Morgunblaðið - 28.07.1995, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 28.07.1995, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 1995 33 BRÉF TIL BLAÐSINS Guð er andi Ný gerð af timbri Frá Magnúsi Þórðarsyni: SÍHÆKKANDI verð á timbri og afurðum úr því á sér í raun langan aðdraganda. Vaxandi notkun og rányrkja er meginn orsakavaldurinn. Mengun er farin að taka sinn toll með vaxandiþunga. Aukin bílanotk- un á stóran þátt í þessu. Nýlegar rannsóknir sýna að mengun er mun meiri en áður var talið og heijar með auknum skaða um alla jörð. Tilfinningin fýrir því að þetta varðar alla jarðarbúa verður æ sterkari. Nú er svo komið að öflug náttúru- verndarsjónarmið eru farin að ráða ferðinni í æ ríkari mæli en áður og eru nú að láta til sín taka á öllum sviðum því skógamir era undirstaða lífs á jörðinni. Önnur vandamál koma í ljós við eyðingu skóganna en það era hin miklu flóð sem eiga sér stað. Skóg- lendi heldur miklu vatni í sér og bindur jarðveginn sem vamar því að hann skolist burt í miklum rign- ingum. Þetta er orðið mikið vanda- mál í Evrópu og víðar. Við þessu era menn að snúast og er mikil vakning um allan heim að spoma við þessari þróun. Á Ríóráð- stefnunni hétu þjóðir heims að taka á þessum málum. Bandaríkjamenn era komnir á fullt og planta nú meir en nokkra sinni en þeir hafa í langan tíma keypt um 30% af eigin þörf af Kanadamönnum. Samtök eigenda nytjaskóga í Ameríku segj- ast hafa snúið vöm í sókn en þetta tekur langan tíma og ekki fer að sjást árangur fyrr en eftir 20-30 ár. Nú era Kanadamenn famir að draga í land með sölu vegna þrýst- ings heimafyrir og þess vegna era Bandaríkjamenn famir að kaupa timbur af Rússum í sívaxandi mæli. Frændur vorir Danir era að taka við sér og Kínveijar einnig. Svona er þetta um allan heim alls staðar gengur á skóg- ana og mikið hugsað um betri nýtingu á þeim. Grannstofna timbur er ekki nýtanlegt til vinnslu borðvið- ar því afhögg er mikið. Nú hafa Ástralir fundið upp að- ferð við gjörnýt- ingu þess og fengið einka- leyfí á henni. Aðferðin er í stuttu máli sú að tijábolirnir era afbarkaðir og flattir út í völsum, síðan lagðir í stórt mót ásamt viðardeigi og efni sem ekki er gefið upp og þessu þrýst saman í stóran og langan bita allt að 12 m sem síðan er sagaður niður eftir þörfum. Þetta timbur er sagt engu síðra en venjulegt og er útkom- an svo góð að Bandaríkjamenn era búnir að kaupa framleiðsluréttinn. Hér er trúlega komin aðferð til að nýta okkar skógarafurðir sem nú nýtast mjög illa vegna smæðar. Mörg ár munu líða þar til við eign- umst skóga og einu afurðimar munu koma við grisjun. í þessu fellst mik- ill spamaður fýrir okkur og einnig skapar þetta störf og þannig hleður það utaná sig. Sannleikurinn er sá að þessi auð- lind jarðar er í mikilli hættu og því ber okkur skylda til að huga að þessum málum með meiri skynsemi en gert hefur verið hingað til. Á þessu ári plöntum við um 1.100 þúsund plöntum en við þyrftum að gera mun betur. Sú aðferð okkar að henda öllu á haugana eða í sjóinn dugir ekki lengur og er endur- vinnsla sífellt að vinna á því vissu- lega höfum við farið illa með timb- urafganga og oft hent góðu timbri. Þetta er í raun mikil sóun sem búin er að vera landlæg í tugi ára og hafa miklir fjármunir farið til spillis því fyrir þetta höfun við notað gjald- eyri en nú er mál að linni. Við öflum vel erum alltaf i 7.-8. sæti meðal þjóða heims séu reiknaðar þjóðar- tekjur á mann en sóunin á öllum sviðum er að fara með okkur og því er lausnarorðið að nýta betur það sem við höfum. MAGNÚSÞÓRÐARSON, byggingameistari og matsmaður. Frá Þorleifi Kr. Guðlaugssyni: ÉG GET nú ekki látið hjá líða að vara fólk öfem vill vera kristið við þeirri sundrangarstarfsemi sem skýtur upp kollinum í viðtölum og í áróðursformi í blaðagreinum, þar á meðal Morgunblaðinu í „Bréfi til blaðsins“ nú síðast. Mér finnst það ekki viðunandi að staðið sé að áróðri fyrir því að guð sé persónugerving- ur, karl eða kona. Ég treysti það mikið á boðskap prestanna á kristinni trú að ekki gæti komið til greina að sundra til- trú guðs til manna sem flytja boð- skap hans, geri það rétt og flytji boðskap hans ómengaðan. Mikið er talað um að kirkjan sé daufur mannfagnaður. Þarna munu þá þeir komnir sem aldrei hafa eirð í sínum beinum nema standa í hasar, veraldlegum lifnaði og þola ekki kyrrðarstund með guði í kristilegu samfélagi sem kikjan á að vera og má ekki breyta því vegna þess að þá er trúin dauða og ómerk. Að þola ekki kyrrðarstund einu sinni í viku, eins klukkstund eða svo, er bijálæði nútímans. Til hvers er öll þessi mikla og kostnaðarsama menntun sem fjöldinn fær ef hún veldur spillingu. Og hún veldur greinilega sundrung sem nær inn í samfélag svokallaðra kristinna manna sem ekki skilja boðskap trú- arinnar rétt og vilja stöðugar breyt- ingar á guði sér í hag. Guð er andi og þeir sem tilbiðja hann biðji hann í anda og sann- leika, því er ekki hægt að breyta nema afneita guði og sendiboða hans, Jesú Kristi. Kenningin er flutt þannig og þras um það að guð sé karl eða kona er, svo ekki sé meira sagt, barnalegt og kjánaleg stað- hæfing. Guð er andi og ættu allir að geta unað við það ef þeir hafa nokkra trú og er það ömurlegur útúrsnúningurinn að fara út í kven- kenningu hvað þetta varðar, með allri virðing fyrir konum. Segi það enn og aftur, guð er andi, hinn mikli eilífi andi sem enginn hefur séð vegna heilagleika hans þó er hann alls staðar nálægur. Heilagur andi, guðs sendiboði ásamt frelsara mannkyns, heilagur andi sem er andi guðs og nær til allra manna þótt þeir vilji ekki eða kunni ekki að meðtaka hann. Ég vil minnast aðeins á sálu- sorgarann, Benny Hinn, sem heill- ar lýði. Hann gefur vissulega fólki góðar vonir og treystir trú fólks en hann gerir þetta ekki sjálfur að hans sögn og er það trúverð- ugra hvað mig varðar því krafta- verk gerast oft sem æðri máttur stendur að og er þar guð heilagur andi að verki, samanber í Kristi Jesú er hann starfaði og læknaði sjúka fyrir nær tvö þúsund árum. Benny Hinn og samkomur hans, sem mér finnast bögglast saman í hrynjandi öfganna, sem tíðkast í nútíma samkundum, og er ég ugg- andi um að árangurinn verði ekki eins góður og verða mætti. Hávað- inn er oft óheyrilegur svo fólk sést oft hrökkva illilega við. Mér fannst hann kasta manni inn á eitthvert annað svið og allt guðlegt rekið burt og nútímastemmningin komin í staðinn. Það var ekki þannig þá er Kristur gekk og læknaði. Hann hastaði á illa anda á sinni vegferð og svarar það til þess sem Benny Hinn gerir. Ég vona að jarðarbúar skoði betur hvað er að gerast í heiminum svo hægt verði að koma í veg fyr- ir algjöra tortímingu alls mann- kyns. Hugarfarsbreyting alls mannkyns til trúar þarf að koma til' og sönn trú á guð og boðskap hans. ÞORLEIFUR KR. GUÐLAUGSSON, Nökkvavogi 33, Reykjavik. RABA UGL YSINGAR Menn óskast Menn vanir heilulögnum óskast. Upplýsingar í síma 852 0399 og 852 0152. DHLauglýsir Óskum eftir að ráða bílstjóra. Viðkomandi þarf að hafa bílpróf, stúdents- próf eða sambærilega menntun, góða ensku- kunnáttu, tölvuþekkingu og vera bæði snyrti- legur og reglusamur. Skriflegar umsóknir, með upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf, sendist til DHL, Faxafeni 9, merktar: „Bílstjóri“ fyrir 31. júlí 1995. Sími 568-9822, fax 568-9865. ÍHeilsugæslustöðin Sólvangi Hafnarfirði Hafnarfjörður Hjúkrunarfræðingar! Nú strax eru lausar afleysingastöður hjúkrun- arfræðinga. Um er að ræða skólaheilsu- gæslu, ungbarnavernd, heimahjúkrun og slysa- og bráðahjúkrun. Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri, Kristín Pálsdóttir, í síma 565 2600. Tónlistarkennarar! Tónlistarskólann í Vestmannaeyjum vantar tónlistarfólk til að kenna eftirtaldar greinar: Söng, strengi og píanó. Æskilegt er að umsækjendur geti sameinað eitthvað af ofangreindum kennslugreinum. Upplýsingar í símá 481-2551. Skólastjóri. Tollvörugeymslan hf. Hluthafafundur. Stjórn Tollvörugeymslunnar hf. boðar til hluthafafundarfimmtudaginn 10. ágúst 1995 kl. 17.00 á skrifstofu félagsins, Héðinsgötu 1-3, 105 Reykjavík. Dagskrá: Tillaga um heimild til handa stjórn Tollvöru- geymslunnar hf. um að auka hlutafé Tollvörugeymslunnar hf. Stjórnin. Barnavöruverslun Kringlunni Til sölu rekstur barnavöruverslunarinnar Mikka og Mínu í Kringlunni. Verslunin hefur eigin innflutning á barnavörum og barnaföt- um. Hagstætt verð. Húsið, fasteignasala, Suðuriandsbraut 50, sími 568 4070. Hagskil hf. - endurskoðunarskrifstofa Við flytjum og sameinumst Lokað verður 28. júlí vegna flutninga. Við flytjum í Sætún 8, á 4. hæð, og samein- umst Endurskoðunarskrifstofu Björns E. Árnasonar frá og með 1. ágúst nk. Nýtt símanúmer 511-4500. Nýtt faxnúmer 511-5100. SHICI auglýsingar FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Helgarferðir 28.-30. júlí 1. Þórsmörk - Langidalur. Gist í Skagfjörðsskála. 2. Laugar - Eldgjá - Álftavatn, ökuferð að Fjallabaki. Gist í Laugum og við Álftavatn. 3. Laugardag 29. júlí kl. 08.00 Þórsmörk og Fimmvörðuháls (gengið frá Skógum). Munið sumardvöl i Þórsmörk. Ferðir alla miðvikudaga, föstu- daga og sunnudaga. Spennandi sumarleyfis- ferðir með Ferðafélaginu: 4. -9. ágúst (6 dagar): Fögrufjöll - Skælingar - Eldgjá. Bakpoka- ferð. Undirbúningsfundur 31/7 kl. 20 í Mörkinni 6. Fararstjóri: Gestur Kristjánsson. Ath.: „Laugavegsferðir" laus sæti 2. ágúst, 9. ágúst. 10.-17. ágúst: Söguslóðir í Eystribyggð á Grænlandi. Flug til Narssarsuaq. Farið á slóðir Eiríks rauða. Siglt á milli staða. Gist í svefnpokaplássi i Narsaq, Julianehab og Görðum. Einstök upplifun. Fararstjóri: Boili Kjart- ansson. Fá sæti laus. Undirbún- ingsfundur miðvikud. 2. ágúst kl. 18.00 í Mörkinni 6. Pantið og staðfestið strax. Allir velkomnir í ferðir með Ferðafélaginu! Ferðafélag (slands. Hallveigarstig 1 • simi 614330 Sumarleyfisferð 1 .-6. ágúst Landmannalaugar - Básar. Nokkur sæti laus vegna forfalla. Miðar óskast sóttir. Fararstjóri Sylvía Kristjánsdóttir. Nánari upplýsingar og miðasala á skrif- stofu Útivistar, Hallveigarstig 1. Útivist.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.