Morgunblaðið - 07.09.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.09.1995, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Tommi og Jenni Ljóska Smáfólk Þegar þú ert að spila á móti, ónáðar mannfjöldinn þig þá ekki? Jú, hann stendur alltaf fyrir framan mig í biðröðinni við pylsuvagninn. BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavik • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Tímabær réttarbót Frá Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni: Á BAKSÍÐU Morgunblaðsins fimmtudaginn 31. ágúst sl. mátti líta svohljóðandi fyrirsögn: „Sjóvá - AI- mennar endurskoða reglur um tjóna- bætur. Hlutur kvenna bættur við bótauppgjör. “ Þessi fyrirsögn og eftirfarandi frétt, sem líkist þó frekar yfirlýsingu eða auglýsingu, er svo að mestu éin- tal framkvæmdastjóra vátrygginga- félagsins, en tilefni fyrirsagnarinnar og eftirfarandi fréttir virðist vera dómur Hæstaréttar frá 12. janúar sl. í máli ungrar stúlku gegn Sjóvá - Almennum hf. í því máli var krafist greiðslu skaðabóta fyrir líkamstjón, en stúlk- an fékk ljótt ör í andlitið. Byggt var á þágildandi dómvenju í íslenskum skaðabótarétti að öðru leyti en því, að krafist var að skaðabætur til stúlkunnar yrðu ákveðnar á grund- velli meðaltekna iðnaðarmanna, en ekki tilteknu hlutfalli af þeim, eins og venja hefur verið. Sjóvá - Almennar hf. andmæltu þessum kröfum. Félagið byggði málsvörn sína m.a. á jafnrétti kynj- anna. Ör í andliti stúlkunnar ætti ekki að meta til örorku. Slíkt væri ekki gert þegar piltur ætti í hlut. Félagið bauðst til að greiða bætur samkvæmt verklagsreglum þeim sem vátryggingafélögin settu sér 31. október 1991 og mótmælti sérstak- lega fyrrnefndri tekjuviðmiðun. Hæstiréttur félls ekki á, að vá- tryggingarfélögin gætu breytt gild- andi réttarreglum um ákvörðun skaðabóta fyrir líkamstjón og dæmdi stúlkunni réttilega skaða- bætur á grundvelli örorkumats læknis. Hæstiréttur féllst hins vegar á rök Sjóvár - Almennra hf. gegn breyt- ingu á tekjuviðmiðuninni og dæmdi stúlkunni skaðabætur samkvæmt gildandi rétti, sem m.a. byggir á þeirri staðreynd „að tekjur kvenna eru almennt lægri en tekjur karl- manna“, eins og segir í dóminum. Hvers vegna gefur framkvæmda- stjórinn þá eftirfarandi yfirlýsingu í fyrrnefndri frétt: „ Við munum ekki treysta okkur til að beita fortaks- laust þeirri reglu sem Hæstiréttur boðaði. Við teljum það ekki vera í takt við tímann"? Hvað er maðurinn að fara? Kröfð- ust ekki Sjóvá - Almennar hf., að þessari reglu yrði beitt? Féllst ekki Hæstiréttur á kröfu félagsins? Orð framkvæmdastjórans veita e.t.v. vísbendingu um það, að stefna vátryggingafélaganna undanfarin misseri hafi ekki verið í samræmi við vilja stjórnenda þeirra. Getur verið að verklagsreglurnar og aðrar tilraunir til að lækka rétt- mætar bótagreiðslur til slasaðs fólks séu helber misskilningur? Góð meining velviljaðra stjórnenda hafi ekki náð niður í neðri deildirnar hjá félögunum, heldur týnst milli hæða? Það er þó ljóst, að framkvæmda- stjóri Sjóvár - Aimennra hf. hefur áttað sig á því að félagið treystir sér ekki til að beita réttarreglu sem það krafðist að beitt yrði, og ætlar að greiða skaðabætur umfram skyldu. Má e.t.v. búast við í ljósi þessara sinnaskipta að „verklagsuppgjörin", verði endurupptekin hjá Sjóvá - Al- mennum hf., og skaðabætur greiddar samkvæmt dómvenju, eins og félag- inu er skylt? VILHJÁLMUR H. VILHJÁLMSSON, hæstaréttarlögmaður. Skogrækt Er hægt að bæta veðurfar á Héraði með skjólbeltum Frá Einari Vilhjálmssyni: SKÓGRÆKTIN hefur hingað til hreiðrað um sig á grónum vildaijörð- um, í skjólbesta hluta Fljótsdalshér- aðs, en vanrækt að koma upp skjól- beltum á Úthéraði og með bökkum Lagarfljóts. Ætla mætti að megin tilgangur skógræktar á Fljótsdalshéraði væri að rækta lítt gróið land og veita byggðunum skjól fyrir næðingi frá hafi og jökulvatni Lagarfljóts. Haf- golan er nöpur eftir heitan sólskins- dag á Héraði. Endurnýjun skjólbelt- anna leiddi síðan til nytja, svo sem timburvinnslu og tengdrar iðju. í það minnsta hefði átt að gera ræktun skjólbelta jafn hátt undir höfði og svokölluðum bændaskógum. Ahættugrein Miklu ríkisfé er varið til skógrækt- ar. Skógræktin er áhættugrein eins og bankastarfgemi, kanínurækt, minkarækt, laxemi og vatnsútflutn- ingur. Þess vegna er allrar aðgátar þörf í fjármögnun og framkvæmdum, eins og dæmin sanna. Hugsjónaglóp- ar mega ekki ráða þar ferðinni. Skógareidar valda víða miklu tjóni. Með tilkomu stórra skóglenda er þörf á viðbúnaði til þess að mæta slíkum slysum með öflugu, velbúnu og sérþjálfuðu slökkviliði og varnarl- ínum með skóglausum beltum. Einnig þarf að huga að byggðum bólum, þar sem fólki og eignum gæti verið hætt végna nálægðar skógar. Hvað finnst mönnum um bensínstöðina við heimreiðina að skóla og hóteli í Hallormsstaðaskógi? Skógareldar Almannavarnir hljóta að gera út- tekt á öryggi íbúa í skóglendi. Það þarf að meta núverandi ástand, gera áætlanir um þróun skóganna og við- eigandi öryggisráðstafanir í kjölfar þess. Það þarf að vera til áætlun um viðbrögð við skógareldum, bæði hvað varðar íbúa skóglendisins, slökkviliðið og sérþjálfað lið hjálpar- sveita í grenndarbyggðum. Tilkoma stóru þyrlunnar ætti að leiða til þess að sú minni hefði aðal bækistöð sína á Egilsstöðum, Austfirðingar eiga kröfu til þess, alls öryggis vegna. EINAR VILHJÁLMSSON Garðabæ. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.