Morgunblaðið - 28.07.1995, Side 26

Morgunblaðið - 28.07.1995, Side 26
26 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Er líf sjómanna einhvers virði? í MORGUNBLAÐINU 16. júlí 1995 er frétt er nefnist LÍÚ vill frest á sleppibúnaðarskyldu. I um- ræddri frétt er sagt frá bréfí sem LÍÚ hefur sent samgönguráðuneyt- inu þar sem farið er fram á frest á gildistöku reglugerðar frá 21. mars 1994 nánar tiltekið 7. gr. losunar- og sjósetningarbúnaður gúmmí- björgunarbáta. Samkvæmt auglýsingu frá sam- gönguráðuneytinu 6. janúar 1994 var gildistöku ákvæða um losunar- búnað gúmmíbjörgunarbáta frestað til 1. janúar 1996. Ástæðan var sögð sú að enginn viðurkenndur búnaður væri til sem uppfyllti regb umar. Það er þessi frestur sem LIÚ vill fá framlengdan þrátt fyrir að til sé viðurkenndur búnaður. Ég er mjög ósáttur við hvemig samgönguráðuneytið hefur unnið að þessu máli, sem ég hélt satt best að segja að væri endanlega af- greitt. En þegar grannt er skoðað er engu líkara en LÍÚ hafi í ráðu- neytinu sterk ítök. Eða hvers vegna var þessi auglýsing sett rétt um það leyti sem prófunum á búnaðinum var að ljúka í Vestmannaeyjum? Var það tilviljun? Eða sendu LIÚ- menn bréf í ráðuneytið, bréf sem enginn fékk að sjá? Margt bendir til að svo sé. Þessi grein um losunarbúnað hefur alltaf verið til staðar í reglum frá árinu 1985 þótt ekki væri búið að viðurkenna búnaðinn samkvæmt nýjum prófunarstaðli Iðntækni- stofnunar. Það má einnig benda á að Sig- mundsbúnaðurinn var búinn að vera viðurkenndur af Siglingamálastofn- un ríkisins í mörg ár þegar viður- kenningin var tekin af honum 1988 Hvers vegna það var gert skilur enginn, allra síst sjómenn sem geta átt líf sitt undir því að þessi búnað- ur sé um borð í skipi þeirra. Þetta er því skondnara þegar haft er í huga að sá Sigmunds- búnaður sem hlaut við- urkenningu í vetur er nákvæmlega sami bún- aður og var í fram- leiðslu þegar viður- kenningin var tekin af honum 1988, engar breytingar hafa verið gerðar á honum síðan. Áður en lengra er haldið vil ég taka skýrt fram að þótt Guðfinnur Johnsen og Jónas Har- aldsson, sérfræðingur LÍÚ í öryggismálum sjómanna, vilji ekki skylda . þennan sjálf- sagða öryggisbúnað í íslensk skip og þar með stuðla að meira öryggi sjómanna, þá veit ég að þeir tala ekki fyrir munn meiri- hluta útgerðarmanna hér á landi, því mikill meirihluti þeirra vill búa skip sín þeim bestu öryggistækjum sem völ er á. Þetta þekki ég úr starfi mínu sem skipaskoðunarmaður. í dag munu vera á bilinu 100-130 skip sem vantar þennan búnað. Guðfinnur G. Johnsen, tæknifræð- ingur hjá LÍÚ, segir í umræddri frétt að ekki hafi enn verið fengin full- nægjandi reynsla á þennan búnað, þótt hann hafí staðist prófanir Iðn- tæknistofnunar, og það væri of snemmt að skylda alla skipaeigendur að setja búnaðinn í skip sín. Síðan segir hann að æskilegt væri að aflað yrði viðurkenningar Alþjóðasiglinga- málastofnunnar IMO á Sigmunds- búnaðinum til að mega setja hann í íslensk skip til að fækka dauðaslys- um á sjómönnum? Hvemig vilja LÍÚ menn fá meiri reynslu á Sigmundsbúnaðinn? Hann er búinn að vera í notkun síðan 1981, eða í 14 ár. Hann hefur virk- að þegar skip hafa farist og skilað gúmmíbátnum uppblásnum við skipshlið. Árið 1991 stóð Siglinga- málastofnun ríkisins fyrir rannsókn á hæfni ijögurra manna gúmmíbáta til að opnast sjálfvirkt. Rannsóknir þessar vora gerðar til að fá svör við spuming- um sem upp komu vegna sjóslysa er urðu þar sem gúmmíbjörg- unarbátar í losunar- búnaði skiluðu sér ekki upp á yfirborðið, svo og vegna vafaatriða er upp komu um hvemig túlka bæri nýjar reglur um losunar- og sjósetn- ingarbúnað íslenskra skipa (nr. 80/88). I stuttu máli var nið- urstaða rannsókna sú að einungis Sigmunds- búnaður uppfyllti kröf- ur reglugerðar og gat skilað bát á yfirborð sjávar eins og ætlast var til. Iðntæknistofnun skilaði skýrslu í nóvember 1989 sem var tillaga að prófunaraðferð sjósetningabúnaða og greinargerð fyrir forsendum þeirra, prófunaraðferðin, var gerð fyrir Siglingamálastofnun ríkisins. Það kom fljótlega í ljós við lestur skýrslunnar að Sigmundsbúnaður- inn var eini búnaðurinn sem upp- fyllti reglumar, enda er hann nú búinn að fá fullnaðarviðurkenningu. Hvað vilja menn meiri reynslu? Eigum við að bíða eftir að fleiri sjó- menn farist á meðan beðið er eftir viðurkenningu útlendinga sem hafa enn minni áhuga á öryggi ísjenskra sjómanna heldur en LIÚ? Ég segi nei. Nú er nóg komið af töfum þessra manna sem hindrað hafa þetta framfaramál sjómanna. Það tók mig mörg ár að trúa því að til væra áhrifamenn í okkar sam- félagi sem væra nákvæmlega sama um líf íslenskra sjómanna, en þetta 14 ára gamla baráttumál okkar sjó- manna um sjósetningarbúnaðinn, hefur sannfært mig um að þeir eru til og það margir. Ég hef átt sæti í rannsóknarnefnd sjóslysa í 8 ár og hef því haft góða aðstöðu til að fylgjast með öllum sjóslysum sem orðið hafa síðustu 10 ár. Þess vegna get ég bent Guðf- inni G. Johnsen og öðram sem hindr- að hafa framgang þessa máls á, að sá búnaður sem er um borð í skipun- um í dag hefur bjargað 18 sjómönn- um frá dauða. Þetta hefur komið fram í sjóprófum. Síðast björguðust 5 menn af Ársæli Sigurðssyni HF 80 sem fórst í innsiglingunni til Grindarvíkur í mars 1992. Slysið náðist á vídeómynd og var sýnt í fréttum Stöðvar 2 á þessum tíma. I sjóprófum af þessu slysi má lesa eftirfarandi sem er dæmigert fyrir þannig slys: „Báturinn hafði þá verið tekinn að sökkva að aftan, þeir hafi komist framá, þeir hafi hugað að ná gúmmíbátnum sem var framá, en það hafi verið vonlaust. Síðan hafí skotið upp gúmmíbátnum sem var á stýrishúsi, þar hafi verið sjálfvirkur sleppibúnaður af Ólsen- gerð. Þeir hafi síðan synt að gúmmi- bátnum hver af öðram.“ Framhaldið vitum við. Þeim var öllum bjargað, þökk sé sjálfvirka sleppibúnaðinum. Þama var um borð óviðurkenndur Einungis Sigmundsbún- aður uppfyllti kröfur reglugerðar, segir Sig- mar Þór Sveinbjörns- son, og gat skilað bát upp á yfirborð sjávar. sleppibúnaður sem því miður hefur of oft ekki virkað, en hann bjargaði þarna fimm mannslífum, og hefur bjargað fleiram. Ég ræddi þetta slys við skipveija af Ársæli Sigurðssyni og spurði hann hvort þessi búnaður hefði skipt sköpum um björgun. Hann taldi öraggt að sjálfvirki sleppibúnaður- inn hafi bjargað lífi þeirra. Betra dæmi er vart hægt að fá til að rétt- læta baráttu okkar fyrir því að þessi tæki séu um borð í öllum skipum. Ég gæti nefnt mörg fleiri dæmi um björgun sjómanna fyrir tilstilli þess- ara tækja en læt þetta nægja að sinni. Önnur rök LÍÚ era þau að unnið sé að setningu tilskipunar á sam- ræmdum reglum um öryggisbúnað fískiskipa á Evrópska efnahags- svæðinu og þeir vilji bíða eftir því hvað út úr því komi. Þar eygja þeir von um að þessi búnaðir verði ekki samþykktur, þar sem hann skekkir samkeppnisaðstöðu skipa milli landa ESB. í umræddri frétt er haft eftir Ragnhildi Hjaltadóttur, lögfræðingi samgönguráðuneytisins, að búið sé að skipa starfshóp sem vinna á að endurskoðun sérkrafna þeirra, sem íslendingar munu gera um öiyggis- útbúnað skipa og vilja að tekið sé tillit til í væntanlegri tilskipun ESB. Það er því að mati Ragnhildar ekki ljóst hvort sleppibúnaðurinn muni haldast inni á íslenska sérkrafnalist- anum. Það fer auðvitað eftir því hvað þessi starfshópur vill hafa á þessum lista yfir búnað skipa og ekki hvað hveijir verða í þessum stafshópi. Það væri því fróðlegt að vita hveijir eru kosnir í þennan starfshóp samgönguráðuneytisins. Ekki kæmi mér á óvart að þar sætu fýrir LÍÚ þeir Guðfínnur G. Johnsen tækni- fræðingur eða Jónas Haraldsson lögræðingur og fyrir SÍK Einar Hermannsson. Allt era þetta þekkt-, ir menn fyrir „einstakan áhuga“ á öryggi íslenskra sjómanna eins og dæmin sanna og allir sjómenn vita sem til þeirra þekkja. Sjómenn, það er í raun verið að ræða um rétt ykkar til að lifa, því verðum við að standa saman í bar- áttu okkar fyrir meira öryggi á sjón- um, það gera ekki aðrir fyrir okk- ur. Þessi áfangi, að koma sleppibún- aði í öll skip, er eitt stærsta stökk sem komið hefur í öryggismálum sjómanna og má líkja því við þegar gúmmíbátamir vora teknir fyrst í notkun. Engum dettur í hug að fara á sjó án þeirra í dag. Þá vora einn- ig menn sem börðust á móti þeim en hættu því þegar þeir fóra að bjarga mannslífum. Við skulum hafa það í huga að við erum ekki að beijast við útgerðarmenn al- mennt, þeir era með okkur. Við eig- um í höggi við fámenna klíku í LIÚ og nokkra fleiri sem ekki era í nein- um_ tenglsum við raunveruleikann. Ég vil enda þessar línur með áskoran á Halldór Blöndal sam- gönguráðherra að fresta ekki gildis- töku reglugerðar um sleppibúnað og með því bjarga mörgum manns- lífum á komandi áram. Höfundur á sæti í rannsóknnr- nefnd sjóslysa. Sleppibúnaður hefur bjargað 18 sjómönnum Sigmar Þór Sveinbjörnsson Sáttmáli hagsældar mann- kyns - hver er ábyrgur? í UÓSI þeirrar miklu umræðu sem átti sér stað bæði á ráð- stefnu þjóðarleiðtog- anna í Bella Center og eins á NGO Forum, er ljóst að ábyrgðin á því að árangur náist og að sá sáttmáli sem þjóðir heimsins gerðu i Kaup- mannahöfn verði hald- inn, er á herðum okkar allra, þeirra sem leið- togamir vora fulltrúar fyrir, þ.e. þegna hvers lands. Þannig er mannkyn- ið allt í raun samábyrgt fyrir velferð sem hluti mannkynsins þekkir ekki og lifir þannig við óás- ættanlegu aðstæður sem lífið býður þeim upp á, þar sem hvorki er matur, húsnæði, atvinna né öryggi. Meðvitund um ábyrgðina sem hvílir á herðum mannkynsins, vegna undirskriftar þjóðaleiðtog- anna, fulltrúa fólksins í hveiju landi, er einn þáttur í framvindu komandi ára, bæði er varðar vitund almennings og eins þáttur þjóðar- leiðtoganna að koma í framkvæmd og standa við gerðan sáttmála. Það er því ljóst að gerð 'slíks sáttmála getur ekki gleymst. Það er því hluti af ferli slíks sáttmála að kynna hann fyrir þegnum viðkomandi lands. í eðli sínu er því ástæða til bjartsýni á framvindu mála á kom- andi áram. Ráðamenn þjóða heimsins eiga hinsvegar við fjöl- marga þætti að glíma í framvindu sameigin- legra hagsmuna og á nauðsynlegum breyt- ingum sem erfítt er að festa sjónir á á hinu ytra yfirborði samfé- lagsins, í hinum efnis- lega heimi, og hvemig það stjórnast af innra viðhorfí og andlegum þroska mannkynsins. Eitt af því sem fólk jarðar gerir kröfur til er eining á milli trúar- bragða heimsins. I auknum mæli horfir mannkynið upp á leiðtoga hinna fjölmörgu trúarhreyfinga skrumskæla þau háleitu markmið sem opinberandi Guðs á hveijum tíma lagði fólki jarðar til á leið þess að skapa stöðugt friðsælli heim. Grundvallarþáttur trúar- bragða er að skapa stighækkandi siðmenningu. Ekkert af því sem við sjáum gerast í nafni trúarbragða er lýtur að þjáningum og óöryggi er frá höfundum trúarbragða komið heldur túlkun mannanna og skammtímahagsmunir þeirra. I auknum mæli verður maðurinn sér meira meðvitaður um stöðu Mannkynið er að mati vísindamanna, segir Signrður Jónsson, á þroskastigi unglings. hvers og eins í ört breytilegum heimi, þar sem vitundin um heims- borgaraskap verður ljósari og rík- ari, sem er ný sýn á bræðralag alls mannkynsins. Þessi vitund er í raun grundvöllurinn fyrir þeim skilningi að jörðin sé aðeins eitt land og mannkynið allt íbúar þess. Samfara þeirri vitund um að hver íbúi þessarar jarðar sé í reynd borg- ari sama lands, kallar á sýnina á einingu í fjölbreytileika og að þessi sýn nái fótfestu. Þessi mikilvægi skilningur byggist á því að þjóðir og þjóðabrot viðhaldi sínum ein- kennum og menningu en geti starf- að saman í fullri einingu á grand- velli andlegra reglna og virðingar hverra fyrir öðrum og rétti. í aukn- um samruna og samvinnu þjóða og óneitanlegri þróun til meiri sam- vinnu til að takast á við hin mý- mörgu og flóknu vandamál, birtist sú staðreynd sem ekki verður kom- ist hjá að alþjóðlegri stjórnun af einhveiju tagi verði komið á, þar sem hagsmunir mannkynsins sem heildar verði hafðir í fyrirrúmi. Það Sigurður Jónsson verður augljósara með hveijum degi að vandamál heimsins verða aðeins leyst á vettvangi alþjóðlegs sam- ráðs. Þessi sýn, um alþjóðlega stjórn- un, sem Baha’u’llah opinberandi bahaí-trúarinnar sagði svo nauð- synlega til að tryggja frið og ró í samfélagi manna, er nú þegar farin að fæðast, bæði meðal almennings og stjórnvalda. Hún mun ýta undir hagsæla stjórnun og vera þáttur í að tryggja réttláta þróun samfélags manna, og um leið ýta hinum gömlu einangranarhugmyndum út í hin ystu myrkur. Þegar kastljósinu hef- ur verið beint að hinu mikla órétt- læti sem svo víða er beitt í heimin- um, í slíkum mæli að harðsvírustu menn setur hljóða, þá er eðlileg framvinda sú, að skilningur á því grannstefi sem er réttlæti, í stór- fenglegri synfoníu samvinnu og ein- ingar, verði leikinn af öllu mann- kyni, auk þess að sá falski tónn sundrungar, sem nístir inn í merg og bein verði ekki leikinn. Baha’u ’llah segir: Tilgangurinn með réttlæti er birting ( opinberun) einingar . Vísindamenn nútímans standa frammi fyrir þeirri stað- reynd að samruni hluta framkallar þá mestu orku sem hingað til hefur fundist, margfalt á við klofning og sundrungu. Þetta er framtíðarsýn sem mikil áhersla er lögð á að rann- saka. Við höfum horft upp á sundr- ungu þjóða og á þær hörmungar og þá vannýttu eiginleika þeirra einstaklinga sem verða sundr- ungunni að bráð. Þjóð í slíku ástandi er lömuð af vilja og orku til að tak- ast á við hin erfiðu vandamál, sem blasa hvarvetna við. Samvinna og eining þjóða heimsins leiðir til lausna og breytinga. Það krefst hinsvegar leitar að þekkingu og visku og að tekin verði upp aðferð samráðgunar á öllum sviðum. Ba- ha’u’llah segir: Enginn maður getur höndlað hina réttu stöðu sína, án tilkomu réttlætis. Enginn máttur getur viðhaldist nema með tilkomu einingar. Enga velferð og vellíðan er hægt að öðlast nema með tilkomu samráðgunar. Stöðugt stærri hópur mannkyns- ins er að öðlast víðari sýn og auk- inn skilning á þeirri hugmynd að mannlegt eðli byggir á andlegum eiginleikum og að grunnur persónu- leikans sé í raun andlegur. Þessi meðvitund Iýsir upp nýja þætti og gefur sýn inn í nýja heima er eykur skilning, þroska og er undirstaða til breytinga einstaklingsins. Ef til vill í fyrsta skipti, og í auknum mæli, verður hægt að skoða lausnir samtvinnast milli þess andlega og hins efnislega forms. Vísindamenn nútímans á borð við Ervin Laszlo og Albert prins af Liechtenstein tala um þroskaferil mannkynsins sem heildar og að mannkynið sé í raun á þroskastigi unglings og sé á hraðri ferð til fullorðinsþroska. Það er því eðlilegt að mannkynið sé að takast á við stórfenglegar breytingar sem sjáanlega leiða til hnattvæðingar samfélagsins.Marg- ir era svartsýnir og trúa ekki á að neitt breytist nema þá til hins verra. Hvað svo sem umrót komandi ára hefur í för með sér er það staðföst trú bahaí að bjart sé framundan og að mannkynið komi auga á þær leiðir er jafni stöðu allra jarðarbúa. Höfundur er verslunarmaður og var fulltrúi Bahá’í-hreyfingarinn- ar á ráðstefnu ftjálsra félagasam- taka í Kaupmannahöfn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.