Morgunblaðið - 07.09.1995, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1995
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Miðnætur-
sýning á
Súperstar
NÚ hefur rokkóperan Súper-
star verið sýnd fyrir fullu húsi
frá því 14. júlí er hún var frum-
sýnd. Rúmlega 10 þúsund
áhorfendur hafa komið og séð
sýninguna.
Föstudagskvöldið 8. sept-
ember verður sett upp miðnæt-
ursýning á rokkóperunni og
verður það 24. sýningin.
Maríuvesper í
síðasta sinn
MARÍUVESPER eftir Claudio
Monteverdi verður flutt í síð-
asta sinn á tónleikum í Lang-
holtskirkju í kvöld kl. 20.30.
Verkið hefur þegar verið
flutt á Akureyri, á Selfossi og
í Kópavogi og hvarvetna fyrir
fullu húsi áheyrenda. Flytjend-
ur eru um fimmtíu talsins: ein-
söngvarar, kór og hljómsveit.
Hinn heimsfrægi breski te-
nórsöngvari Ian Partridge tek-
ur þátt í flutningnum en einnig
þýski tenórsöngvarinn Hans
Jörg Mammel sem söng aðal-
hlutverkið í óperunni Orfeo
eftir Monteverdi þegar hún var
flutt hér á landi fyrir tveimur
árum. Auk þeirra taka þátt sex
íslenskir og erlendir einsöng-
varar, sönghópurinn Hljómeyki,
þýska lútu- og orgelsveitin Arie
cantabili, svissneska blásara-
sveitin Cometti con crema og
Bachsveitin í Skálholti.
Stjórnandi er Gunnsteinn
Ólafsson.
Kór HÍ hefur
23. starfsárið
HÁSKÓLAKÓRINN hefur nú
sitt 23. starfsár. Stjórnandi
kórsins síðastliðin tvö ár, Há-
kon Leifsson, er í leyfi í vetur
og í hans stað mun Egill Gunn-
arsson stjóma kórnum.
Á efnisskrá em íslensk og
erlend tónverk og frumflutt
verður verk eftir Hákon Leifs-
son.
í vor er ætlunin að fara til
útlanda í tónleikaferð. í fjár-
öflunarskyni verður stofnað
styrktarfélag kórsins.
Inntökupróf í kórinn verður
dagana 11. og 12. september,
frá kl. 18-21 báða dagana^ í
kapellu Háskólans.
Leyndir
draumar
opinberaðir
FÉLAGAR leikfélagsins
Leyndir draumar gengu niður
Laugaveginn á dögunum til
þess að vekja athygli á því að
sýningar hefjast að nýju á leik-
ritinu Mitt bælda líf eða köttur
Schrödingers. Leikritið er eftir
Hlín Agnarsdóttur, sem einnig
er leikstjóri. Fyrsta sýningin
verður í Möguleikhúsinu við
Hlemm n.k. sunnudag klukkan
20.30 og alls verða sýningar
fjórar.
Strengjakvartettinn Húgó með
tónleika í Islensku óperunni
Ekki fyrir
viðkvæm eyru
STRENGJAKVARTETTINN
Húgó efnir til sinna fyrstu opin-
beru tónleika í Islensku óper-
unni í kvöld. Kvartettinn skipa
Una Sveinbjarnardóttir og
Hrafnhildur Atladóttir fiðlur,
Guðrún Hrund Harðardóttir ví-
óla og Hrafnkell Orri Egilsson
selló en þau hafa leikið saman
um nokkurt skeið í Tónlistar-
skólanum í Reykjavík.
Á efnisskránni eru tvö verk:
Strengjakvartett rtr. 8 op. 110
eftir Dmítrí Sjostakovitsj og
Black Angels (Thirteen Images
fram the Dark Land) fyrir raf-
magnaðan strengjakvartett eft-
ir George Crumb.
Vitnar til fyrri verka
Áttundi strengjakvartettinn
er eitt af þekktustu verkum
Sjostakovitsj en hann var sam-
inn árið 1960 og tileinkaður
fórnarlömbum fasisma og stríðs.
„Það er mikil stemmning og til-
finning í þessu verki,“ segir Una
og Hrafnkell bætir við að kvart-
ettinn sé hugsanlega sjálfsævi-
sögulegur en tónskáldið vitnar
ítrekað til fyrri verka. „Sjos-
takovitsj opnar sig í þessu
verki.“
Tónverkið Black Angels var
samið í Bandaríkjunum tíu árum
síðar og var kveikjan að því
Víetnamstríðið. Hrafnhildur
segir að Crumb fari nýstárlegar
leiðir í verkinu; strengjaleikar-
arnir banki í hljóðfæri sín, smelli
í góm, telji upphátt á ýmsum
tungumálum og leiki auk þess á
slagverkshljóðfæri og kristalls-
glös. Rafmögnun hljóðfæranna
mun vera ætlað að ná fram „súr-
realískum hljómi" oggífurleg-
um styrkleikabrigðum sem
kvartettinn segir að sé „ekki
fyrir viðkvæm eyru.“
Fjórmenningarnir segja að
verkin á efnisskránni séu ákaf-
lega ólík. Þeir vonast því til að
tónleikarnir höfði til breiðs hóps
áheyrenda. „Þetta verða stuttir
en vonandi innihaldsríkir tón-
leikar,“ segir Guðrún Hrund.
Menntunin metin
íþrrótta- og tómstundaráð
Reykjavíkur hefur stutt kvart-
ettinn fjárhagslega í sumar og
hefur hann því getað æft stíft
undir stjórn Guðmundar Krist-
mundssonar víóluleikara. „Þetta
er virðingarvert framtak hjá
borginni," segir Guðrún Hrund,
„því það er mikilvægt fyrir unga
tónlistarmenn að geta einbeitt
sér að tónlistinni. Það er mjög
erfitt að halda sér við á sumrin
ef maður þarf að reyta arfa í
átta tíma á dag.“
Una tekur í sama streng.
„Tónlistarnám er mjög dýrt og
þetta er í fyrsta skipti sem við
fáum menntun okkar metna með
þessum hætti. Það er mjög mik-
ilvægt fyrir okkur að einhver
hafi skilning á því sem við erum
að gera.“
Strengjakvartettinn Húgó er
þakklátur öllum sem greitt hafa
götu hans í sumar. Fjórmenn-
ingunum þykir stórkostlegt að
eiga þess kost að efna til eigin
tónleika. Umstangið í kringum
slíkan viðburð hefur á hinn bóg-
inn komið þeim í opna skjöldu.
„Eitt af því sem við höfum lært
er að það þarf að hafa fyrir
þessu. Það er ekki nóg að koma
og spila eins og við höfum van-
ist í tónlistarskólanum."
Húgó mun ekki endurtaka
Kveðst daðra
við allar konur
Ævisaga Lucianos Pavarottis
kemur út í vikunni
London. Reutcr.
ÍTALSKI stórsöngvarinn Luc-
iano Pavarotti játar í ævisögu
sinni, sem kemur út í Bretlandi
í dag, að hann daðri við allar
konur á aldrinum 17 ára til 70,
sem hann hitti.
Pavarotti ver einnig í bókinni
val sitt á einkariturum, sem jafn-
an eru ungar og aðlaðandi kon-
ur. Gerir hann enga tilraun til
að afsaka hversu skamma viðr
dvöl þær hafa í starfí, en átján
stúlkur hafa verið ritarar hans á
síðustu tuttugu árum. Söngvar-
inn fullyrðir hins vegar að
ákvörðun sín um að giftast eigin-
konunni Adua hafí verið afar
skynsamleg, þrátt fyrir að þau
hafi rifíst linnulítið í þau sjö ár
sem þau voru trúlofuð.
Breska blaðið The Sunday Ti-
mes hefur að undanförnu birt
kafla úr bókinni, sem nefnist
„Heimur minn“. Þar segir Pava-
rotti m.a.: „Menn láta oft einhver
orð falla um þá ungu og aðlað-
andi ritara sem ferðast með mér.
Ég vil hafa konur í kring um
mig. Við verðum mjög náin.
Vegna þessa held ég að það sé
skynsamlegt að þær [ritararnir]
starfí ekki of lengi hjá mér.“
Söngvarinn, sem er mikill
matmaður, viðurkennir að hann
hafí einu sinni spurt Díönu prins-
essu hvort að hann mætti fá sér
rækju af diski hennar er þau
voru sessunautar í matarboði á
gamlárskvöld í New York. „Hún
brosti bara og sagði: Ég er ekki
vön því að deila mat með öðr-
um“,“ segir í bók söngvarans.
STRENGJAKVARTETTINN Húgó: Hrafnhildur Atladóttir fiðla, Una Sveinbjarnardóttir fiðla,
Hrafnkell Orri Egilsson selló og Guðrún Hrund Harðardóttir víóla.
leikinn á næstunni en leiðir
þessa unga tónlistarfólks munu
senn skilja. Guðrún Hrund og
Una eru á leið til Þýskalands í
framhaldsnám og Hrafnhildur
til Austurríkis. Hrafnkell Orri
verður á hinn bóginn um kyrrt
hér heima en hann hyggst ljúka
námi frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík á næsta ári. Fjór-
menningarnir hafa þó engan
veginn slitið samstarfinu. „Von-
andi eigum við eftir að starfa
saman í sumarfríum.“
Tónleikarnir í kvöld hefjast
klukkan 21 og er aðgangur
ókeypis.
Morgunblaðið/Þorkell
Átti Beet-
hoven
óskilget-
inn son?
London. Reuter.
ÞÝSKA tónskáldið Ludwig van
Beethoven eignaðist óskilgetinn
son með giftri konu
sem hann átti í ástar-
sambandi við. Þetta
kemur fram í nýrri
ævisögu tónskáldsins
þýska, sem Susan
Lund á heiðurinn af.
Ber bókin heitið
„Raptus“ og kemur
út 28. september.
Lund hefur rann-
sakað dagbækur, bréf
og bækur. Beethovens
og fullyrðir hún að
drengurinn hafi veikst
svo alvarlega er hann
var fjögurra ára að
hann hafí beðið and-
legt og Iíkamlegt tjón af og verið
mikið fatlaður upp frá því. Lund
og fleiri hafa getið sér þess til að
móðir drengsins, Antonie Brent-
Beethoven
ano, hafí verið „hin ódauðlega ást“
Beethovens sem hann skrifaði til
en enginn veit með vissu hver var..
Lund hefur varið síðustu fímmt-
án árum í að leita sannana fyrir
því að Brentano hafi fætt barn
Beethovens, en fyrir átti hún fímm
börn. „Beethoven vissi að hann
var faðir barnsins því að Antonie
sagði honum það er hún bar það
undir belti. Og jafnvel þó að hann
hafi aldrei hitt son sinn, hafði það
óvéfengjanleg áhrif á hann sem
tónskáld að vera orðinn faðir,“
segir Lund. „Drengurinn veiktist
I árslok 1816. Beethoven leið
skelfílega og hann
samdi ekkert í heilt
ár. Heimur hans
hrundi gjörsamlega og
tónsmíðar hans
breyttust mjög. Hann
skrifaði afar sorgleg
bréf á þessum tíma.“
Lund telur að
Brentano hafi verið
stærsta ást Beetho-
vens en að hann hafi
ekki viljað eyðileggja
hjónaband hennar,
barnanna vegna. Eig-
inmaðurinn, Franz,
hafi vitað af ástar-
sambandi konu sinn-
ar og Beethovens. Sonurinn varð
37 ára og þurfti síðustu fimmtán
árin á stöðugri umönnun að
halda.