Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1995 B 5 kjaftfór við yfirvöld en reyndist síðan einn af öflugri snuðrurum Stasí. Persónuleikaklofningur er vissulega algengt fyrirbrigði í sjúkdómsgrein- ingum um allan heim en með tilliti til tæplega tvö hundruð þúsund snuðrara (á árinu 1988) væri slík greining gróf einföldun og ekki laus við sérfræðihroka. Því eins og ýmsar sálfræðikenningar um siðferðis- þroska vísa á er það stór hluti af persónuþroska einstaklings og vel- líðan hans sem samfélagsveru að geta tileinkað sér boð og bönn sam- félagsins. En til þess verður hann að vilja tileinka sér gildi samfélags- ins og gerast þar með gagnlegur föðurlandinu á einn eða annan hátt. Nú mætti ætla sem svo að slíkur vilji til að tileinka sér leikreglur sam- félagsins samræmist þeim tilhvötum snuðrara, sem Stasí kallaði einu nafni „skilning á samfélagslegri nauðsyn“. En er hollt að selja sálu sína? Hvar liggja mörkin á milli sjálf- ráða einstaklings og strengjabrúðu? Fullyrðing Stasí var sú að tilhvat- ir kandídatsins myndu einmitt ná markmiði sínu í verkefnum leyni- þjónustunnar og margir töldu sig breyta í þágu föðurlandsins. En þar sem snuður þótti skítverk höfðu báðir aðilar, Stasí og fréttaberinn, þörf fyrir tilgang sem helga myndi meðalið. Fjölmargir voru sannfærðir frá upphafi um ágæti iðju sinnar eins og t.d. IM „Karin Lenz.“ Hún segir m.a. að fyrir henni hafi Alþýðu- lýðveldið verið gildi út af fyrir sig og þegar hún hafi verið beðin að snuðra hefði hún furðað sig á því að Stasí hefðu ekki beðið sig löngu fyrr, því hún hafi alltaf hugsað með sér: „Þú myndir halda kjafti, smygla þér inn í raðir óvinanna og segja síðan félögunum [hjá Stasí] hvað hinn vondi óvinur aðhefst." Sjaldgæft er að fyrrverandi snuðr- arar sýni þann kjark að tala um iðju sína eins og „Karin Lenz“ gerir í samtali sínu við austurþýsku um- bótasinnana Irene Kukutz og Katja Havemann sem hún njósnaði um árum saman. „Karin Lenz“ segir á öðrum stað: „Hvað varðar tilhvatir mínar er ég engin undantekning. Hvað fær manneskju til að gera svona lagað? Gott og vel, maður getur kennt kerfinu um en það er bara bull. [...] Ég hef iíka reynt að afsaka mig með því að hafa breytt samkvæmt sannfæringu minni og gildandi lögum. En það á engan veginn við í dag. [...] Þetta er mál sem ég þarf ekki aðeins að gera upp við mína eigin sannfæringu heldur verð ég líka að gera ráð fyrir því að í dag gilda önnur lög. Meðan ég starfaði fyrir Stasí hvarflaði aldrei að mér að neita því sem farið var fram á. [...] Ég hljóp bara um eins og strengjabrúða. Þessi tilhugsun pirrar mig ofboðslega."6 Þar sem tilhvöt snuðrarans sam- ræmdist ekki bara heimabakaðri Stasí-dyggð heldur einnig gildandi lögum landsins varð hún auðveldlega yfirsterkari samviskutogstreitunni um siðferðilegt réttmæti samvinn- unnar. Eftir á að hyggja er nokkuð ljóst að þessir „heimafengnu baggar dyggða" voru einungis hollir einræð- isherrunum svo fréttaberinn gæti svæft sína persónulegu innri rödd. Þetta dæmi um blinda sannfær- ingu sem spyr sig ekki fyrr en of seint að réttmæti verknaðarins leiðir að athugasemd eins þekktari fórnar- lamba leyniþjónustunnar, rithöfund- arins Jurgens Fuchs. Hann sat í fangelsum Stasí vegna ritsmíða sinna og var síðan vísað úr landi á miðjum sjöunda áratugnum en átti áfram í höggi við útsendara Stasí í Vestur-Berlín. Fuchs er manna iðn- astur við að gagnrýna leynimakk gömlu valdaklíkunnar og fordæma verk snuðraranna en hann varar þó gagnrýnendur við að fyllast sjálfum- gleði í dómum sínum. Sjálfumgleðin endurtekur nefnilega það sem gagn- rýnin beinist að: Hún bendir sífellt á „hinn“. Miklu heldur væri ástæða til að spyija sig: „Afhveiju varð ég ekki eins og hinn; semsagt að þykj- ast ekki hafa höndlað sannleikann."8 Misnotkun trúnaðartrausts En það var ekki nóg fyrir Stasí að afla samstarfsmanna heldur þurfti að halda þeim við efnið. Liðs- foringjarnir brugðu sér í hlutverk sáluhjálpara, byggðu upp vingjarn- legt trúnaðartraust milii sín og snuðrarans og höfðu djúpan skilning á hugðarefnum og persónulegum vandamálum hans. Að hætti með- ferðaraðila kynntu þeir sér lífshlaup og helstu áhrifavalda í félagsmótun viðkomandi og hvernig hann hefði brugðist við innri togstreitum fram að þessu. En munurmn á hlutverki trúnaðartrausts í aðferðum með- ferðaraðila og herkænsku liðsfor- ingja er sá að meðferðaraðili hjálpar skjólstæðingi sínum til sjálfstæðis í skjóli trúnaðartraustsins og varast að gera hann háðan sér til lang- tíma. Liðsforingjarnir beindu snuðr- aranum hinsvegar inn blindgötu og undir lúmsku yfirborði traustrar vin- áttu á jafnréttisgrundvelli var hann bundinn tryggum böndum við móð- urstöðvarnar - Stasí. Leynivopn liðsforingjanna var vitneskja þeirra um að hægara er að hafa áhrif og völd yfir fólki í skjóli viðurkenningar og trúnaðartrausts en með því að beita það sýnilegu valdi. Ofangreind 1M „Karin Lenz“ varð þeirri stundu fegnust þegar hún loks í þriðju tilraun hitti á liðsforingja sem tókst að byggja upp slíkt traust. „Áður fyrr var ég rótlaus, en fann þó loksins rætur mínar í Stasí. [...] Ég gat hringt að nóttu jafnt sem degi og þá hafði IM-liðsforinginn Detlef tíma fyrir mig.“7 Menn gáfu liðsforingjanum sínum hálsbindi í jólagjöf og buðu honum í mat og létu sér líða vel undir beinskeyttum spurningum og svörum hans meðan hann lét pennann dansa á minnis- blokkinni. En það þarf tvo til að dansa og eins og minnst var á að framan voru dæmi þess að fólk.léti Stasí ekki veiða sig í net sín. Af 173.000 snuðrurum árið 1988 slitu þó einungis þijú prósent þeirra sam- starfinu af sjálfsdáðum. Leyniþjónustan sleit hins- vegar samstarfínu við u.þ.b. sex prósent þeirra. Þar eru einnig meðtaldir þeir sem hækkuðu í tign og gerðust opinberir starfsmenn hennar. Þetta hlutfall mun hafa verið nokkuð svipað gegnum árin og þótti æskileg „grisjun" að áliti Stasí. Ástæðan fyrir slitum af hálfu Stasí gat verið su að snuðrarinn fluttist búferl- um, reyndist tregur til samstarfsins eða upplýs- ingarnar sem hann gaf reyndust rangar eða óná- kvæmar. Stasí sannprófaði upplýsingar snuðraranna með því að láta þá fylgjast hvern með öðrum og lagði þannig mat á áreiðanleiká og nákvæmni. Þessir hlut- lægu þættir, eins og áreið- anleiki og nákvæmni, voru að vissu leyti það eina sem Stasí gat stutt sig við. Þess vegna þolprófaði hún starfsmennina. Dæmi um slíkt var að senda njósn- arakandídat í leiðangur til að kom- ast að því í hvaða götu tiltekið hús í ákveðinni borg í Svíþjóð stæði. Stasí vissi auðvitað hvar húsið stóð en fann verkefnið upp til að fylgjast með því hvort fylgst væri með kandí- datinum af öðrum leyniþjónustum, hvort hann ynni fyrir aðrar leyni- þjónustur og hvort hann væri sann- sögull. Annað dæmi um prófraun fyrir snuðurkandídata var að láta þá sitja sveitta við að afrita alls konar skrár og lista, einungis til að prófa úthald og húsbóndahollustu. Töframeðal samstarfsins var að virkja huglæga þætti, eins og til- hvatir og trúnaðartraust, í þágu leyniþjónustunnar. Þannig varð Stasí svo að segja að fíkniefni fyrir snuðrarann. En sem betur fer voru „virku sálfræðinni" hér takmörk sett, ekki síst vegna þess að í draum- um sínum um fullkomið eftirlit hafði hún jafnbrenglaða mynd af mann- eskjunni og rottubúrasálfræði. Rottubúrasálfræði er reyndar nógu grimm til að spyija sig ekki að því hvernig vesalings dýrinu líður en hún er að sama skapi blind á eiginleika dýrsins utan búrsins. Og þó að Aust- ur-Þjóðveijar hafi verið húsbóndar hollir voru þeir auðvitað óútreiknan- legir í mannlegu atferli sínu og aldr- ei tilbúnir að leika strengjabrúðu- leikinn við Stasí til fulls. Fólk sem mótfallið var samstarfi við leyniþjónustuna beitti ýmsum aðferðum til að losna við veiðimenn • Háværar raddir úr öllum flokkum heimta að Stasí-möpp- unum verði lokað. • En sumir vilja meina að þá muni innihaldið elta þann, sem þar er fjallað um, eins og draugur. • Persónuleg „úr- ■ vinnsla“ taki hinsveg- ar af allan vafa, hvort og hvernig var njósn- að um viðkomandi, hver gerði það og hver ekki. • Með upplausn Stasí gefst líka ein- stakt tækifæri til að kynnast aðferðum leyniþjónustu. • Gagnrýnendur sem þykjast hafa höndlað sannleikann, endurtaka það sem gagnrýnin beinist að: Þeir benda sífellt á „hinn“. • Engin vegsum- merki voru um inn- brot en öll einlit hand- klæði voru horfin! Næst voru það öll mis- lit rúmföt! Var hann orðinn ruglaður? • „Virk sálfræði“ auðveldaði taumhald á njósnurum og var ósýnilegt vopn til að „sundra“ andstæðing- um. • Beitt var alda- gömlum aðferðum með því að beita fyrir samviskubitið með fyrirgefningu synd- anna, því hægara er að stjórna með „góðu“ en að beita sýnilegu valdi. • Með samvinnu sinni við Stasí þóttust sumir eygja eina möguleikann á nálgun stjórnmálanna við raunveruleikann. hennar, t.d. með því að pirra þá með sífelldri óstundvísi á áríðandi leyni- fundi og einlægum afsökunum: Sporvagninum seinkaði, það sprakk á bílnum, krakkarnir veiktust eða vatnsrör í íbúðinni fór að leka. Oft gafst Stasí upp á veiðunum í svona tilfellum. Sumir gengu lengra og sögðu hlútina hreint út og höfnuðu samstarfinu af siðferðilegum ástæð- um. Borgaraleg óhlýðni af þessu tagi var látin óáreitt því Stasí kærði sig ekki um óábyggilega starfsmenn. Snuður og skýrslugerð voru unnin af þýskri nákvæmni og allt innra skipulag Stasí byggði á því að margtelja og skrásetja samvisku- samlega hveija einustu skrúfu. En stundum gengu sálnaveiðar- arnir árum saman á eftir fólki. Ef einhver var talinn ómissandi tengill við ákveðna samfélagshópa hófst „barátta um sálu hans“, eins og Múller yfirlautinant tók til orða í skýrslu um bókmennta- og listfræð- inginn Erwin Kratschmer, sem þver- neitaði síendurteknum tilboðum Stasí.8 í baráttunni um sálina voru fangar í verstu aðstöðunni því Stasí fékk þá ósjaldan til samstarfs á grundvelli sakaruppgjafar og snuðr- araveiðar innan múra fangelsis gátu ært óstöðugan. Sundrun sálarinnar „Virka sálfræðin“ var einnig not- uð gegn fólki sem Stasí taldi til andstæðinga Alþýðulýðveldisins. Lykilorðið var „sundrun" („Zersetz- ung“) og aðferðin byggði á sama grunni og taumhaldið á snuðrurun- um því hún var háð náinni þekkingu á högum viðkom- andi einstaklings og per- sónulegum samböndum í einstaka hópum. Þetta auðveldaði notkun á snuðr- urum við „sundrunarað- gerðir“ í baráttunni gegn andstæðingnum. í ritsmíðum Stasí- háskólans í Eiche-Golm er ijallað ítarlega um aðferðir „sundrunar." Þar kennir ýmissa grasa og skal hér valið eitt dæmi þar sem Wagner nokkur höfuðs- maður lýsir því hvernig „sundrun" nær markmiði sínu þegar andstæðingur- inn fer að „sýsla við sjálfan sig“: „Áhrif á innri aðstæð- ur fjandsamlegra-nei- kvæðra krafta hafa það að markmiði að kljúfa, ein- angra eða koma á upplausn og framkalla eða auka mótsagnir, mismun og óvissu og skal þannig bundinn endi á og komið i veg fyrir frekari ijandsam- legar aðgerðir. Þess vegna verða aðgerðir sundrunar alltaf að grundvallast á fyrirfram áætlunum um allar hugsanlegar samtengingar."9 „Sundrun" fólst ekki í beinum lík- amsmeiðingum heldur leiddi hún at- hygli andstæðingsins frá umhverfínu og að sjálfum sér. Með því að etja saman samheijum og steypa þeim í botnlausa naflaskoðun átti að grafa undan sjálfstrausti og hindra frekafi umsvif. Komið var af stað kjaftasög- um sem stundum var hægt að leið- rétta og stundum ekki, eða settir á svið árekstrar á vinnustað og í per- sónulegum samskiptum. Áhrifaríkt var að ýta undir velgengni einstakl- inga í andófshópum því algengt var að gruna þann um Stasí-samstarf, sem virtist njóta fyrirgreiðslna. Ef fólki voru settir kostir og það taldi vænlegast að láta vísa sér úr landi olli það vonbrigðum meðal félaganna sem töldu hinn burtflutta hafa svikið sig í baráttunni fyrir umbótum. Hin- ar ýmsu stofnanir Alþýðulýðveldisins voru dregnar inn í aðgerðirnar því mikilvægt var að „sundrunaraðgerð- ir“ væru tilviljunarkenndar og sam- hengislausar í augum fórnarlambs- ins. Stór þáttur í aðferðum „sundr- unar“ var nefnilega óvissa fómar- lambsins um það, hvað Stasí vissi og hvað ekki, hvaðan hún hefði upplýs- ingamar og hvort og hvaða skakka- fóll væru runnin undan rifjum hennar. Ef lesin eru dæmi um einstaka skref „sundrunaraðgerða“ koma þau manni fyrst í stað broslega fyrir sjónir: Starfsmenn Stasí brutust inn í íbúð með lyklum svo ekki var hægt að sjá að nokkur hefði verið þar á ferð. íbúinn tók hinsvegar eftir því að öll einlit handklæði voru horfin. í næsta skipti vom öll mislit rúmföt horfin, o.s.fv. o.s.fv. Helsta einkenni „sundrunar" var að fórnarlambið gat trauðla sagt nokkrum manni frá atburðunum án þess að eiga á hættu að vera talinn ruglaður eða haldinn „Stasí-ofsóknarbijálæði“. Lögreglur allra landa hefðu hlegið en sVona atburðir eru ekki broslegir fyrir þann sem eyðir heilu dögunum í að glíma við allskonar skakkaföll og misskiln- ing. Herbragðið „sundrun" lét hlut- veruleikann smám saman breytast í óútskýranlegan draugagang þar sem viðbrögð samborgaranna voru góðlátlegt grín, skilningsleysi eða jafnvel reiðiköst. Og þá náði leyni- vopnið tilgangi sínum til fulls og engir ytri áverkar voru sýnilegir á fórnarlambinu. Aðferðir Stasí eru því miður ekki einsdæmi, heldur gróft og skýrt dæmi um fyrirbæri sem fyrirfinnast í öllum samfélögum. Það er ekki nauðsynlegt að beita lík- amlegu ofbeldi til að hafa taumhald á fólki því hægara er stjórna því með samþykki og „skilningi" þess sjálfs á „nauðsyn" taumhaldsins, ekki síst ef mynd óvinarins er skýr. Félagssálfræðingurinn Ursula Plog líkir aðferðum Stasí við nýlendu- hernað í innri náttúru manneskjunn- ar og bendir jafnframt á að umfjöll- un og upplýsingar um aðferðir „virku sálfræðinnar" séu engar gróusögur heldur staðreyndir sem við verðum að horfast í augu við. Umfjöllunin þjóni þó ekki tilgangi „brennimerkingar", heldur gegni hlutverki „spegils sem við lítum í til að sjá hvernig komið er fyrir okkur sjálfum."10 Leyniþjónustan Stasí gerði and- stæðingnum lífið leitt með ógeðfelld- um aðferðum sem skildu eftir sig djúp ör og óræða ofsóknarkennd í sálarlífi fórnarlambsins. En leyni- þjónustan sjálf virðist hafa verið reist á ofsóknarbijálæði og þegar ímyndunarveikin varð að veruleika, með því að borgararnir hófu samein- aðir upp raust sína, ruglaðist hún í ríminu og sundraðist. Brotin röðuð- ust saman í spegil sem segir gamal- kunnar sögur, eins og til dæmis af valdi föðurins yfir syninum, auðmýkt hins útvalda og hlutverki hans sem hetju í baráttunni gegn hinu vonda, samspili samviskubits og syndaaf- lausnar og ekki síst af hatrammri ást sem finnst hún vilja vel: Eftir að múrinn hrundi starfaði austur- þýska þingið í breyttri mynd áður en ákveðið var að sameina þýsku ríkin. Þingheimur boðaði yfirmann Stasí, öldunginn Erich Mielke, sem fólk bar óttablandna virðingu fyrir, í pontu þingsins til að svara fyrir sig og segja af sér. Hann var aumk- unarverður á að líta, starði framan í reiðan þingheim og virtist furðu lostinn. Það var eins og honum þætti hér vera misskilningur á ferð og eina útskýringin sem hann hafði á reiðu var: „Já ... en ég elska ykkur öll.“ 1 Fjallað er um þátt unglinga i öryggis- vörslu austurþýska Alþýðulýðveldisins og misnotkun trúnaðartrausts í grein eftir Rudi-Karl Pahnke, Klaus Behnke og Hall- dór Hauksson, „Das Belehren vom hohen Katheter ist unangebracht", i: Klaus Be- hnke und Júrgen Fuchs (útg.): Zersetzung der Seele: Psychologie und Psychiatrie im Dienste der Stasi; Hamburg: Rotbuch Ver- lag 1995. 2 Tölfræðilegar upplýsingar úr. skjölum Stasí eru fengnar að hluta úr grein Helmut Múller- Enbergs: Warum wird einer IM?, í: sjá 1. 3 sjá 1. 4 Korth, W,/Jonak, F./Scharbert, K.-O. (útg.): Forschungsergebnisse zum Thema: Die Gewinnung Inoffizieller Mitarbeiter und ihre psychologischen Bedingungen, Jurist- ische Hochschule 1973. (Allar tilvitnanir eru hér i þýðingu greinarhöfundar). 5 Kukutz, I/Havemann, K.: Geschútze Qu- elle. Gesprche mit Monika H. alias „Karin Lenz“, Berlin 1990, Bls. 35ff og Bls. 175. 6 Fuchs lét þessi orð falla í pallborðsumræð- um á ráðstefnunni „Kampf um die Seele“ sem fjallaði um misnotkun Stasí á sál- og geðlæknisfræði og var haldin i Berlín dag- ana 10 - 12 desember 1993. 7 sjá 5, bls. 145. 8 BStU-ASt. Gera, Archiv-Nr. 363/83, Bd. I og II. [BStU stendur fyrir: Der Bundesbe- auftragte fúr die Unterlagen des Staatssic- herheitsdienstes der ehemaligen Deutsehen Demokratischen Republik = Gauck-stofn- unin]. 9 Wagner, R.: Der erfolgreiche AbschluS von OV durch die MaSnahmen der Zersetzung gegen feindlich- negative Gruppen/Gruppier- ungen, welche im Sinne der PUT aktiv wurd- en - untersucht arn OV “Inspirator" der KD Weimar, BStU, MfS, JHS, 20533. 10 Ursula Plog: Vertrauen ist gut, í: sjá 1, bls. 294. Höfundur er sálfræðingur og býr og starfur í Berlin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.