Morgunblaðið - 20.08.1995, Page 25

Morgunblaðið - 20.08.1995, Page 25
24 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 1995 25 ffe-rgwtM&M; STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI STJÓRNARFORMAÐUR RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. AÐ HÆTTA MEÐ REISN INGVAR Carteson, forsætisráð- herra Svíþjóðar og formaður sænska jafnaðarmannaflokksins hefur lýst því yfir, að hann hygg- ist láta af þessum embættum í marzmánuði n.k. Tími sé kominn til breytinga og að ný kynslóð takist á við þau verkefni, sem framundan eru. Það er sjaldgæft, að stjórn- málamenn láti af slíkum embætt- um ótilneyddir. Yfirleitt gerist það á þann veg, að flokkar þeirra bíða ósigur í kosningum, þeir missa ráðherraembætti og neyð- ast til að víkja eða þá að þeir fara frá vegna samblásturs gegn þeim innan eigin flokks. Hið síð- arnefnda er t.d. algengt í brezkum stjórnmálum en hið fyrrnefnda á við um stjórnmál á Vesturlöndum almennt. Hér á íslandi hefur þetta gerzt með ýmsum hætti. Ólafur Thors lét af formennsku Sjálfstæðis- flokksins skv. eigin ákvörðun árið 1961 en gegndi embætti forsætis- ráðherra í tvö ár eftir það. Geir Hallgrímsson tók ákvörðun um að láta af formennsku í Sjálf- stæðisflokknum eftir 10 ára for- mennsku, þegar hann hafði tryggt flokknum aðild að ríkis- stjórn á ný eftir erfitt tímabil næstu 5 árin áður, en gegndi ráð- herraembætti í tvö ár eftir það. Formannsskipti í Framsókn- arflokknum hafa yfirleitt gengið friðsamlega fyrir sig, ef undan er skilið tímabil Jónasar frá Hriflu. Meiri sviptingar hafa verið innan Alþýðuflokksins en í Al- þýðubandalaginu hefur verið í gildi regla um hámarkstíma for- mennsku, sem m.a. hefur leitt til þess að Ólafur Ragnar Grímsson getur ekki gefið kost á sér til endurkjörs. Breytingar á forystu bæði Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks hafa í síðustu umferð orðið með þeim hætti, að núverandi formenn flokkanna buðu sig fram gegn þáverandi formönnum og höfðu sigur. Vandamál íslenzkra stjórn- málamanna hefur þó fyrst og fremst verið sú staðreynd, að þeir eiga ekki að mörgu að hverfa, þegar þeir láta af stjórnmálaaf- skiptum á bezta aldri. Fyrr á árum leystu flokkarnir þetta vandamál með því, að leiðandi stjórnmála- menn, sem létu af stjórnmála- störfum voru skipaðir í ýmis emb- ætti, stöður bankastjóra og sendi- herra og forstöðumanna ýmissa ríkisstofnana. Svigrúm stjórn- málaflokkanna til þess að ráð- stafa embættum af þessu tagi hefur hins vegar þrengzt mjög. Að vísu eru þrír fyrrverandi ráð- herrar nú í bankastjórastöðum en kröfur um að svonefnd fagleg sjónarmið ráði ferðinni í þessum efnum sem öðrum verða stöðugt háværari. Á næstu árum má bú- ast við, að þetta svigrúm þrengist enn frekar og verði einna helzt bundið við stöður sendiherra. Þeir sem lengi hafa starfað að stjórnmálum búa yfir mikilli þekkingu á mönnum og málefnum og þjóðfélagsmálum almennt. í öðrum löndum er atvinnulífið til- búið til -að nýta sér þessa þekk- ingu á margan hátt. Þess vegna eiga fyrrverandi stjórnmálamenn margra kosta völ t.d. í Bandaríkj- unum og Bretlandi og sjálfsagt víðar. Atvinnufyrirtækin hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að hér sé um eftirsóknarverða starfs- menn að ræða. Hér á íslandi er það afar fá- títt, að fyrrverandi stjórnmála- menn ráðist til starfa í einkafyrir- tækjum. Það orð hefur legið á, að menn, sem lengi hafi starfað að stjórnmálum séu ekki afkasta- miklir starfsmenn. Þessi ímynd stjórnmálamanna er áreiðanlega að verulegu leyti röng. Stjórn- málaafskipti krefjast oft á tíðum mikillar vinnu og oft er vinnutími erfiðari en starfsmenn í atvinnu- lífinu eiga almennt að venjast. Þeir, sem gegnt hafa t.d. ráð- herrastörfum eða áþekkum störf- um í stjórnmálum eiga að baki ár gífurlegrar vinnu frá morgni til miðnættis. Upplýsingar og þekking eru verðmæti. Það skiptir miklu máli fyrir atvinnufyrirtæki að vita hvað er að gerast, við hverju má búast, hvað er framundan. Fáir ef nokkrir búa yfir meiri þekkingu á því sviði eða hafa betri aðstöðu til þess en fyrrverandi stjórnmála- menn að fylgjast með. Þeir hafa nú orðið tengsl inn í alla flokka og stjórnkerfið, sem geta skipt sköpum. Ólafur Ragnar Grímsson er dæmi um íslenzkan stjórnmála- mann, sem hefur áttað sig á þessu. Fyrir nokkru var frá því skýrt hér í blaðinu, að hann hefði stofnað eigið fyrirtæki á sviði rannsókna og ráðgjafar. Gera má ráð fyrir, að hann hyggist á þeim vettvangi nýta sér þá þekkingu, sem hann hefur öðlast með ára- tugaáfskiptum af stjórnmálym. Þetta framtak er til fyrirmyndar og gæti orðið upphafið að frekara ráðgjafastarfi manna með stjórn- málareynslu að baki. Það er tímabært að einkafyrir- tæki á íslandi breyti afstöðu sinni til ráðningar starfsmanna með stjórnmálareynslu að baki. Þar er í mörgum tilvikum um að ræða eftirsóknarverða starfsmenn. Al- veg með sama hætti er tímabært, að opinberi geirinn átti sig á því, að það er eftirsóknarvert að ráða til starfa innan hans menn með reynslu að baki í atvinnulífinu. Það hefur reynzt mörgum áhugamönnum um stjórnmál erf- itt að fá tækifæri til að starfa í sveitarstjórnum eða á Alþingi en fólk áttar sig kannski ekki á því, að það ggtur verið jafn erfitt að komast frá þeim leik með reisn. Þess vegna er of mikið um það að alþingismenn og ráðherrar ríg- haldi í stóla sína, þótt þeir hafi skilað nægu dagsverki á þeim vettvangi. Það er tímabært og nauðsyn- legt að breyta þessum viðhorfum hér. Islenzkir stjórnmálamenn eiga að hafa tækifæri til að hverfa frá stjórnmálastörfum með reisn og að nýta þekkingu sína og reynslu á nýjum vettvangi. I tilefni af • fundum Norðurlandaráðs hafa menn sagt margt spaklegt og íýrir síðasta fund í Reykjavík rakst ég á einkennileg ummæli í Morgunblað- inu þarsem reynt var að gera lítið úr raunverulegri ástæðu þess að norrænt samstarf þyki sjálfsagt. En hún er auðvitað sameiginleg arfleifð og ekkert annað. Ef þessar þjóðir ættu ekki sameiginlega arf- leifð, þ.e. arfleifð frá víkingum sem hinum einu sönnu forfeðrum, sögu- lega arfleifð og málsmenningar- lega hefð, hefði engum dottið í hug að heíja þetta samstarf. En vegna þessarar sameiginlegu arfleifðar eigum við norræna hugsjón um samstarf og markmið. Við teljum að norrænar þjóðir horfi af sama kögunarhóli. Þær þurfa ekki endi- lega að horfa aftur heldur fram, en sjónarhóllinn er hinn sami. Þau ummæli sem ég nefndi hér að framan voru svohljóðandi: „Ef samstarfið verður einskonar Ár- bæjarsafn þar sem menn mæra í þjóðrembingi söguna, arfleifðina, menninguna og það allt saman, verður þetta innantómt hjal og enginn nennir að mæta.“ En af hveiju þarf arfleifð að vera innantóm? Það er síð- uren svo eftirsóknar- vert að búa um sig í einhverju arfleifðar- lausu tómarúmi og gangast upp í umbúðum sem eru ekkert nema skraut utanum ekki neitt. Arfleifð- in þarf síðuren svo að vera sprott- in af þjóðrembingi og hún er aldr- ei innantómt hjal. Hún er bakhjarl þess sem verður. Hún er undir- staða þess að verðmæti kallist á en ekki innantómt svaldur. Það er í arfleifðinni sem við varðveitum mikilvæg sérkenni og án þeirra verður lítil þjóð einsog íslendingar og aðrar norrænar þjóðir einsog hvert annað rekald í stórsjóum engilsaxneskra alþjóðalægða. Við sjáum af sjónvarpinu hvemig færi ef við ættum ekki arfleifð. Þá yrð- um við á skömmum tíma einsog íbúar Bahama sem nærast á ensku sjónvarpshjali og hafa tileinkað sér hrognamál sem öllum er sama um, jafnvel mafíunni sem hefur hreiðr- að um sig í spilavítinu í Nassau. Við ætlum okkur stærn hlut. Og hvers vegna? Einfaldlega vegna þess að við eigum merkilega og sérstæða arfleifð, ekkisíður en frændþjóðir okkar á Norðurlönd- um. Norrænt samstarf er einfald- lega Árbæjarsafn og hefur alltaf verið. Sjálf hugsjónin er hugsjón Árbæjarsafns, þ.e. hugsjón varð- veizlu og sameiginlegrar arfleifðar sem nýtist okkur í nútímaþjóðfé- lagi, stækkar veruleika samtímans — og ræður kannski úrslitum um það að þessar fámennu þjóðir eru jafnmikils metnar í samfélagi fimm milljarða jarðarbúa og raun ber vitni. Það er enginn að tala um að ekki eigi að byggja ofan á grunn þessarar arfleifðar, þvertámóti, en undirstaðan skal réttleg fundin, hvaðsem hver segir. Ef arfleifðin væri ekki grundvöllur norræns samstarfs ættum við að snúa okk- ur að öðrum vinaþjóðum, miklu stærri og fjölmennari, vegna við- skiptahagsmuna og margvíslegrar hagkvæmni. Norrænt samstarf byggist ekki á því að norrænar þjóðir séu öðrum þjóðum mikilvæg- ari í viðskiptum heldur nánast ein- göngu á frændsemi, arfleifð og sameiginlegri sögu. Með þessu samstarfi hafa Norðurlönd aukið svigrúm sitt og margvísleg áhrif á umhverfið. M (meira næsta sunnudag) HELGI spjall ATVINNULAUSIR í júlí- mánuði síðastliðnum voru 5.436 eða 3,8% landsmanna á vinnu- aldri. Atvinnuleysi í þessum hásumarmán- uði hefur ekki mælst jafn mikið síðan form- leg skráning þess hófst hér á landi árið 1955. Atvinnulausir karlar voru 2.157 (2,6%). Atvinnulausar konur 3.279 (5,5%). Áð meðaltali voru um eitt þúsund fleiri atvinnulausir í júlímánuði í ár en á sama tíma í fyrra. I frétt frá Vinnumálaskrifstofu félags- málaráðuneytisins segir að meira atvinnu- leysi í júlímánuði 1995 en 1994 skýrist af minni fiskafla og færri átaksverkefnum í atvinnumálum. Þar segir og að bú^st megi við að atvinnuleysi verði svipað í ágústmánuði, aukizt þó fremur en hitt, og geti orðið á bilinu 3,8 til 4,2%. Mest hlutfallslegt atvinnuleysi er á höfuðborgar- svæðinu. wmmmmmmmm samkvæmt ný- QK miIHnnir legri skýrslu eru 35 OO IIlllIJOllu milljónir manna án án atvinnu atvinnu í aðildar- ríkjum OECD um þessar mundir. Talið er að 15 milljónir að auki hafi gefist upp á starfsleit eða vinni styttri vinnutíma en þeir gjarnan vildu. Þessar tölur sýna blæðandi und á velferð- arríkjum Vesturlanda. Atvinnuleysi af þessari stærðargráðu felur í sér vannýt- ingu á starfshæfni milljóna einstaklinga sem og á framieiðsluþáttum í þjóðarbúskap viðkomandi ríkja. Rannsóknir sýna að at- vinnuleysi veldur að auki margþættum sálrænum og jafnvel líkamlegum skakka- föllum. Atvinnuleysi er því bæði persónu- legt og samfélagslegt böl. Hagfræðingar flokka atvinnuleysi gjarnan í tvo meginþætti. Hagsveiflu- atvinnuleysi, sem er afleiðing kreppu og samdráttar og hverfur í uppsveiflu. Kerfis- lægt atvinnuleysi, sem er þrálátara og veldur meiri áhyggjum. Þórhildur Hans- dóttir hagfræðingur telur í nýlegri grein í Fjármálatíðindum að kerfislægt atvinnu- leysi sé ríkjandi hjá þjóðum Evrópusam- bandsins. Átvinnuleysi í Bandaríkjunum sé á hinn bóginn að mestu leyti bundið hagsveiflum. Hlutfallsleg fjölgun nýrra starfa hafi verið töluvert meiri í Bandaríkj- unum en í Evrópu. Einstaklingur, sem missir atvinnu vestanhafs, eigi því meiri líkur til þess að fá nýtt starf áður en lang- ur tími líður. Atvinnumissir í Evrópu geti hins vegar þýtt áralangt atvinnuleysi. Hvar töpuð- ust störfin? ATVINNULEYSI í hópi ófaglærðra hefur aukizt mikið í Evrópu síðustu árin. Þar hefur framboð á vinnumarkaði ekki brugðizt nægilega skjótt við auknum og breyttum menntunarkröfum. Sama virðist hafa gerzt hér á landi. „Ef litið er á starfsgreinaskiptingu á vinnu- markaði", segir 30. tbl. Vísbendingar, „vekur það athygli að störfum ófaglærðra karla hefur fækkað um 1.700 eða um 34% frá 1991, og einnig hefur störfum karl- manna við þjónustu og verzlun fækkað um 2.200 á þessu árabili. Hins vegar helzt Ijöldi starfa kvenna í þessum tveimur starfsgreinum nokkuð svipaður og fjölgar lítillega í þjónustu og verzlun." Það helg- ast m.a. af því að konur vinna í ríkari mæli en karlar við afgreiðslu- og ræsti- störf, sem erfíðara er að „skera niður“ en önnur störf í þessum starfsgreinum. Eftirtektarvert er að fækkun starfa ófaglærðra karla er mest í aldurshópnum 16-25 ára eða um 40%. Sumir tengja þessa þróun minni umsvifum í byggingar- iðnaði. Hvort sem svo er eða ekki virðist þörfin fyrir verkamenn í erfíðisvinnu hafa minnkað verulega, máski tímabundið. Vél- væðing og framleiðniaukning valda þó nokkru um. Þannig hefur störfum við vél- ar og vélgæzlu fjölgað um 2.300 frá 1991. Vísbending segir um þetta efni: „Þörfin fyrir ungt og lítt menntað fólk virðist sífellt minnka. Því ætti að vera mikil nauðsyn að auka menntun hérlendis til að mæta þörfum vinnumarkaðarins fyr- ir þjálfað starfsfólk. Hvað um það, störfum fyrir menntað fólk fjölgaði lítillega á tíma- bilinu 1991 - .94. Sérfræðingum fjölgaði um þúsund en tala stjórnenda og embættis- manna stóð nokkuð í stað.“ Varðveitum stöðug- leikann Atvinnu- leysis- tryggingar REYKJAVTKURBREF Laugardagur 19. ágúst LENGST AF hefur atvinnuleysi verið lítið hér á landi. Atvinnuleysistima- bil, sem gengu yfir, tengdust hagsveifl- um, hurfu með betra árferði. Sitt hvað bendir til þess að atvinnuleysi líðandi stundar sé verri tegundar. Þannig segir Þórhildur Hansdóttir hagfræðingur í grein í Fjármálatíðindum: „Atvinnuleysi virðist heldur vera að aukast hlutfallslega meðal ungs fólks, og sömuleiðis fer langtímaatvinnuleysi vax- andi. Þessar niðurstÖður styðja það að kerfislægt atvinnuleysi sé að verða vanda- mál hérlendis líkt og í löndum Evrópusam- bandsins." Síðar í grein hagfræðingsins segir m.a.: „Mönnum er nú orðið ljóst að fiskistofn- ar við landið eru ekki óþijótandi og hag- vöxtur framtíðarinnar verður að eiga sér rætur annars staðar, a.m.k. að hluta til. Einnig virðist almenn sátt ríkja um það að draga verði úr umsvifum hins opinbera og halda verðlagi stöðugu ... Atvinnuleysi ófaglærðra stafar af breyttri atvinnuskiptingu og seinni aðlög- un aðila vinnumarkaðar að henni. Atvinnu- leysi ungs fólks og langtímaatvinnuleysi stafar einkum af ónógri nýsköpun og kem- ur fram í því að framboð nýrra starfa verður minna en sú fjölgun sem á sér stað á vinnumarkaði. Þessi kerfislægi vandi mun ekki hverfa með auknum hagvexti, heldur þarf breytingar á starfsemi vinnu- markaðar. Auka þarf menntun mannaflans svo að komið verði til móts við þarfir at- vinnulífsins. Einnig þarf að stuðla að ný- sköpun og þróun í atvinnulífínu og laga það að þjóðfélagi þar sem frumframleiðslu- greinarnar skipta æ minna máli. Það þarf að búa fyrirtækjum landsins stöðugleika og mannsæmandi aðstæður til að þau geti mætt vaxandi erlendri samkeppni. Og síðast en ekki sízt þarf að ríkja sátt milli aðila á vinnumarkaði um að viðhalda þessum stöðugleika þannig að verðbólgan taki ekki völdin á ný. Það getur að sjálfsögðu tekið langan tíma að fjölga störfum nægilega til að halda uppi háu atvinnustigi og skapa svig- rúm fyrir nýtt fólk á vinnumarkaði. Á meðan gæti borgað sig að leggja út í viss- ar atvinnuskapandi aðgerðir, svo sem að styrkja fyrirtæki til að taka fleira fólk í vinnu og bjóða upp á starfsmenntun eða atvinnubótavinnu fyrir þá hópa sem at- vinnuleysi hefur verst áhrif á, þ.e.a.s. ungt fólk sem hefur verið atvinnulaust í meira en ár. Svo lengi sem þessar aðgerðir kosta ríkið ekki meira en það sem sparast í at- vinnluleysistryggingakerfinu eru þær af hinu góða þótt þær séu einungis skamm- tímalausn á langtímavandamáli." Á Húsavík í ágúst EINS OG fram kom í upphafí þessa bréfs mældist at- vinnuleysi júlímán- aðar síðast liðins 3,8% og líkur standa til að það verði ekki minna í líð- andi mánuði. Áætlað hefur verið að tekjur Atvinnuleysistryggingasjóðs nægi til að tryggja bætur i allt að 3% atvinnuleysi. En þær eru tvenns konar. Tryggingagjald, sem leggst á öll laun, og framlag ríkis- sjóðs, sem samkvæmt lögum á að vera þrefalt tryggingagjaldið. Um þetta efni segir í tilvitnaðri grein Þórhildar Hansdótt- ur í Fjármálatíðindum: „Miðað við tekjur sjóðsins siðustu ár getur hann þó ekki með góðu móti staðið undir meira en 2,5% atvinnuleysi. I ljósi þess að atvinnuleysi hefur yfírleitt verið minna en þessu nemur mætti ætla að fjár- hagsstaða sjóðsins væri sterk. Sú er þó ekki raunin þar sem sjóðnum hefur verið gert að styrkja ýmsa starfsemi, sérstak- lega að greiða lífeyri til aldraðra félaga í stéttarfélögum og veita fé til kaupa á misgóðum pappírum. Þegar þau útgjöld hafa verið dregin frá (325 m.kr. 1992), þá stendur eftir að ef fjármögnun sjóðsins breytist ekki getur hann einungis greitt út atvinnuleysisþætur til um 1,8% af mann- afla til lengri tíma litið Ljóst er af þessari tilvitnun að Atvinnu- leysistryggingasjóður stendur ekki til lang- frama og að öðru óbreyttu undir atvinnu- leysi af stærðargráðu júlí- og ágústmánaða líðandi árs. Það er áhyggjuefni í ljósi þess megintilgangs trygginganna, að draga úr þeirri ógn sem fólki á vinnualdri stafar af atvinnuleysi. Að þessu þarf að hyggja. Sem og að hinni hlið málsins, að atvinnu- leysistryggingar geta dregið úr hvatanum til vinnu, ef þær eru tiltölulega háar miðað við umsamin og greidd verkalaun. Einstakling- urinn og samfélagið HVER ER þjóðfé- lagslegur kostnað- ur vegna ríkjandi atvinnuleysis? Þeirri spurningu er erfitt að svara. í skýrslu félagsmálaráðherra til Alþingis um rannsókn á afleiðingum atvinnuleysis (nóv- ember 1993).segir um þetta efni: „Áætlað er að hver atvinnulaus einstakl- ingur kosti samfélagið um 1,5 milljónir króna á ári í beinum kostnaði. Þar af er tekjutap hvers heimilis á bilinu 400 til 500 þúsund á ári. Vissulega fylgir mikill kostn- aður atvinnuleysi, þegar heildarkostnaður vegna umframatvinnuleysis er rúmir fjórir milljarðar króna 1992 og gætu orðið 7,3 milljarðar króna 1993...“. Þó erfitt sé að meta þjóðfélagslegan kostnað vegna atvinnuleysis síðustu nokk- urra ára er enn erfíðara að fínna mæli- stiku á það félagslega og tilfinningalega böl sem viðvarandi atvinnuleysi veldur heimilum og einstaklingum. En ekkert brýtur heilbrigðan og vinnufúsan einstakl- ing fyrr eða verr niður en hafa ekki starf við hæfí. En hvernig getum við aukið atvinnustig- ið í landinu? I þeim efnum finnst engin fljótvirk lausn. En fyrst skal nefna mikil- vægi þess að byggja upp nytjastofna á íslandsmiðum, eftir því sem aðstæður í lífríki sjávar frekast leyfa. í þeim efnum hefur miðað til réttrar áttar. I annan stað verðum við að viðhalda þeim efnahags- og verðstöðugleika, sem náðst hefur, og er forsenda nýsköpunar og samkeppnis- hæfni íslenzkra atvinnuvega, litið til fram- tíðar. í þriðja lagi er óhjákvæmilegt að horfa til þess að atvinnuleysi er langmest meðal ófaglærðs fólks. Það er áminning um að aðlaga menntun í landinu betur en verið hefur að þörfum atvinnulífsins. Stað- reynd er að þær þjóðir, sem mestum fjár- munum verja til menntunar, rannsókna og þróunar, standa lífskjaralega bezt að vígi. í fjórða lagi verður að vinda ofan af eyðslu ríkisbúskaparins, umfram tekjur, en lánsfjáreftirspurn hins opinbera hefur ýtt undir hátt vaxtastig í landinu. Því má heldur ekki gleyma að viðskiptakjör okkar við umheiminn hafa mjög mikií áhrif á atvinnu- og þó einkum lífskjarastig í land- inu. Það er því mjög mikilvægt að tryggja viðskiptalega hagsmuni okkar út á við, ekki sízt á gjöfulustu markaðsmiðum okk- ar. Mergurinn málsins er síðan að tryggja vinnufrið í landinu, forðast innbyrðis átök, meðan þjóðarskútan siglir út úr ótryggum kreppusjó inn í lygnari svæði. Þannig næst beztur framtíðarárangur fyrir ein- staklingana, heimilin og samfélagið. Morgunblaðið/Snorri Snorrason „Þó erfitt sé að meta þjóðfélags- legan kostnað vegna atvinnu- leysis síðustu nokkurra ára er enn erfiðara að finna mælistiku á það félagslega og tilfinningalega böl sem viðvar- andi atvinnuleysi veldur heimilum og einstaklingum. En ekkert brýtur heilbrigðan og vinnufúsan ein- stakling fyrr eða verr niður en hafa ekki starf við hæfi.“ x\ r

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.