Morgunblaðið - 07.09.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.09.1995, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Afhverju og hversvegna er íslenska fjölskyldan verr Sjáið þið þetta litla hlykkjótta ormkvikindi? Þetta er allt honum að kenna. B-hluta ríkisfyrirtæki og sjóðir bókfæri lífeyrisskuldbindingar Eig-ið fé minnkar um 11-12 milljarða Fjármálaráðherra ákvað iyrir skömmu að fyrirtækjum og sjóðum í B-hluta ríkisreikn- ings verði gert að bókfæra lífeyrisskuldbind- --------—-----------------------------3»--- ingar í ársreikningum fyrir árið 1995. Aætl- að er að þær nemi samtais 11-12 milljörðum kr. Kom þessi ákvörðun forstöðumönnum Pósts og síma og RUV í opna skjöldu. MIÐAÐ verður við áunnin lífeyris- réttindi viðkomandi fyrirtækja og sjóða í heild í árslok að frádregnum þeim hluta sem Lífeyrissjóður starfs- manna ríkisins getur mætt af eigin fé sínu. Jafnframt hefur verið ákveð- ið að gerð verði grein fyrir þessum skuldbindingum í skýringum með ríkisreikningi fyrir seinasta ár. Hörður Vilhjálmsson, fjármála- stjóri Ríkisútvarpsins, segir aðspurð- ur að það þurfi athugunar við hvort Ríkisútvarpið geti staðið undir þess- um skuldbindingum í framtíðinni en skv. tryggingafræðilegri úttekt nema þær nú um 1,4 milljörðum kr. hjá Ríkisútvarpinu sem gjaldfalla á næstu áratugum, væntanlega með mestum þunga á þriðja áratug næstu aldar. „Afnotagjaldið hefur staðið óbreytt frá í byijun febrúar 1993 og það hefur ýmsa aðra pinkla borið að höndum sem við höfum orðið að mæta með samdrætti og hagræð- ingu. En upphæðir af þessu tagi greiðast ekki að óbreyttum tekjum nema þjónusta verði að verulegu leyti skert,“ segir Hörður. Eigið fé Pósts og síma fellur úr 13 í 5 milljarða Samkvæmt upplýsingum sem fengust í fjármálaráðuneytinu eru samanlagðar áfallnar lífeyrisskuld- bindingar fyrirtækja og sjóða í B- hluta, sem þau þurfa nú að færa í reikningsskil sín, auk þeirra greiðslna sem falla á hlutaðeigandi ár, áætlaðar milli ellefu og tólf millj- arðar kr. Þar af nemur áætluð skuld- binding Pósts og síma um átta millj- örðum kr. og hjá Rafmagnsveitum ríkisins er hún metin til átta hundruð milljóna kr. „Þetta þýðir að eigið fé Pósts og síma fellur úr 13 milljörðum niður í fímm milljarða. Við höfðum ekki reiknað með því undanfarin ár að það gerðist. Við áttum ekki von á þessu. Það kom upp fyrir nokkrum mánuðum að stjómvöld væru að taka um það ákvörðun að flytja lífeyris- skuldbindingar, sem fram til þessa hafa verið hjá ríkissjóði, yfír á B- hluta stofnanir. Við höfum hins veg- ar ekkert haft með ávöxtun á þessu fé að gera og ekki haft möguleika að ávaxta það betur, hafí verið til þess möguleikar, sem ég skal ekki dæma um,“ sagði Guðmundur Björnsson, aðstoðarpóst- og síma- málastjóri. Hann sagði að þessi breyting hefði ekki í för með sér aukin útgjöld fyrir stofnunina heldur fælist breytingin í því að hún þyrfti nú að bóka skuldbindingar vegna greiðslna sem hún þyrfti hvort sem er að inna af hendi í framtíðinni. Við gerð ríkisreiknings fyrir árið 1989 ákvað fjármálaráðherra að bók- færa áætlaðar lífeyrisskuldbindingar hjá A-hluta ríkissjóðs en hins vegar hefur verið beðið með færslur lífeyr- isskuldbindinga hjá B-hluta fyrir- tækjum þar til upplýsingar um skuld- ir einstakra B-hluta fyrirtækja og sjóða yrðu tiltækar. Síðastliðið vor var gerð tryggingafræðileg úttekt á skuldbindingum einstakra ríkisfyrir- tækja og sjóða í B-hluta ríkisreikn- ings. I byijun júlí sendi svo fjármála- ráðherra ráðherrum bréf og tilkynnti þá ákvörðun að B-hlutaaðilum verði gert að taka lífeyrisskuldbindingar vegna starfsmanna sinna inn í reikn- ingsskil fyrir yfirstandandi ár. Geng- ið hefur verið út frá að lífeyrisskuld- bindingar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins haldi áfram að vaxa þar sem tekjur sjóðsins hrökkvi hvergi til að mæta skuldbindingum við sjóðsfé- laga. Leynd vekur undrun „Það var hringt hingað frá Ríkis- endurskoðun seint í mars og óskað eftir því að Ríkisútvarpið veldi sér tryggingastærðfræðing til að reikna þessar skuldbindingar út og það var gert. Það fylgdi tilkynningunni að það sem gjaldfallið væri yrði gjald- ífært á árið 1994. Við vorum með reikningslokun ársreiknings fyrir 1994 tilbúna i apríl og biðum fram í júlí eftir að ákvörðun yrði tekin í þessu. Um miðjan júlí lá sú ákvörðun loksins fyrir að þessu verði frestað til ársins 1995,“ sagði Hörður. Að hans sögn biasir við að Ríkisútvarpið þurfí að gjaldfæra um 86 millj. kr. vegna lífeyrisuppbóta_ starfsmanna á yfirstandandi ári. Á árinu 1993 greiddi RÚV 18 millj. vegna þess sem upp á vantaði og 13 millj. á síðasta ári. „Það sem veldur undrun okkar er það hve leynt hefur verið farið með þetta og upplýsingar hafa alls ekki borist stofnununum. Þetta ber ótrú- lega brátt að og eins og yfir þessu hafí hvíit ótrúleg leynd undanfarin ár, því þetta hefur blasað við fyrir margt löngu,“ segir Hörður. Tré og veðurfar Áhrif umhverfis- þatta a alaska- ösp rannsökuð Halldór Þorgeirsson Halldór Þorgeirsson plöntulífeðlisfræð- ingur flutti fyrir- lestur um rannsóknir á al- askaösp og umhverfi henn- ar á aðalfundi Skógrækt- arfélags íslands sem hald- inn var á Egilsstöðum. Rannsóknin hófst árið 1990 og var komið upp fjórtán hektara tilrauna- reiti í Gunnarsholti, þar sem plantað var 140 þús- und alaskaöspum. Hver er tilgangur rann- sóknarinnar og hvernig hófst hún? „Upphaf rannsóknar- innar var samstarf við vís- indamenn í Kanada og á Nýfundnalandi. Upphaf- lega átti einungis að skoða áhrif umhverfisþátta á öspina og hvemig hún breytir að- stæðum og veðurfari á svæðinu. Stöðugt er fylgst nákvæmlega með umhverfísþáttum en síðan hafa fleiri þættir komið til eins og hvaða áhrif aukið koldíoxíð í andrúms- lofti getur haft á plönturnar. Hermt er eftir því umhverfí sem gert er ráð fyrir að verði um miðja næstu öld þegar koldíoxíð verður helmingi meira í andrúmsloftinu. Hluti plantnanna verður undir sérstökum tjöldum í fímm ár og þar er þeim gefið aukið koldíoxíð. Þetta er gert til að kanna viðbrögð við auknu koldíoxíði. Tré geta bundið koldíoxíð og þar með teng- ist þetta kolefnishringrásinni en mikill áhugi er á henni, þar sem röskun hennar veldur gróðurhúsa- áhrifum. Þá er einnig verið að kanna hringrás næringarefna í jarðvegi en hún mun breytast með gróður- húsaáhrifum. Ef hitnar hér á landi eykst um leið niðurbrot á lífrænum efnum. Þetta ætlum yið að kanna með því að hita jarðveginn um fjór- ar gráður með rafmagni." Hvernig binda tré koldíoxíð? „Viður tijánna er að stórum hluta kolefni sem bundið er úr koldíoxíði andrúmsloftsins og þarf mikið magn af koldíoxíði til að mynda tijábol. Einnig getur skóg- rækt aukið kolefni í jarðvegi eink- um ef skógurinn er ræktaður á snauðu landi. Ef ræsa þarf vot- lendi til skógræktar þá getur hins vegar tapast mikið magn af koldí- oxíði vegna þess að jurtaleifar sem varðveist hafa í votum jarðvegi brotna niður og koldíoxíði losnar á ný.“ Hvernig gengur rannsóknin? „Hún hefur gengið ágætlega, en við erum ennþá á upphafspunkti hvað áhrif tijánna á veður varðar. Trén eru það lágvaxin ennþá að þau eru ekki farin að breyta miklu þar um. Þær vísbendingar sem við höfum fengið úr koldíoxíðrann- sókninni sýna að aspirnar bregðast vel við og vaxa mun hraðar. Spum- ingin er hversu lengi. Almennt er talið að þær muni hægja á sér.“ Hvaða hagnýtt gildi hafa þessar rannsóknir? „Þessi rannsókn gefur okkur mjög glöggar upplýsingar um þau áhrif sem umhverfið á Islandi hef- ur almennt á plöntuvöxt. Tilraunin nýtist því bæði í landbúnaði og skógrækt. Okkur skortir nákvæm- ar upplýsingar um áhrif umhverfis á plöntur og þá ekki síst áhrif vindsins, sem kannski hefur mest áhrif á ísienskt gróðurfar. Þá er einnig hugsanlegt að nota skóg- rækt til að binda kolefni en íslensk stjórnvöld hafa skuldbundið sig til ► Halldór Þorgeirsson er deild- arstjóri umhverfisdeildar Rannsóknastofnunar landbún- aðarins. Hann er fæddur árið 1956 og eftir stúdentspróf frá Menntaskólanum á Isafirði lauk hann líffræðinámi við Háskóla íslands árið 1981. Doktorsnámi lauk hann við Ríkisháskólann í Utah í Bandaríkjunum árið 1988 og fjallaði doktorsritgerð- in um kolefnisjöfnuð grasa. Kona Halldórs er Sjöfn Heiða Steinsson og þau eiga tvö börn. að draga úr losun og auka bind- ingu á koldíoxíði. Þess vegna eru þessar rannsóknir mjög hagnýt- ar.“ Hvernig standa ísiendingar að vígi í þessum rannsóknum, borið saman við aðrar þjóðir? „Rannsóknir á áhrifum um- hverfísþátta á gróður eru skammt á veg komnar hér á landi. Þessi rannsókn hefur þegar skilað meiru en menn bjuggust við og okkur hefur tekist að tengja hana við rannsóknir í nágrannalöndunum. Auk norrænna sjóða mun Evrópu- bandalagið styrkja rannsóknina þar sem hún er orðinn liður í stóru evrópsku verkefni sem miðar að því að mæla koldíoxíðsbindingu skóga í allri Evrópu. Það hefur ekki hlýnað á íslandi eins og á norðurhveli almennt. Það er hins vegar hugsanlegt að nú sé komið að þvi. ísland er þannig staðsett að breytileiki er mun meiri hér á landi miðað við önnur lönd. ísland er á mjög viðkvæmum bletti. Þetta er lykil- svæði í Norður-Atlants- hafi. Hér er mikil djúp- sjávarmyndun við land- ið og ísland er upphaf að stóru færibandi sem tengir saman heimshöfin. Aðstæð- ur hér skipta því miklu máli. Is- landslægðin eða lágþrýstisvæðið sem er í kringum landið hefur auk þess mikil áhrif á veðurfar í Norð- ur-Evrópu. Það er því mjög mikill alþjóðlegur áhugi á að rannsaka umhverfisáhrifín. Þegar vgrið er að spá fyrir um gróðurhúsaáhrifín þá geta menn eingöngu talað um stór svæði og meðalhita. Að spá fyrir um lítinn blett eins og ísland er ekki hægt. Menn ættu samt ekki að vera rólegir og telja að allt sé í lagi þó að hlýni hér. Það gæti allt eins kólnað.“ Verður þessum rannsóknum haldið áfram? „Þetta eru langtímarannsóknir og gildi þeirra eykst með tímanum. Við erum komin með tækifæri til að ná töluverðum árangri í rann- sókum á gróðurfarsáhrifum á Is- landi.“ Jarðvegurinn hitaður með rafmagni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.