Morgunblaðið - 07.09.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.09.1995, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Lagadeild fékk lagasafnið að gjöf en vantar fjármagn til tölvukaupa Úthlutun í réttu hlutfalli við fjölda kennaranna Fjármagn leyfir ekki hraðari end- urnýjun tölvukosts en á 4-5 ára fresti LAGADEILD fær 1,3 milljónir á þessu ári til tækjakaupa, að sögn Gunnlaugs H. Jónssonar, fjármála- stjóra Háskóla íslands, en í Morg- unblaðinu á föstudag var greint frá miklum skorti prófessora lagadeild- ar á tölvum og Lagasafni Islands. Ástæður skorts séu takmarkað fjármagn innan HÍ. - Guðmundur Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri Aðgengis hf., segir gæta talsverðs misskilnings í fréttinni, þar sem Aðgengi hf. hafi í vor ákveðið að gefa lagadeild Háskóla íslands Lagasafn Islands í tölv.utækri mynd. Gunnlaugur segir að verið sé að byggja upp tölvunet fyrir allt svæði Háskólans, og hafi Lögberg og Læknagarður verið talsvert á eftir öðrum byggingum að þessu leyti. Það megi rekja að einhverju leyti til áhuga einstakra deilda á að ýta á eftir tölvuvæðingu. Mest til raunvísindadeildar „Núna fyrst seinustu ár hefur gætt verulegs áhuga í lagadeild á þessari tengingu. Það er stefna HÍ að byggja upp tölvunet um allar byggingar skólans, sem er ekki hægt að gera samtímis. Búið er að tengja flestar byggingar. Tölvu- netið er greitt af framkvæmdafé, sem eru tekjur af happdrætti HÍ, og fjármagn til kaupa á tækjum veltur því sjálfkrafa á hversu miklu happdrættið skilar hvetju sinni. Lagadeildin ætti að komast í sam- band innan árs, myndi ég halda, jafnvel nú í vetur,“ segir Gunnlaug- ur. Hann segir að föst fjárveiting til tölvuvæðingar lagadeildar nemi um 300 þúsund krónum, en einnig hafi sérstaklega verið veitt einni milljón króna úr sk. sérhæfðum tækjakaupasjóði í vor til að efla tölvukostinn. Líklega sé unnt að kaupa 2-3 nýjar tölvur fyrir 300 þúsund krónurnar, en einnig þurfi að endurnýja tölvukost og fjár- magnið leyfí ekki öllu hraðari end- urnýjun en á fjögurra til fímm ára fresti. ' Dreifíng fjájrnagns til tölvu- kaupa sé í réttu hlutfalli við fjölda kennara í hverri deild, en síðan starfí sérhæfður tækjakaupasjóður og sérstök nefnd sem úthluti úr honum til margvíslegra verkefna. Raunvísindadeild sé með flesta kennara og þar af leiðandi hæstu fjárveitingu til tölvu- og tækja- kaupa. Til þessa málaflokks sé veitt um 10-12 milljónum króna og þar af fari 2 milljónir til raunvísinda- deildar, auk þess sem um 30 millj- ónir séu í sérhæfða tækjakaupa- sjóðnum. Um tugur lagasafna „Við gáfum lagadeildinni laga- safnið í tölvutækri mynd og vorum seinast í fyrrakvöld að setja safnið í tölvu heima hjá einum prófessor deildarinnkr. Þetta er allt saman í vinnslu og við setjum safnið í tölv- ur prófessoranna jafnóðum og þeim berast nýjar tölvur með Windows- stýrikerfi sem þeir eru að reyna að kaupa. Safnið er nú þegar kom- ið í vél á skrifstofu lagadeildar, hjá forseta lagadeildar var það sett upp í seinustu viku, það er hjá áður- nefndum prófessor og að auki hjá Orator, félagi laganema. Alls eru þetta um einn tugur safna sem við gefum lagadeildinni," segir Guð- mundur Þ. Guðmundsson. „Ég held raunar að lagadeildin hafí byijað að velta fyrir sér tölvukosti sínum eftir að við buðum þeim lagasafnið, enda eru tölvumál þeirra í ólestri," segir Guðmundur. Hann segir Aðgengi hf. hafa rekið þá stefnu 'að gefa ýmsum menntastofnunum safnið, þar á meðal Samvinnuháskólanum á Bif- röst og Bændaskólanum á Hvann- eyri auk viðskiptadeildar HI og lagadeildar. Hitt sé svo annað mál að þessum aðilum stendur til boða síðar meir að kaupa uppfærðar útgáfur á Iagasafninu. Aðgengi hf. vilji eiga gott samstarf við t.d. laga- deild og viti að henni sé sniðinn þröngur stakkur hvað varðar fjár- mál. „Utlagður kostnaður okkar er ekki mikill en þessar gjafír jafn- gilda vissulega töpuðum tekjum því að þessir aðilar hefðu keypt safnið annars, fyrr eða síðar," segir Guð- mundur. Kartöfluuppskera undir meðallagi Syðra-Langholti - Farið er að taka upp kartöflur í uppsveitum Árnes- sýslu og hefur nokkurt magn ver- ið sent á markað til Reykjavíkur en farið verður að taka upp af fullum krafti á næstu dögum. Uppskera er í tæpu meðallagi, að sögn Magnúsar H. Sigurðssonar í Birtingaholti, eða um áttföld. Hann sagði jafnframt að ef næstu tvær vikur yrðu hlýjar gæti orðið meðaluppskera. Ekki hefur orðið neinn skaði af næturfrosti enn sem komið er, enda ekki frosið við jörð ennþá, þó hafa kartöflugrös hrimað. Allir stærri framleiðendur eru með vatnsúðunarkerfi til að verjast næturfrosti og hefur það oft kom- ið sér vel. Sendnir árbakkar eru best fallnir til kartöfluræktar enda oft verið góð uppskera, sam- anber í fyrra. Heyskap er sums staðar ekki • lokið í Árnessýslu, þeir sem biðu eftir sprettu urðu einnig að bíða eftir þurrki þar til nú fram í sept- ember. Einnig hefur mörgum reynst erfitt að þurrka hána en ef þurrkur helst, sem verið hefur heldur daufur síðustu daga, klár- ast þetta á næstunni enda ekki seinna vænna þar sem komið er að fjallferð og réttum. Sigurður Sigmundsson, frétta- ritari Morgunblaðsins, myndaði Magnús H. Sigurðsson að upp- skerustörfum sl. sunnudag ásamt konu sinni og börnum. Á innfelldu myndinni eru þær mæðgur Guð- björg Björgvinsdóttir og Ragn- heiður Magnúsdóttir. Áhugi Kínverja á að fjárfesta í ál- veri hér á landi Kínverjar leita víða fyrir sér í leit að áli KÍNVERJA vantar ál og hafa þeir talsvert leitað fyrir sér um möguleika á að útvega sér aðgang að álframleiðslu, með kaupsamningum, þátt- töku í byggingu álvera í öðr- um löndum eða uppbyggingu álvera í Kína, að sögn Andr- ésar Svanbjörnssonar, yfir- verkfræðings hjá Markaðs- skrifstofu iðnaðarráðuneytis- ins og Landsvirkjunar. Kanna möguleika á byggingu nýs álvers Eins og fram hefur komið hafa Kínveijar lýst áhuga á að kanna möguleika á að fjár- festa í álveri á íslandi, og samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins beinist áhugi þeirra að því að reisa hér nýtt álver, en ekki að taka t.d. þátt í stækkun álversins í Straumsvík. Sérstök sendi- nefnd frá Kína mun koma hingað til lands ym miðjan október til að kynna sér allar aðstæður og ræða við ráða- menn. Raforka til álfram- leiðslu dýr í Kína Að sögn Andrésar hafa fá fyrirtæki sýnt áhuga á þátt- töku í byggingu álvera í Kína, m.a. vegna þess hversu dýr raforkan þar væri. „Kínverjar hafa líka sýnt áhuga á að kaupa gömul áiver og flytja þau til Kína en það er mjög erfitt að staðsetja þau þar og .skapa þeim aðstöðu. Þeir eru lengi að taka ákvarðanir um þetta og hafa þess vegna misst af mörgum tækifær- um,“ sagði hann. Fram kom í máli hans að menn hefðu einnig haft á orði í gamni að hugsanleg skýring á áhuga Kínveija kynni liggja í því, að Island er eina Evrópulandið sem hægt er að nefna á kínversku en Kínveijar kalla ísland Bing dao sem þýðir ísaeyja. Hreppsnefnd kaus Sigríði Hrönn Elíasdóttur, fyrrum sveitarstjóra, oddvita Súðavíkurhrepps ísafirði. Morgunblaðið. ODDVITASKIPTI urðu á fundi hreppsnefnd- ar Súðavíkur sem haldinn var á mánudag. Sigmundur Sigmundsson frá Látrum í Isa- fjarðardjúpi, sem gegnt hefur embættinu að undanförnu, óskaði lausnar vegna heilsuf- arsástæðna og var orðið við beiðni hans og gengið til atkvæða um kosningu nýs oddvita. Niðurstaða þeirrar kosningar varð sú að Sig- ríður Hrönn Elíasdóttir, fyrrum sveitarstjóri, fékk tvö atkvæði, Friðgerður S. Baldvinsdótt- ir hreppsnefndarmaður eitt og einn seðill var auður. Þegar Ijóst var að Sigríður Hrönn hafði verið kjörin oddviti hreppsnefndar, lét Heiðar Guðbrandsson hreppsnefndarmaður bóka að hann gæti ekki setið fund undir nýrri stjórn, og gekk þar með af fundi. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins voru fímmtán mál á dagskrá fundarins og voru fyrstu tvö um afsögn oddvitans og ráðn- ingu nýs oddvita. Þegar niðurstaða lá fyrir um nýjan oddvita var bókað í hreppsnefnd: „Heiðar vék af fundi og sagðist ekki treysta sér til að sitja fundi undir þessari yfirstjórn." Eftir að Heiðar gekk af fundi var gengið til annarra dagskrárliða, og tók aðeins um tæp- Hreppsnefndarmað- ur gekk af fundinum ar þijár klukkustundir að ljúka fundinum sem fyrirfram hafði verið talið að gæti tekið tvo daga. Ákvað að slá til eftir vandlega íhugun „Ég held að við fundarmenn höfum skilið bókun Heiðars á þann veg að hann ætli ekki að sitja fundi hreppsnefndar í vetur. Ég hef verið að hugsa mig um í tvo mánuði, hvort ég ætti að bjóða mig fram til oddvita eða ekki og ákvað að slá til eftir vandlega íhugun og þrátt fyrir allar þær aðdróttanir sem ég hef fengið í minn garð frá Heiðari. Ég get ekki svarað fyrir sveitarstjórn hvort hún sé ánægð með þessa ákvörðun Heiðars, en ég get sagt að það eru blendnar tilfínningar þegar hamingjuóskum rignir yfir mann eins og eftir fundinn á mánudag," sagði Sigríður Hrönn í samtali við blaðið. Útgangan byggir á einföldum hlutum „Utganga mín byggir á mjög einföldum hlutum. Hér hafa menn gefið út yfírlýsingar í fjöimiðlum og m.a. má Iesa í Morgunblaðinu 10. ágúst grein þar sem mjög harkalega er vegið að mér. Þar er lagt í það að hafa við- tal við Sigríði Hrönn út af grein Rögnu Aðal- steinsdóttur frá Laugarbóli, og svar Sigríðar Hrannar er bara árás á mig. Morgunblaðið hafði ekki fyrir því og hefur ekki gert ennþá, að heyra mitt sjónarmið í málinu. Sigríður hefur gefið það út í fjölmiðlum að hún vilji láta rannsaka hvað olli því að ekki var gripið til ráðstafana hér fyrir slys, en hún segir á hreppsnefndarfundi einfaldlega eins og þeir eru. Ég og Siguijón Samúelsson hreppsnefnd- armaður óskuðum eftir því á sama fundi að það verði rætt að óska eftir rannsókn á slys- inu. Meirihlutinn felldi það að ræða málin og ef málið er þannig að meirihlutinn treysti sér ekki til að láta rannsaka það sem hann segir í fjölmiðlum að hann vilji láta rannsaka, þá er eitthvað að,“ sagði Heiðar Guðbrandsson í samtali við Morgunblaðið. Heiðar sagði að bókun hans mætti ekki skilja þannig að hann myndi ekki starfa áfram í hreppsnefnd. „Ég ætla að hætta í hrepps- nefnd verði ég að biðjast lausnar sem sveitar- stjórnarmaður. Þessi bókun mín segir það að það sé einhver umþóttunartími sem ég hef til að ákveða hvernig ég haga málum mínum á næstunni. Ég á ekki von á því að Sigríður sitji þarna þannig að það verði mér til traf- ala,“ sagði Heiðar. Á sama fundi var ákveðið að framlengja ráðningarsamningi sem verið hefur í gildi við Jón Gauta Jónsson sveitarstjóra til 15. októ- ber nk., en þá mun nýráðinn sveitarstjóri, Ágúst Kr. Björnsson, taka við starfinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.