Morgunblaðið - 07.09.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.09.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ' FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1995 37 BREF TIL BLAÐSINS Framsóknar for dómar Hallgríms Helgasonar Frá Guðmundi Jónasi Kristjánssyni: ÞAÐ virðist vera orðið býsna vin- sælt, og orðið hálfgert tískufyrir- bæri ákveðinna afla hér í þjóðfé- laginu, að upphrópa alla „rasista" sem ekki falla í einu og öllu að kenningum þeirra um „alheims- ríkið“ og útopíuna hér á jörð. Eitt dæmi slíkrar áráttu er dæma- laus grein Hallgríms Helgasonar í Morgunblaðinu. 31. ágúst sl. sem bar þá furðulegu nafngift „Kynþáttahatur framsóknar“. Þessi grein er svo makalaus og ófyrirleitin í alla staði, að hún er varla svaraverð. Morgunblaðið hefur oft fengið ákúrur fyrir það að vera of fijálslynt í því að birta greinar sem sagðar séu byggðar á „rasisma“. En hvað með greinar af því tagi sem hér hefur verið gerð- að umtalsefni? Það er nefni- lega oft þannig, að öfgar geta orðið á báða vegu. Skrif Hall- gríms eru talandi dæmi um slíkt. Upphrópanir um rasisma Það er virkilega ástæða til að hafa áhyggur af þessari þróun. í allt sumar til að mynda hefur Alþýðublaðið ekki verið opnað án þess að þar hafi ekki verið yfir- fullt af skrifum og upphrópunum um allskyns „rasisma“ íslendinga nánast á hveiju götuhorni. Jafn- vel í leiðara Alþýðublaðsins fyrir nokkru var stefna íslenskra stjórnvalda í málefnum flótta- manna og alþjóðlegra samskipta líkt við nationalsósíalisma og það- an af verra. Ég meina! Ætli ekki allt sé í lagi heima hjá þessu bless- aða fólki sem viðhefur slíkan munnsöfnuð og hugarfar? Grein Haligríms Helgasonar rithöfund- ur og myndlistarmanns er nefni- lega toppurinn á þessu öllu sam- an. Hatri hans t.d. á framsóknar- mönnum, um 23% íslenskra kjós- enda, virðist til að mynda engin takmörk, sett. Hann telur m.ö.o. framsóknarmenn meiriháttar „rasista“, og telur þeim allt til foráttu. Svo þykist þetta fólk eins og Hallgrímur vera boðberar ein- hvers fijálslyndis og umburðar- lyndis gagnvart öðru fólki og hóp- um! Tökum bara dæmi af „rasista- skrifum“ Hallgríms. Hann segir í grein sinni um þennan „óæski- lega“ pólitíska hóp íslendinga sem kalla sig framsóknarmenn. „Þessir þúfnagangsmenn eiga erfitt með að fóta sig á mölinni og málefnum hennar og hættir til við að rugla saman búsýslu og stjórsýslu. Þeir eru jú vanir því í sínum heimahögum að „stunda kynbætur" og „halda stofninum hreinum“. Þeir eru vanir því að þurfa að „reka.úr túninu". Þeir eru vanir því að erlend svín og nautgripir séu höfð í einangrun útí Hrísey í nokkur ár og sótt- hreinsuð þar áður en þeim er hleypt í land, uppá innlendar gylt- ur og kýr. Kannski blundar í framsóknarmönnum sú löngun að fara eins að með útlendinga sem hingað koma?“ Grein Hallgríms er öll í þessum dúr. Greinilegt er að aumingja maðurinn er í mikilli geðshrær- ingu þegar hann skrifar þessa grein, en einmitt þá eiga rithöf- undar að vita manna best að þá skal einmitt forðast blek og penna, að lokum krefst Hallgrím- ur þess að ráðherrar Framsóknar- flokksins biðjist afsökunar á orðavali sínu og hátterni í garð útlendinga á íslandi um leið og hann hvetur til stóraukins inn- flutnings á erlendum flóttamönn- um. Biðjist afsökunar! Svona greinar og þeir sem skrifa slíkt rugl dæma sig auðvit- að sjálf. í stað þess að Hallgrímur óski eftir afsökun frá öðrum væri hann maður að meiri að biðjast sjálfur afsökunar á þvílíkum skrifum, og taki sönsum! Því satt best að segja eru allflestir íslend- ingar orðnir dauðþreyttir á svona rakalausum málflutningi. - Því það sem Hallgrímur flaskar á eins og svo margir hans líkir í „al- heimsríkjasýn sósíaldemókrata" er að „rasisma“ má auðveldlega misnota undir öfugum formerkj- um. Grein Hallgríms er dæmigerð um þess konar misnotkun og ómaklegar ofsóknir í garð sam- borgara sinna .. . GUÐMUNDUR JÓNAS KRISTJÁNSSON, Funafold 36,112 Reykjavík. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUNIN SMIÐJUVEGUR 70, KÓP. SÍMI564 4711 • FAX 564 4 725 VERZLUNARSKOLIISLANDS Oldungadeild Innritun á haustönn öldungadeildar Verzlunarskóla íslands fer fram á skrifstofu skólans Eftirfarandi námsgreinar verða í boði: Bókfærsla Bókmenntir Danska Efna- og eðlisfræði Enska Franska íslandssaga íslenska Lögfræði Mannkynssaga Markaðsfræði Rekstrarhagfræði Ritvinnsla Stjórnun Stærðfræði Tölvubókhald Tölvunotkun Verslunarréttur Vélritun Þýska Áföngum ofangreindra námsgreina er hægt að safna saman og láta mynda: ■ Próf af bókhaldsbraut eða skrifstofubraut. ■ Verslunarpróf. ■ Stúdentspróf. Skólagjald er í hlutfalli við kenndar kennslustundir. Umsóknareyðuböð og námslýsingar fást á skrifstofu skólans, Ofanleiti 1. Ending skiptir öllu Pipugerðinh/ Skrifstofa& Suðurhraun2*210Garðabær Verksmiðja: Pósthólf 190 • 212 Garðabær Sími: 565 1444*Fax: 565 2473 ATVINNUMALANEFND REYKJAVÍKUR Þróun atvinnulífs í Reykjavík - Styrkveitingar - Atvinnumálanefnd Reykjavíkurborgar veitir á hverju ári styrki til þróunar atvinnulífs í Reykjavík. Hér með er auglýst eftir umsóknum um slíka styrki en að þessu sinni eru til ráðstöfunar 7 milljónir króna sem verða veittar til verkefna er stuðlað geta að nýsköpun, þróun, hagræðingu, markaðssetningu og upp- byggingu i atvinnulífi Reykjavíkurborgar. Styrkir til einstakra verkefna geta numið allt að 50% af áætluðum kostnaði við framkvæmd hvers verkefnis. Hámarks styrkupphæð er kr. 500 þús. og greiðist styrkurinn út í samræmi við framgang verkefnis. Atvinnu- og ferðamálastofa Reykjavíkurborgar hefur eftirlit með framvindu verkefnis og útborgun styrksins. Umsóknareyðublöð liggja frammi á Atvinnu- og ferðamálastofu Reykjavíkurborgar, Aðalstræti 6, sími 563-2250. Umsóknarfrestur er til 15. september næstkomandi. 7777“ NORDISK FORSKERUTDANNINGSAKADEMI Sækið um styrki NorFA hvetur norræna vísindamenn til að sækja um styrki vegna norrænna vísindamenntunarverkefna. Umsóknarfresturinn í október 1995 nær til allra verkefna að fráskildum samstarfshópum vísindamanna og skipulagningu norrænna vísinda- námskeiða. Tilboð þetta nær e{nnig til styrkja í tengslum við efnissvið norrænu umhverfisrannsóknaáœtlunarinnar. ■ Rannsóknir á loftslagsbreytinum ■ Samvinnuverkefni á sviði umhverfisrannsókna á Eystrasaltssvæðinu ■ Hinar samfélagspólitísku forsendur umhverfis- stefnunnar Viðbótarupplýsingar færð þú í bæklingi NorFA „Gránslös forskarutbildning 1995“. Pantaðu hann ífá háskólanum þínum (upplýsinga- eða alþjóðadeild) eða beint hjá skrifstofu NorFA. NORDISK FORSKERUTDANNINGSAKADEMI Postboks 2714 St. Hanshaugen, N-0131 Oslo, Norge Sími: 00 47 22 03 75 20 / Fax: 00 47 22 03 75 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.