Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1995 B 27 RAD.A UGL YSINGAR OSKAST KEYPT Ferskfiskútflutningur Stórt fyrirtæki á sviði dreifingar sjávar- afurða, sem hefur höfuðstöðvar í Bandaríkjunum, leitar að íslenskum samstarfsaðilum. Fyrirtækið, sem er gamal- gróið og fjárhagslega traust, hefur áhuga á hágæða ferskum og frosnum pakkningum. Við erum sérstaklega með í huga þorsk, ýsu, karfa og flatfiskflök í upphafi, en höfum einnig hug á öðrum tegundum. Um verulegt magn er að ræða og verða kaup allan ársins hring. Verð miðast við afhendingu í Keflavík og við sjáum um að útvega flutningarými og annað er varðar flutninga. Helst kjósum við að eiga viðskipti við fiskvinnslufyrirtæki með eigin skip og kvóta. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir framleiðanda sem vill vera hluti af sjávarútvegi framtíðar- innar. Vinsamlegast sendið svar yðar í fyllsta trún- aði til afgreiðslu Mbl., merkt: „FF - 0916“. Til sölu eða leigu rekstur íhjarta borgarinnar Vegna sérstakra aðstæðna er til leigu fyrir- tæki í fullum rekstri í miðbænum. Möguleiki á sölu, ýmis skipti koma til greina. Upplýsingar í síma 562 2775. Árshátíð - tilboð Félag í Reykjavík óskar eftir tilboði í árshátíð fyrir 100-140 manrfs, sem haldin yrði á tíma- bilinu 15. sept. - 15. nóv 1995. Óskað er eftir tilboði í: A) Árshátíð sem haldin yrði utan Reykjavíkur. Ferðir, gisting 1 nótt, árshátíð (matur & hljómsveit). B) Árshátíð sem haldin yrði á Reykjavíkur- svæðinu (matur & hljómsveit). Aðrar hugmyndir koma einnig til greina. Tilboð, merkt: „Gaman - Gaman - 17", sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 23. ágúst nk. Kirkja og börn í borg Sumarnámskeið Dómkirkjusafnaðar fyrir börn 6-10 ára verður 21. til 25. ágúst frá kl. 13 til 17 dag hvern. Á dagskrá er m.a. föndur, helgistundir, útileikir og skoðunar- ferðir. Námskeiðsgjald kr. 1.500. Skráning fer fram árdegis í safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a, í síma 562-2755. Til sölu BMW 735 iA, árg. 1989, ekinn 92 þús. km. með öllum hugsanlegum aukabúnaði. Skipti athugandi. Upplýsingar í síma 561 4390 og 894 1390. íslenskar lækningajurtir Anna Rósa Róbertsdóttir MINMH Dip.phyt. heldur námskeið um lækningamátt íslenskra jurta 22. og 24. ágúst kl. 20.00-22.00. Kennt að búa til áburð, te og seyði. Hámarksfjöldi 10 manns, verð kr. 4.900. Skráning í síma 551 0135. FUNDIR - MANNFA GNAÐUR íþróttakennarar Aðalfundur íþróttakennarafélags íslands verður haldinn í íþróttahúsi íþróttakennara- skóla íslands á Laugarvatni 16. ágúst nk. kl. 20. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Óska eftir íbúð 3ja-4ra herþergja íþúð óskast sem fyrst fyr- ir fjölskyldu utan af landi, sem næst svæðinu Háteigsvegur - Hlíðahverfi. Góð umgengni, reglusemi og öruggar greiðslur. Upplýsingar í símum 426 8250 og 426 7088. Húsnæði óskast Læknir óskar eftir 3ja-4ra herbergja íbúð til leigu. Upplýsingar sendist til afgreiðslu Mbl., merktar: „S - 10898“ Húsnæði óskast Læknisfjöldskylda, sem er að flytja til íslands, óskar að leigja húsnæði á Stór- Reykjavíkursvæðinu, gjarnan í Kópavogi, frá og með 20. ágúst eða mánaðarmótunum ágúst - september. Sérstakur áhugi á litlu einbýli, raðhúsi eða sérh. í tvíbýli. Tilboð sendist afgreiðslu Mbl., merkt: „SV - 10893“. Ibúð óskast 3ja-4ra herb. íbúð óskast til leigu í borginni. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar eða í heimasíma 55-11916. Q JÐNT ÍÓNSSON RÁDGÍÖF & RÁDNINGARÞIÓNUSTA HÁTEIGSVEGI7,105 REYKJAVÍK, SÍMI 5-62 13 22 V/ö Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 5 Sími 568 5140 L2K. 551 Sauðárkrókur, sími 453 6300, fax453 6301 Brautskráning búfræðinga verður í Hóladóm- kirkju laugardaginn 26. ágúst kl. 17.00. Nýnemar mæti í skólann sunnudaginn 10. september. Skólasetning verður þann dag kl. 17.00. Áherslusvið: Hrossarækt - reiðmennska - tamningar fiskeldi - vatnanýting - ferðaþjónusta. Valsvið: Nautgriparækt - sauðfjárrækt - smáiðnaður hlunnindabúskapur. Verið velkomin heim að Hólum! Skólastjóri. Ódýr saumanámskeið Samvinna við Burda. Sparið og saumið fötin sjálf. Mest 4 nemendur í hóp. Námskeiðin er fyrir byrjendur og lengra komna. Ókeypis Burda sníðabiöð. Upplýsingar gefur Sigrfður Pétursdóttir, saumakennari, í sfma 551 7356. Auglýsing frá prófnefnd vátryggingamiðlara Prófnefnd vátryggingamiðlara stendur fyrir námskeiði og prófi til að uppfylla þekkingar- skilyrði fyrir leyfi til vátryggingamiðlunar. Námið skiptist í þrjá hluta. Áætlað er að kennsla hefjist í fyrsta hluta 13. september 1995 og Ijúki í þriðja hluta í apríl 1996. Kennt verður á tveimur önnum. Þátttökugjöld í námskeiðinu eru alls kr. 198.000,- og skiptast þau þannig: Innritunargjald kr. 25.000,- Kennslugjald, haustönn kr. 74.000,- Kennslugjald, vorönn kr. 99.000,- Skráning fer fram hjá Endurmenntunarstófn- un Háskóla íslands á tímabilinu 15. ágúst til 5. september nk. Tekið skal fram að gjöld fyrir þátttöku í nám- skeiðinu eru óháð því gjaldi, sem greiða þarf fyrir leyfi til vátryggingamiðlunar skv. lögum sem um það efni gilda hverju sinni. Nánari upplýsingar um námskeiðið og nám- skeiðsgjöld, fyrirkomulag kennslu, kennslu- greinar og próf eru veittar hjá Endurmennt- unarstofnun Háskóla íslands í síma I 525-4923, 525-4924 og 525-4925, virka daga kl. 09.00-17.00. Innritað verður í öldungadeild skólans mið- vikudaginn 23. ágúst, fimmtudaginn 24. ág- úst, föstudaginn 25. ágúst og mánudaginn 28. ágúst, kl. 13 til 19 alla dagana. Kennslugjald á haustönn er 9.000 krónur fyrir einn áfanga, 12.000 kr. fyrir tvo, 14.000 kr. fyrir þrjá. Síðan þætast við 1.000 krónur á áfanga, þó aldrei hærra gjald en 20.000 krónur. Nemendur þurfa að vera orðnir tvítugir (eða verða tvítugir á önninni). Önnur inntökuskil- yrði eru engin. Nánari upplýsingar um nám og námsefni verða í auglýsingu í Morgunþlaðinu sunnu- daginn 20. ágúst. Rektor Á ef ri hæð húseignarinnar á Sólvöllum 7 á Akureyri er til sölu nokkuð merkilegt rými, ca 220 fm. Hæðin samanstendur af tveimur íbúðum, 4ra og 2ja herbergja, bílskúr og óinnréttuðu en íbúðarhæfu risi. Æskileg væru skipti á 3ja herbergja íbúð í Reykjavík, en allir möguleik- ar ræddir ef samið er strax. Verðhugmynd um 9 millj. Áhvílandi 3,3 millj. Upplýsingar gefur Unnur í síma 462-4275 allan daginn næstu daga. Sandgerði Tjarnargötu 4 - 245 Sandgerði - kt. 460269-4829 Sími 423-7554, 423-7555 - Fax: 423-7809 Húsnæði Lausar eru til umsóknar eftirtaldar félagsleg- ar kaupleiguíbúðir í Sandgerði. Vallargata 10a og Vallargata 12a, 3 herb. parhús 86,9 m2. Sólheimar 1, 3 herb. parhús, 82,5 m2. Holtsgata 7a, 5 herb. parhús, 125,8 m2. Upplýsingar veitir bæjarstjóri á skrifstofu Sandgerðis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.