Morgunblaðið - 24.09.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.09.1995, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÞANNIG hefur ímynd Elliðaánna verið, hrein, heið og falleg. Morgunblaðið/RAX Elliðaámar hafa vart staðið undir viðurnefn- inu „Perla Reykjavíkur“ í seinni tíð. Þær em ekki svipur hjá sjón. Vatnsmagn fer þverr- andi og hvert mengunarslysið hefur rekið annað. I sumar dundi mikið áfall á laxa- stofni árinnar, skæð kýlaveiki kom upp og enginn veit hvað það tekur langan tíma að uppræta hana. Hvað geta Elliðaámar lengi veitt áföllunum viðnám? Guðmundur Guð- jónsson ræddi við Garðar Þórhallsson fyrr- verandi aðalféhirði, sem hefur átt samleið með Elliðaánum um 40 ára skeið. AÐ ER og hefur alltaf verið yfirlýst stefna borgar- stjómar Reykjavíkur að varðveita Elliðaárnar til frambúðar og tryggja laxa- stofn árinnar, enda mun það fágætt ef ekki einstakt að það skuli vera hægt að stunda laxveiði á heimsmælikvarða vel innan borg- armarka höfuðborgar. Síðast í júní, er árnar voru opnaðar, ritaði Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri í gestabókina að Elliðaárnar væru: hin eina sanna perla Reykja- víkur. í ræðum hefur hún flutt sama boðskap og fyrri borgarstjór- ar um nauðsyn þess að vernda árnar og því hefur engin stefnu- breyting orðið hjá borgaryfirvöld- um með nýjum húsbændum,“ segir Garðar Þórhallssom. En hvað sagt er og hvað gert er, er fjarri því að vera það sama og gildir þá einu hverjir húsbænd- urnir em, segir Garðar. En fyrst er hann beðinn um að rekja þær helstu hættur sem steðja að ánum. Vaxandi mengunarhætta Með sívaxandi byggð og upp- byggingu framleiðslufyrirtækja í nágrenni ánna hefur mengunar- hætta vaxið hröðum skrefum. Lýs- ing Garðars er allrar athygli verð og sláandi. „Það eru margþættar hættur sem steðja að ánum og mikil vinna að halda utan um þær allar. Til að byija einhvers staðar nefni ég fyrst að ofankoma er eins og í öðrum ám hluti af venjulegri og eðlilegri vatnsmiðlun. Regnvatn á að skila sér í nátt- úrulegt umhverfi sitt, en í Elliða- árnar kemur það að stórum hluta um regnvatnslagnir frá umferð- aræðum, sem þúsundir bifreiða fara um daglega, í Árbæjar- og Breiðholtshverfunum. Þetta eru malbikaðar götur og ljóst að mikil tjara og olía og fleiri efni hljóta að berast í árnar. Er skemmst að minnast klórslyssins í fyrra sumar, er klórblandað vatn barst frá sund- lauginni í Árbæ og drap bæði seiði og önnur smádýr á stóru svæði þar fyrir neðan.“ Þótt Garðar Þórhallsson lýsi afskiptum borgarstjórnar af vandamálum Elliðaánna með þeim hætti að „Borgin leggi ekki fram eitt einasta handtak", þá hefur að hans sögn aldrei staðið á Raf- magnsveitu Reykjavíkur að taka til hendinni þegar ábendingar koma. „Rafmagnsveitan á þakkir skildar fyrir það sem hún hefur gert og alveg sérstaklega Haukur Pálmason aðstoðarrafmagns- stjóri, sem hefur látið málefni Ell- iðaánna verulega til sín taka. Því miður hefur framlag Rafmagn- sveitu Reykjavíkur þó varla dugað nema í besta falli til að halda í horfinu, svo mikið verk er óunn- ið,“ segir Garðar. En eftir klórslysið í fyrra var loksins tekið af skarið og hlustað á suð Garðars og forráðamanna Stangaveiðifélags Reykjavíkur, sem hefur árnar á leigu, um meng- unarhættu af völdum frárennslis frá byggðinni í kring. Málið var tekið upp í stjórn veitustofnana og var ákveðin þar athugun á fram- kvæmd og kostnaði við að sameina regnvatnslagnir og leiða beint til sjávar. Það er hins vegar að sumu leyti ekki nægilega viðunandi lausn, þvi Elliaárnar hafa skroppið svo sam- an ef þannig mætti að orði kom- ast, vatnsmagn þeirra hefur svo minnkað í áranna rás, að það er varla á ástandið bætandi. Það eina sem liggur fyrir svo óyggjandi sé í þessu máli er að það ráð sem leysir vandann mun kosta peninga. Mikla peninga. Makalaust ósasvæði Garðar telur að velferð Elliða- ánna hafi ekki vakað fyrir borg- aryfirvöldum er ósasvæðið var skipulagt. Að vísu hefur uppbygg-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.