Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.08.1995, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR ÞJÓDLÍFSÞANKAR /Berum við ekki öll ábyrgd f Við eigum að láta vita SIÐFRÆÐI/Hvemig óðlast maðurfriðsemdhjartansf Allt sem við viljum erfriður ájörð EINU sinni var ég stödd í húsi hjá konu sem passaði börn fyrir aðra, var með öðrum orðum dagmamma. Þessi kona var annáluð fyrir fæmi í starfi og þótti mér mikið til hennar koma. Ég sat inni í eldhúsi hjá henni og börnin sem voru hjá henni í gæslu voru að vappa í kringum okkur. Eitt barnanna, á öðru ári, klifraði upp á borð. Ég horfði á barn- ið ganga fram og aftur um borðið og hugsaði með mér að þetta gæti orðið barninu hættulegt tiltæki ef það dytti ofan af borðinu. Dagmam- man var að hafa til mat og virtist jafnframt hafa auga með börnunum. Hún lét barnið á borðinu óáreitt og ég ákvað að skipta mér ekki af fram- ferði þess, fannst að ábyrgðin væri hennar. Skyndilega datt svo barnið í gólfið. Mikið öskur heyrðist og stór kúla kom á enni barnsins. Dagmamm- an greip bamið upp úr gólfinu, huggaði það og kældi enni þess en ég harmaði í hljóði afskiptaleysi mitt. Seinna hef ég velt því fyrir mér af hveiju ég greip ekki bam- ið þegjandi og hljóðalaust ofan af borðinu. Það hefði átt að vera mér augljóst að það var að stofna sér í hættu og líka svo hitt að dagmamman var hugsanlega ann- ars hugar þarna í stutta stund. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að ég hafí sýnt afskiptaleysi af því að ég hafi ekki n eftir Guórúnu Guðlougsdóttur viljað grípa inn í hennar verka- hring, vildi ekki vera afskiptasam- ur gestur. Ef þetta atvik endur- tæki sig myndi ég bregðast öðra vísi við, ég myndi taka bamið ofan af borðinu hvað sem öllum kurteis- isskyldum mínum sem gests liði. Hagsmunir bams eiga í tilvikum sem þessum auðvitað að sitja í fyrirrúmi fyrir öllu slíku. Slys á bömum í heimahúsum era víst óvenju tíð á íslandi. Það þýðir að of almennt er að barna sé ekki nógsamlega gætt. í tilvik- inu sem getið var hér á undan hafði ég mér það til afsökunar að þessi kona er ákaflega aðgætin og umhyggjusöm dagmóðir, en jafnvel slíkum einstaklingum get- ur yfirsést. Við verðum öll að vera vakandi, það dugar ekki að varpa af sér allri ábyrgð þótt einhver annar sé formlega að gæta barns. Ef eitthvað virðist vera að fara úrskeiðis verðum við öll að vera tilbúin að grípa inn í. Þetta ætti auðvitað að vera augljóst en er það greinilega ekki alltaf. Annað dæmi ætla ég að rekja hér, öllu verra. Ég kom eitt sinn til konu sem bjó í tvíbýlishúsi. Meðan við vorum að spjalla saman heyrðist nánast stöðugur barns- grátur af neðri hæð hússins. „Finnst þér ekki hræðilegt að heyra hvað bamið grætur," spurði gestgjafi minn. „Jú, hvað er eigin- lega að því, er það með í eyranum“ spurði ég. „Nei, konan sem passar það er svo leiðinleg við það, stund- um beinlínis vond. Vinkona hennar á bamið og hún er góð við það meðan hún stendur við, en um leið og hún er farin í vinnuna þá fer hún að skamma barnið og hrakyrða. Ég er alveg orðin tauga- veikluð yfir þessu, mig langar svo til að tala við mömmuna, en ég kann ekki við það. Ég er líka svo hrædd við konuna niðri, hún yrði svo reið út í mig ef ég klagaði hana, t.d. fyrir barnaverndar- nefnd, en auðvitað ætti hún ekki að hafa leyfi til passa börn eins og hún lætur, ég ætti náttúrlega að láta vita af því hverig hún hagar sér,“ sagði gestgjafi minn fullur af sorg og sektarkennd. „Á ég að klaga þetta fyrir þig, spurði ég. „Nei, það er miklu áhrifa- meira að ég geri það, ég bý í húsinu," svarði gestgjafinn. Þetta mál endaði þannig að fyrrnefndur gestgjafí minn fékk ættingja sinn til að klaga konuna fyrir slæma meðferð á barninu og lét hann jafnframt móður þess vita. Hún tók barnið samstundis úr hinu slæma fóstri. Hvað má af þessu seinna dæmi læra. Jú, það sýnir okkur að við verðum að gegna samfélagslegri ábyrgð á þeim sem era minni máttar. Okkur ber skylda til að láta vita ef við verðum vitni að því að illa er með böm farið eða aðra þá sem ekki geta varið sig. Því miður er það svo, að þetta er ekki alltaf gert og í stórborgum nútímans líta menn oft undan þeg- ar þeir verða vitni að misþyrming- um; þeir era einfaldlega hræddir um eigið skinn. Við verðum að spyrna við þessari þróun hér eftir föngum, við gerum það með því að vera vakandi fyrir umhverfí okkar, hvert og eitt. Við byrjum 28. ágúst. Velkomin úr fríinu ! Pantið kynningarrit í símsvara okkar 562 7644 eða skrifið okkur línu. Heimasíða okkar á netinu er http://www.mmedia.is/handment/ ÉG ÓSKA EFTIR AÐ FÁ SENT KYNNINGARRIT HMÍ MÉR AÐ KOSTNAÐARLAUSU BOX1464 121 REYK-JAVIK SÍMÍ: SÓ27&A* NAFN ____ HEIMILISF. „VERTU fyrst og fremst sjálfur friðsamur, og þá getur þú flutt öðram frið,“ ráðleggur spekin. Hinn friðsami trúir ekki fljótt hinii illa. Hugur hans verður altekin af hinu góða þegar hann stendur andspænis hinu illa. Hann trúir að all- ir þrái frið innst inni. Hann óskar einskis nema friðs öllum til handa. Hann hlustar ekki á sögusagnir og dæmir menn ekki eftir þjóðemi, litarhætti, kyni eða stöðu. Hann virðir allar persónur jafnt og beinir spjótum sínum gegn hinu illa sem þær gjöra. Hinn friðsami maður veit að rósemd hjartans felst ekki í að vera án vanlíðunar eða að eiga engan andstæðing. Friðsemdin fæst einungis með ákveðnu lífemi, hún er eitthvað sem þarf að vinna að jafnt og þétt. Hún mælir með að enginn líti svo stórt á sjálfan sig að það bitni á öðr- um. Hinn friðsami skilur að hamingj- eftir Gunnor an fæst ekki með Henvein því að einblína á eigin hagsmuni. Hann þakkar guði fyrir það sem hann hefur, þó hann láti ekki af voninni. „Sælir eru friðflytjendur," sagði Jesú. Hann er guð friðarins, and- stæða stríðsguða grísku og nor- rænu goðafræðinnar. „Friður sé með yður, “ sagði hann og við postulana: „Hvar sem þér komið í hús, þá segið fyrst: Friður sé með þessu húsi.“ Og „sé það verð- ugt, skal friður yðar koma yfir það.“ „Því að þér munuð Guðs böm kallaðir verða.“ Friðsemdin er bæði tilfinninga- ástand og viðhorf til lífsins. Hún fæst ann- arsvegar með því að ástunda hófsemi, sem stillir ástríðumar og eflir sjálfsagann, og hinsvegar með skiln- ingi á að illt á móti illu sái engu nema illsku. Tvennt þarf til að skapa frið manna á milli: Frið í hjarta og Iöngun til að taka á móti honum frá öðrum. Rödd friðflytjandans er fölsk ef hann býr ekki sjálfur yfir rósemd hjartans. Hann verður að rækta friðinn og læra að þekkja hann sem tilfinningaástand. Hræddur maður flytur ekki frið. Hann reynir það og tekst ef til vill að slá átökunum á frest, en hann kann engin ráð til að skapa raunverulegan frið. Vopnahlé er afrek í huga hans og besti árang- urinn sem hann getur náð. Vopnahlé er líka skásti kostur . þess manns sem ekki kann að taka á móti friði. Vopnahlé er oft rang- lega kallað friður en í raun er það langur vegur frá honum. Þegar Ást eftir Robert Indiana. best lætur er það fyrsta skrefið. Vopnahlé er viðbrögð við ótta. Friður hvílir á öðru. Hann byggist á ást og samúð og sigurorði yfir græðginni. Allt sem við viljum er friður á jörð. En er hann mögulegur? Mun ekki þjóð rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki áður en yfír lýkur? Frið- semdin er eftirsóknarverð, hvað sem kann að gerast. Það þarf að hlúa að henni og vökva til að öðl- ast hana. En hvernig er það gert? Eitt ráðið er að gera sér grein fyrir að viðhorf manna ræður því hvernig þeim líður. Hamingjan felst í því að læra að girnast að- eins það sem er innan ramma MATARLIST/Má bjóða þérpönnuköku með laxif Prinsessu- pönnukökur ÖLL ÞEKKJUM við þessa flötu, þunnu hveitiköku. Flest þekkjum við hana sem umbúðir sykurs, sultu og ijóma en pönnukakan á sér ótal fleiri birtingarmyndir. Hinar frönsku crépes eru löngu orðnar heimsþekktar. Það er hins vegar eitt hérað í Frakklandi sem stendur upp úr hvað pönnu- kökugerð varðar. Bretagneskagi. Þar nær pönnu- kökuhefðin mjög langt aftur. Forn- leifafræðingar hafa fundið þar mylnustein til kornmulningar. Það eru þúsundir ára síðan að menn fóru að nýta korn- jurtir. Menn halda þ.a.l. að fyrstu galetturnar (fyrstu pönnukökurn- ar), einungis úr hveiti og vatni hafi verið bakaðar um 7.000 áram fyrir Krist, á sama tíma og kjötseyðið, súpumar og fyrstu brauðmyndirnar án gers komu fram. E.t.v. hafa galettumar orðið til vegna klaufa- skapar álfkonu einnar sem missti grautarslettu á sjóðheitan stein en uppgötvaði síðan að úr varð flöt kaka, samstundis steikt, sem auð- velt var að rúlla upp og auk þess afar ljúffeng. Hvar sem er í heimin- um fyrirfinnast pönnukökur sem byggja á svipuðum grunni og pönnukaka álfkonunnar, t.a.m. með hveiti, hrísgijónum, maísmjöli eða öðram korntegundum. Bókhveiti hefur lægsta næring- argildi allra korntegunda. Það inni- heldur hins vegar bestu prótein sem völ er á í grænmetisríkinu vegna þess að þau hafa mjög hátt bíólógískt gildi. Það er einnig eina korntegundin sem inniheldur nægi- legt magn af acidaminósýrunni lýs- íni til að fullnægja dagsþörf okkar af henni. Lýsín er t.a.m. mjög mikilvægt varðandi vöxt. Bók- hveitið kom, sá og sigraði Bretagnehérað á 15. öld með dyggri aðstoð hertogaynjunnar Önnu, sem gerði allt sem í hennar valdi stóð til að uppskerurnar brygðust ekki. Það er síðan tákn- rænt er hún bauð síðar Frakkakon- ungi (framtíðareiginmanni sínum) upp á galettur úr „blé noir“ eins og Frakkar nefndu gjarnan bók- hveitið. Þar er til goðsögn sem segir frá því er kvöld eitt í miklu þrumuveðri var Anna á ferð í Broc- éliardeskógi ásamt riddaraliði sínu. Á vegi þeirra urðu álfar sem leiddu hófa hesta prinsessunnar og ridd- araliðs hennar að lítilmótlegu hreysi skógarhöggsmanns nokkurs þar sem þau leituðu skjóls. Unaðs- leg angan af nýbökuðum pönnu- kökum umvafði lyktarskyn þeirra og Anna smakkaði sína fyrstu pönnuköku og heillaðist um leið. Það var á þessari sömu öld sem tákn um ríkidæmi, allsnægtir og lúxus í Frakklandi var að snæða pönnukökur sem oftast á dag... Enn þann dag í dag má sjá í bret- ónskum ævintýrabókum myndir af hirð Frakkakonungs, við hlið bret- ónskra aðalsmanna, í miðjum lysti- görðum og vinnufólki á ekram úti snæðandi crépes og galettes í öll mál. Hver er svo munurinn á cré- pes og galettes? Galettes = bókhveiti = með salti Crepes = hveiti = með sykurkeim Þar sem „ekta“ uppskriftirnar að galettes og crépes eru mjög eftir Álfheiði Hðnuu Friðriksdóttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.