Morgunblaðið - 07.09.1995, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
t
Eiginmaður minn,
GUNNAR MAGNÚSSON,
Ártúnum,
Rangárvöllum,
lést í Landspítalanum þriðjudaginn 5. september.
Fyrir hönd aðstandenda.
Sigríður Símonardóttir.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
KRISTJANA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Lindargötu 61,
Reykjavík,
lést að kvöldi 4. september.
Jarðarförin auglýst síðar.
Guðlaugur Már Sigmundsson, Hildigunnur Friðjónsdóttir,
Ellert Jón Jónsson, Þórdis Hlöðversdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Ástkær bróðir okkar,
JÓHANN VILMUNDARSON,
andaðist í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja
mánudaginn 4. september.
Jarðarförin fer fram frá Landakirkju,
Vestmannaeyjum, laugardaginn 9. sept-
ember kl. 14.00.
Fyrir hönd ættingja,
Unnur Vilmundardóttir,
Fjóla Vilmundardóttir,
Lilja Vilmundardóttir.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
SIGURBJÖRG JÓNSDÓTTIR,
Lyngholti 14E,
Akureyri,
sem andaðist á dvalarheimilinu Hlíð
1. september, verður jarðsett frá Akur-
eyrarkirkju föstudaginn 8. september
kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er
bent á dvalarheimilið Hlíð.
Helgi Bernharðsson, Katrín Þorvaldsdóttir,
Dóra Bernharðsdóttir,
Jón Bernharðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
ALBERT GUÐBRANDSSON,
Stóragerði 28,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
föstudaginn 8. september kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent
á Barnaspítala Hringsins eða Krabba-
meinsfélag (slands.
Auður G. Albertsdóttir, ísleifur Pétursson,
Þór P. Albertsson,
Árný Albertsdóttir, Gísli Jónasson
og barnabörn.
t
Foreldrar okkar,
ELÍSABET þorbjörnsdóttir
og
ÁGÚST SIGURÐUR GUÐJÓNSSON,
Garðabraut 8,
Akranesi,
verða jarðsungin frá Akraneskirkju föstudaginn 8. september
kl. 14.00.
Þeim, sem vildu minnast þeirra, er bent á Sjúkrahús Akraness.
Fyrir hönd barnabarna og barnabarnabarna
Dætur og tengdasynir.
MARGRÉT
JÓNSDÓTTIR
+ Hallgríma Mar-
grét Jónsdóttir
var fædd á Seyðis-
firði 21. ágúst 1899.
Hún lést á Elliheim-
ilinu Grund 29. ág-
úst síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Mar-
.grét Guðmunds-
dóttir og Jón Egils-
son og átti hún sjö
systkini. Margrét
giftist veturinn
1918 Jóhannesi
Bárðarsyni, f. 29.8.
1880, í janúar 1960.
Þau eignuðust sjö börn. Upp
komust: 1) Jóhannes listmálari,
kvæntur Alfheiði Kjartansdótt-
ur. Þeirra börn eru Kjartan,
Egill, Sigurður og Halla. 2)
í FORNSÖGUM okkar íslendinga-
sögum er sagt frá kvenskörungum
af drottningakyni, konum sem
þorðu og gerðu, konum sem skópu
örlög sín og annarra. Stórbrotnum
konum sem lífíð lék ekki alltaf við,
heldur efldi og stækkaði við hveija
raun.
Hún amma Margrét Jónsdóttir
minnti mig alltaf á þessar konur.
Þriggja ára var hún reidd yfir fjöll
og dali, burt frá foreldrum sínum
og systkinum, inn á heimili hjá
vandalausum. Dvölin þar var ekki
alltaf góð. Telpan sem frá náttúr-
unnar hendi var glöð og gefandi,
hraust og dugmikil þurfti að taka
á og mæta hörku hinna fullorðnu.
En þá kom létta lundin hennar og
krafturinn til hjálpar. Þrátt fyrir
mótlæti, vinnuhörku og oft skiln-
ingsleysi íjarri móðurfaðmi lét hún
amma ekkert beygja sig. Sem ung
kona stóð hún há og tíguleg svo
eftir var tekið og fullbúin því að
takast á við lífið. Skólaganga hafði
verið lítil sem engin en eðiislæg
greind dugði henni vel.
Skapið hennar ömmu Margrétar
var ekki bara létt heldur líka stórt
og gat orðið þungt ef henni fannst
á sig eða sína hallað. Hún sagði
meiningu 'sína tæpitungulaust og
var aldrei með neitt hálfkák. Reynd-
ar var sama hvað amma tók sér
fyrir hendur, allt var gert af alhug.
Ung að árum giftist hún Jóhann-
esi Bárðarsyni, myndarmanni sem
var þá ekkjumaður með litla dóttur,
Elsu. Trúi ég að þar hafi amma
valið sér mannsefni af ást, en jafn-
framt fundið hjá Jóhannesi öryggi
þar sem hann var 18 árum eldri.
Hún sem svo ung varð að yfirgefa
foreldrahús, þráði heimili umfram
Kristín húsmóðir.
Maður 1. Dónald
Rader d. 10.1. 1951.
Þeirra börn eru
Róbert, Dónald og
Margrét. Maður 2.
Þorkell Máni Þor-
kelsson blikksmið-
ur. 3) Bárður gull-
smiður. Kona 1.
Magnea Magnús-
dóttir, þau slitu
samvistir. Þeirra
börn eru Margrét,
Magnús og Jóhann-
es. Kona 2. Ósk
Auðunsdóttir. 4)
Hallgrímur Ómar d. 30.3. 1989,
ókvæntur og barnlaus.
Utför Margrétar fer fram frá
Dómkirkjunni í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
allt annað enda var heimilið hennar
þungamiðja alla tíð. Jóhannes
stundaði sjómennsku og því fjarri
fjölskyldunni langtímum saman.
Börnin þeirra komu í heiminn eitt
af öðru. Þrjú dóu ung en ijögur
mannvænleg börn komust upp.
Elstur er Jóhannes, þá Kristín, síð-
an Bárður og langyngstur Ómar,
augasteinn móður sinnar. Ómar dó
snögglega á besta aldri.
Það eru fjórtán ár síðan ég kynnt-
ist ömmu, hún var alls ekki amma
mín heldur amma mannsins míns
en ég var fljót að eigna mér hana.
Hún tók því vel og leit á mig stórum
augum ef ég ávarpaði hana sem
Margréti.
Amma var aldeilis ekki ein þegar
Elli kerling tók að heija á hana.
Einkadóttir hennar Kristín var
hennar hægri ög vinstri hönd. Alla
daga hugsaði hún um móður sína
og sinnti hennar minnsta viðviki
með dyggri aðstoð dóttur sinnar og
nöfnu ömmu. Já, samband ömmu
og Kristínar tendamóður minnar
var fallegt og náið.
Ég þakka forsjóninni af öllu
hjarta fyrir að hafa eignast Mar-
gréti Jónsdóttur sem ömmu og ekki
síður sem vinkonu. Eg naut þess
að heyra hana segja mér frá löngu
liðnum tíma og ótrúlegri reynslu
sem ekki gerði hana bitra heldur
stóra og sterka.
í mínum huga var hún amma
Margrét drottning sem lifði sínu
langa lífi með reisn. Nú er hún far-
in, ég samgleðst henni inniiega. Og
dauðinn tók á móti henni með sömu
reisninni og hún lifði. Slíkt er
sannra drottninga.
Helga Mattína Björnsdóttir,
Grímsey.
Cá
LEGSTEINAR
MOSAIKH.F.
Hamarshöfda 4 - sími 587 1960
Minnismerki úr steini
Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum
alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki.
Aralöng reynsla.
BS S. HELGASON HF
ISTEINSMIÐ JA
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Hjartans þakkir fyrir allt, elsku
amma mín. Guð geymi þig og verndi.
Þín dótturdóttir,
Margrét.
Amma mín.
Mín fyrsta minnig um þig er
kannski að hluta til mynduð af frá-
sögnum annarra, en mér stendur hún
engu að síður ljóslifandi fyrir hug-
skotssjónum; ég 3-4 ára á nærboln-
um í jólaboðinu með stóra ijóma-
tertusneið með karamellubúðingi
milli laga fyrir framan mig í glugga-
kistunni. Hvílík hamingja. Þú hafðir
fært mig úr matrósafötunum til að
forða þeim undan atganginum,
þekktir þína menn, bæði matarlyst
og borðsiði.
Jólaboðin voru nú heldur aldrei
neitt slor frekar en önnur boð hjá
þér. Jafnvel fyrirvaralausar heim-
sóknir til þín breyttust í stórveislur
á örskammri stund. Jólagjafimar og
aðrar gjafír vom aldrei skornar við
nögl. Og þetta allt þrátt fyrir að
mig grani að oft hafi verið úr litlu
að spila og ekki mikið til skiptanna.
I bemsku minni bjóstu hér og þar
um bæinn í leiguhúsnæði, en svo
fluttir þú á Blómvallagötuna og þar
leigðuð þið Ómar frændi lengi og
þar leið ykkur auðsjáanlega vel. Þið
fluttuð að minnsta kosti ekki þaðan
fyrr en þið réðust í íbúðarkaup fyrir
nokkram áram. Það era ekki margir
sem fara út á fasteignamarkaðinn
að kaupa sína fyrstu íbúð á níræðis
aldri, en þannig var það með þig.
Auðvitað veit ég að það var með
góðra vina og ættingja hjálp, sem
íbúðarkaupin voru gerð möguleg, en
engu að síður er þetta eitt af mörgu
sem gerði þig einstaka.
Þegar ég var í kaupavinnu í Mikl-
holtshelli, eydduð þið Ómar stundum
sumarfríunum ykkar þar og þú leyst-
ir húsfreyjuna af hólmi og hún komst
í langþráð og verðskuldað frí. Þá
tókst þú að þér hlutverk, sem þú
kunnir mæta vel eftir að hafa unnið
lengi sem ráðskona í sveit hingað
og þangað við misjafnar aðstæður.
Og eins og endranær vora engin
vettlingatök á hlutunum og víst að
ekki væsti um okkur kostgangarana.
Fólkinu í Helli tengdist þú alveg
sérstökum vináttuböndum. Ég veit
að þar var á ferðinni gagnkvæm vin-
átta og virðing. Eitt er víst að það
hefur í gegnum tíðina reynst þér
alveg einstaklega vel, oft betur en
við sum í þinni eigin fjölskyldu þótt
skömm sé frá að segja. Hafí það
mikla þökk fyrir.
Eftir að hann Ómar dó og sérstak-
lega eftir að þú fluttir upp á Grand
hefur Stína frænka og hennar fólk
verið eins og þú orðaðir það „artar-
legast við þig“. Við hin sem ekki
stóðum okkur eins vel, stöndum í
ævarandi þakkarskuld við þau, fyrir
hvað þau reyndust þér vel, amma
mín.
Ég veit þú máttir þola ýmislegt
um ævina, ekki varstu að barma þér
yfír því. Það var helst að þér fyndist
þú vera orðin ansi léleg undir það
síðasta. En þótt líkaminn hafí verið
farinn að bila og angra þig mikið,
þá var hugurinn alltaf. stálklár og
þú gerðir okkur unga fólkinu oft
skömm til, ekki síst þegar þú á þinn
beinskeytta og hreinskilna hátt sagð-
ir umbúðalausa meiningu þína um
menn og málefni.
Blessuð sé minning þín.
Kjartan Jóhannesson.