Morgunblaðið - 07.09.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.09.1995, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ PABBI/MAMMA Allt fyrir nýfædda barnib ÞUMALÍNA Pósthússtræti 13 - S. 5512136 Fræðsla um kristna trú Hefur þú áhuga á námskeiði um helgisiði og táknmál kirkjunnar? Til hvers eru allar þessar serimóníur? Leikmannaskóli kirkjunnar. Skráning og upplýsingar á Biskupsstofu í síma 562 1500. Tölvunámskeið Nærri 40 Windows og Macintosh námskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Windows, Word og Excel 15 klst námskeið @ 13990,- 11.-15. september kl. 9:00-12:00 25.-29. september kl. 16:00-19:00 Excel töflureiknirinn 15 klst námskeið @ 16.200,- 11.-15. septemberkl. 13:00-16:00 Internetið og Netscape 4 klst námskeið @ 4.400,- 15. september ki. 13:00-17:00 Macintosh og ClarisWorks 15 klst námskeið @ 13.990,- 11.-15. septemberkl. 16:00-19:00 Word ritvinnsla 15 klst námskeið @ 13.990,- 18.-22.. september kl. 9:00-12:00 Hringið og fáið senda námskrá. Frábœr aðstaða í nýjurn húsakynnum á Grensásvegi 16! Tölvu- og verkfræðiþjónustan Sími: 568 8090 Biddu um Banana Boat ef þú vilt spara 40-60% □ Hvers vegna að borga 1.200 kr. fyrir kvartiitra af Aloe geli þegar þú getur fengið sama magn aí Banana Boat Aloe Vera geli á 700 kr.7 □ Banana Boat 99,7% hreint Aloe Vera gel læst í 6 mismunandi pakkningum. Verð frá kr. 65, kr. 499 og upp í 1.000 kr. hálfur Ittri. □ Biddu líka um Banana Boat Body Lotioinið með Ak* Vera, A B2, B5, D og E vítamhi. □ Hefurðu prófaö alnáttúrulega svitalyktareyðandi kristal- stáninn? Margar gerðir og verðið er frá kr. 655. M.a.: O Svitalyktareyðandi Nature's kristalshjarta í gtafaöskju. □ Svitalyktareyöandi Nature's kristalsdropi í gjafaöskju. □ Svitalyktareydandi Nature's .Ýtfonum upp* (Pusti-Up Stick). □ Svitalyktareyðandi Nature's sprey (kristall i vökvafomii). Biddu um Banana Boat og Nature's kristalinn í apótekum, sólaðsst, snyrtist og öllum lieilsÉúöum utan Reykjavíkur. Heilsuval - Barónsstíg 20 tr 562 6275 AKUREYRI Samherji hefur keypt Arn- ar gamla frá Skagaströnd Stokksnesið væntanlega selt Meitlinum í Þorlákshöfn 'SAMHERJI hf. á Akureyri hefur keypt skuttogarann Arnar gamla HU-101 af Skagstrendingi hf. á Skagaströnd og fær Samheiji skip- ið afhent í næstu viku. Engar afla- heimildir fylgja með i kaupunum. Arnar gamli var smíðaður í Japan 173 fyrir Skagstrending sem átt hefur skipið alla tíð. Hann er 462 brúttó rúmlestir að stærð, 47 metra langur, 9,5 metra breiður og búið 2000 hestafla aðalvél. Skipið fer á rækjuveiðar strax eftir að það hefur verið afhent nýj- um eigendum og mun afla hráefnis fyrir rækjuverksmiðjur Söltunarfé- lags Dalvíkur og Strýtu. Stokksnes EA-410 sem verið hefur á rækjuveiðum og aflað hrá- efnis fyrir Söltunarfélag Dalvíkur og Strýtu verður væntanlega selt á næstunni til Meitilsins hf. í Þorláks- höfn. Viðræður um sölu eru langt komnar og verður skipið afhent nýjum eigendum í lok október. Skipstjóri á Arnari gamla verður Brynjólfur Oddsson sem verið hefur skipstjóri á Stokksnesinu. Fiskuðu fyrir 410 milljónir Nói EA-477 sem er i eigu Ham- ars hf. en gerður út af Samheija hefur verið seldur til Meitilsins í Þorlákshöfn og verður skipið afhent nýjum eigendum í lok næstu viku. Nói hefur ásamt Oddeyrinni stundað svokallaðar tvílembinsveið- ar, þ.e. tvö skip hafa dregið eitt troll, en slíkar veiðar eru víða stund- aðar erlendis. Nói og Oddeyrin stunduðu þessar veiðar í 16 mánuði og gengu þær vel. Aflinn var tekinn til vinnslu um borð í Oddeyrinni og frystu þar. Samtals fiskuðu skipin fyrir 410 milljónir á þessu tímabili. Oddeyrin mun fyrst um sinn fara á rækjuveiðar og landa aflanum ísuðum til vinnslu hjá Strýtu og Söltunarfélagi Dalvíkur. Skipstjóri á Oddeyrinni er Willard Helgason. Fluttu til útlanda eftir harðan vetur Morgunblaðið/Berglind H. Helgadóttir Sala fasteigna að glæðast á Akureyri „ÉG VEIT um að minnsta kosti tvö dæmi þess að hinn harði vetur ýtti undir að fjölskyldur fluttu til útlanda í sumar,“ sagði Pétur Jósepsson fast- eignasali hjá Fasteigna- og skipa- sölu Norðurlands. Pétur sagðist vita til þess að síð- astliðinn vetur sem var afskaplega harður hafi farið illa með marga. „Ég veit til þess að hann gerði út- slagið um þessar fjölskyldur fóru núna í sumar. Ég kannast við þessar hugsanir hjá fólki,“ sagði hann. Aðrir fasteignasalar sem rætt var við í gær höfðu ekki orðið varir við að fólk væri að flytja burt úr bænum í kjölfar fannfergis síðasta vetrar og sagði Arnar Birgisson hjá fast- eignasölunni Holti að slíkur vetur sem fólk á vestan- og norðanverðu landinu hefðu upplifað á liðnu vetri kæmi vart nema á 20 ára fresti og því ástæðulaust að óttast að kom- andi vetur yrði eins harður. Salan að glæðast Þeir fasteignasalar sem rætt var við sögðu að sala væri mikið að glæðast eftir nokkuð þunga mánuði. „Það er óhemju mikið af fasteignum á söluskrá," sagði Pétur Jósepsson, en hann nefndi að mun meira af einbýlishúsum hefði selst að undan- fömu en um langan tíma. Verð á stórum eignum hefði þó sigið nokkuð og mörg stærri hús væru nú seld á niðursettu verði. Helst væri að verð tveggja herbergja íbúða héldíst. Morgunblaðið/Hilmar T. Harðarson SALA fasteigna á Akureyri er að glæðast eftir fremur þunga mánuði. Arnar Birgisson sagði að mikið hefði verið að gera síðustu daga, greinileg hreyfmg hefði komið á fasteigna- markaðinn. Meðal annars nefndi hann að nemar, bæði í framhalds- skólum og í háskólanum festu kaup á íbúð með aðstoð foreldra og ætt- ingja og mætti rekja slík kaup til þröngs leigumarkaðar. Mikil eftir- spurn væri eftir leiguíbúðum á Akur- eyri og leiga væri há, algengt verð á 2ja herbergja íbúð væri á bilinu 35-37 þúsund krónur og sæu marg- ir sér fremur hag í að kaupa en leiga. Hjá Fasteignasölunni hf. fengust þær upplýsingar að sala hefði glæðst mikið að undanförnu og sömu sögu hafði sölumaður hjá Eignakjöri að segja. Vafinn inn í peysu mömmu HANN Logi litli fékk peysu mömmu sinnar lánaða til að hlýja sér ögn í gönguferðinni síðdegis í gær og eflaust hefur hún tekið úr honum mesta hrollinn. Arleg plast- poka- sala ÁRLEG plastpokasala Lions- klúbbsins Aspar á Akureyri er hafin og stendur hún til mánudagsins 11. september næstkomandi. Asparkonur hafa selt Ak- ureyringum plastpoka að haustlagi mörg undanfarin ár og rennur ágóðinn til líkn- armála. í ár líkt og í fyrra stykja Lionskonurnar bygg- ingu sundlaugar við Krist- nesspítala. Lionskonur ætla að banka upp á í hverju húsi á Akur- eyri og vænta þess að vel verði á móti þeim tekið eins og áður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.