Morgunblaðið - 28.07.1995, Page 28

Morgunblaðið - 28.07.1995, Page 28
28 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ingibjörg Alex- andersdóttir Olsen fæddist í Reykjavík 6. sept- ember 1925. Hún lést í Landakotsspít- ala 22. júlí 1995. Foreldrar hennar voru Alexander D. Jónsson, verslunar- maður í Reykjavík, og Sólveig Olafs- - dóttir. Alsystkini Ingibjargar eru: Sigríður, f. 1919, Jón, f. 1921, Klara, f. 1923, d. 1967, Sig- urjón, f. 1924, d. 1947, Ólafur, f. 1928, Alexander, f. 1930, og Sólveig f. 1934. Hálfsystkini Ingibjargar, börn Alexanders eru: Júlia Bára, f. 1943, látin, Sigurjóna, f. 1955, Þorsteinn, f. 1957. Ingibjörg giftist John Johnson, verslunarmanni í Lundúnumj 1943. Þau slitu samvistir. Attu þau eina dóttur, HETJAN hún móðir mín er fallin í valinn eftir langa og stranga bar- áttu. Hún háði marga hildina og átti ætíð við ofurefli að etja en aldr- ei var þó uppgjöf hjá henni að sjá. Hún stóð á meðan stætt var og rúmlega það. Þvílíkur kjarkur og þvílíkt baráttuþrek. Þegar vonirnar brugðust og slæmu fréttimar komu ein af ann- arri var það hún sem breiddi út faðminn og huggaði mig. Eg var víst bara alltaf litla stelpan hennar sem kunni ekki að hafa hemil á tárunum. Við ástvinir hennar vorum oft bitur og sár, sérstaklega í upphafi. Hún sem fór á hveiju ári í skoðun því hún hafði misst systur og móð- ur úr sama sjúkdómi. Greinilega var það ekki nóg og enginn benti henni á að það hafi ekki verið nóg, fyrr en of seint. Sjálf var hún aldrei bitur og var afar þakklát öllum þeim sem hjálp- uðu henni í veikindunum. Hún dáði og dýrkaði Sigurð Bjömsson sem var henni miklu meira en læknir. Hann og Rakel voru henni sannir vinir og gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að létta henni sjúk- dómsstríðið. Starfsfólkið á Landa- , koti var yndislegt og var hún því * öllu mjög þakklát og eignaðist hún þar marga vini þótt ekki hafi sjúkrahúslegan verið löng því heima vildi hún vera, þar leið henni best. Heima hjá Kristni sem stóð sem klettur við hlið hennar allan tímann. Mamma elskaði lífið og lífið elsk- aði hana. Hún hélt líka fast í það, tímdi ekki að sleppa. í sálu sinni sleppti hún aldrei. Nokkmm dögum fyrir andlátið ætlaði hún að fara að útbúa gestalista fyrir afmælið sitt í september. Öllum átti að bjóða, eng- um að gleyma. Mikið hlakkaði hún til. Nú verðum við að fagna deginum án hennar en hún verður með okkur í hjarta okkar allra. * Mamma var þeirri náðargáfu gædd að eignast vini hvar sem hún kom. Hún hafði mikla útgeislun og hreif fólk með sér. Hún elskaði allt þetta fólk og það var henni mikils virði hvað þessir vinir reyndust henni vel í veikindum hennar. Hún fékk stöðugar heimsóknir, upphringing- ar, kvefjur og blóm hvaðanæva úr heiminum. Öllu þessu góða fólki þakka ég nú fyrir hennar hönd og ég veit að það á um hana dýrmætar minningar sem það varðveitir. Mig langar sérstaklega til að þakka Sullu, Ragnheiði, Snúllu og * Áslaugu fyrir alla þá óeigingjörnu ást sem þær sýndu henni alla tíð, þær reyndust henni allar sem bestu dætur. Elsku Sirrý, Salvör, Hrefna, Est- her, Elín, Einar, Einara, Karel, Helma, Þóra, Dúa, Bára, Þórdís, Fjóla, Lilja og Peggý. Þið voruð sannir vinir og félagar. Þökk sé ykkur öllum. Lönu, f. 1943, d. 1964. Árið 1950 giftist Ingibjörg Níelsi P. Dungal prófessor (d. 1965). Börn þeirra eru Haraldur, læknir, f. 1950, á hann fimm börn, og Iris, flugfreyja, f. 1951, gift Guðmundi Pálssyni, fram- kvæmdasljóra hjá Flugleiðum, eiga þau fjögur börn. Eftirlifandi eigin- maður Ingibjargar er Kristinn Olsen, fyrrv. flug- stjóri. Þau giftust 1966. Ingi- björg byrjaði starfsferil sinn hjá Lofti ljósmyndara, en hóf síðan störf sem flugfreyja 1947 hjá Flugfélagi Islands og síðan hjá Loftleiðum til 1970. Útför Ingibjargar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Nú er komið að kveðjustund. Minningamar streyma fram. Þær eru svo ljúfar, svo sárar. Mamma mín, þú verður ávallt fyrirmynd mín. Ef ég kemst einhvern tíma með tærnar þar sem þú hafðir hælana, verð ég glöð. Ef bömin mín eiga eftir að elska mig aðeins helming á við það sem ég hef elsk- að þig, verð ég glöð. Ég hef stækk- að svo hratt undanfarið. Ég er að breytast úr litlu stelpunni þinni í stóra og sterka konu sem tekur við og heldur í höndina á Kristni þínum um ókomin ár og ég skal gæta hans vel. Farðu í friði, elsku mamma mín, og hafðu þökk fyrir allt og_ allt. Þín dóttir íris. Nú hefur ástkær amma okkar yfirgefið þennan heim og vonum við að hennar nýju heimkynni séu notaleg og falleg. Hún á svo sannar- lega skilið allt hið besta sem völ er á um alla eilífð, því að hún veitti okkur bræðmm svo mikla hlýju og ást. í Haukanesinu áttum við ófáar stundir með ömmu og afa Kristni. Uppeldið á okkur bræðrum var að nokkru leyti í höndum ömmu og afa-. Miklir mathákar vorum við báðir og var amma sú eina sem var nógu fljót að mata okkur. Æfingin skapar jú meistarann og hafði hún þróað með sér alveg vissa tækni við þessar athafnir. Ferðalangur mikill var amma Ingibjörg og var því veraldarvön mjög. Miðlaði hún þeirri reynslu sem hún hafði í mann- legum samskiptum ríkulega til okk- ar bræðra. Hún var mjög iðin við að innræta okkur góða siði og lagði ávallt ríka áherslu á heiðarleika og velvild í garð náungans. Ekki fæst með orðum lýst hversu stórkostleg manneskja hún var. Amma okkar var geysilega stór hluti í lífi okkar bræðra allt frá upphafi. Hennar er sárt saknað af okkur og öðrum. Elsku amma, við viljum þakka þér fyrir yndislega tíma. Þú varst frábær. Megir þú hvíla í friði. Þínir dóttursynir, Níels og Kristinn Páll. Hún elsku amma er dáin. Þessi staðreynd blasti við okkur um helgina. Öll vissum við að kveðjustundin nálgaðist, en erfitt er nú samt að horfast í augu við það að hún sé nú horfin héðan. Margar minningar koma upp í hugann á kveðjustund sem þessari. Aldrei munum við til dæmis gleyma því þegar við systurnar vorum yngri og vorum í heimsókn hjá ömmu og afa í Haukó, eins og við höfum allt- af kallað þau, og amma setti söng- leikinn Evitu á plötuspilarann og svo dönsuðum við saman og sung- um með. Það var einnig mikið gaman hjá okkur systrunum þegar við fengum að máta fínu fötin hennar og skart- gripina, ofsalega vorum við fínar þegar við vorum búnar að klæða okkur upp í sparikjólana hennar, ekki amaðist hún yfir þessu heldur hafði gaman af. En eflaust hefur hún fengið nóg af þessum vandræðagangi hjá okk- ur, því allt í einu var hún farin að láta okkur máta kjóla á stelpur út í bæ sem voru svo góðar, við urðum nú dálítið afbrýðisamar, því þetta voru ansi glæsilegir kjólar. En svo var það svo skrýtið þegar þessir sömu kjólar fundust innpakkaðir og merktir okkur systrunum undir jólatrénu. Þegar minnst er á jólin er ekki hægt annað en að minnast á þvílík paradís það var fyrir börn að koma í heimsókn til ömmu og afa í Haukó um jólin. Við systurnar og svo síðar meir Níels Páll, bróðir okkar, höfð- um alltaf mjög gaman af því. Þetta var sannkölluð jólaparadís, þarna var að finna jólasveinaland, jóla- sveina sem töluðu og margt fleira, ekki vantaði heldur að alltaf áttu þau eitthvað gotterí handa okkur. Þegar Halldór tengdist svo fjöl- skyldunni var honum strax tekið með opnum örmum af ömmu og afa og var ávallt komið fram við hann sem eitt af barnabörnunum. Þegar kom svo í ljós fyrir þremur árum að hún væri veik, þá tók hún strax þá ákvörðun að halda áfram að lifa lífinu eins og hún hafði allt- af gert. Mikið var hún sterk, svo sterk að oft gleymdi maður að hún væri veik. Hún hélt áfram að ferð- ast út um allt eins og hún hafði alltaf gert. Það var ef til vill þessi mikli vilja- styrkur sem leyfði henni að njóta lífsins eins vel og hún gat eftir að hún veiktist. Hún var alveg ákveðin í því að verða aldrei sjúklingur og stóð hún við það, því í síðasta skipt- ið sem hún fór inn á spítalann nokkrum dögum áður en hún dó, þá gekk hún inn þó svo hún væri orðin mjög máttfarin, því hún gat ekki hugsað sér að fara í hjólastól. Já, þannig var hún amma okkar, falleg manneskja sem gaf svo mik- ið af sér. Elsku afi, pabbi, Iris og fjöl- skylda, söknuðurinn er mikill og erfítt að sætta sig við þennan mikla missi, en við getum huggað okkur við það að nú er hún farin í síðasta ferðalagið, laus við allar þjáningar, og eftir stendur minningin um fal- lega konu. Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson) Níels Páll, Ingibjörg, Hildur og Halldór. í dag kveð ég mína kæru vinkonu Ingibjörgu Olsen sem lést laugar- daginn 22. júlí eftir erfið veikindi. Hún var mér alla tíð sannur og góður vinur og fyrir það vil ég nú þakka. Við fráfall hennar fínnst mér tilveran svo miklu snauðari. Hún var einstaklega hjálpsöm og vil ég sérstaklega þakka henni alla þá góðvild og þann mikla styrk sem hún veitti mér þegar ég átti um sárt að binda. Ingibjörg var heimskona. Hún var falleg og hafði sérstaklega gam- an af að klæða sig enda var allstað- ar eftir henni tekið þar sem hún kom. Hún heillaði mig vegna kjarksins sem hún bjó yfir, kímni- gáfunnar sem engin takmörk voru sett, enda hlógum við oft saman í ferðum okkar erlendis. Hún hafði svo sannarlega gaman af lífínu og naut þess. Kveðjustundin er erfið eftir þijá- tíu ára vináttu en minningamar orna. Aðdáun mína átti hún svo sannarlega þessi duglega og sterka kona sem lét ekki bugast og kvart- aði aldrei þó sárþjáð væri. Ég vil senda Kristni, írisi, Har- aldi og fjölskyldunni allri mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið guð að styrkja þau í þessari miklu sorg. Skarðið sem nú hefur mynd- ast hjá þeim er stórt og verður ekki fyllt. Hennar er sárt saknað. Guð blessi minningu hennar. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tár- um. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta; ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið... En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, sál mín lyftist upp í móti til ljóssins; verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu... (Óþekktur höfundur.) Guðrún Ólafsdóttir. Það var mikil sorgarfregn fyrir okkur hjónin þegar við fréttum um lát hinnar góðu vinkonu okkar Ingi- bjargar Olsen. Það kom okkur ekki á óvart þar eð við höfðum fylgst náið með líðan hennar og vissum að hinn illkynja sjúkdómur sem hún barðist við var kominn að því að yfirbuga hana. Það gengur krafta- verki næst að hún skyldi geta var- ist þessum illvíga sjúkdómi um þriggja ára skeið frá því að hann var greindur en þar hjálpaði hin sterka skapgerð hennar, glaðværð og mikli lífsvilji. Ekki má heldur gleyma hjálp færustu sérfræðinga okkar á þessu sviði og kröftugum lyfjum. Sjaldan kvartaði hún þó oft liði henni illa og dreif sig þrátt fyrir veikindi í lengri og skemmri ferðir til útlanda með sínum dugmikla eiginmanni Kristni Olsen fyrrver- andi flugstjóra og stjórnarmanni Loftleiða. Hún kom venjulega með fjölda gjafapakka handa hinum mörgu barnabömum sínum og fleir- um því hún hafði löngum mikið yndi af því að gefa. Ingibjörg var bráðvel gefin og ákveðin í skoðunum. Eins var hún mjög trygg og góður vinur vina sinna. Hún var dugnaðarkona og kunni vel til verka, einkum saumaði hún mjög mikið, meðal annars föt á sjálfa sig og aðra svo sem barna- börnin. Hún var afar vandvirk. Þór- dís Todda kona mín og Ingibjörg voru nánar vinkonur og fóru meðal annars nokkrum sinnum tvær sam- an til útlanda og hefur Þórdís oft minnst þeirra ferða með mikilli ánægju. Einnig vorum við hjónin alloft gestir heima hjá henni og Kristni og þau hjá okkur og höfum við því kynnst þeim vel á síðari árum. Okkur hefur alltaf líkað eink- ar vel við Kristinn sem mér finnst vera mjög ánægjulegur maður, vin- samlegur og traustur. Skömmu eft- ir giftinguna byggðu þau sér reisu- legt hús í Arnamesinu. Þar hefur Ingibjörg búið manni sínum ein- staklega fagurt og vistlegt heimili. Þau hafa verið mjög samhent í að fegra það og skreyta. Ég ætla ekki að rekja hér ævifer- il Ingibjargar en langar þó til að geta þess að hún var áður gift Ní- elsi Dungal prófessor þar til hann lést árið 1965. Hann var kennari minn í læknadeildinni, aðallega í meinafræði og réttarlæknisfræði og féll mér mjög vel við hann bæði sem kennara og mann. Við vorum góðir kunningjar. Þetta er löngu liðin tíð því ég útskrifaðist úr Háskólanum árið 1937. Það er mikil eftirsjá að slíkri stór- brotinni úrvalskonu sem Ingibjörg var og minnumst við hennar með virðingu og söknuði. Við Þórdís vottum Kristni, böm- um Ingibjargar, Haraldi og Iris, bamabörnunum og öðrum aðstand- endum innilegustu samúð. Ingibjörgu biðjum við guðsbless- unar og velfarnaðar á þeim leiðum sem hún nú hefur lagt út á. Bless- uð sé minning hennar. Erlingur Þorsteinsson. Dauðinn má svo með sanni samlíkjast, þykir mér, slynpm þeim sláttumanni, er slær allt, hvað fyrir er; grösin og jurtir grænar, glóandi blómstrið fritt, INGIBJORG OLSEN reyr, stör sem rósir vænar reiknar hann jafnfánýtt. (Hallgr. Pétursson) Helgi fegurðarinnar ríkti hvar- vetna í lífi Ingibjargar Olsen, er við kveðjum í dag með miklum söknuði, er hún hefur hafið sína ferð um hinn óendanlega útsæ tímans. Rósin er svo einstaklega látlaus, en ótrúlega margbrotin, ef þú gefur þér tíma til að fylgjast með ferli hennar, hún blómstrar á veikburða legg, en glæðir umhverfí sitt fegurð, er tillitssöm við nágrannajurtir og með styrkar rætur í jörðu. Svona var hún Ingibjörg, vinkona okkar, hún var stolt og sterk á sinni rót og breiddi sig yfir vini sína og vanda- menn. Minningarnar streyma fram um fallega konu, sem var framúrskar- andi skemmtilegur og heillandi per- sónuleiki og hefði sannarlega kunn- að að njóta lengri lífdaga. í hetju- legri varnarbaráttu við krabbamein undanfarin tvö ár varðveitti hún kímnigáfu sína og sálarstyrk með undraverðu æðruleysi og djarflegri framgöngu á örlagastundu. Fallegu augun hennar geisluðu í brosi og góðvilja. Hún var ævinlega heil og óskipt í afstöðu sinni og hafði til að bera einstaka umhyggju fyrir velferð sinna nánustu, er hún vígði líf sitt. Kærleikur og hamingja einkenndu samveru Ingibjargar og Kristins Ols- en, þar ríkti kærleikurinn eins og af sjálfu sér. Bæði höfðu þau helgað fluginu starfskrafta sína, Kristinn frumheiji á sínu sviði íslenskra flug- mála og fyrir margt löngu orðinn þjóðsagnapersóna vegna hetjudáða á því sviði. Ingibjörg starfaði sem flugfreyja og ferðaðist víða um heim og var hvarvetna prýði í sínum hóp, fínleg, glæsileg og nett í allri fram- göngu, ástin milli þeirra hjóna var eins og fagurt ljóð. Við þökkum þær stundir, er þau fylltu okkar heimili gleði með nærveru sinni og ekki síð- ur höfðingleg boð í þeirra fallega hús, sem er svo hlýlegt og heimilis- legt, saumavélin hennar og verkfær- in hans, allt í röð og reglu með ná- kvæmni og umhyggju þeirra, sem gera sér grein fyrir því að ekkert er sjálfsagt, heldur skilar sér að verðleikum. Við sendum Kristni, vini okkar, Haraldi, Írísi og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur og vonum að minningin um yndislega móður, ömmu og lífsförunaut geti birt þessa dökku daga. Valgerður Bára Guðmunds- dóttir og Jón Oddsson. Kæra vinkona. Ég hringdi í þig í dag til að heyra hvernig þér liði. Ég fann á mér að eitthvað hefði gerst, því mér þótti ég verða að hringja einmitt í dag. Kristinn svar- aði og sagði mér að þú hefðir dáið um nóttina. Þvílík harmafregn. Ég ræð ekki við tilfínningar mínar og tár vegna þessa, þú varst mér svo kær og samskipti okkar voru svo gefandi að það var sem við hefðum þekkst frá fyrstu stundu. Ég lít á það sem sérstaka náð að hafa kynnst þér. Ég ætlaði að koma til íslands og og samgleðjast þér á afmælisdegin- um þínum, í stað þess kem ég með rósir og fylgi þér síðasta spölinn. Ég trúi að þú finnir fyrir nærveru minni. Ég finn til þakklætis og stolts fyrir að hafa notið vináttu þinnar. Þú hefur haft mannbætandi áhrif á fólk í lífí þínu. Þar er ég engin und- antekning. Ég spyr Guð um tilgang þjáning- arinnar en fæ ekkert annað svar en það að finna til auðmýktar gagnvart lífinu. Guð blessi þig. Marcelo Almeida. Nú þegar komið er að kveðju- stund, elsku Ingibjörg mín, riíjast upp margar góðar minningar og samverustundir. Ég man það svo vel þegar ég hitti þig í fyrsta sinn fyrir allmörgum árum í Suðurgötunni, ég unglings- stúlka en þú á besta aldri, svo ung- leg og falleg. Ég hafði kviðið því að hitta þig en sá kvíði hvarf fljótt, því þú tókst mér svo vel og höfum við ætíð verið góðar vinkonur, ég

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.