Morgunblaðið - 07.09.1995, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
;
SCARF
MARBERT
... i/mu/' ,se/n oeAtt/'it/jfi ti/fín/ii/iga/'
Kynning fimmtudag og föstudag.
Skemmtilegur kaupauki frá MARBERT fylgir.
Verið velkomin.
Hamraborg I4a, sími 564-2011
ÍDAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags
Lélegir
þættir í RÚV
TVÆR 13 ára stúlkur
hringdu til að kvarta yfir
lélegu vali kvikmynda hjá
RÚV, sérstaklega fyrir
krakka á þeirra aldri.
Þær eru ekki með Stöð
2 og vilja fá sambærilega
þætti á RÚV og eru á Stöð
2 og beina þessum
tilmælum til RÚV.
Ný þýðing Nýja
testamentisins
FYRIR fáum dögum las ég
stutta grein í Morgunblað-
inu þar sem sagt var frá
að ný þýðing af Nýja testa-
mentinu væri í athugun,
og þar ætti hvergi nafnið
Jesú að standa. Hvað er
þá orðið eftir af kristin-
dóminum?
í sambandi við þetta
datt mér í hug þessi vísa:
Hyggjusnauðir hirðingjar
heiðni mönnum kynna
skrattanum til skemmtunar
skelmar eru að vinna.
Filippía
Kristjánsdóttir
Áskorun til
Islendinga
HEIDI Kristiansen hringdi
og vildi skora á íslendinga
að gera átak í því að borða
íslenska lambakjötið og
láta pítsurnar og
hamborgarana vera. Hún
heyrði í útvarpinu
umflöllun um „kjötfjallið"
sem safnast hefur upp hér-
lendis og þar komu fram
hugleiðingar um hvað yrði
um þessa vörú. Heidi er frá
Noregi og vill koma því á
framfæri að henni finnst
íslenska lambakjötið hið
besta í heimi. Einnig má
benda á að íslenska
lambakjötið er líka miklu
hollara og minna fitandi
en pítsur og hamborgarar.
Tapað/fundið
Bakpoki
týndist
BLÁR og svartur bakpoki,
frekar íþróttalegur úr
vatnsheldu efni týndist
líklega si. föstudag.
Innihald pokans er
eigandanum nijög
mikilvægt þó ekki séu það
verðmæti fyrir aðra. Ef
einhver hefur fundið
bakpokann er sá hinn sami
vinsamlegast beðinn um
að hringja í síma 551-0333
í Þór. Fundarlaun.
Gleraugri
fundust
KVENGLERAUGU í blárri
umgjörð fundust austan
Vífíisstaða, utan girðingar
í Heiðmörk nýlega.
Eigandinn má vitja þeirra
í síma 557-4117.
Jakki
tapaðist
Dökkbrúnn „Warehouse“-
rúskinnsjakki tapaðist á
veitingastaðnum Astro
laugardaginn 27. ágúst sl.
Skilvís finnandi vin-
samlega hringi í Bryndísi
í síma 553-4614.
Gæludýr
Þrír kettir óska
eftir heimili
ÞRÍR kettir, (tvær læður
og eitt fress), fæddir í
mars, óska eftir góðum
heimilum. Þeir eru allir
svartir nema hvítur blettur
er á hálsi læðanna. Þeir eru
mjög gæfír og klóra hvorki
né bíta. Uppl. í síma
456-1135 eða 456-1359.
Kattholt
SVARTUR og hvítur fress
fannst við tjaldstæði í
Þjórsárdal í byijun ági'ist
sl. Hann dvelur nú í
Kattholti ásamt fjölda
annarra katta og eru
eigendur vinsamlega
beðnir um að koma í Katt-
holt milli kl. 14 og 17 virka
daga, við Stangarhyl 2.
Sími 567-2909.
I
(
(
I
I
(
i
SKAK
Umsjón Margeir
Pétursson
STAÐAN kom upp á Int-
elmótinu í London um helg-
ina í seinni atskák Frakkans
Lautier (2.645), sem hafði
hvítt og átti leik, og Indveij-
ans Anand (2.725). Frakk-
inn tapaði fyrri skákinni,
eins og við sáum á þriðju-
daginn og þurfti því nauð-
synlega að jafna. Það tókst
honum á glæsilegan hátt:
34. Hxh6+! - gxh6 35.
Dg6+ - Kh8 36. Dxh6+ -
Dh7 37. Dxf6+ - Hg7 38.
Hg6 (Hótar 39. Hh6) 38. -
Kg8 39. De6+ og Anand
gafst upp því hann
tapar mjög miklu liði.
Þetta reyndist þó
skammgóður vermir
fyrir Lautier því í úr-
slitahraðskák náði
hann sér ekki á strik
og mátti gefast upp
eftir aðeins 19 leiki.
Þó stýrði hann hvítu
mönnunum. Þar réð
hann ekkert við hraða
Indveijans. Engu að
síður þótti Lautier
standa sig vel að
vinna góða skák af áskor-
anda Kasparovs.
Fimmta umferð Friðriks-
mótsins verður tefld í dag.
Þá tefla saman: Friðrik og
Helgi Ói., Soffía Polgar og
Hannes, Jóhann og Jón L,
Gligoric og Smyslov, M_ar-
geir og Larsen, Helgi Áss
og' Þröstur.
Farsi
»1‘ryg<7ingiri þ\n, nýeryfiraUt nema,
/Q.r&,hAuti, og/innu uiðUi&qerðtr."
UJAISbLASS/ce>0<-TMfi-T
STEREO DEPT
Víkverji skrifar...
IDEGI á Akureyri birtist nýlega
athyglisvert viðtal við dr.
Howard Winston Hulan, sjávarút-
vegs- og landbúnaðarráðherra
Nýfundnalands, sem var hér á
ferð í síðasta mánuði og hélt m.a.
fyrirlestur fyrir kanadíska _nem-
endur á Hólum í Hjaltadal. í við-
talinu er rætt um hrun þorsk-
stofnsins við Nýfundnaland og
kemur fram að í ár hafi 35 þús-
und manns framfæri sitt af
styrkjum frá hinu opinbera og að
með hruni stofnsins hafi stoðun-
um verið kippt undan heilu byggð-
arlögunum.
Hulan hvetur íslendinga til að
fara að ráðum fiskifræðinga, en
á Nýfundnaiandi hafi menn ekki
áttað sig á varnaðarorðum þeirra
fyrr en of seint. Hann kennir seln-
um einnig um hluta vandanas við
Nýfundnaland en þorsklifur sé
selnum nauðsynleg fæða. Hann
segir að sel fari mjög fjölgandi
þar við land og miklar umræður
séu nú í Kanada um að leyfa sel-
veiðar.
xxx
ENN á ný hafa Akurnesingar
tryggt sér íslandsmeistara-
titilinn í knattspymu. Ekki er
hægt annað en að dást að þeim
krafti sem einkennir allt knatt-
spyrnustarf á Skaganum. Að baki
þessum árangri liggur mikil vinna
og ekki aðeins leikrpanna heldur
einnig starfsmanna félagsins, for-
ystunnar, bæjarbúa á Akranesi og
stuðningsmanna IA um allt land.
Það er gaman að fylgjast með
þvi hversu mikinn hljómgrunn
Skagamenn eiga meðal knatt-
spyrnuunnenda á óiíkiegustu stöð-
um á landinu. Þennan stuðning
má rekja allt aftur til áranna upp
úr 1950 er IA rauf skörð í múra
Reykjavíkurfélaganna og varð
„litla“ félagið á landsbyggðinni
sem ógnaði Reykjavíkurliðunum.
Þessi aðdáun hefur síðan aukist
með árunum og á eftir stuðningi
við heimaliðið í sjávarplássum úti
á landi kemur stuðningur við ÍA
næst á eftir hjá mörgum. Velvild
þessara bakhjaria birtist á marg-
víslegan hátt, meðal annars með
fjárstuðningi á númer Skaga-
manna í getraunum.
Þrátt fyrir yfirburði ÍA á knatt-
spyrnuvöllunum í sumar er knatt-
spyrnuhaustið eigi að síður mjög
skemmtilegt. KR, ÍBV og fleiri
beijast um annað sætið í 1. deild-
inni og á botninum eru það FH,
Fram og Valur sem einkum takast
á. Þegar þetta er skrifað virðist
Valsliðið ætla að bjarga sér frá
falli og hefur árangur þeirra eftir
þjálfaraskiptin nýlega verið með
ólíkindum. Annars eru Vest-
mannaeyingar það lið sem
skemmtilegast hefur verið að
horfa á að undanförnu; einstök
leikgleði, mikið af mörkum og sér-
stakt krydd hvernig þeir fagna
mörkum sínum.