Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 22
22 B SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ am ■pmMB h^ji U U A l I \/C? /K A D ÉPIkm^wmWmWmMM/\LJC^LYC)ir\l(iz7/\R ÍSLANDSBANKI Lögfræðingur íslandsbanki hf. auglýsir eftir lögfræðingi til starfa í lögfræðideild bankans. Starfið er aðallega fólgið í yfirumsjón með rekstri inn- heimtumála deildarinnar. Umsækjandi þarf að hafa skipulagshæfileika, vera nákvæmur og eiga auðvelt með að umgangast fólk. Hann þarf að vera vanur að nota tölvur. Nánari upplýsingar veitir Jón G. Briem, forstöðumaður lögfræðideildar, í síma 560 8757. Umsóknir sendist Guðmundi Eiríkssyni, starfsmannaþjónustu íslandsbanka hf., Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík fyrir 25. ágúst 1995. Leikskólakennarar Auglýstar eru lausar til umsóknar stöður leik- skólakennara við leikskólann Bestabæ á Húsavík. Umsóknarfrestur er til 15. september 1995. Húsavíkurbær aðstoðar við útvegun hús- næðis og flutning búslóðar. Upplýsingar veitir, Guðrún Friðjónsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, í síma 464-1255 á vinnutíma. Bæjarstjórinn á Húsavík. Stykkishólmur lögfræðingur Óskum eftir að ráða lögfræðing til starfa hjá Sýslumanninum í Stykkishólmi. Starfið felst meðal annars í að annast saka- mál, taka ákvarðanir um ákærur og annast önnur almenn verkefni löglærðs fulltrúa. Viðkomandi þarf að geta starfað sjálfstætt og tekið ábyrgar ákvarðanir. Starfsreynsla æskileg, ekki skilyrði. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar „Lögfræðingur 289“ fyrir 19. ágúst. Kjötiðnaður Hvolsvöllur/Selfoss Sláturfélag Suðurlands óskar eftir að ráða sem fyrst kjötiðnaðarmenn og verkamenn vana úrbeiningu til starfa í starfsstöðvum félagsins á Hvolsvelli og Selfossi. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu félagsins á Fosshálsi 1, Reykjavík og í starfs- stöðvum félagsins á Hvolsvelli og Selfossi. Umsóknarfrestur er til 18. ágúst nk. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri í síma 567-7800. Atvinnurekendur! Ég heiti Þórunn og bý í Reykjavík. Mig vant- ar vinnu fyrir hádegi, til frambúðar. Er vön tölvuskráningu. Áhugasamir sendi nafn og símanúmer til afgreiðslu Mbl. fyrir 22. ágúst, merkt: „Framtíðarstarf". Bygginga- eftirlitsmaður Opinber aðili sem er að hefja umfangsmikl- ar verklegar framkvæmdir óskar að ráða daglegan eftirlitsmann með byggingafram- kvæmdum tímabundið frá 1. okt. í um það bil 18 mánuði. Leitað er að iðnlærðum einstaklingi með meistararéttindi. Laun taka mið af opinber- um samningum. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýs- ingar fást á skrifstofu okkar. Umsóknarfrestur er til 26. ágúst nk. CtIJÐNT Tónsson RÁDGIÖF & RÁDNINGARÞIÓNUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI 5-62 13 22 Kennarastöður Umsóknarfrestur um eftirtaldar kennara- stöður framlengist til 20. ágúst nk. Barnaskólinn í Staðarhreppi V-Hún.: Almenn kennsla. Grunnskólinn á Hvammstanga: Almenn kennsla og íþróttir. Húnavallaskóli: Almenn kennsla og smíðar. Barnaskólinn á Sauðárkróki: Almenn kennsla. Upplýsingar um lausar stöður gefa skóla- stjórar skólanna og fræðslustjóri umdæmis- ins. Umsóknir sendist skólastjórum viðkomandi skóla. Fræðslustjóri Norðurlandsumdæmis vestra, Kvennaskólanum, 540 Blönduósi. Símar 452 4209 og 452 4369. Hafnarfjörður Tilsjónarmenn Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar óskar að ráða tilsjónarmenn til starfa til stuðnings barnafjölskyldum. Sérstaklega er óskað eftir starfsmönnum eldri en 30 ára með reynslu af barnauppeldi. Upplýsingar um störfin veitir Soffía Ólafs- dóttir, félagsráðgjafi, alla virka daga í síma 565-5710 milli kl. 13.00 og 14.00. Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði. Aðstoðar- deildarstjóri Staða aðstoðardeildarstjóra (80%) á A-4 er laus til umsóknar. Um er að ræða starf á notalegri hjúkrunardeild með 23 vistmönnum. Hjúkrunarfræðingar óskast á næturvaktir fyrir hjúkrunardeildir. Um er að ræða stöður þar sem tveir eða fleiri hjúkrunarfræðingar skipta með sér vöktum alla daga vikunnar. Upplýsingar veitir ída Atladóttir, hjúkrunar- forstjóri, í síma 5535262 og 5689500. HEILSUSTOFNUN NLFÍ, HVERAGERÐI Hjúkrunarfræðingar Lausar eru til umsóknar tvær stöður hjúkrun- arfræðinga. Hjúkrun í Heilsustofnun er fjöl- breytt og býður upp á ýmsa möguleika og frumkvæði. Mikil áhersla er lögð á heil- brigðiseflingu, fræðslu og teymisvinnu. Gott íbúðarhúsnæði er í boði ef óskað er. Nánari upplýsingar gefur Gunnhildur Valdi- marsdóttir, hjúkrunarforstjóri, í símum 483 0322 og 483 0300. Viðskiptafræðingur Opinber stofnun óskar eftir að ráða við- skiptafræðing í eftirlitsstarf. Viðkomandi þarf að vera töluglöggur, hafa gott vald á rituðu máli og góða framkomu en geta sýnt festu og ákveðni ef því er að skipta. Góð vinnuaðstaða, samstilltur hópur og áhugaverð verkefni. Fullum trúnaði heitið og öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir, þar sem ítarlega er gerð grein fyrir starfsferli o.fl., berist afgreiðslu Mbl. fyrir 22. ágúst nk., merktar: „Skipulegur - 10900“. Þroskaþjálfi óskast Þroskaþjálfi, uppeldismenntaður starfskraft- ur eða starfsmaður með reynslu af störfum með fötluðum óskast til starfa í Ragnarssel í Keflavík, sem er dagvist fyrir fötluð börn. Um er að ræða 100% starf og þarf viðkom- andi að geta hafið störf sem fyrst. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrif- stofu félagsins á Suðurvöllum 9, Keflavík, í símum 421 5331 og 421 5330. SAUÐÁRKRÓKSBÆR Frá Barnaskólanum á Sauðárkróki Kennara vantar til almennrar bekkjarkennslu við skólann næsta skólaár. Upplýsingar gefa Hallfríður Sverrisdóttir, í vinnusíma 453-5178 og heimasíma 453-5848, og Björn Björnsson, í vinnusíma 453-5178 og heimasíma 453-5254. VINNU- OG DVALARHEIMILI SJÁLFSBJARGAR Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa á vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar. Um er að ræða 100% starf. Vinsamlega hafið samband við hjúkrunarfor- stjóra, Guðrúnu Erlu Gunnarsdóttur, milli kl. 11 og 12 virka daga í síma 552 9133. Dvalarheimilið í Sjálfsbjargarhúsinu er ætlað hreyfihömluðu fólki, er þarfn- ast aðstoðar og umönnunar allan sólarhringinn. íbúar eru 45 og starfsmenn um 50. Hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafi, iðjuþjálfi, sjúkraliðar og aðrir starfsmenn vinna við heimilið. Viö vinnum nú sórstaklega að því að auka lífsgæði íbúða heimilisins. Boðið er gott starfsumhverfi á vinnustað í hjarta borgarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.