Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Veiðidagiir bama o g unglinga í Elliðaánum STANGAVEIÐIFÉLAG Reykjavík- ur stendur fyrir veiðidegi í Elliðaán- um meðal ungra félagsmanna sinna þriðjudaginn 15. ágúst. Öllum fé- lagsmönnum SVFR 15 ára og yngri er boðið að veiða ókeypis í Elliðaán- um undir leiðsögn árnefndarmanna og annara félagsmanna sem þekkja árnar mjög vel. Tilgangurinn með þessum veiði- degi er að kynna yngri félagsmönn- um SVFR Elliðaámar, kenna þeim að veiða í straumvatni, kenna þeim almennar veiðireglur og síðast en ekki síst að auka ánægju þeirra af vemnni í Stangaveiðifélagi Reykja- víkur. Safnast verður saman hjá veiði- húsinu við Elliðaárnar kl. 14.30. Kl. 14.45 verður viðstöddum börn- um og unglingum skipt upp í 6 hópa og dregið verður um á hvaða svæði hver hópur lendir (tveir hópar eru á hverju svæði). Veiði byrjar síðan kl. 15. Að lokinni veiði verður aftur safnast saman við veiðihúsið, árangur dagsins skoðaður og þegn- ar veitingar. Svæðiaskipting og viðvera á svæðum verður með sama sniði «g á venjulegum veiðidegi, þ.e. veitt er tvær klst. á hverju svæði og þá skipt. Leiðsögumenn verða einung- is þaulreyndir félagsmenn SVFR sem gerþekkja Elliðaárnar. Þeir munu fræða veiðimennina um helstu veiði- og tökustaði, nöfn þeirra og sögu, auk þess að hjálpa þeim sem á þurfa að halda við veið- arnar. Landverðir í Skaftafelli styðja félaga sína í Herðubreiðarlindum LANDVERÐIR í þjóðgarðinum í Skaftafelli lýsa yfir stuðningi við aðgerðir landverða í Herðubreiðar- lindum til að mótmæla staðsetningu fyrirhugaðrar Fljótsdalslínu, segir í tilkynningu frá Landvörðum í Skaftafelli. „Ábyrgð íslendinga í umhverfis- málum er mikil, þeir eru herrar yfir náttúru sem stenst samjöfnuð við það sem merkast þekkist á jörðinni. íjóðinni ber því skylda að forðast öll spjöll sem rýra náttúru landsins. Fransk-íslensk- ur kvartett á Jazzbarnum KVARTETT franska bandeoneon- leikarans (bandeoneon er sérstök gerð harmoniku) Oliviers Manoury og bassaleikarans Tómasar R. Ein- arssonar heldur tónleika í kvöld, sunnudaginn 13. ágúst, á Jazzbarn- um í Lækjargötu og hefjast tónleik- arnir kl. 22 og er aðgangur 500 kr. Þeir félagar hafa oft spilað sam- an áður og að þessu sinni hafa þeir fengið til liðs við sig píanóleik- arann Kjartan Valdimarsson og trymbilinn Matthías Hemstock. Efnisskráin samastendur af lög- um eftir þá Olivier, Tómas, Kjartan og Matthías og er ekki síst undir töluverðum áhrifum frá suður- amerískri tónlist’ og tangómúsík. Mistök sem gerð eru í dag fylgja okkur um alla framtíð, við eigum bara þetta eina land. Látum því ekki peningaleg skammtímasjónarmið og þröngsýni verða þess valdandi að ómetanlegri náttúruperlu verði fórnað undir mannvirki. Ef þau eru nauðsynleg má vafalaust finna þeim annan stað en fyrirhuguð leið Fljótdalslínu gerir ráð fyrir, þar sem spjöllin af þeim verða minni." Verð: 1 stk. kr. 990. 12 í kassa -10% afsláttur kr. 10.800. 5% staðgreiðsluafsláttur, einnig af póstkröfum greiddum innan 7 daga. SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1995 B H Gluggatjaldaefni frá kr. 200 pr. metri. Rúmteppaefni r. 996 pr. metri. Handklæði, rúmfatnaður og fleira. 20 afsláttur af öðrum vörum. GARDINUBUÐm Skipholtí 35, sími 533 5677. Sumarauki í september i ísland, Danmörk og Þýskaland 04.-16.09. Ekið verður frá Reykjavík norður um land til Mývatns þar sem gist verður fyrstu nóttina. Þaðan er ekið til Seyðisfjarðar og siglt með viðkomu í Færeyjum til Danmerkur, ekið inn í Þýskaland og ferðast þar um. Flogið er síðan heim frá Lúxemborg. Verð á mann 89.440,- Innifalið er sigling, flug, allur akstur, gisting í tveggja manna herbergjum með baði og morgunverði, flugvallarskattur og íslensk fararstjórn. Ath.: Fyrirhugaðar eru fleiri og styttri ferðir til Þýskalands í haust. Einnig er hægt að hefja ofangreinda ferð með flugi til Hamborgar þann 8. september. Fe rðaakrffstofa GUDMUNDAR JÓNASSONAR HF. Borgartúni 34, sími 511-1515 JAPISS BRAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI SÍMI 562 5200 / EINLEIKARAR / VOFF / OFL. OFL.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.