Morgunblaðið - 07.09.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.09.1995, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERIIMU FRÉTTIR: EVRÓPA Rannsókn á vegnm ESB um fiskveiðiréttindi SJÁVARÚTVEGSSTOFNUN Há- skóla íslands gekkst fyrir málþingi um sjávarútvegsmál í gær. Þar var m.a. fjallað um mismunandi stjórn- unaraðferðir í sjávarútvegi en með- al framsögumanna voru sérfræð- ingar hollenskra, danskra og bre- skra rannsóknarstofnana. Wim Davidse, fiskihagfræðingur hjá hollensku rannsóknarstofnun- inni í landbúnaðarmálum, en undir hana falla einnig sjávarútvegsmál, sagði að stofnunin væri nú að vinna að rannsókn á vegum Evrópusam- bandsins um fiskveiðiréttindi í sjáv- arútvegi í þremur ESB-ríkjum, þ.e. Danmörku, Bretlandi og Hollandi. „Við leggjum mat á mismunandi fiskveiðiréttindi í löndunum. Rann- sóknin stendur yfir í þijú ár og hófst á síðasta ári. Við hittumst tvisvar á ári og á síðasta fundi sem haldinn var í Edinborg töldum við að það yrði rannsókn okkar tilfram- dráttar að hittast næst á íslandi og bera saman bækur okkar og læra af reynslu íslendinga," sagði Davidse. Hann segir að mikill munur sé á fiskveiðiréttindum í þessum lönd- um. í Danmörku séu fáar og ein- faldar reglur um réttinn til að stunda fiskveiðar en í Hollandi séu í gildi reglugerðir sem svipa til umfangs íslenskra reglugerða. Bretland sé hins vegar þarna mitt á milli. Niels Vestergaard, fiskihagfræð- ingur hjá dönsku rannsóknarstofn- uninni í sjávarhagfræði, lýsti í sínu erindi reglum sem lúta að sjávarút- vegi í Danmörku. Þar þurfa þeir sem hyggjast gera út sækja um veiðileyfi og til þess að fá það verð- ur að draga úr afkastagetunni um það sem svarar til þess skips sem sótt er um veiðileyfi fyrir, „Þetta er eiginlega einu takmörkin við rétt- indum til fiskveiða í Danmörku," sagði Vestergaard. Ellen Hoefnagel, mannfræðingur hjá hollensku rannsóknarstofnun- inni í landbúnaðarmálum, greindi í PHILIP Rodgers hagfræðingur hjá Sea Fish rannsóknarstofnuninni í Edinborg segir að með úthlutun á aflaheimildum verði til nokkurs konar hliðarmarkaður sem nú sé verið að leggja mat á í rannsókn á vegum ESB. Rodgers segir að hann sé hér á vegum stofnunarinnar vegna verk- efnls sem að hluta til er fjármagn- að af Evrópusambandinu sem mið- ar að rannsókn á eignarrétti í sjáv- arútvegi. Hann segir að með úthlut- un á aflaheimildum verði til nokk- urs konar hliðarmarkaður og hon- um fylgi markaður fyrir veiðirétt- indi. sínu erindi frá reynslunni af sam- eiginlegri fiskveiðistýringu stjórn- valda og hagsmunaaðila í sjávarút- vegi og sagði hún að þessi háttur hefði verið tekinn upp vegna sam- skiptaörðugleika milli hollenskra fiskimanna og stjórnvalda. Þessir aðilar settust niður og sömdu um að koma á sameiginlegri stýringu á fiskveiðum. Því sem næst allir hollenskir fiskimenn eiga aðild að samkomulaginu þótt þeim sé fijálst að standa utan þess. „Verkefnið sem við vinnum að er að líta á þróun þessa máls í Bretlandi, Danmörku og Hollandi. í Hollandi hefur þessu verið komið á í reynd en ekki í Bretlandi því þar þarf veiðileyfi til að fanga fisk. Þar leggst aukagjald við verð skips sem hefur veiðileyfi," sagði Rodg- ers. Hann sagði að tilgangur rann- sóknarinnar væri sá að komast að raun um hvaða áhrif þetta hefði á greinina. „Ef greiða þarf meira fyrir fiskiskip með veiðileyfi en fyrir skipið eitt og sér þá hefur það augljóslega áhrif á hagkvæmni út- gerðarinnar," sagði Rodgers. Hliðarmarkaður í sjávarútvegi Viðræðnr Marokkó og ESB komnar í strand 650 fiskiskip bíða lausnar deilunnar SAMNINGAVIÐRÆÐUR Evrópu- sambandsins og Marokkó um físk- veiðiréttindi ESB innan lögsögu Marokkó hafa nú runnið út í sandinn. Marokkómenn höfnuðu þá tilboði ESB um að hefja vinnu við samningsuppkast. Emma Bonina, framkvæmdastjóri sjávarútvegs- mála innan ESB, segist fyrir vikið ætla að fara fram á það við fram- kvæmdastjórn ESB, að öll sam- skipti við Marokkó verði endurskoð- uð. Marokkómenn brugðust hart við þeim tíðindum og segja þeir Bonina beita þá óeðlilegri kúgun. Bakslag í viðræðurnar Á meðan á þessum deilum stend- ur bíða 650 portúgölsk og spönsk skip aðgerðalaus, en þau hafa verið við bryggju síðan í maí, er gildandi samningar milli ESB og Marokkó runnu út. Framkvæmdastjórnin ræðir nú leiðir til að bæta útgerðun- um og sjómönnum skaðann. Bakslagið í samningaviðræðurn- ar koma eftir 10 daga samfellar viðræður og höfðu fulltrúar ESB lýst bjartsýni á viðunandi árangur úr þeim. Þegar hafði náðst sam- komulag um ýmis tæknileg atriði og vildu fulltrúar ESB festa það á blað. Þegar þeir lögðu fram hug- myndir um eftirlit og fleira, slitu Marokkómenn viðræðunum. Mikið ber á milli Samkvæmt samningsdrögunum, sem voru að fæðast, hafði ESB samþykkt 25% niðurskurð á afla- heimildum á kolkrabba og smaokk- fiski í stað 21% áður, en Marokkó krafðizt enn 65% niðurskurðar. Þá höfðu Marokkómenn farið fram á 50% niðurskurð á togveiðum, en ESB taldi slíkt ekki mögulegt. Þá vildi Marokkó 30% niðurskurð á línuveiðum Portúgala, en ESB lítinn sem engan og bar þar mest á milli samningsaðila. ESB hafði á hinn bóginn gefið nokkuð eftir hvað varðaði ijölda Marokkómanna í áhöfn, þeirra skipa ESB, sem veiði- leyfi fengju innan lögsögunnar. Sérstök aukafjárveiting Það eru helzt Andalúsía og Kan- aríeyjar, sem verða harðast úti vegna þessara deilna, og er nú leit- að leiða innan ESB til að bæta út- gerðum og sjómönnum þar skað- ann, sem orðinn er af biðinni. Styrk- ir innan sjávarútvegs Evrópusam- bandslandanna eru kyrfilega eyrna- merktir og því er líklegt að sérstök aukaflárveiting verði að koma til. Lítið veiðist yfirleitt af smokk- fiski og kolkrabba í september og október og er því ekki talið líklegt að mikill skriður komist á saminga- viðræðurnar á ný á næstunni. Þolin- mæði Spánveija og Portúgala er þó sögð á þrotum. Heimild: Eurofish Report Mikið úrval af buxna- og pilsdrögtum Nýjar vörur frá South Lodge. • Hnepptir og heilir bolir frá kr. 2.800 til kr. 3.900 • Buxur kr. 2.800 • Heimagallar frá kr. 5.800. Opiðá laugardögum frákUOtil 14 marion Reykjavíkurvegi 64 ■ Hafnarfirði • Sími 565 1147 Hugsanleg Evrópusambandsaðild Eystrasaltsríkjanna Váhi telur Eist- land eiga bezta möguleika Tallinn. Morgunblaðið. TIIT Váhi, forsætisráð- herra Eistlands, segir að Eistland sé lengst komið af Eystrasaltsríkjunum þremur í aðlögun sinni að Evrópusambandinu og eigi þar af leiðandi bezta mögu- leika á ESB-aðild. Ráðamenn í Eystrasalts- ríkjunum segjast vonast eftir að aðild ríkjanna þriggja að ESB geti orðið upp úr aldamótum, en ýmislegt bendir til að Eist- ar séu ekki tilbúnir til að bíða eftir Lettum og Lit- háum sé ESB yfirleitt reiðubúið að ræða við þá á undan hinum. Síðastliðið sumar hafa öll Eystrasaltsríkin sam- þykkt svokallaða Evrópu- samninga við ESB, sem kveða á um aðlögun efna- hags- og stjórnmálakerfis ríkjanna að því, sem gerist í ESB, og að ríkin muni í fyllingu tímans öðlast fulla aðild að sambandinu, þó engar dagsetningar séu nefndar í því sambandi. Adolfas Slezevicus, forsætisráð- herra Litháens,' sagði á fundi með norrænum blaðamönnum í Vilníus á þriðjudag að stjórnvöld þar í landi væru raunsæ og gerðu sér grein fyrir að efnahagskerfi Litháens gæti ekki staðizt samkeppni á for- sendum Evrópusambandsins við núverandi aðstæður. Einkum væri landbúnaðurinn viðkvæmur fyrir erlendri samkeppni, og hafa yrði í huga að þriðjungur landsmanna hefði lifibrauð af landbúnaðarfram- leiðslu. „Ég geri ráð fyrir að viðræður um aðild Eystrasaltsríkjanna um aðild að ESB geti hafizt í lok aldar- innar,“ sagði Slezevicus. „Tímann fram að því munum við nýta til hins ýtrasta til að bæta efnahag- inn.“ Oþolinmæði í Eistlandi í Litháen og Lettlandi ganga flestir stjórnmálamenn út frá því að Eystrasaltsríkin þijú muni semja um ESB-aðild í senn og ganga í sambandið á sama tíma. I Eistlandi gætir hins vegar vaxandi óþolimæði í garð nágrannaríkjanna tveggja, þar sem endurreisn atvinnulífsins Tallinn, höfuðborg Eistlands. gengur mun hægar en í Eistlandi. Á blaðamannafundi í Tallinn vildi Tiit Váhi ekki svara með beinum hætti spurningum Morgunblaðsins um það hvort Eistar myndu bíða eftir nágrönnum sínum. „Við undir- ritum Evrópusamninganna var Eistland eina Eystrasaltsríkið, sem ekki þurfti að semja um aðlögunar- tíma eða undanþágur," sagði Váhi. „Eistland er þess vegna bezt undir- búið og á mesta möguleika á ESB- aðild.“ j Þótt undirbúningur fyrir aðild að Evrópusambandinu felizt ekkl síst í umbótum á efnahagssviðinu, er auðheyrt á stjórnmálamönnum í Eystrasaltsríkjunum að öryggis- sjónarmið eru helzta ástæða þess að ríkin vilja tryggja sér aðild sem allra fyrst. „Álmenningur tekur fyrst og fremst afstöðu út frá ör- yggismálum og nauðsyn þess að tryggja sjálfstæði landsins," sagði Vytautas Landsbergis, fyrrverandi forseti Litháens, í samtali við Morg- unblaðið. „Við höfum hins vegar tíu ár til að undirbúa okkur og þau verðum við að nota bæði til að gera nauðsynlegar breytingar á löggjöf okkar og til að undirbúa hugarfar aimennings fyrir aðild að samfélagi Evrópuþjóða." Morgunblaðið/StS FRÁ Undirbúningur ríkjaráðstefnunnar Sviar leggja ofur- áherslu á atvinnumál Brussel. Heuter. SVIAR vilja leggja áherslu á það á ríkjaráðstefnunni á næsta ári að sérstökum vinnuaukakafla verði bætt við Maastricht-samkomulag- ið. Hugmyndir Svía voru ræddar á fundi hugleiðingahópsins svokall- aða, er vinnur að undirbúningi ríkj- aráðstefnunnar, fyrr í þessari viku og hlutu góðan hljómgrunn. Fulltrúi Svíþjóðar í hópnum, ráð- herrann Gunnar Lund, mælti fyrir tillögunum. Svíar telja eitt mikil- vægasta verkefni ESB vera að vinna gegn atvinnuleysi og því sé mikilvægt að bæta við vinnumála- kafla til að þrýsta á aðildarríkin að auka atvinnu. Atvinnuleysi í ríkjum ESB er nú að meðaltali 11%. Atvinnubandalag? Lund lagði fyrst fram þessa hug- mynd á nefndarfundi í júlí og var þá beðinn um að útfæra þær nánar. Ingvar Carlsson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, sagði í útvarpsvið- tali í síðustu viku að nauðsynlegt væri að festa ákvæði um atvinnu- mál í stjórnarskrá Evrópusam- bandsins. Samhliða efnahagslegu og peningalegu bandalagi ESB- ríkja væri þörf á „atvinnubanda- lagi“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.