Morgunblaðið - 07.09.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.09.1995, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B/C/D 202. TBL. 83. ÁRG. FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Sameinuðu þjóðirnar sjá engin merki um breytta afstöðu Bosníu-Serba Loftárásum haldiðáfram RADOVAN Karadzic kom fram í gær í fyrsta skipti í sex daga og lýsti yfir því að hann væri enn leiðtogi Bosníu-Serba. Hann grátbændi Atlantshafsbandalagið (NATO) um að láta af loftárásum. Orrustuþotur NATO héldu áfram árásum í gær, en þó varð að takmarka þær vegna veðurs. Jim Mitchell, talsmaður NATO, kvaðst engin merki sjá um að Bosníu - Serbar væru að snúa við blaðinu. Nicholas Burns, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði í gær að yfirlýsing Karadzic væri „kaldhæðnislegur skollaleikur, sem ætlað er að láta líta út fyrir að Bosníu-Serbar hafi verið reiðubúnir til að fjarlægja þungavopn sín á mánudagskvöld, en það hafi verið komið í veg fyrir það . . . með því að hefja loftárásir Sameinuðu þjóðanna og NATO að nýju“. Afganistan Ráðist á sendiráð Pakistans Kabúl. Reuter. TVEIR menn féllu og sendi- herra Pakistans í Afganistan særðist þegar um 5.000 Afg- anar réðust á pakistanska sendiráðið í Kabúl í gær. Hafa stjórnvöld í Pakistan mótmælt þessum atburði harðlega en Afganamir sögðu ástæðuna vera þá, að Pakistanar styddu Taleban-hreyfinguna, sem berst gegn stjóminni í Kabúl. Younis Qanouni, varnar- málaráðherra Afganistans, sagði, að afganskir öryggis- verðir hefðu reynt að koma í veg fyrir, að múgurinn kæmist að sendiráðinu en þegar skotið hefði verið frá því og afganskur námsmaður drepinn, hefði allt farið úr böndum. Pakistanskur sendiráðsstarfsmaður hefði ver- ið drepinn og sendiherrann særst. Pakistanstjórn mótmælti árásinni á sendiráðið harðlega og sagði ólíklegt, að skotið hefði verið frá sendiráðinu. Qanani kvað stjórnina í Kab- úl ekki mundu biðjast afsökun- ar á þessum atburði þar sem hún hefði ekki borið neina ábyrgð á honum. Kvaðst hann skilja reiði fólksins. í fyrradag náði Taleban-hreyfingin borg- inni Herat á sitt vald og er það mikið áfall fyrir Kabúlstjórn. Framboð rúss- neskra múslima Moskvu. Reuter. LEIÐTOGAR múslima í Rússlandi lýstu yfir því í gær að þeir hygðust leggja fram eigin framboðslista til þingkosninganna, sem haldnar verða í desember. Talið er að um 20 milljónir músl- ima búi í Rússlandi og segja leiðtog- ar þeirra að stjómvöld sinni þeim ekki. Múslimarnir búa flestir í lýð- veldunum Tatarstan og Basjko- rotstan og litlum lýðveldum í Kákasusfjöllum auk stórs hóps í Moskvu. Vélar NATO vörpuðu sprengjum meðal annars á bækistöðvar Bos- níu-Serba skammt fyrir utan Sarajevo. Dagskrá sjónvarps Bos- níu-Serba var rofin til að greina frá árásum á herskála í Lukavica, suðaustur af borginni. Viðtal við Karadzic Karadzic sagði í viðtali við breska útvarpið, BBC, og sjón- varpsstöðina CNN að menn sínir hefðu orðið við kröfum SÞ um að aflétta umsátrinu um Sarajevo, en þeir hefðu orðið að skilja eftir vopn til að verja serbnesk úthverfi borg- arinnar. Sameinuðu þjóðirnar lýstu yfir því áður en Karadzic kom fram í gær að ekki hefðu verið gerðar árásir á ákveðna staði við Sarajevo til að gefa Bosníu-Serbum kost á að fjarlægja vopn sín. Karadzic lagði áherslu á það í gær að hann væri leiðtogi Bosníu- Serba, en ekki Ratko Mladic her- foringi. Mladic hefur verið mjög áberandi frá því að Karadzic fór i felur á föstudag. Karadzic sagði að hann hefði náð sáttum við Mladic. Richard Holbrooke, sérlegur sendimaður Bandaríkjamanna, er enn í samningaför sinni og ræddi í gær við Franjo Tudjman í Króat- íu. För hans er liður í undirbúningi fyrir viðræður, sem hefjast eiga milli utanríkisráðherra Króatíu, Bosníu og Serbíu í Genf á morgun. Reuter RADOVAN Karadzic kom fram í gær í fyrsta skipti síðan á föstúdag og bað Atlantshafsbandalagið að hætta loftárásum um leið og hann fullyrti að hann væri leiðtogi Bosníu-Serba. Hér sést Karadzic ásamt nokkrum aðstoðarmönnum. Frú Bush stefnt Washington. Reuter. FYRRVERANDI starfsmaður bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, tilkynnti í gær að hann hefði höfðað mál á hendur Barböru Bush, fyrrverandi for- setafrú. Krefur maðurinn, Philip Agee, hana um sem svarar til 250 milljóna ísl. kr. í skaðabætur fyrir ummæli sem hún lét falla um hann í ævisögu sinni. Agee háði harða baráttu á áttunda áratugnum fyrir því að afhjúpa útsendara CIA um heim allan og þvinga þá á þann hátt til að snúa heim. Sakar Agee frú Bush um að sverta mannorð sitt og fara með rangt mál í bókinni „A Memoir" (Endurminningar) sem út kom á síðasta ári. Þar segir forsetafrúin að Agee hafi tengst morðinu á háttsett- um CIA-manni. Reuter MÖRG þúsund manns mótmæltu á götum Parísar í gær og hér sjást mótmælendur bera líkistu, sem vafin er franska fánanum, til að fordæma kjarnorkutilraunir Frakka. Alda reiði um allan heim vegna kjarnorkutilraunar Frakka á Mururoa Chirac kveðst hvergi hvika Mururoa-rifi. Reuter. TILRAUNASPRENGING Frakka á um tuttugu kílótonna öflugri kjarnorkusprengju undir Mur- uroa-rifi á þriðjudagskvöld hefur valdið holskeflu mótmæla um allan heim, en Frakkar ætla engu að síður að halda tilraunum sínum áfram. Fjölmörg sendiráð Frakka hafa orðið fyrir árásum æstra mótmælenda og ríkisstjórnir út um allan heim hafa fordæmt sprenginguna. Eldur var lagður að flugbyggingu eina alþjóð- lega flugvallarins á Tahiti í óeirðum andstæðinga kjarnorkutilraunanna. Mörg hundruð farþegar voru í byggingunni og greip skelfing um sig þegar mótmælendur óku jarðýtu inn í hana. Lög- reglu tókst að koma farþegum um borð í flugvél til Los Angeles og stöðvaði mótmælendur, sem ruddust inn á flugbrautina, með naumindum. Frakkar hafa látið sér fátt um mótmælin finnast og Jacques Chirac, Frakklandsforseti, lýsti því yfir að hann stæði fast við ákvörðunina um að framkvæmdar yrðu sjö tilraunasprenging- ar til viðbótar. Nokkrum tímum eftir sprenging- una á þriðjudagskvöld hófust tæknimenn Frakka handa við að undirbúa næstu sprengingu. Chirac sagði að Frakkar væru að Ijúka athug- un á kjarnorkuvopnabirgðum sínum með lokalotu tilraunasprenginga, sem yrði lokið fyrir maílok 1996. Þá muni hann skrifá undir samkomulagið um bann við kjarnavopnatilraunum. Þverrandi vinsældir Chiracs í Frakklandi var birt ný skoðanakönnun í gær, þar sem fram kom meðal annars, að vin- sældir Chiracs forseta hafa minnkað verulega vegna kjarnorkuvopnatilraunanna. Eldri skoð- anakönnun hafði sýnt, að um sextíu af hundraði Frakka væru mótfallnir tilraununum, en sama hlutfall jafnframt fylgjandi því að Frakkland héldi kjarnorkuvopnastyrk sínum. Chilebúar og Nýsjálendingar kölluðu í mót- mælaskyni sendiherra sína í París heim. Lengst gekk ríkisstjórn eyríkisins Nauru í S-Kyrrahafi í mótmælum á milliríkjastigi, en tilkynnti að slit- ið yrði stjórnmálasambandi við Frakkland. Bandaríkjastjórn sagðist harma tilrauna- sprenginguna og hvatti Frakka til að virða sam- komulag um stöðvun kjarnavopnatilrauna, sem hefur verið virt af öllum kjarnavopnaveldum eft- ir lok kalda stríðsins, nema Kína. Rússar kváðust harma sprenginguna og óttast afleiðingar hennar fyrir viðræður um afvopnun og samkomulag gegn útbreiðslu kjarnavopna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.