Morgunblaðið - 23.07.1995, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 1995 B 7
Bandaríski metsöluhöfundurinn Pat
Conroy notar atburði úr lífi sínu og
sögurnar úr heimabyggðinni í bókum
sínum og þegar bróðir hans, Tom, framdi
sjálfsmorð með því að stökkva fram af stór-
byggingu í Kólumbíu í S-Karólínu, endur-
skrifaði hann nýju bókina sína til að koma
honum þar fyrir. „Ég vildi að Tom lifði í
sögunni fyrst hann gat ekki lifað,“ segir
Conroy og tileinkar bókina, „Beach Music“,
bræðum sínum fjórum. Hún er fyrsta bók
Pat Conroys í níu ár eða frá því hann skrif-
aði „The Prince of Tides“, sem Barbra Stej-
sand kvikmyndaði með sér og Nick Nolte
í aðalhlutverkum. Allar sögur Conroys hafa
verið kvikmyndaðar: „The Lords of Discipl-
ine“ (1980), „The Great Santini“ (1976),
með Robert Duvall í hlutverki ofbeldisfulls
heimilisföðurs, og „The Water Is Wide“
(1971), sem Jon Voight gerði undir heitinu
„Conrak“. '
Kostar átök
Svo sjálfsagt verður „Beach Music" kvik-
mynduð innan skamms. Það tók Conroy
næstum áratug að skrifa hana og það kost-
aði jafnmikil átök og þegar hann skrifaði
„The Great Santini“, sem fjallar mikið til
um hans eigin fjölskyldu. Þá fékk hann
taugaáfall og skildi við fyrstu konuna sína.
Nú fékk hann annað taugaáfall og skildi
við aðra konu sína og upplifði sjálfsmorð
bróður síns. Nýja bókin víkur í stórum atrið-
um frá fyrri verkum hans því þótt hún sé
eins og þær sviðsett í S-Karólínu og fjalli
um fjölskylduharmleik með sjálfsmorði eig-
inkonu og dauða móður í forgrunnni tekst
hún á við stærri, sögulegri viðfangsefni
eins og helför gyðinga í seinni heimstyijöld
og mótmælahreyfingar andstæðinga Víet-
namstríðsins á sjöunda áratugnum.
Conroy er frægur fyrir að skrifa miklu
stærri bækur en á endanum eru gefnar út
eftir hann og „Beach Music“ er engin
undantekning. Hann skilaði inn 2.100 síðna
handriti til Doubledayútgáfunnar í New
York og sat svo við mánuðum saman ásamt
ritstýranda sínum og skar niður. Hann safn-
ar sögum úr sveitinni í Karólínu og skrifar
hjá sér í kompu og finnur þeim stað í skáld-
sögum sínum. Eina söguna heyrði hann
fyrst þegar hann var átta ára og reyndi
að koma henni fyrir í tveimur síðustu bók-
um sínum en tókst það ekki fyrr en núna.
Hún var um mongólíta sein sungið gat lít-
inn höfrung upp á bryggjuna til sín. Önnur
saga var af rækjuveiðimönnum á hákarla-
slóð og hún komst líka í bókina.
Tígrisdýrið
„The Great Santini“ var sagan sem vakti
fyrst verulega athygli á Conroy. Hún fjallar
um föður hans fyrst og fremst, sem í bók-
inni er herflugmaðurinn Bull Meecham,
ofbeldisfullur dínósaur sem hefur ekkert
stríð að heyja en lemur fjölskylduna til og
frá um húsið. Conroy minnist enn barsmíða
föður síns og vildi ekkert frekar en verða
Sögur
Conroys
Metsöluhöfundurinn Pat
Conroy sendir frá sér nýja
sögu í sumar sem heitir „
Beach Music“ en níu ár eru
síðan hann skrifaði „The
Prince of Tides“. Arnaldur
Indriðason fjallar um höfund-
inn og nýju bókina, sem eins
og aðrar bækur höfundarins
byggir mjög á sögunum sem
hann heyrir og lífinu sem
hann hefur lifað
honum betri flugmaður. Það varð aldrei.
Bækur hans, utan sú nýjasta, koma aftur
og aftur að bernskuheimilinu þar sem faðir-
inn lemur og móðirin er svikui en sögumað-
urinn sleppur á endanum óskaddaður úr
hremmingunum.
Conroy handskrifar sögurnar sínar og
lætur véírita upp fyrir sig. Hann getur ver-
ið heilt ár með fyrsta kaflann og á þeim
tíma skráir hann hjá sér atriði og sögur,
einskonar beinagrind, í gamla minnisbók.
„Prósinn minn er stundum einum of jafnvel
fyrir mig,“ er haft eftir honum og hann
minnist sérstaklega tígrisdýrsins í „The
Prince of Tide“ en bókin sú sat í heilt ár
á metsölulista „The New York Times“ og
'seldist í þremur milljónum eintaka. Tígris-
dýrið átti sér fyrirmynd í aumkunarverðu
dýri sem haldið var í búri utan við Essóstöð
í Kólumbíuborg og þegar það loks komst í
dýragarð gat það ekki sofið nema spilaður
væri umferðarniður fyrir það af segul-
bandi. I sögunni beit það andlitið af nauðg-
ara, heljarmenni að nafni Callanwolde, í
hrikalegasta kafla bókarinnar en Conroy
fannst hann sjálfur skjóta yfir markið. „Ég
hef alltaf farið hjá mér út af þessu tígris-
dýri. Mér finnst það fullkomlega fáránlegt.“
REYNSLUHEIMUR rithöfundar;
bandaríski metsöluhöfundurinn
Pat Conroy.
Bókin um móður hans
Þegar hann lauk við „The Prince of Ti-
des“ segist hann hafa vitað án þess að
geta skýrt það að næsta bók yrði um dauða
móður hans (árið 1984) og helförina. Jack
McCall skrifar um ferðalög og flytur til
Rómar eftir að eiginkona hans fremur
sjálfsmorð.
Þegar móðir hans leggst á dánarbeð kem-
ur hann aftur til S-Karólínu og fer að skrifa
kvikmyndahandrit um æskuvin sinn, sem
var andstæðingur Víetnamstríðsins og lét
sig hverfa, en um leið rifjar hann hikandi
upp fortíð sina. Á sama tíma kynnir hann
ungri dóttur sinni hennar sögu í Suðurrílcj-
unum en amma hennar og afi lifðu af helför-
ina. Minningar þeirra ráku móður stúlkunn-
ar til að fremja sjálfsmorð.
Móðir Conroys var gagntekin af helför-
inni og ein af fyrstu bókunum sem hún las
fyrir börnin sín sjö var Dagbók Önnu Frank.
Árið 1988 kynntist Conroy konu í Charles-
ton, Mörtu Popowski, sem átti foreldra er
komist höfðu af úr helförinni. Margar sög-
urnar í „Beach Music“ urðu til eftir fundi
með Mörtu og fjölskyldu hennar. Það sem
fyrst sótti á Conroy var mynd af konu sem
stökk fram af brú í Charleston. Hann hafði
enga hugmynd um hver konan var eða
hvers vegna hún stökk. „En ég hef tamið
mér að treysta á þetta ferli. Ég veit að
þetta kom ekki að ástæðulausu. Allt í lagi,
finnum út hvers vegna. Köfum í það og
sjáum af hveiju þetta birtist."
Og Conroy heldur áfram: „Seinna, þegar
þeir ná henni upp úr ánni, kemst ég að því
að hún er með númer föður síns úr útrým-
ingabúðunum nýtattóerað á framhandlegg-
inn á sér. Ég vissi að hún var gyðingur
þegar hún stökk. Bíllinn á brúnni hafði
nýlega verið í herðingu sem hún gekk frá
áður en hún dó vegna þess að eiginmaður-
inn mundi gleyma því. Allt í lagi, hver er
eiginmaðurinn? Ég veit ekki hver hann er
en ég veit að hann er rödd mín. Það er
alltaf maður í bókum mínum á aldur við
mig, sem er ég. Hann fer til Ítalíu. Ég veit
af hveiju þangað, vegna þess að ég fór til
Ítalíu.“
Conroy flúði til Ítalíu ásamt seinni konu
sinni, Leonoru, sem er gyðingur, vegna
þess að hún stóð í erfiðu forræðismáli gegn
fyrrverandi eiginmanni sínum, heilaskurð-
lækni. Læknirinn hafði einu sinni skvett
úr glasi framan í Conroy og rithöfundurinn
stakk hausnum á honum inní runna (seinna
hefndi Conroy sín betur þegar hann notaði
lækninn sem fyrirmynd fiðluleikaraóbermis-
ins Herbert Woodruff í „The Prince of Ti-
des“). „Ég veit hvar hann býr í Róm,“ held-
ur Conroy áfram og talar um Jack, sem í
bókinni býr í sömu íbúð og Conroy gerði á
sínum tíma, ,;og ég veit líka að ég er að
snúa mér hægt að láti móður minnar“. Það
var í þeim hugleiðingum sem Hann varð
fyrir persónulegu áfalli. „Ég fékk það á
tilfinninguna að Leonóra elskaði mig ekki.
Ég var í miðju kafi að skrifa um dauða
móður minnar - elskaði hún mig nokkurn
tímann? Ég ákvað að ýta þessum hugsunum
um Leonóru til hliðar þegar önnur hugsun
tók við: Gyðingakona stekkur fram af brú
í fyrstu setningu bókarinnar. Þarna var
undirmeðvitundin að segja mér að hjóna-
bandið var dauðadæmt."
Hann lagðist í þunglyndi og drakk mik-
ið. „Það var stærsta sveifla niðurá við sem
ég hef nokkru sinni upplifað. Ég fær þær
eftir allar mínar bækur en þessi var jafnvel
verri en sú sem ég lenti í eftir að ég lauk
við „The Great Santini". Sálfræðingur fékk
hann til að hætta að drekka og gróf upp
ýmislegt úr fortíðinni m.a. tilfinningar hans
gagnvart móður sinni, sem hann hafði allt-
af litið á sem dýrling en stóðst ekki nær-
skoðun. Ef „The Great Santini" er bókin
um föður hans er „Beach Music" bókin um
móðurina.
Hún er nú að baki. Conroy hefur skilað
enn einum kafla ævinnar frá sér í skáld-
söguformi eftir langa mæðu og mikla innri
baráttu. Baráttan sú heldur áfram. Og
sögusjóður S-Karólínu er hvergi nærri
tæmdur.
Heimildir: Men’s Journal ofl.
Fantar og fúlmenni á Flórída
FLÓRÍDABÚINN Carl
Hiaasen skrifar um
óþjóðalýðinn í heima-
högum sínum og fær
túristaparadísin einatt
á baukinn í sakamálalsögum
hans. Hiaasen hefur afburða
góða kímnigáfu sem nýtist hon-
um vel þegar hann dregur upp
myndir af krimmum og spilltum
stjórnmálamönnum og einhver
sagði sögur hans betri en bók-
menntir
EIR eru margir sem fást við
að skrifa sakamálasögur í
anda Chandlers og Hammetts í
Bandaríkjunum og um allan heim
en fáir eru eins skemmtilegir
aflestrar og Flórídabúinn Carl
Hiaasen. Hann hefur á undan-
förnum áratug orðið einn þekkt-
asti glæpasöguhöfundurinn
vestra og ekkert síður fyrir næst-
um súrrealíska kimnigáifu og
skrautlega persónusköpun en
góðar sakamálafléttur. Og hann
er ekki að skafá utan af hlutun-
um þegar kemur að lýsingu á
hans eigin heimahögum. Túrista-
paradísin Flórída er alltaf í bak-
grunni og sú fær á baukinn í
hverri sögunni á fætur annarri.
Dálkahöfundurinn og grínistinn
P.J. O’Rourke skrifaði þegar
hann var búinn að lesa „Double
Whammy" að nákvæmur lestur á
henni skaðaði túristaiðnaðinn í
Flórída meira en nokkurt annað
ef frá er talið eiginlegt ferðalag
til Flórída. Sá hinn sami O’Ro-
urke segir sögur Hiaasens „betri
en bókmenntir“.
Fyrirlitning á glæpahyskinu
Hollywood er að vakna til vit-
undar um að hér er gerðarlegur
höfundur á ferðinni og þegar er
í undirbúningi að kvikmynda
sögu hans „Strip Tease“ með
Demi Moore í hlutverki nektar-
dansmeyjar og Burt Reynolds í
hlutverki öldundardeildarþing-
manns, sem girnist hana. Af öðr-
um sögum Hiaasens má nefna
„Skin Tight“, „Tourist Season"
og „Native Tounge” og tvær
bækur hefur hann skrifað ásamt
William D. Montalbano,„Powder
Burn“ og „Trap Line“.
Hiaasen ku vera þekktur rann-
sóknarblaðamaður í Miami og
komið upp um margt hneykslið
og verið einn af dálkahöfundum
„Miami Herald". Starf hans sem
rannsóknarblaðamaður hefur
eflaust komið honum að góðuin
notum í sakamálaskrifunum. í
bókum hans má finna fullkomna
fyrirlitningu á hverskonar
glæpahyski hvort sem það eru
sálsjúkir lýtalæknar eða spilltir
pólitíkusar og allt þar á milli.
Ef ætti að líkja honum við ein-
hveija samtíðarmenn í greininni
koma helst Robert B. Parker og
Elmore Leonard upp í liugann.
Sjálfur hefur hinn aldni Leonard
gefið „Skin Tight“ eftirfarandi
einkunn: „Carl Hiaasen er mjög
góður; persónurnar, samtölin,
tímasetningin, allt kemur þetta
heim og saman. Þetta er spennu-
saga en líka fyndnasta bók sem
ég hef lesið í langan, langan
tima.“ Það, sem Hiaasen hefur
framyfir, er einmitt gamansemin
því þótt hinir tveir verði seint
sakaðir um að vera einhveijir
leiðindapúkar gengur hann
miklu lengra og hægir aldrei á
sér í undirfurðulegum og bráð-
fyndnum lýsingum á persónum
og leikendum glæpaveraldarinn-
ar í Miami. Hann er eins og venju-
legur sakamálahöfundur á hross-
asterum.
Tröllslegar aðfarir
Sterar og hvers kyns önnur
ólyfjan eru reyndar ekki fjarri
persónum hans. I „Native To-
unge“, þar sem skenuntigarða-
iðnaðurinn í Flórída fær á bauk-
inn, er krimminn og vaxtarækt-
arfólið Pedro Luz orðin slík eit-
urefnageymsla að liann fær
hrossastera beint í æð úr plast-
flösku sem fylgir honum hvert á
land sem er. Þegar löppin á hon-
um situr föst undir framhjólinu
á Buick Electra ’79 nagar hann
hana af til að losna án þess að
finna fyrir því. Tröllslegar aðfar-
ir að sönnu en daglegt brauð í
sögum Hiaasens. Og tröllslegri
enn. í þessari sömu sögu nauðgar
kynóði höfrungurinn Dickie
auming Pedro, sem dottið hefur
í laugina til hans.
Það furðulega er að allt virðist
þetta mjög trúverðugt í sögum
Hiaasens líklega vegna þess að
um leið og hann hefur eymdar-
legar persónur undirheimaver-
aldarinnar að háði og spotti ger-
ir hann þær á einhvern hátt
mannlegar. Og hvergi kynnist
maður eins skemmtilega skraut-
legum lýð. í sögunni „Skin
Tight“, þar sem Hiaasen gerir
lýtalæknum skil á sinn ófor-
skammaða máta, er leigumorð-
ingi að nafni Chemo. Hann miss-
ir aðra hendina í kjaftinn á
mannæl ufiski (fiskar eru mjög
varasamir í sögum Hiaasens) og
að vandlega athuguðu máli
afræður hann að sleppa því að
fá sér gervihendi en festir vel-
þekkt garðyrkjuáhald á stúfinn,
vélknúinn ljá.
Spilltu stjórnmálamennirnir í
sögum Hiaasens eru kynferðis-
lega brengluð ómenni sem láta
aðra vinna fyrir sig skítverkin
ef eitthvað er að marka þann í
„Strip Tease“, sem Burt Reyn-
olds á eftir að leika. Sá girnist
mjög nektardansmey á
vafasamri búllu og til
að láta sína brengluðu
kynlífsóra rætast lætur
hann krimmann sinn
safna ló úr þvottavél dansmeyj-
arinnar, sem hann svo gamnar
sér með í einrúmi!
Besta reyfaraskáldið
Eins og sjá má eru vafasömu
persónurnar í sögum Hiaasens
dularfullar með ajFbrigðum. Það
næstum eina sem hægt er að
kalla að sé eðlilegt i bókum hans
eru góðu gæjarnir, söguhetjurn-
ar sem eiga í baráttu við hin
brengluðu öfl glæpaheimsins á
Flórída. Þetta eru menn og kon-
ur sem virka á lesendur eins og
klettar í hafi í hinum skringilega
heimi bókanna, fulltrúar al-
mennrar skynsemi og smekkvísi
og heilbrigðra lífshátta. Það er
kannski lítið frumlegt við þær
en þær eru eina haldreipið sem
við höfum á leiksviði Hiaasens.
Þeir eru fáir sem skáka
Flórídahöfundinum í flokki
reyfaraskálda. Sögur hans eru
glettilega vel skrifaðar og upp-
byggðar, hvergi er dauðan punkt
að finna og persónusköpunin er
með eindæmum skemmtileg. Ein-
hverjum kann að þykja lýsingar
hans keyra úr hófi fram en allir J
ættu að hafa húmor fyrir þeim.
Eitt er víst. Sólarparadísin
Fíórída verður aldrei söm eftir
að maður hefur lesið bækurnar
hans.