Morgunblaðið - 20.08.1995, Síða 16

Morgunblaðið - 20.08.1995, Síða 16
16 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ 1- Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir. INGUNN St. Svavarsdóttir, sveitarstjóri á Kópaskeri, er að flytja inn í nýja kúluhúsið sitt þessa dagana, en það hefur hún að mestu leyti hannað sjálf. SYNGJANDI SVEITARSTJORI Ingunn St. Svavarsdóttir tók við starfí sveitarstjóra á Kópaskeri fyrir sjö árum síð- an þegar atvinnumálin stefndu í kalda kol og hvert fyrirtækið af öðru fór í gjaldþrot. Nú lítur sveitarstjórinn björtum augum til framtíðar eftir að tekist hefur að rétta úr kútnum með samstilltu átaki heimamanna. Jóhanna Ingvarsdóttir heimsótti Kópasker og tók sveitarstjórann tali. „SAMEINAÐIR stöndum vér, sundraðir föllum vér,“ eiga vel við sem einkunnarorð Öxfirðinga. HÚN vill hafa stjórn á hlutunum, en reynir að sleppa stjórninni eins fljótt og mögu- legt er. Þetta er hluti af hennar lífsspeki, sem gengur út á það að gera sig ónauðsynlega í hveiju því, sem hún tekur sér fyrir hendur. „Þetta á við vinnuna jafnt sem einkalífið, gagnvart öllu því, sem ég tek þátt í að stofna. Ég dreg mig út þegar ég sé að hlutirn- ir geta gengið án minna afskipta og þegar fólk hefur náð þroska til að standa sig sjálft. Þetta á við um börnin mín, nýtt starfsfólk og þá, sem ég sem sálfræðingur hef verið að hjálpa til sjálfshjálpar. Þetta er markmiðið fyrir mér. Maður verður að kunna að sleppa.“ Eins og vera ber er skrifstofa hreppsins miðsvæðis, rétt við höfn- ina, og hefur sveitarstjórinn því gott útsýni úr glugganum sínum yfir helstu atvinnufyrirtæki þorpsbúa. Á vegg í fundarsal hang- ir fagurlega útskorin mynd gerð af heimamanni, en hönnuð af sjálf- um sveitarstjóranum, með áletrun- inni: „Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér“. Þau orð segja kannski meira um hugsanagang heimamanna en margt annað. At- hygli vekur að hvorki ritvél né tölvu er til að dreifa á skrifborði sveitar- stjórans. Hún segist handskrifa alla sína pappíra enda skipti innihaldið, að hennar mati, mun meira máli en umbúðirnar auk þess sem hún hafí komist í gegnum námsárin án þess að ná almennilegum tökum á vélritun. Hún segist þó ekki nota pennann sinn til þess að skrifa upp á ábyrgðir. „Við höfum brennt okk- ur á því og brennt barn forðast eld- inn,“ segir sveitastjórinn ákveðinn í fasi. „Það er þó ekki hægt að væna mig urn að ég styðji ekki við atvinnulífíð. Ég geri það bara að öllu öðru leyti en að skrifa upp á ábyrgðir enda geri ég mér full- komna grein fyrir því að hér væri ekkert líf án atvinnu. Við gerum ekki sömu mistökin tvisvar, að minnsta kosti ekki meðan ég fæ einhveiju að ráða.“ Gjaldþrotahrina Það þótti ekki glæsilegt útlitið þegar Ingunn Stefánía Svavars- dóttir, eins og hún heitir fullu nafni, tók við starfí sveitarstjóra á Kópa- skeri fyrir sjö árum síðan. Staða fyrirtækja var afar bágborin og hrina gjaldþrota reið yfir hreppinn skömmu síðar með þeim afleiðing- um að sveitarfélagið var tekið í gjörgæslu félagsmálaráðuneytisins enda var hreppurinn í ábyrgðum fyrir milljónum skulda. Fyrst fór rækjuverksmiðjan Sæblik, sem hreif hreppinn með sér, þá laxeldis- stöðin Árlax og síðan Kaupfélag Norður-Þingeyinga með allar sínar deildir, verslun, trésmíðaverkstæði, bílaverkstæði og sláturhús. „Þetta var hrikalegur tími. Allt var í kalda kolum. Ein ijúkandi rúst og erfítt að sjá á eftir öllu því góða fólki, sem flutti burt af eðlileg- um ástæðum því hér var enga at- vinnu að hafa. Það er því mjög skemmtilegt að geta sagt frá því að hér hefur ekkert atvinnuleysi verið að heita má undanfarin þijú ár og hér hefur sest að ungt fólk með lítil börn sem í niðursveiflunni var sjaldséð sýn. Með samstilltu átaki og góðra manna hjálp tókst okkur að snúa vörn í sókn og lítum nú björtum augum til framtíðar. Fólkið héma ákvað að taka höndum saman, allir sem einn, til þess að láta dæmið ganga upp. Svo ég tali fyrir mig persónulega hefur þetta verið mjög krefjandi vinna, en ákaf- lega gefandi." Þegar ljóst var hvert stefndi, var tekið til við að hagræða. „0g við hagræddum eins mikið og við mögulega höfðum vit til þannig að þegar að íjármálaráðgjafarnir komu að sunnan til aðstoðar rak þá í rogastans. Við hækkuðum m.a. leigu á leiguíbúðum, færðum verk- efni á færri hendur, tókum sjálfar að okkur ræstingu á hreppsskrif- stofunni og fullnýttum húsnæði grunnskólans með því að færa leik- skólann inn í húsnæði grunnskól- ans, þar sem voru aðeins 30 böm en skólinn var byggður fyrir 64. Vörn í sókn Ári eftir gjaldþrot Sæbliks eða 1989 stofnuðu heimamenn nýja rækjuverksmiðju með dyggri aðstoð Raufarhafnarbúa þar sem verið hef- ur rífandi atvinna. Sú heitir Gefla hf. og sækir nafn sitt í fjall, sem er mitt á milli Raufarhafnar og Kópaskers. Verksmiðjan veitir allt að tuttugu manns atvinnu og er meiningin að koma á vaktafyrir- komulagi með haustinu þegar farið verður að veiða innfjarðarrækjuna, en vertíðin stendur venjulega frá október til aprflloka. „Innfjarðar- rækjan hvarf á tímabili og skelltu menn skuldinni á ofveiði. Hún er nú farin að láta sjá sig á ný og leggj- um við höfuðáherslu á að of mörgum bátum verði ekki hleypt í hana. Við fengum að veiða 1.450 tonn á síð- ustu vertíð, sem er það mesta sem við höfum fengið að veiða.“ Ásamt Þistlum stofnuðu heima- menn í Öxaríjarðarhéraði árið 1990 Fjallalamb hf. upp úr rústum slátur- húss KNÞ. Ingunn segir það fyrir- tæki lofa mjög góðu og að útflutn- ingsleyfí sé í burðarliðnum. „Þistlar lögðu niður sláturhúsið sitt á Þórs- höfn sem starfað hafði á undan- þágu, en tóku þess í stað upp sam- starf við okkur. Okkar sláturhús er eitt þriggja sláturhúsa á landinu sem er á riðulausu svæði sem er mikilvægt upp á útflutningsmögu- leika að gera. Norðmenn hafa t.d. hug á því að kaupa af okkur íslend- ingum lambakjöt á komandi hausti, en þeir setja það sem skilyrði að kjötið komi frá sláturhúsi, þar sem aldrei hefur verið slátrað riðufé. Fjallalamb er með heilmikla þróun- arvinnu í gangi og er m.a. að vinna að mjög spennandi verkefni í tengslum við Iðntæknistofnun.“ Hjá Fjallalambi starfa um fímmtán manns að staðaldri, en allt að 80-90 á meðan á sláturtíð stendur. Þrátt fyrir gjaldþrot KNÞ á sín- um tíma er nú til vélaverkstæði og alhliða málninga- og byggingafyrir- tæki á Kópaskeri auk þess sem ung hjón tóku að sér rekstur matvöru- verslunarinnar. Þá hafa heimamenn komið sér upp dagvistarþjónustu fyrir aldraða eftir að einn íbúinn á Kópaskeri sem kominn var á efri ár, ákvað að gefa neðri hæð húss síns til þeirrar starfsemi. Þá ætla heimamenn að taka í notkun nýja hitaveitu síðla sumars, en stofn- fundur um Hitaveitu Öxarfjarðar- héraðs var haldinn þann 6. apríl í fyrra á 20 ára brúðkaupsafmæli sveitarstjórans. Upp úr heitavatns- holunni rennur 98 gráðu heitt vatn, sem er í nægilega miklu magni til að hita upp ein 800 hús. Notendur verða aðeins 64 til að byija með en stefnt er að því að leggja hita- veituna inn Öxarfjörðinn allt til Ásbyrgis 1997 ef 90% þátttaka fæst. Hreppurinn vinnur sömuleiðis að því að koma upp spilliefnamót- töku og í bígerð er uppbygging íþróttamannvirkja á Kópaskeri og í Lundi. Sameiningarsinni Öxarfjarðarhreppur er stórt sveitarfélag landfræðilega séð þó íbúar séu ekki nema um 400 tals- ins, þar af um 180 á Kópaskeri. Frá árinu 1990 hafa heimamenn gengið í gegnum tvær sameiningar, fyrst um áramótin 1990/1991 þeg- ar Presthólahreppur sameinaðist Öxarfjarðarhreppi gamla og síðan bættist Fjallahreppur við fyrir hálfu öðru ári. Tvívegis hafa Keldhverf- ungar hinsvegar ekki ljáð máls á sameiningu við Öxfirðinga og segist Ingunn skilja þá afstöðu mætavel þó hún sé sjálf mikill sameiningar- sinni í eðli sínu. „í kosningum um sameiningu sveitarfélaga hringinn í kringum landið vissu menn hrein- lega ekki hvað koma skyldi og vildu ekki sameiningu upp á von og óvon. Minni sveitarfélögin töldu að þau myndu hafa litla sem enga mögu- leika á ákvarðanatöku með því að sameinast stærri sveitarfélögunum. Þetta mál þurfti að undirbúa miklu betur en gert var.“ Ingunn segist aldrei hafa fundið til þess að erfitt hafi verið að sætta sjónarmið dreifbýlis og þéttbýlis enda geti Kópasker varla talist þétt- býli með 180 íbúa og sex litlar götur. A.m.k. tvö hundruð íbúa þurfi til svo að þorp geti talist þétt- býli. „Allar sveitarstjórninar, sem ég hef starfað með, hafa haft það að leiðarljósi að gera eins jafnt við íbúa hreppsins og mögulegt er, hvar sem þeir búa. Við gerum okk- ur grein fyrir því að við erum háð hvert öðru og ég á mér þá ósk heitasta að landsmenn allir geri sér grein fyrir þeirri staðreynd. Mér sýnist t.d. að nýja borgarstjóranum okkar sé það ljóst hversu mikilvægt það er að höfuðborgin og lands- byggðin haldi saman. Við getum ekki án hvers annars verið.“ > I 5 I i I » I: * I í i I t t; t ú L l r í

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.