Morgunblaðið - 23.07.1995, Síða 14

Morgunblaðið - 23.07.1995, Síða 14
14 B SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ ATVIN N \MALK3L YSINGAR Stjórnandi/þátttaka í rekstri Stjórnandi með ágæta reynslu í fyrirtækja- rekstri leitar eftir starfi. Til greina kemur að gerast eignaraðili eða þátttakandi í rekstri fyrirtækis. Áhugaaðilar leggi inn nafn og símanúmer til afgreiðslu Mbl. fyrir 28. þ.m. merkt: „S - 2307“. Leikskólakennarar Hreppsnefnd Eyrarbakkahrepps auglýsir eftir starfsmanni með menntun leikskóla- kennara til starfa við Leikskólann á Eyrar- bakka frá og með 1. september nk. Um er að ræða 100% starf og eru launakjör samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Félags leikskólakennara. Nánari upplýsingar veita Kristín Eiríksdóttir, leikskólastjóri, í síma 483 1178 og Magnús Karel Hannesson, oddviti, í síma 483 1165. Umsóknir skal senda til Eyrarbakkahrepps, b.t. Magnúsar Karels Hannessonar, Túngötu 40, 820 Eyrarbakka, fyrir 9. ágúst nk. Oddvitinn á Eyrarbakka. Hafnarfjörður Frá Vinnuskóla Hafnarfjarðar Ákveðið hefur verið að gefa 14 ára unglingum (fæddum 1981) kost á vinnu í Vinnuskóla Hafnarfjarðar í 2 vikur. Vinnutímabilið verður dagana 8.-18. ágúst og fá unglingarnir vinnu 4 tíma á dag að jafnaði. Skráning unglinga í þessa vinnu fer fram í Vinnuskólanum, Helluhrauni 2, dagana 24.-27. júlí. Æskulýðs- og tómstundafulltrúinn í Hafnarfirði. Framkvæmdastjóri Útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki á Norður- landi óskar að ráða framkvæmdastjóra til starfa. Starfið er laust sem fyrst. Leitað er að viðskiptafræðingi eða einstakl- ingi með sambærilega menntun. Nauðsyn- legt að viðkomandi hafi þekkingu á sjávarút- vegi. Aðstoð verður við útvegun húsnæðis. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar til 30. júlí nk. QjfíMÍÓNSSON RÁDGÍÖF & RÁDNINGARMÓNUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI5-62 13 22 HLÍÐABÆR Frá 1. september nk. vantar okkur starfsfólk til starfa við heimilið. Æskileg menntun og/eða reynsla á sviði öldrunarþjónustu, geðheilbrigðisþjónustu, kennslu og tónlistar. Umsóknir sendist til forstöðumanns Hlíða- bæjar, Sigrúnar K. Óskarsdóttur, sem einnig gefur nánari upplýsingar í síma 561 1722 alla virka daga. Umsóknarfrestur er til 4. ágúst nk. Kennari og organisti Kennara vantar við Víkurskóla í Vík í Mýrdal. Helstu kennslugreinar eru almenn kennsla yngri barna, danska og tónmennt. í Víkurskóla eru 80 nemendur í 1. til 10. bekk. Samhliða er í boði staða organista við Víkur- kirkju og tónlistarfulltrúa við Kirkjuskólann í Vík. Orgel Víkurkirkju er 2ja ára, 11 radda íslenskt pípuorgel af vönduðustu gerð. Upplýsingar gefur Halldór Óskarsson, skóla- stjóri, í síma 487-1124. Umsóknarfrestur er til 30. júlí. Kennarar-kennarar Kennara vantar í Stjórutjarnaskóla í Ljósa- vatnsskarði næsta skólaár. Einkum er um að ræða kennslu raungreina í eldri bekkjum grunnskóla en fleira kemur einnig til greina. Stjórutjarnaskóli er afar vel búinn og skemmtilegur samkennsluskóli, sem býður upp á ýmsa möguleika þeim sem áhugasamir eru um kennslu og skólastarf. Tónlistardeild og leikskóli eru starfrækt við skólann og ódýrt húsnæði er til staðar. Umsóknir sendist til skólastjóra Stjórutjarn- arskóla fyrir 1. ágúst nk. Nánari upplýsingar veita formaður skóla- nefndar í síma 464 3241 og skólastjóri í síma 464 3356. Tónmenntakennarar Við Barnaskóla Vestmannaeyja er laus staða tónmenntakennara. Um er að ræða 100% stöðu auk þess að æfa skóiakórinn. Upplýsingar gefur skólastjóri í vinnusíma 481 1944 og í heimasíma 481 1898. Reykjavík Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðing vantar á kvöldvaktir á heilsugæslu. Einnig vantar hjúkrunarfræðinga á nætur- vaktir á heilsugæslu Hrafnistu. Um er að ræða stöðu þar sem tveir eða fleiri hjúkrunar- fræðingar skipta með sér vöktum alla daga vikunnar. Upplýsingar veitir ída Atladóttir hjúkrunarfor- stjóri í síma 553 5262 og 568 9500. Starf á matvæla- og heilbrigðissviði Hollustuvernd ríkisins óskar að ráða sérfræð- ing með menntun og starfsreynslu á mat- vælasviði. Starfið felst í ráðgjöf og eftirliti (skoðun, sýnataka) með innflutningi mat- væla, samskiptum við heilbrigðisfulltrúa og verkefnum vegna EES. Umsóknum með upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skilað fyrir 4. ágúst og er æskilegt að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar í síma 568 8848. Hollustuvernd ríkisins, Ármúla 1a, pósthólf8080, 128 Reykjavík. Verksmiðjustjóri Loðnuvinnslan hf. á Fáskrúðsfirði óskar að ráða verksmiðjustjóra. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist til Gísla Jónatanssonar, framkvæmdastjóra, fyrir 12. ágúst nk. Loðnuvinnslan hf. 740 Fáskrúðsfirði. Opinber stofnun óskar að ráða ritara til starfa. Viðkomandi þarf að hafa góða íslenskukunnáttu, gott vald á ensku og einu Norðurlandamáli, ásamt því að vera vanur að vinna við tölvu. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 1. ágúst nk., merktar: „Ritari - 1355“. Bolungarvík Hjúkrunarfræðing vantar í afleysingar á Heilsugæslustöð Bolungarvíkur í ágúst. Upplýsingar gefur Margrét í síma 456 7287 og í síma 456 7170 eftir kl. 17. Varmalandsskóli Sérkennari Heimilisfræði - Hánnyrðir Við Varmalandsskóla, Borgarbýggð, erGaus ein staða kennara, sem er þeim einstöku hæfileikum gæddur að geta kennt áður- nefndar kennslugreinar. Upplýsingar veitir Flemming Jessen, skóla- stjóri, í vinnusíma 453-1300, í heimasíma 453-1302 og í bréfsíma 435-1307. Kennarar Einn kennara vantar á Grunnskólann á Stöðv- arfirði, sem er fámennur skóli með 1.-9. bekk í þremur bekkjardeildum. Æskilegar kennslugreinar eru íslenska, enska og danska. Nánari upplýsingar gefa Jónas Ólafsson, skólastjóri, í síma 475 8911 og Jón Jónas- son, formaður skólanefndar, í síma 475 8806. Ritari Óskum að ráða ritara í hálft starf á iögfræði- skrifstofu frá 1. sept. 1995, til að annast almenna afgreiðslu o.fl. Góð íslensku-, mála- og tölvukunnátta skilyrði . Viðkomandi þarf að hafa góða framkomu og geta unnið undir álagi. Umsóknir leggist inn á afgreiðslu Mbl. fyrir 4. ágúst, merktar: „Lögm. - 09“. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. Sýningarmaður Háskólabíó óskar að ráða menntaðan sýn- ingarmann til starfa. Skriflegar umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun, starfsreynslu og fyrri störf, sendist til skrifstofu Háskólabíós fyrir 1. ágúst nk. haskÓlabM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.