Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Sögusviðið er London og aðalsöguhetjan er Jónas R. Jónsson, sem nú gegnir óbyrgðarmiklu starfi hjó fjölmiðlunarrisanum Nethold en var óður dagskrórstjóri hjó Stöð 2. Umhverfið er veitingahús við Kensington Church Street. Þar hitti Guðrún Guðlaugsdóttir hann að móli fyrir skömmu og ræddi við hann um tildrög þess að hann kom til starfa hjó Nethold og hvað starf hans bar felurí sér. FJOLMIÐLAHEIMI AÐ VORU júnílok, orðið kvöldsett og veðrið sérdeilis milt og hlýtt. Við Jónas fáum borð við gluggann, tökum okkur góðan tíma í að skoða mat- seðilinn og panta okkur mat áður en samtal okkar um núverandi starf Jónasar hefst. Fyrir okkur sem heima sitjum virðist líf hans síðasta ár ævintýri líkast, hann er stöðugt á ferðalögum um allan heim sem helsti samningamaður Nethold og fær fýrir, ef áð líkum lætur, langt- um hærra kaup én gerist á.íslensk- um vinnumarkaði. Jónas R. Jónssön er löndum sín- um að góðu; kunnur. Hann vann við dagskrárgérð í-Ríkissjónvarpinu á árunum 'dpp úr 1970, seinna stundaði hann nám í fjölmiðlafræði í Los Angeles. Að loknu námi þar varð hann í krafti þekkingar sinnar einn af aðalmönnunum á Stöð 2. En það koma ekki allir dagar yfir í einu. Svo fór að Páll Magnússon rak Jónas úr starfí sínu fyrir að sitja í sæti sínu á Saga class sem greitt hafði verið fyrir og hann átti samkvæmt því fyllsta rétt á að sitja í. Þetta þóttu ýmsum fáheyrðar forsendur uppsagnar. Starf Jónasar á Stöð 2 kom honum í samband við mann að nafni Tim Ellis, sem hafði milligöngu um að ráða hann í það starf sem hann gegnir núna. „Við Tim Ellis vorum starfsfélagar að því leyti að við sáum um tíma báðir um að velja efni og semja um efnisflutning fyrir sjónvarpsrásir sem við störfuðum við. Við hitt- umst oft á sýningum af því til- efni,“ segir Jónas. „Eitt sinn hafði ég við orð að kominn væri í mig nokkur starfsleiði enda var þá ýmis- legt að gerast í mínu starfsum- hverfi sem mér geðjast miður vel að. Tim spurði þá hvort ég gæti hugsað mér að koma til starfa í Hollandi. Ég sagði sem svo að það mætti hugsa það mál. Þegar upp- sögnin á Stöð 2 var skömmu síðar orðin að veruleika hringdi ég í Tim Ellis og sagði honum frá hvemig farið hefði. Hann ætlaði fyrst ekki að trúa sögu minni, en svo fjarstæð þótti honum ástæðan fyrir upp- sögninni að hann hló dátt, hann var ekki einn um það, ýmsir í er- lenda sjónvarpsheiminum hlógu með. Tim sagðist láta fljótlega heyra frá sér og stóð við það. Þetta var á mánudeginum, sama daginn og mér var sagt upp, fyrst sagði ég þetta fjölskyldu minni, síðan samstarfsfólki og svo Tim. Daginn eftir fór ég upp í sveit, þegar ég kom aftur á miðvikudeginum lágu fyrir skilaboð um að ég ætti að hringja í Tim Ellis. Ég gerði það og hann sagði mér þá að fyrirtæk- ið sem hann var starfsmaður hjá, Nethold, vildi ráða mig til starfa, en það væri hins vegar ekki fullfrá- gengið við hvað ég ætti að vinna. Það skýrðist hálfum mánuði seinna og þá fór ég út til Hollands og hóf þar störf.“ Nethold er suður-afrískt fyrir- tæki að hluta til, hinn hlutinn er í eigu svissneska stórfyrirtækisins Richmónt, sem á m.a. Cartier, Dunhill og fleiri stór fyrirtæki. Hjá Nethold starfa um 6.500 manns og fyrirtækið veltir 100 milljörðum króna á ári. Núna eru áskrifendur þess 2,5 milljónir manna. Nethold ætlar sér að koma sínum sjón- varpsrásum um allan hnöttinn. Við hjá Nethold erum einskonar „Sky“ Evrópu og Afríku. Mitt starf hjá Nethold felst eins og fyrr sagði að mestu í samningagerð, sem getur verið býsna flókin og er allt- af mikil og hörð vinna. Þetta ár er búið að vera eitt stórt ævintýri. Þegar ég kom til Hollands var ég þar í tvo daga, síðan flaug ég til Suður-Afríku og var þar í fjóra daga, siðan flaug ég til New Orle- ans og var þar í fimm daga, síðan til baka til Hollands og var þar í þrjá daga og svona hefur þetta gengið síðan. Upprunalega hóf Nethold starf- semi sína í Suður-Afríku en síðan færði það út kvíamar og hóf starf- semi í Hollandi og Belgíu, á öllum Norðurlöndunum nema íslandi, Austur-Evrópu og Ítalíu. í síðast- nefnda landinu á Nethold 25 pró- sent í stærstu sjónvarpsstöðinni en rekur hana alveg. Ég er að vinna með öllum þessum aðilum. Við bjóð- um upp á „pakka“ af sjónvarps- stöðvum. Fólk gerist áskrifandi að Filmnet, sem er aðalstöðin, síðan eru ýmsar aðrar sjónvarpsstöðvar sem hægt er að kaupa aðgang að líka. Hægt er þar með að verða áskrifandi að þremur sjónvarps- stöðvum, fimm sjónvarpsstöðvum o.s. frv. Mitt starf er að kaupa sjón- varpsstöðvar inn á þá markaði sem við erum að vinna á, ef svo má segja. Ég sem við þessar stöðvar um að koma þeim irin j þessi land- svijéði.sem við erunri jað vinna í, síð- an eru aðrir sem.taka við og selja áskriftifnar. í stáð þéssa að kaupa efni til sýningar á sjónvarpsrás er ég núna að kaupa allt efni heilu sjónvarpsstöðvanna eða að búa til nýjar sjónvarpsstöðvar. í síðustu viku byrjaði MTV að senda út á Ítalíu. Ég samdi við MTV og fékk þá til að búa til þessa ítölsku rás. Við semjum við sjónvarpsstöðvar sem framleiða og sýna efni sem við teljum að fólk í öðrum löndum vilji gerast áskrifendur að. Gagngerar breytingar sjónvarpsheimsins Allar þessar sendingar fara í gegnum gervihnetti. Það sem er að gerast núna er að sjónvarps- heimurinn í Evrópu er að taka gagngerum breytingum. Það pláss sem ein sjónvarpsstöð þurfti áður í gervitungli getur nú rúmað átta sjónvarpsstöðvar. Þessi bylting or- sakast af hinu stafræna kerfi sem þjappar efninu miklu meira saman en áður var hægt. Við erum núna að vinna að því að setja á stofn fyrstu stafrænu sjónvarpsstöðv- arnar í gervitungli í Evrópu og Afríku. Við erum stærstu leigjend- ur í Evrópu að plássi í gervitungl- um í þessu stafræna kerfi sem nú er að byija. Ég er ábyrgur fyrir allri samningagerðinni hvað efni snertir fyrir alla Evrópu og Afríku, en það eru aðrir sem semja um plássið í gervitunglunum. Það eru risastór fyrirtæki sem eiga gervi- tunglin, það er gífurleg fjárfesting að fara út í slíkt. Leigan sem við t.d. komum til með að greiða fyrir pláss í gervitunglum er um hundr- að milljónir dollara á ári, eða um sjö milljarðar íslenskra króna. í allri Evrópu komum við til með að bjóða upp á 35 sjónvarpsstöðvar sem komnar verða í gagnið fyrir lok ársins 1997. Svo komum við til með að bjóða upp á 40 rásir þar sem hægt er að velja um kvik- myndir á fimmtán mínútna fresti. Áhorfandinn athugar einfaldlega hvað í boði er á öllum þessum rás- um með fjarstýringunni sinni og velur sér síðan mynd og borgar bara fyrir að sjá hana. Þetta er alveg nýtt í Evrópu en hefur verið í boði í Bandaríkjunum og líkað mjög vel. Þetta verður augljóslega mikil samkeppni við videoleigum- ar. Það má segja að þetta fyrir- komulag færi videoleiguna heim í stofu til fólks. Það þarf ekki leng- ur að fara út og dusta snjóinn af bílnum og aka út í bæ til sækja spólu og fínna svo kannski ekkert nýtt þegar þangað kemur. Þegar þar að kemur mun sem sagt á fimmtán mínútna fresti bjóðast ný mynd á' hverri hinna 40 sjónvarps- rása fyrir áskrifendur að móður- rásinni, auk fastagjalds fyrir hana er svo aðeins borgað fyrir að sjá þá mynd sem verður fyrir valinu. Stafræna kerfið gerir þetta mögu- legt. Myndgæði og hljóð eru miklu betri í stafræna kerfinu en það sem áður hefur þekkst. Hægt er að nota venjulegt sjónvarp til þess að ná þessu kerfi. Það er aðeins sett lítið tæki eða breytir í loftnetið sem snýr útsendingunni yfir í hið staf- ræna kerfi. Spennandi starf en lýjandi „Núna er sem sagt verið að undirbúa þessa miklu breytingu og ég er í miðju kafi að vinna að því með umfangsmikilli samninga- gerð. En svo kemur að því seinna að þessi markaður mettast. Þegar að því kemur hugsa ég mér senni- lega til hreyfings. Ég ætla ekki að verða gamall í þessu starfi. Þetta er mjög spennandi en líka mjög lýjandi. Það tekur á þolin- mæðina að vera stöðugt að semja en þetta hefur gengið ef marka má það að ég er orðinn helsti samn- ingamaður fyrirtækisins. Ég hef lært líeilmikið af þessu á alla vegu, hvort heldur sem er í notkun enskrar tungu eða samninga- tækni, að sjá hvenær lag er til að semja. Það er miklu meira virði að kunna að þegja en tala. Um leið og maður fær andstæðinginn til að tala aukast líkurnar til að hann tali af sér. Ég hef alltaf lög- fræðing með mér og fulltrúa frá sjónvarpsrásinni sem ég er að semja fyrir og þekkja það land- svæði sem verið er að fjalla um í það og það skipti. Áður en farið er inn á fundina fer fram undirbún- ingsvinna, ákveðið er hvað á að segja og hver segir hvað o.s.frv. Eg hef ritara í Hollandi sem sér um bréfaskriftir, innanhússpóst og ýmiss konar samskiptamál fyrir mig. Auk þess að vera í fullu starfi sem slíkur sér ritarinn um að skipuleggja öll mín ferðalög og fundi, bóka fyrir mig hótel og panta flugmiða auk ýmislegs ann- ars. Að koma öllu þessu heim og saman krefst oft á tíðum heilmikill- ar skipulagningar. Fyrst var ég búsettur í Hollandi en síðan kom í ljós að hentugra væri að ég hefði aðsetur í London, þar er í ýmsu tilliti miðstöð alþjóðlegra viðskipta. Ég er þó með skrifstofu í Hollandi og flýg þangað mjög oft en er núna að auki með skrifstofu í London. Mikið af vinnutíma mínum fer þó í að sitja fundi eins og fyrr sagði og fljúga á milli landa. Ég tók eina viku að gamni mínu sam- an hvað ég eyddi miklum tíma í flugvélum og flughöfnum og tald- ist svo til að það væru 45 tímar þá vikuna, fyrir utan fulla vinnu- daga, og var sú vika þó ekkert ásetnari en venjulegar vikur eru hjá mér. Ég flýg oft á kvöldin og næturnar og fer svo beint úr flug- vélinni á fundi. Svona gengur þetta kannski dag eftir dag. Til þess að mæta því álagi sem svo mikil ferða- lög óneitanlega eru reyni ég að nýta flugtímann til þess að sofa. Oft syfjar mig þegar vélin fer að hreyfast og þá er um að gera að leggja frá sér blaðið og reyna að gleyma sér, þótt ekki sé nema nokkrar mínútur, það getur verið dýrmæt hvíld.“ - En hver skyldu vera launin fyrir alla þessu miklu vinnu? „Peningarnir eru þó ekki allt, reynslan sem ég fæ í þessu starfi er ekki síður mikils virði,“ svarar Jónas. Það fer ekki hjá þvi að þessi mikla vinna, ferðalög og búsetu- breyting hefur haft mikil áhrif á einkalíf Jónasar og fjölskyldu hans. „Konan mín, Helga Benediktsdótt- ir arkitekt, reynir að fljúga til mín til London um hveija helgi,“ segir hann. „Þetta er okkar aðferð til þess að viðhalda okkar góða hjóna- bandi, sem staðið hefur nú í 25 ár. Við getum þetta vegna þess að við erum ekki með nein lítil börn, einkadóttir okkar er orðin uppkomin og sjálf komin með fjöl- skyldu. Ýmsum kann að þykja þetta einkennilegt heimilislíf og víst er það óvenjulegt en á móti kemur að fjarvistir, ef þær eru ekki of langar, styrkja ástina. Manni verður betur ljóst en áður hve mikil gjöf góður maki er í líf- inu og hversu nauðsynlegt er að rækta samband sitt við hann, auð- sýna honum kærleika og virðingu og meta hann sem einstakling í leik og starfi. Með því að halda heimili á tveimur stöðum upphefst sú áhersla sem oft er lögð á að skapa umgjörð um heimilislífið og hitt verður miklu mikilvægara að fá að vera saman. Þannig er hægt að gera þennan vankant, sem bú- seta hjóna í hvort í sínu landi óneit-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.