska kafbáta og orastuskip. ís- lenskir sjómenn gátu alltaf átt von á því að skipin rækust á þau og það gerðist. Talið er að yfír 400 íslendingar hafí farist í sjóslysum á stríðsáran- um, enda var siglt af miklu kappi. Dauðsföllin voru ýmist vegna slysa, óveðurs eða vegna stríðsá- Morgunblaöið/Olafur K. Magnússon TOGARARNIR Þórólfur og Snorri goði, sem Jóhann Magnússon og Viggó Guðjónsson sigldu. takanna. Óttinn við ástvinamissi var mikill og tilhugsunin um vél- byssuárásir frá kafbátum var mörgum óbærileg. Árásir og manntjón í stríðinu íslensku skipin sigldu mikið á Fleetwood á stríðsárunum og þar varð fyrsta styijaldarslysið. Stórt flutningaskip sigldi á togarann Braga. Áreksturinn var svo harður að Bragi sökk samtímis. 22 fórast en 3 björguðust. Árið 1941 varð togarinn Arin- björn hersir fyrir skotárás í írska sundinu. Skipsmenn lifðu af en fímm særðust. Þetta ár reyndist íslenskum sjómannsfjölskyldum erf- itt. Kafbátur réðst á Reykjaborgina og vora mennimir drepnir með vél- byssuskothríð. 13 menn létust, 2 björguðust. Kafbátur réðst á línu- veiðarann Fróða frá Dýrafirði sem var á siglingu 200 sjómflur suð-suð- austur af Vestmannaeyjum. 11. mars 7 menn létust, 5 björguðust. Flutningaskipinu Heklu var sökkt á leiðinni frá íslandi til Ameríku hinn 29. júní 1941. Fjórt- án fórast en sjö komust undan á fleka, þar á meðal Sigmundur Guðbjartsson, 1. vélstjóri. Þannig hélt slysasagan áfram. Goðafoss var skotinn niður við Reykjanes þann 10. nóvember 1944. Þýski kafbáturinn U-300 grandaði honum og fórust 43. Aðeins 19 komust lífs af. Síðasta stóráfallið sem rekja má beint til stríðsátakanna varð hinn 23. febr- úar 1945 þegar Dettifoss var skot- inn niður skammt undan strönd írlands á heimleið frá Ameríku. Þjóðin var harmi slegin. 15 fórust af 45 manna áhöfn skipsins. Detti- foss varð fyrir tundurskeyti og sökk á aðeins fímm mínútum. íslenskir sjómenn áttu líka sína happadaga þrátt fyrir alla ógæf- una. Tölu verður ekki komið á hversu mörgum þeir björguðu úr sjávarháska. Á árinu 1940 er talið að þeir hafi bjargað 1.112 mönn- um. Öll stríðsárin vora menn að finnast á flekum, í björgunarbátum og mörgum var bjargað af sökk- vandi skipum. Sumir sváfu ekki vegna ótta við árás Sjómennskan gekk sinn vana- gang þó ógnin vofði yfír. Nú finnst aðeins eitt og eitt tundurdufl við íslandsstrendur. Margir ungir menn voru á sjónum allt stríðið. Nú eru þeir gamlir menn. Hvernig lýsa þeir sjómannslífínu í hálfrar aldrar minningu? Fannberg Jóhannsson var 27 ára árið 1942 þegar hann sigldi þrí- mastraðri skútu milli Vestmanna- eyja og Fleetwood í Englandi. Hann sigldi til 1946 á henni. Til að ekki yrði siglt á duflin á dimm- um nóttum stóð einhver á vakt með næturkíki svokallaðan og gerði viðvart með þokulúðri. Fann- berg segir að einu sinni hafi komið kafbátur rétt aftan við skútuna og skipsmönnum hafí bragðið í brún. En þeim létti þegar þeir uppgötv- uðu að hann var breskur. Eitt sinn kom flugvél sem flaug rétt yfír masturstoppana. Vissu- lega fór um menn því fréttir bár- ust reglulega af skipum sem höfðu orðið fyrir skotárásum eða tundur- duflum. Fannberg sá oft tóma björgun- arbáta og stundum sigldu þeir gegnum brak úr skipum klukku- tímum saman við Englandsstrend- ur. Einu sinni sáu þeir sex breska kafbáta með einn stóran og hvítan þýskan á milli sín. Sýnin líktist ísbirni í hundahóp. Fannberg segir að sjómenn hafí þolað siglingamar misvel. Sumir gátu hvorki sofíð né borðað af áhyggjum og urðu að hætta. Þetta voru erfið ár því alltaf þurfti að Morgunblaöið/Ólafur K. Magnússon JÓHANN Magnússon og Viggó Guðmundsson, sem voru saman til sjós á stríðsárunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.