Morgunblaðið - 24.09.1995, Page 14

Morgunblaðið - 24.09.1995, Page 14
62.900,;. 69.900. Siemens S4 • 2S0gr • 50 tima rafhlaða • Hleðslutæki fylgir • Símaskrá • Símtalsflutningur • Stillanleg hringing • Öflugt loftnet • 5 nr. endurval • Auðveldur í notkun 64.900, 14 SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1995 ____________________________________MORGUNBLAÐIÐ LISTIR BT Sinnai'T á sérstöku tilboösveröi ! Sony CDM-200 j • 280 gr I • 20 tíma rafhlaða Hlebslutæki fylgir j • Símaskrá j • Símtalsflutningur • Stíllanleg hringing [• Cóbursiminuá einstaklega góbu verbi. Sharp TQG-400 • 225 gr • 20 tíma rafhlaðá • Hleðslutæki fylgir • Símaskrá • Símtalsflutningur • Stillanleg hringing • Lítill og nettur sími Nokia 2110 • 225 gr • 20tíma rafhlaða • Hleðslutæki fylgir • Símaskrá • Símtals- flutningur • Stillanleg hringing mh. Opiö Lokaorð JÓN ÁSGEIRS- SON skrifar enn aftur grein í Morgunblaðið í gær, föstudag, sem beint er sérstaklega gegn mér. Málatilbún- aður Jóns er allur mjög óljós og líklega óskiljanlegur öllum al- mennum lesendum. Það er hins vegar ljósf, að Jón er með þessari grein að reyna að drepa málum á dreif og draga athygl- ina frá kjarna málsins, sem er þessi: Jón Ás- geirsson sakar sak- Iausan mann um glæpsamlegt athæfi, getur ekki staðið við ákæruna, og er ekki maður til þess að draga hana til baka. Hvað varðar þessi skrif Jóns núna sérstaklega vil ég taka fram eftirfarandi: Jón staðfestir, að í lögum um höfundarrétt sé ekkert að finna varðandi vemd á raddsetningum. Af þessu dregur hann þá ályktun, að sú staðhæfíng mín að raddsetn- Jón Ásgeirsson neitar að horfast í augu við þá staðreynd, segir Hjálmar H. Ragnars- son, að hann hljóp illi- lega á sig með því að bera á mig sakir um hugverkaþjófnað í Morgunblaðinu síðast- liðinn sunnudag. ingar njóti ekki verndar sam- kvæmt höfundarlögunum sé röng og njóti engrar lagastoðar. Sam- kvæmt þessum málatilbúnaði ættu raddsetningar einmitt að njóta verndar vegna þess að ekkert er um þær getið í höfundarréttarlög- unum. Það þarf varla að eyða fleiri orðum á slíka röksemdafærslu. Jón byggir mikinn hluta máls síns á þeirri staðhæfingu sinni, að áður fyrr hafi tíðkast að kalla þau verk út- setningar sem útfærð vom fyrir söngraddir með undirleik. Þau verk sem eingcngu voru útfærð fyrir raddir, svo sem Vísur Vatnsenda-Rósu, voru hins vegar skráð sem raddsetningar. Jón fer hér enn á ný með ósannindi. Því til staðfestingar þarf ég ekki annað en að vísa í handrit hans sjálfs með íslenskum þjóð- lögum. Þar er meðal annars að finna, auk raddsetningarinnar á Vísum Vatnsenda-Rósu, útsetningu Jóns á laginu Gloría tibi. Jón skrásetur þetta ákveðna lag með eigin hendi sem íslenskt þjóðlag í eigin útsetn- ingu (ekki raddsetningu). Með þessu verki er þó engan undirleik að finna og fellur þannig staðhæf- ing Jóns gjörsamlega um sjálfa sig. Að lokum þetta: Jón Ásgeirsson neitar að horfast í augu við þá staðreynd, að hann hljóp illilega á sig með því að bera á mig sakir um hugverkaþjófnað í Morgun- blaðinu síðastliðinn sunnudag. Núna er hann að reyna að draga athyglina frá þessum kjarna máls- ins og fá mig til viðræðu við sig um tæknileg smáatriði sem skipta litlu sem engu máli í þessu sam- hengi. Jóni væri hins vegar nær að játa opinberlega að hann hafi hlaupið á sig og draga ákæruna til baka. Slíkt myndi örugglega verða honum til aukins sóma. Þangað til hefi ég ekkert frekar við Jón að segja og biðst undan því að eiga við hann orðastað. P.s.: Þar sem ég afhendi þessa grein mina til prentunar sé ég birta í laugardagsblaðinu illskeytta grein í minn garð eftir Arnþór Jónsson, son Jóns Ásgeirssonar. Þessi grein Arnþórs dæmir sig auðvitað sjálf, en ég beini því til þín, Jón, að þú framvegis haldir ijölskyldu þinni fyrir utan þetta mál. Er ekki nóg komið af heift- inni og gremjunni? Höfundur er tónskáld. Hjálmar H. Ragnarsson Dagur heymarlausra DAGUR heyrnarlausra er hald- inn hátíðlegur um heini allan síðustu helgi septembermánað- ar ár hvert. Dagana 22.-24. september heldur Félag heyrn- arlausra daginn hátíðlegan í ár, og er þetta í 7. sinn sem slík hátíðahöld fara fram á vegum félagsins. Að þessu sinni eru liátíðahöldin helguð menningu heyrnarlausra. Við opnunarhá- tíðina í fyrrakvöld, í Listhúsinu í Laugardal, var opnuð sýning á verkum heyrnarlausra og Táknmálskórinn flutti ljóð á táknmáli. Myndlistarsýningin stendur til 6. október næstkom- andi. Textílsýning í Tjarnarsal OPNUÐ hefur verið þýsk list- iðnaðarsýning á textílverkum í Tjarnarsal Ráðhússins. Listiðnaðarfólkið kallar félags- skap sinn, sem er um 20 manns, XX-TEX. Þau vinna öll út frá sama tema, kristöllum, en útfæra verk sín með hinum ólíklegustu aðferð- um. Sýningin er á vegum þýska sendiráðsins, ísl. heimilisiðnaðar, Germaniu og Goethe-stofnunar- innar. Sýningin stendur til 4. októ- ber og er opin á virkum dögum frá kl. 8-19 og um helgar frá kl. 12-18. Þriðjudaginn 26. september kl. 17.30 verður Annegret Haake með fyrirlestur á ensku í Tjarnarsaln- um um hugmyndafræði og þróun XX-TEX hópsins. Allir eru vel- komnir. S e n d u m u m allt I a n d • 01 á kvöldin og 03 um helgar Snakíllska, ónot, ávítur og skylmingar Eitt blab fyrir alla! JltoðtntUiiMb -kjarni niálsins! SKJÖLDUR, tímarit um menningarmál, 2. tölu- blað 4. árgangs 1995, er nýkomið út. Ritstjóri er Páll Skúlason lög- fræðingur og útgefandi Útgáfufélagið Sleipnir hf. Skjöldur er eins kon- ar heimilisrit því að það er einkum skrifað af rit- stjóranum og vinum hans. Meðal efnis í Skildi sem athygli vekur er við- tal ritstjórans við Jónas Kristjánsson sem nýlega hefur látið af starfi forstöðumanns Stofnunar Árna Magnússonar. Ónotalegur prófessor og svæsinn skólastjóri í viðtalinu kemur fram að kvæð- ið Hrafnagaldur Óðins sem talið var 17. aldar stæling sé í raun Eddukvæði. Jónas Kristjánsson riijar upp kynni sín af Jóni Helgasyni prófessor og skáldi, en á náms- árum var hann undir handaijaðri Jóns í Árna- safni: „Hann gat verið dálítið snakillur og ónotalegur þegar hann var að gagnrýna, setja út á málvillur og annað slíkt. Jón var gáfumaður mikill og skáld en kennsla hans var aðal- lega fólgin í að ávíta mig fyrir vitleysur sem hon- um fannst ég gera.“ Um föðurbróður sinn, Jónas frá Hriflu, þá skólastjóra Samvinnu- skólans, segir Jónas Kristjánsson: „Jónas var undrafljótur að skrifa og gat verið mjög svæsinn í skrif- um sínum. Hann leit á ritdeilur sem skylmingar og stundum er það aðalatriði hjá honum að sýna sem mesta snilld í þeim leik.“ MYNDafHall- dóri Laxness úr heimilisalbúmi Jóns Helgasonar prófessors.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.