Morgunblaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 29 STEFNURÆÐA FORSÆTISRAÐHERRA efnahagssvæðinu og með gerð til- lagna um bætt rekstrarumhverfi, einföldun laga og reglugerða og um skilvirkari samskipti við stjórnvöld. Það er álit ríkisstjómarinnar að rekstur ríkisins á bankastofnunum með sérstökum stuðningi og ívilnun- um við þær samrýmist ekki nútíma viðskiptaháttum. Ríkisvaldið mun því leitast við að laga sig að breyt- ingum á fjármagsmarkaðnum og breyta ríkisviðskiptabönkunum í hlutafélög. Markmiðið er fyrst og fremst að jafna samkeppnisstöðu í rekstri banka. Það er mat ríkis- stjórnarinnar að samkeppni fjár- málastofnana á jafnréttisgrundvelli stuðli að lækkun vaxta og þar með bættu rekstrarumhverfi fyrirtækja í landinu. Þá knýja alþjóðlegir samn- ingar, sem íslendingar eru aðilar að, á um að rekstrarformi bankanna verði breytt. Engin ákvörðun hefur hins vegar verið tekin um sölu á hlutafé í ríkisbönkum. Stjórnar- flokkamir hafa enga ályktun gert um slíka sölu og lokaorðið í þeim efnum er auðvitað hjá Alþingi. Eðli- legt hlýtur að teljast að ríkið dragi sig út úr hefðbundinni lánastarfsemi á íjármagnsmarkaði en verði þess í stað virkur þátttakandi í stuðn- ingsaðgerðum við nýsköpun at- vinnulífsins. Menntun og umhverfisvernd Herra forseti, Þeir sem fylgjast með alþjóðlegri umræðu verða þess mjög varir að menntamál hafa þar verið fyrirferðarmeiri en stundum endranær og samhengi mennta og lífskjara er hvarvetna í brennidepti. Islenskir stjórnmálaflokkar lögðu allir áherslu á gildi menntunar í kosningabaráttunni og stefnuyfir- lýsing ríkisstjómarinnar endur- speglar þessar áherslur. Afkoma og staða íslensku þjóðarinnar verður ekki tryggð, nema hún sé vel mennt- uð og geti nýtt sér öll tækifæri til auðssköpunar. Það gleymist stund- um að telja menntun, rannsóknir og vísindi með þegar dregin em fram þau atriði sem mestu skipta við framkvæmd langtímastefnu í efnahags- og atvinnumálum. Þess vegna er eðiilegt að líta á framlög til slíkra mála sem fjárfestingu. Færa má reyndar fram allgóð rök fyrir því, að slík fjárfesting sé ekki síður til þess fallin að skila arði en þeir fjármunir, sem lagðir em til hefðbundinna atvinnugreina. Góð menntun er þannig besta tryggingin fýrir því að íslenska þjóðin standist samkeppni og geti skarað fram úr á alþjóðamarkaði. Við hljótum að setja okkur það mark, að námskröf- ur á íslandi séu á borð við þær sem bestar þyki á heimsmælikvarða. Slíkar kröfur er hægt að gera, þótt um leið sé hugað sérstaklega að því sem íslenskt er. Við megum ekki draga úr kröfum um þekkingu á íslensku, íslenskri sögu og íslensk- um bókmenntum. Þann arf ræktar enginn nema við sjálf. Við eigum að búa svo að okkar námsmönnum að þeir standist samkeppni um að- gang að bestu háskólum veraldar. Við göngum hins vegar ekki að því gruflandi, að hér mun aldrei mynd- ast sambærileg aðstaða á öllum sviðum, og gerist í stærstu mennta- og vísindastofnunum heimsins. Því er mikilvægt fyrir okkur að eiga tök á alþjóðlegu samstarfí ekki síst á evrópskum vettvangi og þeir samn- ingar sem við höfum nú þegar gert tryggja okkur slík tækifæri. Skipu- lega er unnið að því að flytja grunn- skólann frá ríki til sveitarfélaga í samræmi við grunnskólalög og hef- ur verið haft náið samráð við full- trúa allra þeirra aðila sem mestra hagsmuna hafa að gæta. Stefnt er að því að ný lög um framhaldsskóla verði afgreidd á þessu þingi svo að óvissa um þetta mikilvæga skólastig verði sem allra minnst. I framhaldi af því þarf að huga að almennri lögg- jöf um háskólastigið. Þannig þykjast menn nú sjá fyrir endann á heilda- rendurskoðun laga um íslenska skólakerfíð og verður næsta stór- verkefni á sviði menntamála að end- urskoða námsskrár og jafnframt að nýta nýja tækni til upplýsingamiðl- unar til hins ýtrasta í skólakerfínu. Meginmarkmið ríkisstjórnarinnar í umhverfísmálum eru að vernda náttúru landsins á þann hátt að fólki gefíst kostur á að njóta henn- ar, vinna að endurheimt þeirra nátt- úrugæða, sem búseta hefur raskað, að draga úr mengun og stuðla um leið að skynsamlegri nýtingu nátt- úruauðlinda en forðast sóun hráefna og orku, svo nokkuð sé nefnt. Ríkis- stjórnin mun leitast við að skapa sem best skilyrði fyrir einstaklinga, fyrirtæki og sveitarfélög til frum- kvæðis og aukinnar þátttöku í um- hverfisvernd. Hún vill ná víðtækri samstöðu við sveitarfélög og samtök einstaklinga og fyrirtæ'kja um fram- kvæmdaáætlun í umhverfísmálum til næstu aldamóta sem miði að því, að gera ísland að umhverfis- legri fyrirmynd. Huga verður að því að láta umhverfísgjöld standa undir kostnaði við förgun úrgangs til þess að draga úr myndun hans og styrkja endurnýtingu og endurvinnslu og tryggja viðunandi umhverfísvernd. Landbúnaður og sjávarútvegur Herra forseti, Ríkisstjórnin ákvað í stefnuyfír- lýsingu sinni síðastliðið vor að bú- vörusamningur skyldi tekinn til end- urskoðunar, ekki síst með tilliti til þess mikla vanda sem sauðíjár- bændur standa frammi fyrir, en all- ir flokkar lýstu því yfir fyrir kosn- ingarnar að á þeim vanda yrði að taka. Búvörusamningum er nú lok- ið. I samningnum er leitast við að tryggja hagkvæmari framleiðslu, vinnslu og sölu sauðfjárafurða til hagsbóta fyrir framleiðendur og neytendur. Rekstrarskilyrði sauð- íjárframleiðslunnar munu breytast á samningstímanum til að tryggja tekjugrundvöll sauðijárbænda. Hagkvæmni í greininni verður aukin með uppkaupum og tilfærslum og sauðíjárbændur verða studdir til að hætta búskap, kjósi þeir það. Til- færslur verða gerðar á beingreiðsl- um svo frekari hagræðing geti átt sér sta,ð í greininni og ekki síst stefnt að því að sauðijárrækt sé stunduð í samræmi við markmið umhverfísverndar. Hinn nýi búvöru- samningur er gerður til þess að treysta grundvöll sauðfjárræktar- innar, en um leið til að laga hana að breyttum neysluháttum þjóðar- innar og auka frelsi í verðlagningu í greininni. Ljóst er að stuðningur ríkisvaldsins við þessa grein land- búnaðarins mun minnka nokkuð á samningstímanum. Ábyrgð fram- leiðenda á eigin málum er aukin, en heildarmarkmiðið er að tryggja að sauðfjárbúskap megi stunda með lífvænlegum hætti í framtíðinni í góðri sátt við landið og neytendur afurðanna. Herra forseti, í áratugi börðumst við íslending- ar fyrir rétti strandríkja til stærri fískveiðilögsögu. Forystuhlutverk íslendinga í þeirri baráttu er al- mennt viðurkennt. Á síðari hluta áttunda áratugarins varð 200 mílna efnahagsleg lögsaga að veruleika með hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sá sáttmáli hefur nú öðl- ast gildi, þótt ýmsar þjóðir, svo sem Norðmenn, hafi fyrir sitt leyti ekki staðfest hann. í sumar var lögð síð- asta hönd á úthafsveiðisamning Sameinuðu þjóðanna. Ólíkt land- helgisbaráttunni, þar sem ísland gekk fram fyrir skjöldu sem strand- ríki, hlaut stefna stjórnvalda í út- hafsveiðimálum að taka nokkurt mið af hagsmunum bæði strandríkja og úthafsveiðiríkja. Umfram aílt hlutum við þó að taka mið af hag þjóðar, sem á alla sína tilveru undir sjávarútvegi. íslendingar hafa lengi stundað úthafsveiðar. Nokkurt hlé varð þó á þeim veiðum, m.a. vegna þess að unnt var að sækja aukinn afla á Islandsmið eftir því sem að landhelgin stækkaði. En Islendingar hafa sótt á úthafið á ný. Augljóst er að íslendingar verða að eiga þess kost að sinna slíkum veiðum til að tryggja lífskjör sín í framtíðinni, því auðlindin á heimamiðum er tak- mörkuð og sveiflukennd, hversu vel sem menn reyna að standa að fisk- veiðistjórnun. En um leið og þetta hefur verið sagt, þarf að undirstrika að við hljótum að leitast við að gæta jafnvægis milli hagsmuna okkar sem úthafsveiðiríkis og strandríkis. Fiskveiðar skipta okkur miklu meira máli en flesta aðra, en engu að síður þurfum við að sýna sanngirni í kröfum okkar um kvóta á svæðum sem liggja að lögsögu annarra ríkja. Þá höfum við aug- ljósa hagsmuni af ábyrgri umgengni um auðlindina, jafnt á svæðum utan eigin lögsögu sem innan. Þar er orðstír okkar sem fiskveiðiþjóðar og umhverfisverndarmanna í húfí. Allra þessara þátta hefur verið gætt í stefnumótun íslands, þar á meðal í þeim deilum sem við höfum átt í við Norðmenn og Rússa. í hin- um nýgerða úthafsveiðisamningi felst nokkur leiðsögn í átt til ábyrgr- ar fískveiðistjórnunar og ásættan- legt tillit er að okkar mati tekið til allra sjónarmiða. Þess er oft getið, að heimur minnkandi fari og sam- skipti einstaklinga, fyrirtækja og ríkisstjórna landa á milli verði æ nánari. En þessi miklu samskipti geta einnig gert hagsmunagæslu þjóðarinnar út á við flóknari en áður vegna nýrra tækifæra, þarfa eða aðstæðna, og eru úthafsveiði- málin gott dæmi um hvernig við höfum þurft að bregðast við slíkum úriausnarefnum. Annað dæmi er varnarsamstarfið við Bandaríkin, sem hefur verið lagað að brevttum aðstæðum um leið og varanlegir öryggishagsmunir þjóðarinnar og bandamanna hennar á Norður-Atl- antshafi hafa verið tryggðir. Mjög miklar hræringar eru í öryggismál- um Evrópu. Atlantshafsbandalags- ríkin standa frammi fyrir afdrifarík- um ákvörðunum svo sem stækkun bandalagsins til austurs. Þær kreíj- ast festu og góðs undirbúnings og þær kalla á þátttöku og ábyrgð allra bandalagsríkjanna. íslendingar eru hlynntir stækkun Atlantshafs- bandalagsins en vilja þó að allrar varfærni sé ’gætt. Samskiptin við umheiminn Af hálfu íslenskra stjórnvalda er grannt fylgst með þróun viðskipta- mála vestanhafs og samskiptum Evrópu og Ameríku á því sviði og stefnt er að því að efla viðskipti við Ameríkuríkin. í Asíu hafa opnast viðskiptatækifæri, þótt nokkurn tíma muni taka að nýta þau svo um muni. En það verk er hafíð og hafa íslenskir einkaaðilar og ríkisvaldið komið að því máli. í samræmi við samninginn um Evrópska efnhags- svæðið er unnið að því að auka pólitískt samráð við Evrópusam- bandið á þeim grundvelli sem samn- ingurinn mótar. Verkefnin nú eru að nýta sem best trausta stöðu okk- ar í Evrópumálum. Rækta þarf enn frekar þau tengsl sem við höfum, fom og ný, og hafa okkur sem mest í frammi með þeim ríkjum sem við eigum besta samleið með. Eitt af einkennum samtímans er að sífellt fleiri mál verða ekki leyst án yfírgripsmikilla milliríkjasamn- inga og samræmingarstefnu fjölda ríkja. GATT-samningurinn um auk- ið frelsi í milliríkjaviðskiptum, sem er íslendingum hagfelldur, er dæmi um þetta. Framkvæmd samningsins hefur hins vegar valdið deilum hér á landi og orðið tilefni til gagnrýni á stjórnvöld. Ekki hefur borið á þessháttar deilum annars staðar. Segja má að réttmæt gagnrýni hafi komið fram um einstök smávægileg tæknileg atriði við framkvæmd samningsins. Þau atriði hafa verið leiðrétt og verða leiðrétt hvenær sem upp koma. Að öðru leyti hefur gagnrýnin að mestu leyti verið óréttmæt. Hún hefur verið byggð á fölskum væntingum um markmið og áhrif GATT-samningsins á inn- flutning og verðlag búvöru. Þær væntingar hafa verið búnar til af mönnum sem ætíð vissu betur, eins og sést á skrifuðum ræðum þeirra og greinum. Staðreyndin er sú, að GATT-samningurinn, hvað varðar búvörur, er framkvæmdur í grund- vallaratriðum eins hér á landi og annars staðar er gert. Hvergi var stefnt að því að umturna innflutn- ingsstefnu um búvörur á skömmum tíma. íslensk stjómvöld eru því ekki að bregðast skuldbindingum sínum í GATT, eða að vinna þvert á ætlun annarra aðildarríkja samningsins. Auðvitað gætum við einhliða ákveð- ið að fara ekki eftir GATT-samn- ingnum, og gengið miklu - hraðar fram en önnur ríki í átt til breytinga á innflutningi búvara. Vafalaust mætti færa einhver efnahagsleg skammtíma rök fyrir því að svíkja bændur varðandi þá stefnu sem mótuð var og þeim kynnt. Síðasta ríkisstjórn lagði mikið upp úr því að bændur og samtök þeirra styddu heilshugar aðild okkar að GÁTT- samningnum. Því er ótrúlegt að ein- hver geri þær kröfur nú að komið sé aftan að þessum aðilum við fram- kvæmd samningsins og gengið þvert á það sem sagt var þegar ákvörðun um hann stóð yfir. Ég fullyrði að það stóð ekki til af hálfu síðustu ríkisstjómar að ganga fram með þeim hætti og núverandi ríkis- stjórn mun ekki fremur en hin fyrri standa þannig að verkum, enda er ekki meirihlutavilji á þessum vett- vangi fyrir slíkum vinnubrögðum. Ég er sannfærður um að megin- þorri almennings vill ekki ganga hraðar fram í breytingum en bænda- stéttin getur risið undir. Með GATT- samningnum var ákveðið að fella niður bannreglur og auka fjöl- breytni, en aldrei var talað um að ganga af landbúnaði neins ríkis dauðum, eins og sumir vilja nú vera láta. Meginatriðið er að á næstu árum verða verulegar breytingar á íslenskum landbúnaði og róttækar breytingar á innflutningi búvara. Þessar breytingar em í senn æski- legar og óumflýjanlegar, bæði fyrir bændur og neytendur og verða að gerast í sátt við þessa aðila. Þeir sem vilja efna til heiftar og illinda á milli þeirra sem starfa þurfa sam- an, em ekki að vinna gott verk. Herra forseti, góðir Islendingar, Ég nefndi í upphafí ræðu minnar, að þeir, sem þjóðin hefur valið til að fara með mál sín á þjóðþinginu, þrá að láta gott af sér leiða. Þeim svíður þegar þeim er brigslað um að taka eigin hag fram yfír þjóðar- hag. Það verður tekist á og deilt á því þingi, sem nú er nýhafið. Ekki vegna þess að þingmenn vilji ekki vel heldur vegna þess að þeim sýn- ist sitt hveijum um markmið og aðferðir. í þessu eru þingmennirnir og þjóðin eins. Við viljum að þjóðin fylgist með okkur og við fömm fram á að hún fái óbrenglaða mynd af störfum okkar. Okkur kemur ekki til hugar að víkjast undan endanleg- um dómi hennar. Ég þakka þeim sem hlýddu. Við skulum muna að jafnvægi í ríkisfjármálum er ekki aðeins hagfræðilegt hugtak heldur for- senda þess að fjárfesting í atvinnulífinu aukist, vextir lækki og störfum fjölgi. Hafinn er undirbúningur að heildarendurskoðun á tekjuskattskerfinu, ekki síst með það fyrir augum að draga úr jaðaráhrifum skattkerfisins. Goldstar símkerfi, traust í erli dagsins Fyrstu kynni viðskiptavina af nýju fyrirtæki eru oftast í gegnum símann. Þau fyrirtæki sem velja Goldstar símkerfin frá ístel hf. eru pvf ígóðwn máhim. Mest selda símkerfi á íslandi GoldStcir Gæði, öryggi oggóð þjónusta Rúmlega 1200 fyrirtæki og stofnanir lmfa kosið símkerfi frá ístel lif. Því ekki að slást í hóp peirra sem skapa starfsmönnum sínum pægilega vinnuaðstöðu. fauA SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 588 2800 Fax 568 7447
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.