Morgunblaðið - 07.09.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.09.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1995 31 LA UFEY PÁLSDÓTTIR + Laufey Páls- dóttir fæddist í Ólafsvík 19. júní 1931. Hún andaðist á gjörgæsludeild Borgarspítalans 22. ágúst síðastliðinn og fór útförin fram 21. ágúst. ELSKU Laufey mín, mig langar til þess að kveðja þig að sinni og þakka þér fyrir stutt en skemmtileg kynni. Það var dálítið merkilegt þegar við hittumst fyrir fáum árum, við vissum hvorugt að við værum skyld, en þegar ég tók í höndina á þér var eins og hvíslað væri að mér „þessa manneskju átt þú að þekkja". Svo kom það í ljós að við höfðum hittst síðast þegar ég var 4 ára. Ég ætla ekki að reyna að útskýra þetta, en síðan höfum við vdrið eins og aldavinir. Ég veit að sá sem leiddi okkur saman þarna um árið mun nú taka á móti þér í nýrri vistarveru og dekra við þig, þú átt það svo sannarlega skilið. Bæn mín mun fylgja þér, þinn frændi, Bjarni Þór Krisljánsson. Fyrir níu árum varð ég svo hepp- in að kynnast Laufeyju Pálsdóttur og verða tengdadóttir hennar. Öll gleði og hlátur kringum hana sýndi mér hvað lífið er mikils virði. Hún var búin að missa mann sinn og son, og gekk í gegnum erfiða tíma á þeim stundum, og þá byijuðu veik- indi hennar. En hún lét sig hafa það og sagði að hún væri ekki tilbúin til að kveðja strax, því hún ætlaði að njóta lífs- ins. Hún kom mér alltaf til að hlæja. Hún sagði börnunum okkar Sæ- þórs að hláturinn lengdi lífið og hann gerði það svo sannarlega í hennar tilviki. Stundum var hún hætt komin í veik- indum sínum en reif sig alltaf upp með bros á vör og full af gleði. Það er ekki hægt að lýsa þessari lífsgleði sem hún hafði, en þeir sem þekktu hana vita hvað ég á við. Við munum ávallt minnast stundanna með henni og þess lífskrafts sem hún hafði. Þeir sem þekktu þessa yndislegu konu vita hvað hún þurfti að ganga í gegn- um, öll þessi veikindi og baráttu gegn þeim. Síðustu vikur voru henni erfiðar og kom sú stund að hún gat ekki meir og kvaddi þennan heim. Blessuð sé minning hennar. Hún er farin elsku tengdamóðir mín, með gleði sína og hlátur. Ég mun alltaf sakna þín, því fylgir sorg og grátur. Hrefna Krisljánsdóttir. Hún Laufey er horfin okkur sjón- um, gengin á vit hins óþekkta, eins og við öll eigum eftir að gera, aðeins misjafnlega snemma. Mér fannst hún fara alltof fljótt, þótt ég hins vegar geti skilið, að dauðinn er besta lausn- in, þegar heilsan er farin og ekkert eftir nema kvöl og stríð. Við Laufey kynntumst ungar, eiginlega vorum við báðar hálfgerð böm, þótt við værum orðnar mæður. Við áttum mikið samleið um árabil, þar sem við vorum mágkonur. Það gekk á ýmsu hjá okkur í þá daga og oft hlógum við mikið saman, þótt lífið væri ekki alltaf dans á rósum. Laufeyju var gefin sérlega góð lund, svo ekki var hún að erfa það, þótt eitthvað kastaðist í kekki á milli okkar. Laufeyju var einnig gefinn svo góður aðlögunarhæfileiki, að hún rétti sig alltaf úr beygjunni aftur, eins og reyrstafur, þótt hún bognaði stundum í byljum lífsins og þeir voru margir á lífsleið hennar, en sólskins- blettirnir voru líka margir á milli bylja. Laufey átti góðan mann, Gunnar Eyjólfsson frá Húsatóftum á Skeið- um, hann var bömunum góður faðir, bæði sínum og ekki síður þeim böm- um er Laufey átti fyrir. Gunnar lést um aldur fram og einnig misstu þau dreng af slysförum laust innan ferm- ingar. Má því nærri geta að mikið reyndi á Laufeyju, sem aldrei hafði verið heilsuhraust. Laufey átti sjö böm, einn drengur ólst upp hjá góðu fólki sem þeirra sonur. Börnin voru auðlegð Laufeyj- ar og hún var þeim sú móðir, sem hún best gat, enda hlaut hún sín laun í ást þeirra og umhyggju, þegar heilsu hennar hrakaði á síðustu árum. Laufey leið mikið síðustu árin, en alltaf rétti hún við og alltaf fór hún þá aftur að vinna í Örva. Þar vann hún sér hylli samstarfsfólksins með sinni góðu lund og eignaðist þar marga góða vini, sem ég veit að sakna hennar sárt. Að lokum vil ég kveðja Laufeyju með kærri þökk og ósk um guðs- blessun á ókunnum leiðum. Börnum hennar og öðmm að- standendum votta ég samúð mína. Ragna S. Gunnarsdóttir. t Ástkær eiginkona mín, ÞÓRA ALDIS HJELM, Garðavegi 6, Keflavík, verður jarðsungin frá Hvalsneskirkju laugardaginn 9. september kl. 11.00. Fyrir hönd aðstandenda, Sveinbjörn Eiríksson. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓREYJAR MAGNÚSDÓTTUR, Grænumörk 1, Selfossi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkra- húss Suðurlands. Jakob Þorvarðarson, Esther Jakobsdóttir, Karl Zophaniasson, Pála Jakobsdóttir, Valdimar Þórðarson, Magnús Jakobsson, Ingunn Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum samúð og hlýhug vegna andláts og jarðarfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNU GUÐBJÖRGU TÓMASDÓTTUR, síðast til heimilis á Sólvangi, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á 4. hæð Sólvangs fyrir góða umönnun. Tómas V. Óskarsson, V. Svava Guðnadóttir, Stefán Hólm Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. V ATVIN N1BAUGL YSINGA R Frá Finnbogastaðaskóla Kennara vantar Kennara vantar í Finnbogastaðaskóla næsta vetur. Finnbogastaðaskóli er heimavistar- skóli með 10 nemendur. Fyrir rétta mann- eskju getur verið um verulega vinnu að ræða. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 451 4031. íþróttakennarar/ þolfimikennarar Vegna mikillar aðsóknar þurfum við að bæta við kennurum í þolfimi fyrir næsta vetur. Upplýsingar í Mætti í síma 568 9915. Starf hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöð Raufarhafnar er laust til umsóknar. í boði er hlunnindi, s.s. ódýrt, gott húsnæði, staðaruppbót og flutnings- styrkur. Ágæt samvinna er við heilsugæslu- stöðvar í næsta nágrenni. Umsækjendur þyrftu að geta hafið störf fljótlega. Nánari upplýsingar í símum 465 2161 stjórn- arformaður eða 465 1145 heilsugæslustöð. Barnagæsla Vill einhver gæta 7 mánaða tvíbura á þriðju- dagsmorgnum? Upplýsingar í síma 551-0724. Apple-umboðið hf. Við hjá Apple-umboðinu erum að leita að góðum vinnufélaga. Við leggjum mikið upp úr að þessi manneskja sé þægileg í sam- starfi, hafi áhuga á því sem verið er að fram- kvæma hverju sinni, geti og vilji sinna fjöl- breyttum verkefnum og eigi auðvelt með að vinna sjálfstætt, sé jákvæð og tilbúin til að læra ný vinnubrögð. Starf íþjónustudeild Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi rafeinda- virkjamenntun eða aðra sambærilega. Aðal- starfið er fólgið í viðhalds- og þjónustuverk- efnum hjá viðskiptavinum fyrirtækisins, en því til viðbótar er lagerumsjón mikilvægur þáttur í starfinu. Hér er um fullt starf að ræða og við leggjum stolt okkar í stundvísi og árvekni. Til að geta tekið afstöðu til umsóknar þinnar (hafir þú áhuga) er mikilvægt sem fyrsta skref, að þú sendir okkur skriflega umsókn fyrir 15. september, merkta: Ólína Laxdal, b/t Apple-umboðsins hf., Skipholti 21, 105 Reykjavík. Ath.: Við höfum einsett okkur að svara öllum umóknum innan 30 daga. Trésmiðir Ármannsfell hf. óskar eftir að ráða trésmiði til vinnu í ákveðið verk. Þurfa að geta byrjað strax. Umsóknareyðublöð á skrifstofu, Funahöfða 19. „Au pair“ - USA Ábyrgðárfull, umhyggjusöm og þolinmóð „au pair“ óskast til að sjá um tvö börn í háskólabæ nálægt New York. Sérherb. og snyrting. Afnot af bíl. Hafið samband við Robin eða Rögnu í síma 908-359-7894. Skeljungur hf. Vaktstjóri - kassamaður Skeljungur hf. er fyrirtæki, sem leggur metn- að sinn í að uppfylla þarfir og væntingar við- skiptavinarins. Ef þér finnst það hljóma spennandi, gæti vaktstjórastarf á einni af bensínstöðvum félagsins á Stór-Reykjavíkur- svæðinu verið starf fyrir þig. Við viljum gjarnan fá umsóknir frá fólki, sem hefur reynslu af verslunar- og/eða þjónustu- störfum, er tilbúið til að takast á við krefj- andi verkefni og getur unnið vaktavinnu. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Skeljungs hf., Suðurlandsbraut 4, 5. hæð. Nánari upplýsingar gefnar á staðnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.