Morgunblaðið - 28.07.1995, Page 27

Morgunblaðið - 28.07.1995, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 1995 2 7 3 51 I J 1 J 1 : I I I i Í i HUBERT ÓLAFSSON + Húbert Ólafsson fæddist í Reykjavík 3. nóvem- ber 1911. Hann lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 22. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Ingibjörg Sveinbjarnardóttir, fædd á Vogalæk á Mýrum, og Ólafur Jens Sigurðsson, sjómaður í Reykja- vík, fæddur á Rauðsstöðum í Arn- arfirði. Systkini Hú- berts voru: Sveinbjörn, verka- maður í Reykjavík, látinn, Ásta Marsibil, húsfreyja í Reykjavík, Páll Melsted, múrarameistari í Reykjavík, látinn, Sigurður, múrarameistari í Reykjavík, látinn, og Jóhannes, fyrrum garðyrkjubóndi í Ásum í Staf- holtstungum í Borgarfirði. Eiginkona Hú- berts var Þórdís Guðmundsdóttir, f. 24. febrúar 1919 á Smiðjuhóli á Mýr- um, d. 1992. Barn þeirra er Guðrún húsfreyja á Mið- görðum í Kolbeins- staðahreppi. Eigin- maður hennar er Þorkell Þórðarson, bóndi þar. Þau eiga þijár dætur. Húbert stundaði sjó framan af ævi, en lagði fyrir sig múrsmíði og hlaut sveinsréttindi árið 1960. Hann starfaði við múrsmíðina meðan kraftar leyfðu. Frá ár- inu 1959 var Húbert búsettur í Borgarnesi. Húbert verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. FÖÐURBRÓÐIR minn, Húbert Ól- afsson, er látinn eftir stutta sjúkra- húslegu. Hann hafði á síðastliðnum árum átt við þverrandi heilsu að stríða, sérstaklega sjóndepurð. Hann bjó hin síðari ár á Dvalar- heimili aldraðra í Borgarnesi. Var hann sáttur og þakklátur fyrir veru sína þar og þakklátur öllum þeim, sem gerðu honum kleift að eiga góða daga, eftir að sjón hans tók að daprast. Nú þegar Húbert frændi minn hefur kvatt þetta jarðlíf, hefur vissulega ákveðnum hluta í lífs- göngu minni lokið. Allt frá því að ég var lítill stelpuhnokki, ódæl, framhleypin og ef til vill svolítið hrekkjótt, í húsakynnum föð- urömmu minnar og nöfnu, Ingi- bjargar, eru mér minningar um Húbba frænda ríkar. Hann bjó á yngri árum sínum með Ingibjörgu ömmu minni og ég man enn, hvað það var freistandi og ógnar spenn- andi fyrir forvitna stelpu að fá að líta inn í herbergið hans. Hann lék forkunnarvel á gítar og ég man að þegar allt um þraut til að fá stelp- una til að halda frið, tók hann gítar- inn og spilaði allan skalann og söng heilu aríurnar með, svo allt annað gleymdist í bili. Ég minnist líka ein- staklega skemmtilegra ökuferða með Húbba frænda. Það var skroppið í ökuferðir á sunnudögum og var þá bæði ekið hratt og örugg- lega, af slíkri leikni að enginn lék það eftir honum og svo voru sungin lög og ljóð af öllum sálarkröftum til ferðaloka. Þetta var ólíkt því sem ég átti að venjast úr föðurhúsum. Þeir voru andstæður í þessum efnum bræð- urnir Sigurður faðir minn og Hú- bert. Faðir minn meiri alvörunnar maður. Ég held að öll börn í ætt- inni hafí laðast að Húbba frænda fyrir það eitt hversu skemmtilegur hann var. Árin liðu. Við áttum frændfólk að Helgugötu 7 í Borgarnesi, þar bjó ömmubróðir minn Guðmundur Sveinbjarnarson, þá ekkjumaður með tveimur börnum sínum, Óttari og Þórdísi. Ég ólst upp við það, að um þau og heimili þeirra var alltaf rætt með sérstakri virðingu og hlýju. Ég lærði síðar og kynntist því sjálf hvers vegna svo var. Húbbi frændi og Þórdís frænka mín á Helgugötunni felldu hugi saman og bundust böndum og eftir það átti Húbbi heimili sitt þar. Aldrei var um þau rætt nema bæði í sömu andrá. Heimilið á Helgugötu 7 í Borgar- nesi var gestkvæmt menningar- heimili. í huga mínum ríkir ljómi yfir heimilinu og húsinu sjálfu, þar MINNINGAR sem það stendur hátt uppi á sjávar- lóðinni með klettana fýrir neðan, og snýr út að Borgarfirðinum. Við eldhúsgluggann sat ég og fylgdist með flóði og fjöru og horfði á leir- urnar yfír til Borgar á Mýrum. Það fór ekkert af ættmennum né kunn- ingjafólki um Borgarfjörð né vestur á Mýrar öðru vísi en að koma við á Helgugötunni og þiggja þar góð- gjörðir. Oftast var gist til lengri eða skemmri tíma. Veitt var ríkulega af veraldlegu og andlegu fóðri, fræðandi og uppbyggjandi. Spurt var frétta, sagðar sögur, farið með ljóð og lesin kvæði. Ég fékk sem barn að vera þar vikutíma í senn tvö sumur, og það var nóg við að vera fyrir forvitinn krakka, við að fylgjast með þeirri mannflóru sem bar þar að garði. Seinna meir, eftir að ég eignaðist fjölskyldu, eiginmann og böm, leið ekki það sumar undangengna þrjá áratugi að ekki væri komið við í Borgarnesi, oft til gistingar á með- an húsráðendur voru báðir við góða heilsu og bjuggu á Helgugötunni. Þeir voru okkur einstaklega góðir og umhyggjusamir, sýndu okkur umhyggju sína og ræktarsemi með því að hringja í okkur á öllum af- mælisdögum. Þeim var annt um að vita um skólagöngu og velferð barn- anna, og vildu fylgjast með því að allt gengi sem skyldi. Þau Húbbi og Dísa bókstaflega dekruðu við alla gesti sína. Það var ekki aðeins að þeginn væri matur og gisting heldur var fólki 'einnig séð fyrir skemmtan og mátti engum leiðast. Húbert frændi minn hafði gullfal- lega tenórsöngrödd og hafði yndi af söng, en hann var vandlátur og gagnrýninn á það sem hann hlust- aði á, svo og það sem hann vildi eiga af tónlist. Mér hefur verið sagt af fólki sem komið er til ára sinna að hann hefði átt alla möguleika á að gera gull úr röddinni ef tímar hefðu verið aðrir þegar hann var ungur. Hafði honum staðið til boða að fara til náms i söng en hann trúlega verið of stórlátur og ekki viljað láta aðra kosta sig til náms né heldur talið framtíð sína sem söngvara nægilega bjarta. Um þetta var sjaldan rætt. Húbbi var einnig afbragðsgóður gítarleikari, og það eru til margar fágætar upp- tökur á snældum með söng hans og gítarspili, sem gestir fengu oft að hlýða á sér til ánægju. Hann hafði mikla listræna hæfileika. Hann var í eðli sínu „kunstner" og fagurkeri og hafði í sér eðli heims- mannsins. Kom það vel í ljós á hans yngri árum, en efni og aðstæð- ur hafa ekki leyft honum að iðka slíkt. Hann málaði einnig málverk og eru þó nokkrar myndir til eftir hann. Hann var rétt meðalmaður á hæð, alla tíð grannvaxinn, kvikur í hreyfingum, knár og stæltur og lagði mikið upp úr fallegum líkams- vexti hér áður fyrr. Hann var skap- ríkur og líklega skapbráður á sínum yngri árum en skap hans mildaðist mjög með árunum eins og gjarnt er. Hann lauk prófi í múraraiðn og vann við hana meðan heilsa hans entist. Við leiðarlok vil ég kveðja Hú- bert Ólafsson föðurbróður minn með sérstakri virðingu og þökk fyr- ir alla þá alúð og umhyggju sem hann sýndi mér og fjölskyldu minni, allt sem hann gaf okkur til umhugs- unar og eftirbreytni með orðum sín- um og framkomu í þessu jarðneska lífí, og bið sálu hans friðar. Guð- rúnu frænku minni, eiginmanni hennar og dætrunum þremur, votta ég samúð mína. Ingibjörg Sigurðardóttir Kolbeins. Á þeim tíma þegar samgöngur milli landshluta voru meira fyrir- tæki en þær eru í dag var ferðalag í Borgarnesið ævintýri fyrir ungl- ingspilt úr Reykjavík. Slík ferð var ekki farin í neinu hendingskasti, hún tók sinn tíma. Þá sjaldan að slík ferð var farin var ekkert eðli- legra en að áð væri hjá ættingjum á Helgugötu 7 í Borgarnesi, Guð- mundi Sveinbjamarsyni, Þórdísi dóttur hans og Húberti frænda mínum. Þar var griðastaður ferða- langa og mótttökur höfðinglegar. Og það var sama hversu löng dvöl- in varð, brottförin var alltaf ótíma- bær því svo margt var ennþá órætt. Það eru dýrmætar minningar sem ég á frá heimsóknum á Helgu- götuna til ættingja minna þar og ég sakna þeirra stunda. En nú eru tímar breyttir, Helgugatan er ekki lengur athvarf ferðalanga úr fjöl- skyldunni og smám saman hverfa ættingjarnir yfír móðuna miklu, nú síðast frændi minn Húbert Ólafs- son. Það er rétt um ár síðan ég heim- sótti hann síðast á elliheimilið í Borgarnesi þar sem hann hefur dvalið undanfarin ár. Þótt hið jarð- neska hulstur væri ekki jafn vel á sig komið og fyrrum og sjónin töp- uð var andinn ennþá vel ern og hin innri sýn. Að leiðarlokum rifjast upp ótal minningar um samskipti okkar Húberts frænda. Sérstaklega eru mér minnisstæð þau tvö sumur sem hann tók mig í vinnu til sín við múrverk eftir að faðir minn lést. Háleitar vangaveltur um lífið og tilveruna, umræður um listir og bókmenntir, fornsögur, heimspekL og ættfræði lyftu einatt andanum upp fyrir þrúgandi stritið. Það var ekki lakur skóli fyrir ungan mann að njóta. Og tónlistin átti ríkan sess í huga hans, röddin var sterk og áhrifamikil þegar hálfbyggðu húsi var breytt í óperuhöll. Snerpa og kraftur voru einkenni Húberts, jafnt í hreyfingum sem skapgerð. Það er með þakklæti fyrir allar samverustundir okkar sem ég kveð þennan frænda minn í hinsta sinn og jafnframt með söknuði að þessar stundir skuli ekki verða fleiri. Hann veitti mér sem ungum manni mikil- vægt veganesti til framtíðar og minning hans verður mér alla tíð dýrmæt og kær. « Sigurður Randver Sigurðsson. H Styrktarfélag krabbamelnssJúkra barna Minningarkort Styrktarfélags Krabbameinssjúkra barna fást hjá félaginu í síma 588 7555. Ennfremur í Garðsapóteki sími 568 0990 og Reykjavíkurapóteki sími 551 1760. ÚTSALA - ÚTSALA Sumarúlpur- heilsársúlpur - vetrarúlpur £ JofyHtlSID S Mörkinni 6, simi 588 5518.- Næg bflastæði. 3 ára ábyrgð er á gluggum sem settir eru i samkvæmt stöðlum BYKO. Glugga og hurðadeild BYKO hefur fengið gerðarvottun Rannsóknarstofnunar byggingar- iðnaðarins fyrir glerjaða glugga. BYKO, Breiddinni: Aðalnúmár: 515 4000 Gluggar og hurðir: 515 4120 Grænt númer: 800 4000 -byggir með þér BYK0 framleiðir allar gerðir glugga, útihurðir, útihurðakarma og bíl- skúrshurðir sem hafa löngu sannað sig við íslenskar aðstæður. Þær eru framleiddar úr besta hrá- efni sem völ er á og má velja úr fjölda viðartegunda og lita. Auk þess að framleiða staðlaðar hurðir býður BYK0 uppá sérsmiði eftir óskum viðskiptavinarins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.