Morgunblaðið - 28.07.1995, Side 32

Morgunblaðið - 28.07.1995, Side 32
32 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ 4 Dýraglens Grettir Ferdinand C1985 Unifd F—tur> Syndkaita. Inc, Hvað varð um alla golfstautana mína? BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reylqavík • Sími 569 1100 • Símbréf 5691329 Hvað er óvenju- legt veðurfar? Frá Sigurði Þór Guðjónssyni: FIMMTUDAGINN 6. júlí gekk yfir landið mikið norðankast. Daginn eft- ir var ofurlítil frétt á blaðsíðu 5 í Morgunblaðinu. Þar var haft eftir veðurfræðingi á Veðurstofunni að veðrið hafi ekki verið „einsdæmi“. Og síðan segir hann: „Yfir landinu er hálfgerð haustlælgð en þetta er ekkert óvenjulegt." Loks er haft eft- ir honum að þetta sé „einfaldlega íslenskt veðurfar“. Meðalhitinn í Reykjavík þennan dag náði ekki 6 stigum. Frá árinu 1949 hefur aðeins einn dagur orðið kaldari í júlí í höfuðborginni. Það var sá 23.1963. Þá var meðalhitinn 5,8°. Svona kaldur dagur kom heldur aldr- ei árin 1920-1923. Og það er afar ólíklegt að hans líkar séu fleiri en einn eða tveir, ef þeir eru þá nokkr- ir, á árunum 1924-1948, en dagnót- ur um þau ár liggja ekki á lausu. Hámarkshitinn 6. júlí í Reykjavík frá morgni til kvölds komst aldrei hærra en í 8,0 stig. Hinn 21. júlí 1985 var hann þó aðeins 7 stig en þá var meðalhitinn nokkru hærri. Á venjulegum athugunartíma var hit- inn núna aldrei hærri en 7 stig. Klukkan þrjú síðdegis var hann ein- mitt 7 stig en klukkan sex síðdegis var hann aðeins 6 stig. Hann mælist ekki öllu lægri. Að þessu sinni var kuldinn tiltölu- lega mestur vestanlands. En það var þó líka mjög kalt annars staðar. Og þar sem þetta var júlídagur en ekki haustdagur er það hitafrávikið, sem telst til mestra veðurfarslegra tíð- inda, en ekki vindurinn eða úrkom- an. Staðreyndin er þá sú að þessi dagur var að vísu ekki algjört bók- staflegt einsdæmi, en hann var eigi að síður, sérstaklega á vestur- og suðvesturlandi, mjög nálægt mestu kuldamörkum sem búast má við. Slíkt gerist að vísu en afar sjaldan. Það er því í hæsta máta villandi og hreint út sagt órökrétt að láta svo líta út sem þetta veður sé „ekkert óvejulegt", eða „einfaldlega íslenskt veðurfar". Jafnvel í íslensku veður- fari er það sjaldgæft og óvenjulegt og telst til veðurfarslegra tíðinda og ber að meðhöndlast með slíkt. Það má kallast einsdæmi eða nánast eins- dæmi. Nú væri ekki ástæða til að gera þessa ótrúlegu ónákvæmni veður- fræðingsins að umtalsefni ef hún væri einsdæmi. En því er nú ekki að heilsa. Þegar ijölmiðlar undrast eitthvað í veðurfari og spyija veður- fræðingana verður það æ tíðara að þeir svari því einu til að þetta sé nú allt innan eðlilegra marka þess er við megi búast. Og við vitum það nú öll. Ekkert okkar býst við 40 stiga hita eða 40 stiga frosti í Reykjavík. í vetrarlok sagði einn veðurfræðing- ur um veturinn að hann hafi í raun verið „innan eðlilegra marka“. Samt var hann sá kaldasti í borginni síðan 1920. Það þýðir að núlifandi fólk hefur ekki viti borið minni um annan eins. En óneitanlega var hann innan „eðlilegra marka“, þess er hugsan- íega getur gerst. Mikil ósköp! Það hljómar kannski eins og argasta öfugmæli að frá frávikalegu sjónar- miði hitans var veturinn óvenjulegri í Reykjavík en á Akureyri! Það eru fleiri en ég sem undrast þetta tal veðurfræðinga. Sá ágæti Víkveiji á Morgunblaðinu var eitt sinn að furða sig á þessum eilífu skírskotunum til „eðlilegra rnarka". En væri ekki skemmtilegra og meira upplýsandi, betri þjónusta við almenning, að veðurfræðingarnir skýrðu út fyrir fólki hvaða aðstæður við jörð og í háloftum valda tilteknum stórum afbrigðum í veðrinu? Og í leiðinni gætu þeir vísað til minnis- stæðra og líkra dæma frá fyrri tíð. Þá fengi fólk viðmiðun og vissi betur um raunveruleg takmörk íslensks veðurfars. Veðurmenning þjóðarinn- ar myndi aukast! Hefði til dæmis ekki farið betur á því, að sagt hefði verið að þótt fimmtudagurinn 6. júlí væri að vísu ekki alveg einstak- ur í bókstaflegri merkingu, hafi hann á Suðvesturlandi, og ef til vill víðar, þó verið svo kaldur að ekki yrði öllu kaldara. Hann væri því, sem betur fer, engan vegin dæmi- gerður hásumardagur þótt geri kuldakast af norðri, en jafnvel kuldaköst eru misköld. Dagurinn væri í kaldasta flokki daga eftir árstíma. (Það er aðeins eitt kulda- þrep fyrir neðan. Þá snjóar í ná- grenni Reykjavíkur og þaðan niður hefur veðráttan ekki stigið síðan á 19. öld.) Hvers vegna í ósköpunum að láta sem svo sé ekki? SIGURÐUR ÞÓR GUÐJÓNSSON, Skúlagötu 68, Reykjavík. Vond stærð á skilríkjum Frá Jóhannesi Bjarnasyni: ÉG HEF verið að furða mig á hugs- unarleysi yfirvalda, s.s. lögreglu- stjóra og Hagstofunni að hafa valið þessa fáránlegu stærð á öllum skír- teinum eins og ökuskírteinum, nafn- skírteinum og byssuleyfum. Nú eru þetta hlutir sem lög krefj- ast að maður hafi á sér þegar bíll er keyrður o.s.frv. og ekki ganga allir með risavaxin veski sem rúma öll þessi skjöl. í nágrannalöndum okkar svo og í Bandaríkjunum hefur þessu verið breytt og fær fólk nú kort á stærð við Visa-kort og er það þá með segul- rönd sem inniheldur allar upplýsingar um viðkomandi korthafa og ætti það að geta dregið úr skírteinafalsi svo um munar. Ef einhver annar er sama sinnis þá skora ég á hann að láta í sér heyra. JÓHANNES BJARNASON, joicentrum.is Hvassaleiti 85, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt i Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi. « ð < < í (.! (J '! I t, i i i ( i ( < < I í I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.